Lögrétta - 27.06.1928, Side 3
4
LÖORJBTTA
tekið hvem bóndann af öðrum.
Eru nú jafnvel kotakarlar orðnir
svo langt leiddir í öfgaátt, að
þeim sýnist ógemingur að sljetta
tún sitt, eða stækka um dagsláttu
öðm vísi en með dráttarvjel eða
þúfnabana. Og ekki síður fyrir
það þó þeir eigi hóp hrossa í hag-
anum, sem ekki hafa annað að
gera endi endilangt vorið, en bíta
grasið og bregða á leik.
Jeg rakst fyrir skömmu á
greinarstúf dálítinn í dönsku
blaði, þar sem sagt var frá
reynslu Dana á dráttarvjelum.
Mjer þótti sú saga svo merkileg,
að jeg má til að segja frá henni
aftur. Danir halda því fram, eftir
nákvæmar athuganir, að því að-
eins borgi það sig fyrir bændur
þar í landi að eiga dráttarvjel og
nota, að þeir hafi 50 ha. plóglendi
að yrkja. Sje plóglandið minna, er
þeim ódýrara að nota hesta ein-
göngu. Má þó í þessu sambandi vel
minnast þess, að í Danmörku em
hestamir dýrir á fóðri, og þar
dettur engum í hug að hafa fleiri
hesta, en hann nauðsynlega þarf
til heimilisnota. Hjer á landi munu
aftur á móti í sumum sveitum.
vera 10—20 óþörf hross á bæ. Og
'varla minna en 25 þúsund óþörf
hross yfir alt landið. Þó er bænd-
um talin trú um, að þá vanti nauð-
synlega dráttarvjelar. til að Ijetta
undir með hestunum (!!!) Em
þetta búvísindi eða hvað?!!
Hjer á landi er enn ekki um
neina reynslu að ræða í notkun
dráttarvjela. Menn vita að
nokkur not má af þeim hafa á
sæmilegu landi. En hvað mikil og
almenn er óreynt enn. Hitt veit
heldur ekki neinn hvað dýr sú
vinna verður raunveralega. Korp-
ólfsstaðamenn hefðu að sjálfsögðu
getað gert dálitlar athuganir í
þessa átt. En eftir því, sem jeg
veit best, hafa þeir algerlega van-
rækt þetta.
Á nýafstöðnu búnaðamám-
skeiði að Hvanneyri var mættur
meðal margra annara ráðsmaður-
inn frá Lágafelli. Hann boðaði
Borgfirðingum með miklum krafti
trúna á togvjelamar og virtist
helst halda því fram, að þær gætu
orðið búnaði þeirra og jarðrækt
hinn mesti bjargvættur. — Hann
var spurður um kostnað við þann
vjelarekstur, en varðist allra sagna
og taldi hvorki Thor Jensen nje
sig vera til þess skylduga að gefa
upp neinar tölur. — Á því þingi
held jeg að sú skoðun hafi orðið
algerlega ofan á, að Thor mundi
vera eini búandinn á Islandi, sem
hugsanlegt væri um, að notað
gæti dráttarvélar sjer til hagnað-
ar. öllum öðmm bændum vomm
myndi það augljóslega verða
miklu ódýrara að nota hesta sína
til nýræktunarstarfsins.
Þessa fullyrðingu er að vísu
ekki hægt að sanna beinlínis að
svo stöddu máli. Til þess vantar
eins og jeg áður drap á, allar
raunvemlegar athuganir. Hins-
vegar má rökstyðja þetta nokkuð
rækilega. Get jeg nú varla neitað
mjer um að endurtaka hjer sumt
af því, sem sagt var þessu máli
til stuðnings á Hvanneyramáms-
skeiðinu fymefnda.
Því hefur verið haldið fram, að
mikil nauðsyn beri nú til, að
bændur snúi sjer af alefli að
ræktunarstörfunum. Og það er
ekki ástæðulaust, þó svo sje kent
nú, þegár segja má og sanna, að
útengjaheyskapurinn gleypi bók-
staflega allan arðinn af búum
flestra bænda.
Jeg lít svo á, að þess væri mik-
il þörf, að túnin áÆlandi yrðu
aukin um helming og alsljettuð,
svo að vjeltæk væm, á hæstu 10
árum. Og jeg geri ráð fyrir, að
til þess að koma þessu í kring
þyrfti hver bóndi í landinu að
sljetta og rækta til jafnaðar tvær
vallardagsl. á ári. Vera má nú að
bændastjett vorri sýnist þetta
verk sjer ofvaxið. Hitt er þó eigi
að síður víst, að betri búhnykk
en þennan gæti hún varla gert,
eins og núna standa sakir.
