Lögrétta - 27.06.1928, Blaðsíða 2
LOGRJflTT*
LÖGRJBTTA
Útgefsusdi og ritntjóri
Þ»rateiaB Oiiltttn
í’ing-hoItsstrtBtí 17. Sinai 178.
Ieaiielatm afgrreiðela
1 MiðntrieU 3.
hann sá, sem mestur er gaumur
gefinn og hans orð, sem mesta at-
hygli vekja, enda hefur hann það
m. a. til síns ágætis að vera jafn-
vígur á öll aðal-menningartungu-
mál álfu vorrar og á það til á
slíkum fundum að bregða þeim
öllum fyrir sig í sömu ræðunni,
þegar viðstaddir eru fundarmenn
af ýmsum tungum og þjóðemum.
Tvær eru þær kirkjulegar hreyf-
ingar á vorum tímum, sem Natan
Söderblom hefur einkum látið sig
miklu skifta og báðar lúta að nán-
ari samvinnu með evangelisku
kirkjunum. Er önnur þeirra hin
svonefnda „Faith and order“-
hreyfing, en hin „Life and work“-
hreyfingin. Báðar eru þær eins
og nöfnin sýna runnar af erlendri
rót, en frá fyrstu hefur Söder-
blom veitt þeim öflugt fylgi sitt
og við það orðið einn hinna leið-
andi manna þar. Eitt af megin-
áhugamálum þessara hreyfinga til
eflingar kirkjulegri einingu og
andlegri samvinnu kristinna
þjóða, er orðið gæti spor í áttina
að endursameiningu allrar kristn-
innar, var frá upphafi það, að
koma á alheims-ldrkjuþingi, er
tæki til athugunar með kristilegu
umburðarlyndi og bróðurlegum
kærleika þau ágreiningsatriði í
trúarefnum, játningum og kirkju-
skipun, sem nú skifta flokkum og
eins þau atriði, sem sameiginleg
eru, og það í þeim tiigangi að
jafna ýmislegan misskilning og
ágreining, vekja samúðarþel með
kirkjuflokkunum, gagnkvæma
virðingu, traust og kærleika sam-
kvæmt orðum meistarans mesta í
Jóh. 17, 21. „Allir eiga þeir að
vera eitt, eins og þú, faðir, ert
í mjer og jeg í þjer, eiga þeir
einnig að vera í okkur“. Fyrir
þessa kristilegu einingarhugsjón
hefur Natan Söderblom starfað
öll árin, sem hann hefir setið 4
erkistóli Svía. Hann hefur viljað
vinna að bandalagi með þjóðun-
um grundvölluðu á mannúð, rjett-
læti og bróðurkærleika og gera
kirkju Jesú Krists að orkugjafa
hinna nýju tíma, sem framundan
eru, í þeirri öruggu sannfæringu
trúarinnar, að kristileg menning
væri heimsins eina viðreisnarvon,
en hún þurfi sameinaða kirkju
sem málgagn sitt og samvisku
sína. Alheimskirkjuþingið í Stokk
hólmi 1925 var einn liðurinn í
starfi því, sem hjer var hafið og
má segja, að það hafi verið fyrst
og fremst verk Natans Söder-
bloms. Og þótt ekki hefði hann
unnið neitt annað um dagana en
að koma því þingi á laggimar
og stjóma því, þá hefði það eitt
verið nóg til þess að skapa Söder-
blom erkibiskupi frægðamafn í
kristnisögu hins evangeliska
heims, enda hefir því verið hald-
ið fram af ýmsum, að það hefði
ekki verið á neins manns færi
nema hans eins að hrinda því í
framkvæmd*).
Natan Söderbloms hefur fyrir
skömmu verið minst hjer í Lög-
rjettu í tilefni af mjög eftirtekt-
arverðri ádeilu hans á hendur
Rómaborgar-biskupi — páfanum
— út af hirðisbrjefi, sem hann
gaf út í haust eð var („Mortalium
animos“) og beinlínis var stílað
gegn þessari einingarhugsjón
Söderbloms, eins og hún birtist
bæði á heims-kirkjuþinginu í
Stokkhólmi og á kirkjuþinginu í
Lausanne árið, sem leið. Skal ekki
farið frekar út í þá sálma hjer.
