Lögrétta

Issue

Lögrétta - 25.07.1928, Page 1

Lögrétta - 25.07.1928, Page 1
LQGRJETTA XXIIL ár. Reykjavík, miðvikudaginn 25. júlí 1928. 24. tbl. Um víða veröld. Samvinnumenn og jafnaðarmenn á Bretlandi. I bretsku samvinnufjelögunum hafa undanfarið staðið allmiklar deilur um afstöðu sambandsins til stjómmála og samvinnu við verkamannaflokkinn. Á sam- bandsfundi, sem haldinn var í Cheltenham í fyrra, og þá var sagt frá í Lögrjettu, var með litlum meirihluta tekin sú á- kvörðun að koma á pólitísku sam- starfi milli samvinnumanna og jafnaðarmanna. Fjöldi fjelaga var þessu samt mjög andvígur og var því mikill viðbúnaður af beggja hálfu undir sambandsfundinn, sem haldinn var í ár og hófst 28. maí s. 1. í West Hartlepool. Eftir snarpar deilur var Cheltenham- samþyktin endanlega staðfest þar með allmiklum meirihluta. Það er eðlilegt að málum þess- um hafi verið veitt mikil athygli af öllum þeim, sem með enskum stjómmálum fylgjast, bæði af því að hjer er um að ræða allmikið stefnumál fyrir samvinnumenn um víða veröld, m. a. hjer á landi og svo af hinu, að bretska sam- vinnusambandið er svo stórfeld og voldug hreyfing, að mikið get- ur munað um þátttöku hennar í stjórnmálum, eins og sjá má á því að fjelagsmenn voru 1926 5 milj. 186 þús. og höfuðstóll þess 104 miljónir punda, en smásalan nam 185 miljónum punda. I málfærslunni á sambands- fundinum var allmikill hiti á báða bóga. Fyrst bar Mr. Weatherhead fram tillögu um það að ógilda Cheltenham-samþyktina, enda lýstu samvinnufjelögin því yfir, að þau væru algerlega óháð öllum stjórnmála- og trúarflokkum og hlutlaus gagnvart þeim. Tillögu- maðurinn hjelt því fram, að stjómmálaafskiftin mundu kljúfa samvinnufjelögin, enda væri sam- vinnan við verkamannaflokkinn gagnstæð vilja almennings í fje- lögunum víða, og hefði það sýnt sig við atkvæðagreiðslu í einum hluta sambandsins, þar sem 85 þús. fjelaga meirihluti var gegn stjórnmálaafskiftunum. Sagði Mr. W. að slík atkvæðagreiðsla hefði átt að fara fram alstaðar, en leiðtogamir hefðu ekki átt að berja samvinnuna fram án henn- ar. Hann sagði að það væri undir- stöðuskilyrði fyrir öllu starfi samvinnuf j elaganna, að þau hjeldu sig utan flokka og það væru svik við grundvallaratriði í tilveru þeirra að ætla að neyða hvem samvinnumann til þess að ganga í bandalag við verkamanna- prófessor, dr. phiL Hann andaðist 22. þ. m. í Esp- . ergærde á Sjálandi, og er þar fallinn í valinn maður sem um langt skeið var einhver mest um- talaði og mest umþráttaði maður- inn í íslensku þjóðlífi, maður, sem margt hefur vel unnið í vísindum og stjómmálum. Hann var kom- j inn undir sjötugt, eða 68 ára, í fæddur 11. mars 1860 að Árbakka j á Skagaströnd, sonur Guðm. Ein- 1 | arssonar sýsluskrifara, sem var hagmæltur fróðleiksmaður og j Valdísar Guðmundsdóttur. Hann misti ungur föður sinn. j í bemsku var hann við smala- i j,mensku og önnur sveitastörf, uns hann strauk úr vistinni einn góðan veðurdag og ákvað að j verða „lærður maður“ og fara í , j skóla. Hann fjekk 1200 kr. arf ■ eftir föður sinn, en vann annars fyrir sjer sjálfur á námsámm ; sínum og átti stundum illa æfi, sagði hann sjálfur. Hann varð stúdent 1883 og lauk meistara- prófi í norrænum fræðum við Hafnarháskóla 1887 og varð dokt- j or 1889 fyrir ritgerð um foma húsagerð á íslandi (Privatboligen paa Island i Sagatiden). — Er hann hafði lokið meistaraprófi varð hann kennari við Borger- dydskólann í Khöfn og þegar Gísli Brynjúlfsson skáld fjell frá varð hann docent við háskólann í íslenskri sögu og bókmentum (1890) og gegndi síðan því em- bætti alla æfi, en það var gert að prófessorsembætti 1920. Á þess- um árum fór hann einnig að fást við íslensk stjómmál og var kos- inn á þing í Vestmannaeyjum 1894 og um líkt leyti var fyrir hans forgöngu stofnað tímaritið Eimreiðin og varð hann ritstjóri hennar. Á þessum árum vom miklar deilur og æsingar í íslenskum stjómmálum, fyrst og fremst út af sambandinu við Dani og varð doktor Valtýr, en svo var hann oftast nefndur, helsti leiðtogi annars flokksins, sem við hann var kendur, en Benedikt sýslu- maður Sveinsson, hins flokksins, sem eftir honum var líka heitinn. Þeir, sem kynnast vilja þessum deilum nokkuð nákvæmlega, geta