Jeg skal nú ekki fara út- í það
hjer að reikna út hvað þessar
framkvæmdir mundu kosta í
heild. En aðeins athuga svolítið
hvað jarðvinslan sjálf (plæging,
herfing og jöfnun) mundi kosta
unnin með dráttarvjel og unnin
með hestum. Samkvæmt skoðun
og útreikningi verkfæraráðunaut-
ar, má slá því föstu að jarðvinsla
dagsl. með dráttarvjel, mundi
kosta bændur að minsta kosti
100 kr. í beinhörðum peningum.
Og í mörgum tilfellum sennilega
um 150 krónur. Það yrði á hvem
miðlungs jarðræktarbónda í land-
inu 2—3 hundruð króna árlegur
skattur. Þannig mundi jarðvinsl-
an einsömul, á þessum áætluðu
120 þúsund dagsl. kosta bænda-
stjett vora 12—18 miljónir króna,
sem að mjög miklu leyti rynnu
út úr landinu fyrir vjelar og elds-
neyti. Það er mikið fje á íslensk-
an mælikvarða. Og sem betur fer,
er það óþarfi að kaupa þessa
vinnu svo dýru verði.
Athugum nú hvað þetta myndi
kosta ef unnið væri með hestum.
Og þar má byggja á reynslunni.
Jeg skal reyna að vera óhlutdræg-
ur og gera ráð fyrir, að maður
með 3 hesta þurfi viku til að
vinna dagsláttuna. Jeg reikna
manninum í kaup og fæði 33 kr.,
leigu fyrir hestana 27 kr. og í
verkfæraleigu 10 kr. Það verða
samtals 70 krónur, sem að lang-
mestu leyti verða kyrrar í land-
inu. Má geta þess til gamans, að
þetta er mjög lík niðurstaða
þeirri, sem komist var að, við
verkfæratilraunir Búnaðarf j elags-
ins síðastliðið sumar.
En bændur geta fengið þessa
vinnu ennþá ódýrari. Leiðin til
þess er sú, að heimamenn ynnu
hana sjálfir, með heimahestum á
heppilegum tíma og rjettan hátt.
Væri þannig unnið væri flestum
það í lófa lagið að sleppa með
kringum 30 króna beina útborg-
un fyrir vinslu hverrar dagsláttu.
Þá þyrfti sú vinna ekki að kosta
bændastjett vora nema 4 miljónir
króna, sem unnin með dráttar-
vjel myndi kosta hana 12—18
milj. kr. Og í ofanálag myndi það
af þessu vinnulagi leiða, að flestir
sveitamenn lærðu svo sjálfsagt
verk, sein það er: að fara með
plóg og herfi. Og aðeins það, að
almenningur lærði að plægja,
mundi lyfta þjóð vorri um mörg
stig á menningarleið.
Hjer hefur nú verið svolítið
minst á sumt af því, sem með
því virðist mæla, að hestamir
henti okkur betur en dýrar út-
lendar aflvjelar í baráttunni við
þýfið og óræktina. Skal hjer nú
staðar numið um stund, þó margt
fleira mætti vel telja. En þetta
vil jeg síðast segja:
Við verðum að herða okkur við
i
ræktun landsins. Gera eins og
hver getur! Það er oss þjóð-
lífsnauðsyn. — En við þurfum
hvorki þúfnabana nje dráttarvjel-
; ar til þeirrar þjónustu og eigum
ekki heldur að kaupa þá eyðslu-
ára. — Plóga og herfi þurfum
við hinsvegar og eigum að kaupa
þangað til allir bændur í landinu
I eiga greiðan aðgang að þeim á-
höldum. Svo á að nota hestana,
sem nú ganga meira og minna
arðíausir í haganum, sumurin heil
og hálf. Ala upp plóghesta og
plógmenn. Plæging og herfing á á
næstu áram að verða ófrávíkjan-
leg árleg vorönn á hverju einasta
bóndabýli í landinu.
9. febr. 1928.
Helgi Hannesson.