Að Söderblom er minst hjer að
þessu sinni, stendur í sambandi
við útkomu nýs rits eftir hann
og stórmerkilegs, sem vakið hefir
mikla athygli, vitanlega fyrst og
fremst innan sænsku kirkjunnar,
enda verið talið merkast allra rita
um það efni, sem birst hafa á
sænska tungu og jafnvel einstakt
í sinni röð innan bókmenta evan-
geliskrar kristni. Þetta stórmerki-
lega rit er um píslarsögu Jesú
Krists: „Kristi pinas historia. En
passionsbok för stilla veckan och
andra veckor“. Langaði mig sjer-
staklega til að vekja athygli ís-
lenskra presta á bókinni, svo
mikinn lærdóm sem hún hefur til
brunns að bera og ágætan til
skýringar á fjölda atriðum er
varða þennan þátt lífssögu frels-
arans, sem svo mörgum kristnum
manni hefur orðið brunnur bless-
unar til sálunota um dagana, en
vekur jafnframt í sálu athugulla
*) Sjera Bjami Jónsson dómkirkju-
prestur og sjera Friðrik Rafnar á
Akureyri sóttu kirkjuþing þetta sem
fulltrúar hinnar íslensku kirkju og
hafa báðir gefið ágæta skýrslu um
hið helsta, sem þar gerðist og lýst |
áhrifunum, sem dvölin þar hafði á j
þá í 8. árg. Prestafjelagsritsins. Einn- I
ig hefur sjera Friðrik gert ágæta
grein fyrir uppruna „Faith and
order“-hreyfingarinnar í 2 árg.
sama rits.
lesenda svo margar og viðfangs-
erfiðar spumingar. En úr þeim
vill hinn stórlærði erkibiskup
greiða og hefur að minu viti, tek-
ist það mæta vel í þessu riti sínu,
svo að mjer enda finst jeg hafi
aldrei höndum leikið neina bók
um það efni ágætari til skilnings
og nytsamari til fróðleiks, sann-
færingar og uppbyggingar um
þetta mikilvæga efni hinnar
'kristilegu hjálpræðissögu.
Rit þetta er nálægt 500 blað-
síður í 8 blaða broti, og er að
allri framsetningu þannig úr
garði gert, að allur almenningnr
getur haft þess full not, en er þó
frá upphafi til enda grundvallað
á vísindalegum rannsóknum og
þrungið af víðfeðmum lærdómi
höfundarins. Allur andi ritsins er
guðrækilegur, svo að vel mætti
nota það sem húslestrabók til
kveldlestra á föstunni, þ. e. sem
einskonar föstuhugleiðingar, enda
er svo að sjá sem höfundurinn
hafi beint ætlast til þess, eins og
efni þess er skift niður. Jeg hef
þá heldur aldrei lesið neina bók
í óbundnu máli um* þetta efni,
sem jafnast geti við þessa í því
að „vekja“ hugi manna til athug-
unar á því sem gerist og fram við
Jesúm kemur á píslarferli hans. 1
bundnu máli eigum vjer íslend-
ingar Passíusálma Hallgríms
Pjeturssonar og megum oss til
fremdar telja að eiga þann dýr-
grip, því að af honum erum vjer
vissulega öfundsverðir. En þótt
einatt megi dásama þá lífsspeki
trúarinnar, sem kemur fram í
sálmum Hallgríms og fylsta á-
stæða sje til að undrast andagift-
ina og snildina, sem þar keniur
fram og þann hinn djúpa skilning
á staðreyndum trúar vorrar, sem
LÖGRJETTA
þar birtist svo fagurlega, þá verð- !
ur aldrei með sanngimi til þess ;
ætlast, að þeir greiði úr öllum við- !