lesið um þær í ritgerð um dr. Valtý eftir Þ. G. í Óðni 1925, því í stuttri blaðagrein er ekki unt að gera grein fyrir þeim. Auk stjórnskipunarmálsins vom það einkum verklegar framkvæmdir, sem dr. Valtýr bar fyrir brjósti á þingmenskuárum sínum og fyrstu ritstjórnarárum Eimreiðarinnar. Samgöngumálin vom aðaláhuga- mál hans frá upphafi, hann vildi láta leggja jámbraut frá Reykja- vík austur yfir fjall og norður um land til Akureyrar og hann vildi fjölga skipaferðum milli Is- lands og útlanda, einkum Eng- lands og hafa gufubát til strand- ferða í hverjum fjórðungi og hann vildi koma á skeytasam- bandi við umheiminn og vann vel að framkvæmdum þess máls, þótt hann, þegar til úrslita kom, væri á móti þeirri úrlausn, sem ofan á varð. Hann hefur sjálfur löngu seinna gert grein fyrir afstöðu sinni til þess máls og starfi sínu að því, í brjefi til Þ. G., sem prentað er í ritgerðinni, sem áður er getið og vísast til þess. Dr. Valtýr misti allmjög áhrif sín á ísl. stjórnmál eftir að heimastjóm komst á 1903, en sat enn alllengi á þingi og taldist til Framsóknarflokksins gamla eða Sjálfstæðisflokksins, eins og hann kallaði sig síðar, en varð viðskila við hann út af sambandslagadeil- unni 1908, því dr. Valtýr var frumvarpsmaður. Þeim flokki tókst svo að hrinda honum frá þingmensku og eftir það gætti hans lítið í ísj. stjómmálum. En alllengi ljet hann samt enn til sín taka ýms íslensk mál í tímariti sínu, ekki síst ísl. bókmentir, en ritdómar hans ýmsir höfðu lengi verið mikið lesnir. Auk þessa fjekst hann við háskólakenslu sína og fræðastörf og reit m. a. dansk- ar bækur um íslenska menningu um aldamótin síðustu (og var sú bók þýdd á þýsku), um húsaskip- un og skipabyggingar að fornu og loks ísl. málfræði og yfirlit um sögu Islands á lýðveldistímanum, og auk þess ýmsar smáritgerðir. Það verk, sem átti að verða meg- inrit hans, menningarsaga Islend- inga, skrifaði hann aldrei, þvi miður, en hafði viðað að sjer miklu efni og unnið úr ýmsu af því í smáritgerðum hingað og þangað. En stjórnmálastörfin drógu að sjer huga hans á ýms- um bestu starfsárum hans, svo að minna varð úr vísindastörfunum. Dr. Valtýr kvæntist 18. ág. 1889 önnu Jóhannesdóttur Guðmunds- sonar sýslumanns, en hún dó ár- ið 1903. Margir landar komu oft á heimili þeirra og hans, eftir að hún dó og var hann góður heim að sækja. Á síðari árum var hann orðinn heilsuveill. Hann gegndi ýmsum störfum auk ritstjómar sinnar, þingmensku og kenslu, var t. d. í stjóm bókmentafjel. í 20 ár og í stjóm norræna fom- fræðafjelagsins og *um tíma við- riðinn útgerðarfyrirtæki, og einu sinni var hann kvaddur vestur um haf til fomfræðarannsókna í Boston. Á síðari árum var hann nokkuð kominn út úr sambandi sínu við ísl. þjóðlíf, bæði vegna vanheilsu sinnar og af því að hann var sjálfur hættur að koma heim að staðaldri og standa hjer í stórræðum eins og áður fyr. En hans mun verða minst sem eins af merkustu mönnum íslensks þjóðlífs á umbrota og endurbóta- ámnum kringum síðustu aldamót. flokkinn. Samvinnufjelögin væru verslunar- og iðnaðarfyrirtæki, en ekki stjórnmálafjelög, enda hefði þriðji samvinnufundurinn 1872 lýst yfjr fullkomnu stjóm- mála- og trúmálahlutleysi fjelag- anna og þeirri stefnu hjeldi al- þjóðasamband samvinnuf j elag- anna ennþá fram. Þar að auki væri pólitík þannig farið, að hún hefði aldrei ræktað nokkurt strá eða snúið nokkura hjóli og væri það síður en svo nokkur vegs- auki fyrir samvinnufjelögin að dragast inn í stjórnmálaþjark, í stað þess að vinna hið þarfa verk j köllunar sinnar í framleiðslu og verslun þjóðarinnar. Ymsir studdu mál flutningsmannsins kröftuglega, s. s. Mr. Rigg. Hann benti sjerstaklega á það, að með því að rjúfa hlutleysi sitt og veita einum flokki vígsgengi, mundi sambandið glata samúð og stuðningi annara flokka, sem samvinnumenn þyrftu einmitt mjög á að halda í ýmsum málum, þar sem hagsmunir og stefna samvinnumanna og jafnaðar- manna rækjust á. En svo er mál með vexti, að ensku samvinnufje- lögin hafa tekið að sjer ýmsan verslunarrekstur og framleiðslu- fvrirtæki (s. s. sölu á mjólk, brauði og keti), sem bæjarfje- lögin eru víða, með atbeina jafn-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.