Síðan þetta var ritað hefur að
sögn 8—10 dragöldum verið dreift
út um sveitimar af eggjunarfífl-
um óhagsýnna manna. Fara sum
dragöldin, því miður, svo af stað,
að ekki er ólíklegt, að skmmlaus
reynslan sanni bændum það
svikalaust, að þau em þeim þarf-
lausir gestir á garði. Undanfarna
i daga hef jeg haft fyrir augum
eitt af þessum búmannsþingum,
sem haft er til þess að herfa
fyrir bænduma í Holtunum. Því
er ekki að neita að fjári sá er
fljótvirkur og getur vafalaust
unnið jörðina vel, ef verklægni
og heppileg verkfæri fylgja hon-
u^i fram. Þó er það víst, að í
þeirri sveit er meginið af því
landi, sem plægja þarf á næstu
áram of stórþýft til þess að kleift
sje að plægja það með þessari
vjel, og jafna þarf hestplægt
stórþýfi undir hana, með hestum
eða höndum, svo hún ekki setjist
föst. Er það hvorttveggja illur
bagi, því það vita margir að
plægingin og fyrsta umferð með
herfi em erfiðustu þættir jarð-
vinslunnar.
Jeg hef líka fengið að sjá það
undanfama daga, að hross þess-
ara sömu bænda, sem verið var
að vinna- hjá, gengu iðjulaus og
toldu illa nema í engjum. Og þeir
eiga sumir margt hrossa.
Er nú þetta sú búnaðarhag-
fræði, sem hjer er mest þörfin á
: að sveitfesta? Svarið því búvís-
indamenn.
10. júní 1928.
H. H.
-----o----
i Kvennafundur var nýlega hald-
inn við ölfusárbrú, eftir fundar-
boði frá Halldóm Bjamadóttur
kennara. Komu þar fulltrúar frá
kvenfjelögum austan fjalls og
fleiri konur, alls 75, og var rætt
um heimilisiðnað, garðyrkju, hús-
mæðrafræðslu, kvenfjelagasam-
Bæbur
Victor Hugo: Vesalingamir.
IV. þáttur: Draumur og dáð.
ísl. þýðing eftir Viihj. Þ.
Gíslason. Verð kr. 2.00.
Gestur Pálsson: Ritsafn
með ritgerð um G. P. eftir
Einar H. Kvaran. Kr. 12.00.
Vilhjálmur Þ. Gíslason: Eggert
ólafsson, með mörgum mynd-
um og handritasýnishomum.
Kr. 10.00.
Fást hjá bóksölum og á
afgreiðslu Liferjettu, Miðstræti 3,
Reykjavík.
yQðdeildarbrjef.
Qenkavaxtabrjef (veðdeildar-
brjef) 7. flokka veðdeildar
Landabankana ftwt keypt 1
Landetoankanwn og útbúum
Kans.
Vextir af bankavaxtabrjefum
þasea flokke eru ar graið
aat I tvannu íagi, 3 janúer og
1 jðlf ár hvart.
Sðluverð brjefeana ar 80
krónur fyrtr 100 krðna brj«f
að nafnverði.
Brjefln htjóða á 100 kr.,
600 kr., 1000 kr. og BOOO kr.
Landsbanki iSLANDa
Vlkuútgáfa
Alþýðublaðsins
(iytur mjög ítarlegar greinir mu
íslensk stjórnmál og menningar-
mál. Hún flytur einuig greinir um
sjórnmálaá8tand erlendra þjóða og
auk þess allskonar frjettir og fróð-
leik.
Hún kostar aðeins 5,00 kr. á ári.
Ritstjóri er Haraldur Guðmunds-
son, alþingismaður. Utanáskrift er:
Alþýðublaðið Hverfisgötu 8
Revkjavík
Ó K E Y P I S
og án burðar<rjalds sendist okkar nyt-
sama og myndaríka vöruskrá yfir gúmmi-
heilbrigðis- og leikfangavörur, einnig úr
bækur og póstkort.
Samariten, Afd, 67, Kebenhavn K.
band o. fl., en jafnframt var sýn-
ing á ýmsum heimagerðum mun-
um. Samþ. var að stofna til sam-
bands milli kvenfjelaganna aust-
an fjalls, sem nú em 13, með nál.
300 fjelögum, og var Herdís Jak-
obsdóttir á Eyrarbakka kosin
formaður sambandsins og full-
trúaráðsfundur ákveðinn 30. sept.
í haust við Þjórsárbrú. Samþ.
var áskorun til Búnaðarfjelags
fslands um vemlega styrkveitingu
til húsmæðranámskeiða í sveit-
um og skyldu kenslukonur hafa
góða innlenda þekkingu á mat-
reiðslu og hagkvæmri tilhögun í
eldhúsi. Einnig var samþ. áskor-
un til þeirra, sem framkvæmda-
vald hafa í mjólkurbúsmáli Sunn-
lendinga, að hrinda sem fyrst á
stað verklegum framkvæmdum í
því nauðsynjamáli.
PrentsmiBjan Aeta.
k