fangserfiðleikunum, sem fyrir j
manni verða við lestur píslarsög- j
unnar, því að tilgangur þeirra er ■
allur annar. Bók Söderbloms erki- j
biskups hefur aftur sjerstaklega :
tekið þá til meðferðar og leitast |
við að greiða úr þeim með þeim j
tækjum lærdómsins og vísind- j
anna, sem vorir tímar hafa til
brunns að bera, og með þeirri
djúphyggju og óvenjulegu skarp-
skygni, sem höfundinum er af
guði gefin, án þess þó að höf-
undurinn verði þar nokkuru sinni
myrkur í máli. En það gerir fram-
setninguna svo eihkarhugnæma
lesandanum, að hún opnar manni
jafnframt útsýni inn í hjarta
höfundarins titrandi af tilbeiðslu
og innileika og af dýpstu lotningu
fyrir honum, sem „bar vor þungu
glæpagjöld og galt þá skuld, sem
á oss lá“ með því sem hann hlýð-
inn fram í dauðann ljet fram við
sig koma syndugum heimi til
eilífrar blessunar og heilla.
Þessi „Píslarsaga Krists“ er í
60 smáköflum. Er píslarsagan þar
rakin öll frá upphafi til enda og
byrjar hver þeirra með litlum
kafla píslarsögunnar eins og vjer
eigum hana „samanlesna eftir
þeim fjórum guðspjöllum" og er
því að sniðinu til alveg eins og
föstuhugvekjur eru venjulega. En
þessum smáköflum er aftur flokk-
að í stærri þætti með sjerstök-
um fyrirsögnum eftir efni hvers
flokks, til þess að heildaryfirlitið
ekki hverfi, Píslarsagan hefst
með inngangi í sex smáköflum,
þar sem skýrt er frá síðustu
suðurgöngu frelsarans og hefur
sá inneanerur að vfirskrift ..Til
Jerúsalem“, og endar hann á i
sjálfri innreiðixmi þangað. Þá
tekur við sjálf píslarsagan og er j
henni skift í sex aðalþætti. Er
fyrsti þátturinn: um það sem
Jesús hefst að og verður að líða j
meðal lærisveina sinna áður en
hann gengur út á píslarbrautina;
annar þátturinn: um það, sem
Jesús hefst að og verður að líða
frammi fyrir sínum himneska !
föður í grasgarðinum á undan
handtökunni;
þriðji þátturinn: um það, sem
Jesús hefst að og verður að líða
hjá æðstu prestunum, Hannasi og
Kaifasi, og frammi fyrir ráðinu
mikla;
fjórði þátturinn: um það, sem
Jesús hefst að og verður að líða j
frammi fyrir hinum veraldlegu
dómurum sínum Heródesi og Píla-
tusi;
fimti þátturinn: um það sem
Jesús hefst að og verður að líða
frammi fyrir almenningi er dóm-
inum skal fullnægja á Golgata og
um það, sem gerist á andlátsstund
hans. Þá er
sjötti kaflinn: um það hversu
andvana líkami Jesú er greftrað-
ur í garði einum af þeim Jósei og
Nikódemusi. Loks er eins og við-
bætir sjerstakur.
lokaþáttur um trúna á upprisu
; Krists frá dauðum, þar sem gerð
j er grein fyrir upprisu Krists sem
j heimssögulegri staðreynd, fyrir
því sem gerðist páskamorgun og
fyrir gildi upprisutrúarinnar.
Með þessu er gerð nægilega
grein fyrir aðalefxú bókarinnar,
en rúmið leyfir ekki að fara nán-
ar út í einstök atriði eða að benda
á ýmsar nýjar, frumlegar skoð-
anir höfundarins og skýringar,
o Viqf lrnrrui fvom TlPSS
aðeins getið, að nýju ljósi er þar
brugðið yfir fjölda atriða bæði
sögulegs og sálfræðilegs eðlis og
nýjar skýringar gefnar á fjölda
sögulegra atvika píslarsögunnar,
sem sá er þetta ritar minnist ekki
að hafa sjeð áður teknar fram.
Sumstaðar er lítilsháttar vikið frá
hinni venjulegu röð viðburðanna,
sem á fundi í örebro mælti þessi
eftirminnilegu orð, sem oft hefur
verið vitnað til, einnig úti hjerr
„Trúðu ekki á gamla guðfræði og
trúðu ekki á nýja guðfræði, en
trúðu á drottin Jesúm Krist“.
Og trúna á drottin Jesúm
Krist hefur Söderblom viljað efla
og styrkja með þessari nýju bók
svo að gangur sögunnar verður I sinni og mun evangelisk kristni
við það bæði eðlilegri og skiljan-
legri. Þá eru ekki síst eftirtektar-
verðar eðlislýsingar höfundarins
á ýmsum þeim mönnum, sem mest
eru riðnir við píslarsögu frelsar-
ans og stendur ef til vill enginn
þeirra manni eftir lestur bókar-
innar jafn lifandi fyrir hugskots-
sjónum og Pílatus. En himinhátt
yfir alla aðra, sem þar birtast á !
sjónarsviðinu, gnæfir þó að sjálf-
sögðu persóna sjálfs mannkyns-
frelsarans í öllum sínum ljóma og
yndisleik. Aðaláherslan er þar, I
sem vita mátti, lögð á manndóm
frelsarans. En svo fagurlega er
lýst manninum Jesú á píslarferli
hans, að ósjálfrátt skapast í huga
i lesandans játningin gamla: „Sann-
arlega hefur þessi. maður verið
guðssonur!"
Söderblom erkibiskup er að allri
mótun anda síns og stefnu „ný- !
guðfræðingur", sem hjer er kallað,
enda hefur hann einatt fengið orð
í eyra fyrir það meðal samlanda |
sinna, eins og gengur, og þá einn-
ig í sambandi við þessa síðustu \
bók sína, þótt þær raddir sjeu eigi
j eins háværar nú og um það j
| bil er hann gerðist erkibiskup. En ;
j engin bók, sem jeg hef lesið, i
! hefur sýnt mjer betur en þessi !
hve vel gamla kristna trúin og
nýja jákvæða guðfræðin geta i
kunna honum innilegar þakkir
fyrir.
Skyldi það gleðja mig, ef önn-
ur eins bók og þessi yrði sem
flestum kunn og sem víðast lesin
með þjóð vorri og þá ekki síst
af prestum vorum og prestsefn-
um. Dr. J. H.
Dráttarvjelar eða
hestar?
Mjög er hún nú að verða al-
geng í landi voru, kenningin um
nauðsyn þess, að bændur kaupi
sjer dráttarvjelar, til að beita fyr-
ir plóga sína og herfi.
Það væri nú sök sjer og vel
skiljanlegt, þó að auglýsinga-
skrumarar og kaupahjeðnar, sem
með þessar vjelar versla, hampi
lofi þeirra hátt. Hitt virðist mjer
verra að skilja, hve mjög þeir
sumir hafa orðið til að hálofa
dráttarvjelamar, sem maður verð-
ur að trúa um að sjeu velunnarar
bænda, og kalla vilja sig búvís-
indamenn. En allra furðulegast
finst mjer þó það, hversu alment
bændur sjálfir hafa gleypt við
þessari glópsku.
Dráttarvjeladýrkunin hefur nú
haldist í hendur, enda var það að undanfömu flogið sveit úr
einmitt Söderblom erkibiskup, sveit eins og hundafár og her-
V. Hogo: VESALINGÁRNIR
varð að fóma, hjá því varð ekki komist, og þá var
morðinginn prýðilega til þess fallinn, að leiða athygli
Javerts frá Thénardier sjálfum. Þegar hann gæfi lögregl-
unni bráð, með því að hleypa Jean Valjean út, mundi
Javert hætta við að reyna að rekja hans eigin spor. Javert
mundi gleyma honum vegna hinnar betri bráðarinnar og
þykja vel launuð biðin. En Thénardier gat verið nokk-
uraveginn viss um það að komast undan, með því að siga
ofsóknara sínum á annan mann, auk þess sem hann
græddi þrjátíu franka. Jean Valjean var kominn úr ösk-
unni í eldinn. Javert þekti hann ekki, enda var hann ekki
sjálfum sjer líkur. Lögreglumaðurinn stóð kyr og kross-
lagði handleggina og krepti hnefann um kylfu sína og
spurði rólega — Hver ertu? — Það er jeg. — Hvaða jeg?
— Jean Valjean. Javert stakk kylfunni milli tanna sjer,
beygði sig fram og tók báðum höndum í herðar Jeans
Valjean. Hann virti hann nákvæmlega fyrir sjer og
þekti hann. Augnaráð hans var ægilegt. Jean Valjean
reyndi ekki að verjast átökum Javerts. Það var eins og
ljón leyfði gaupu að reka í sig hramminn. — Herra Ja-
vert, jeg er á yðar valdi. Jeg hef þar að auki álitið mig
fanga yðar síðan í morgun. Þegar jeg benti yður á bústað
minn var það ekki til þess að reyna að komast undan.
Takið þjer mig, en lofið þjer mjer aðeins einu. Javert virt-
ist ekki heyra hvað hann sagði. Hann hvesti á hann aug-
un og skaut upp hrukkóttri hökunni svo varirnar brettust
upp að nefi, en það var vottur mikillar ólgu í huga hans.
Loks slepti hann honum, rjetti úr sjer, tók lögreglukylf-
una aftur í hönd sjer og hvíslaði eins og í draumi —
Hvað eruð þjer að gera hjer. Og hvaða maður er hann
þessi þarna? Hann var hættur að þúa Jean Valjean. —
Það var einmitt um hann, sem jeg ætlaði að tala við yð-
ur, sagði Jean Valjean og rödd hans virtist vekja Javert
af draumi. Þjer getið gert við mig það sem yður þóknast,
en hjálpið þjer mjer til þess að bera hann heiin, um ann-
að bið jeg yður ekki. Javert gretti sig, eins og vandi hans
var, þegar einhver hjelt að unt væri að fá hann til þess
að slaka til. Samt neitaði hann ekki, en beygði sig og tók
upp klút og drap honum í vatnið og þvoði blóðið af enni
Maríusar. — Þessi maður var í virkinu, sagði hann eins
og við sjálfan sig. Það var hann, sem þeir kölluðu Maríus.
Javart var lögreglunjósnari eins og þeir, sem bestir eru.
Þótt hann teldi sjálfur, að hann ætti að deyja, hlustaði
hann á alt og tók eftir öllu, sem fram fór og lagði það á
minnið. Hann njósnaði jafnvel í dauðastríði sínu og gerði
athuganir á leiðinni ofan í gröfina. Hann greip hönd Marí-
usar og þreifaði á slagæðinni. — Hann er særður, sagði
Jean Valjean. — Nei, hann er dauður, sagði Javert. —
Ekki ennþá, fullyrti hinn. — Og þjer hafið borið hann
hingað úr virkinu? spurði Javert. Hann hefur hlotið að
vera mjög sokkinn í hugsanir sínar, úr því að hann æskti
ekki annara upplýsinga. Jean Valjean virtist einnig altek-
inn sömu hugsuninni, þvi hann sagði — Hann á heima í
Filles-du-Calvaire-götu, hjá afa sínum, jeg man ekki hvað
hann heitir. Hann leitaði í jakkavasa Maríusar og fann
vasabókina, sem Maríus hafði krotað í nafn sitt og fjekk
Javert hana. Enn var sæmilega lesljóst og svo hafði Ja-
vert nokkuð af hæfileika kattarins til þess að sjá í
myrkri. Hann rýndi í línurnar, sem Maríus hripaði og
muldraði — Gillenormand, Filles-du-Calvaire-götu numer
sex. Síðan kallaði hann á ökumanninn, sem ennþá beið
uppi á bakkanum, en stakk á sig vasabókinni.
Skömmu seinna ók vagninn niður slakkann. Maríus
var lagður í aftursætið, en Javert settist hjá Jean Valje-
an í framsætið. Þegar vagndyrunum hafði verið lokað
var ekið hratt í áttina til Bastillu torgsins. ökumaðurinn
sat eins og dimmur skuggi í sæti sínu og ljet svipuna
dynja á skinhoruðum hestunum. 1 hvert skifti, sem ekið
var.framhjá götuljóskeri, var sem leiftri brigði fyrir inni
í vagninum. í hvert skifti þegar vagninn hossaðist á götu-
grjótinu draup blóðdropi úr hári Maríusar. Þá var nið-
dimm nótt þegar ökumaðurinn stansaði fyrir framan hús-
ið númer sex í Filles-du-Calvaire-götu. Javert fór fyrstur
út úr vagninum, gáði að því að númerið væri rjett, tók í
dyrahamarinn, sem að Qsku var mynd af hafri og
satyr sem stönguðust og ^Oúngshögg. Önnur hurðin
var opin í hálfa gátt, hafl^ ^ henni opinni og dyravörð-
urinn kom í ljós og opní^1 ^“ielt á tólgarkerti. f húsinu
voru allir sofandi. I þesí*^ v^rhluta fer fólkið snemma
að hátta, einkum þeg^ ^isn er. Hinn góði, gamli
borgaralegi bæjarhluti ö^A.^ltinguna og breiðir sæng-
ina upp yfir höfuð, einS ^Y^hin, þegar þau heyra bola
komá. ökumaðurinn og ^ „ aljean tóku Maríus út úr
vagninum og meðan þ^ ^idu á honum þreifaði Jean
Valjean á brjósti hans fullvissa sig um það, að
hjarta hans slægi ennþá- v haarðist ekki eins hægt og
áður, eins og vagnhris^^^ú hefði lífgað það. Javert
ávarpaði dyravörðjnn í 'V1 tón, sem hæfir embættis-
manni, sem hefur uppr^v^ann frammi fyrir sjer. —
Býr hjer einhver GilleD01^? — Já, hvað viljið þjer
honum? — Við færum toIÍ, son hans. — Son hans? —
Hann er dauður, svaraði ^ ^ Jean Valjean kom á eft-
ir Javert og hristi höfuði^ ^ss að koma dyraverðinum
i skilning um það, að m^^ Væri ekki dáinn. En dyra-
vörðurinn virtist hvoru^ ^ Javert sagði ennfremur
— Hann var í virkinu, er hann. — í virkinu,
sagði dyravörðurinn — Hann ljet drepa sig.
Vektu nú föður hans. Df^^Urinn hreyfði sig ekki. —
Hananú, farðu, sagði aftur og bætti við — Á
morgun verður hjer jarJavert skifti sem sje öllu
því, sem á götum gel'i8*' ^iltekna flokka: óeirðar og
handalögmál, uppreisniú ^ðgöngur og jarðarfarii’.
Dyravörðurinn ljet sjer ^ að vekja Basque, Basque
vakti Nicolettu og Nicol^ ^kti dóttur Gillenormands,
en hann sjálfan ljetu því þau sögðu, að hann
fengi frjettimar altjend ö°Á?Uexnma. Maríus var borinn
upp á loft án þess að n°\iv í' aðrir íbúar hússins yrðu
þess varir, og lagður á g^r1 'egubekk. Meðan læknirinn
var sóttur fann Jean ^ að Javert hnipti í hann.
Hann skildi við hvað hf^, * °g gekk aftur ofan stig-
ann og lögreglumaðuriá11 honum. Dyravörðurinn
horfði á eftir þeim þegar vagninn fór, syfjaður og skelfd-
ur, eins og þegar þeir komu. — Herra Javert, sagði Jean
Valjean, viljið þjer gera mjer annan greiðaf"— Hvað er
það? spurði Javert harkalega — Lofið þjer mjer að
skjótast inn heima hjá mjer, svo getið þjer farið með
mig eins og þjer viljið. Javert sat þögull um stund, svo
hleypti hann vagnglugganum niður og kallaði til öku-
mannsins — Akið þjer í Homme-Armé-götu númer sjö.
Þeir töluðust ekki við aukatekið orð það sem eftir var
leiðarinnar.
Hvers óskaði Jean Valjean? Hann vildi ljúka því,
sem hann var byrjaður á, gera Cósettu viðvart, segja
henni hvar Maríus væri og gefa henni ýmsar aðrar upp-
lýsingar og gera, ef unt væri, nokkurar ráðstafanir ef
mjög illa skyldi til takast. Að því er sjálfan hann snerti,
var öllu lokið. Javert hafði fangað hann og hann spyrnti
ekkert á móti. En síðan Jean Valjean hitti biskupinn stóð
honum, af trúarástæðum, stuggur af hverskonar árás, á
aðra og á sjálfan sig. Sjálfsmorð gat í hans augum ekki
komið til greina.
Þegar vagninn var kominn á móts við Homme-Armé-
götu stansaði hann, því sundið var of lítið til þess að
vagnar gætu ekið eftir því. Javert og Jean Valjean fóru
úr vagninum. ökumaðurinn vakti í auðmjúkum tón at-
hygli „herra lögregluforingjans“ á því, að dýnurnar í
vagninum væri gerónýtar af blóðblettum myrta mannsins
og aurnum af morðingjanum. Þetta hafði honum skilist
af því, sem fram fór. Hann gat þess því, að sjer bæru
skaðabætur, og dró upp ávísanabók sína og bað Javert að
skrifa í hana ofurlitla sönnun viðkomendum til leiðbein-
ingar. Javert ýtti frá sjer bókinni og spurði — Hvað áttu
að fá mikið samtals fyrir tímann, sem þú beiðst og báð-
ar ferðimar, sem þú fórst? — Það er hálf áttunda stund,
svaraði ökumaðurinn, — og svo var áklæðið alveg nýtt.
Þetta verða samtals áttatíu frankar. Javert tók fjóra
Hlöðvisdali úr vasa sínum og Ijet ökumanninn fara leiðar
sinnar. Jean Valjean hjelt að það væri ætlun hans, að fara
með hann fótgangandi til næstu lögreglustöðvar. Javert
' var á hælum hans, er hann sveigði inni í mannlausa göt-
una. — Jæja, sagði Javert, farið þjer nú inn. Og svo
bætti hann við, eins og hann þyrfti að neyða sjálfan sig
til þess að segja það — Jeg bíð eftir yður hjerna úti.
Jean Valjean leit á hann. Það var ekki honum líkt, að
haga sjer svona. Að vísu var það ekkert einkennilegt þótt
Javert sýndi Jean Valjean nú einskonar traust, þegar
hann hafði ákveðið að gefa sig lögreglunni á vald til þess
að binda enda á alt saman. Hann sýndi honum samskonar
traust og kötturinn sýnir músinni þegar hann lofar henni
að hlaupa eins langt og löppin nær. Hann hratt upp hurð-
inni, gekk inn í húsið og kallaði til dyravarðarins. — Það
ei jeg. Þegar hann var kominn upp á loftið nam hann
staðar andartak. Á öllum þrautaleiðum þarf að hvílast.
Glugginn við stigann stóð opinn. Eins og títt var um mörg
hin gömlu hús var gangurinn lýstur upp frá götunni, sem
glugginn sneri út að. Það sparaði ljósipetið. Jean Valjean
rak höfuðið út um þennan glugga, annaðhvort ósjálfrátt
eða af því að hann þurfti frískt loft. Hann hallaði sjer
fram yfir götuna. Hún var stutt, og ljóskerið lýsti hana
alla upp. Hann svimaði af undrun, þegar hann sá, að hún
var mannlaus.
Javert var farinn.
Dyravörðurinn og Basque höfðu borið Maríus inn í
málstofuna og þar lá hann hreyfingarlaus. Læknirinn,
i sem sóttur hafði verið var kominn og frænka hans, ung-
frú Gillenormand, var komin á fætur. Hún gekk fram og
aftur og var á henni asi og ótti. — Guð, getur það verið,
sagði hún. En þess á milli sagði hún — Alt verður ónýtt
af blóðinu. Þegar fyrsta skelfingin var liðin frá fór hún
að skilja samhengið og sagði — Það var svo sem auð-
vitað, að svona færi. Þótt merkilegt megi virðast, bætti
hún því ekki við, sem fólk segir venjulega við slík tæki-
færi — Og hef jeg ekki altaf sagt það.
Samkvæmt fyrirsögn læknisins var ljettu rúmi komið
i