Lögrétta - 22.08.1928, Qupperneq 1
LOGRJETTA
XXIII. ár.
Reykjavík, miðvikudagrinn 22. ágúst 1928.
38. tbL
Um víða veröld.
Lenin.
Æfisaga eftir Valeriu Marcu.
Lenin er einhver aðsópsmesti
maður í Evrópusögu síðustu ára-
tuga. Líklega hefur enginn stjóm-
málamaður síðari tíma veriðð eins
hataður og hann og fáir jafntign-
aðir af fylgismönnum sínum. Bók-
mentirnar um hann og kenningar
hans eru orðnar að heilli og all-
flókinni fræðigrein. Skoðanir hans
eru orðnar að einum helsta „isma“
nútímans (Leninismi heitir ein
helsta bók Stalins) og fylgið við
hann er orðið að átrúnaði. Alt um
þetta veit allur almenningur frem-
ur lítið með rökum um hann og
kenningar hans, en af framkvæmd
þeirra í Rússlandi fer tvennum
sögum, sögum um grimd og blóðs-
úthellingar eða sögum um allskon-
ar menningar- og mannlífsbætur.
I hvorugum sögunum er sannleik-
urinn allur.
Á íslensku eru helst frásagnir
um Lenin og rússnesku málin um
og eftir ófriðarárin í Heims-
styrjöld Þorsteins Gíslasonar (bls.
331, 380, 396, 740 o. v.). En útí
um löndin vaxa sífelt bokmentim-
ar um hann, ekki síst eftir að hann
fjell frá 1924. En mjög margt af
þessum ritsmíðum er litað af
flokksfylgi með eða móti sovjet-
stjóminni.
Einhver besta bókin um Lenin
er talin æfisaga hans, sem komin
er út fyrir nokkru á þýsku, eftir
Valeriu Marcu og heitir Lenin,
þrjátíu ára Rússlandsaga og hef-
ur verið getið stuttlega í Lögrj.
áður. Hún er skrifuð af samúð
með Lenin, en ákafa- og öfgalaust
að fróðra manna dómi.
Lenin komst snemma í kynm
við það rússneska eymdarástand
og þá óstjórn eða harðstjórn, sem
varð til þess að eggja svo marga
af hinum bestu yngri kynslóðar
mönnum, fyrir og um aldamótin
síðustu, til andstöðu og uppreisn-
ar gegn keisarastjórninni. Þegar
hann var 17 ára gamall stúdent
var bróðir hans hengdur fyrir
stjórnmálaafskifti sín og sjálfur
var hann rekinn frá háskólanum
í Kasan af sömu ástæðum. Hann
Iagði stund á þjóðfjelagsfræði og
hreifst snemma af kenningum
Marx. Annars lifði hann mikið
með bændunum og kyntist lífi
þeirra og högum og ofbauð hvoru-
tveggja. Iðnaðurinn óx en land-
búnaðinum hrakaði. Lenin fór að
halda fyrirlestra í Pjetursborg
þegar hann var 24 ára, fór sama
ár til Sviss, en þar var þá Plekh-
anof, helsti forvígismaður Marx-
kenninganna í Rúss’landi, en varð
lítið ágengt. Það var Lenin sem
fyrstur kom verulegum krafti og
fjöri í hreyfinguna og varð helsti
leiðtogi hennar upp frá því. En
starf hans heima í Rússlandi mis-
heppnaðist lengi vel svo að segja
algerlega og dvaldi hann oftast
erlendis og gaf út blað, t. d. í
Munchen blaðið Iskra (Gneistann).
En samvinnan um þessa blaðaút-
gáfu tókst illa, þar var sífeld tog-
streita milli hægfara og hraðfara
jafnaðarmanna, eins og þeir eru
stundum kallaðir. Á árunum
1903—5 urðu ýmsar byltingar í
Rússlandi og svo kom ófriðurinn
við Japana og hinn mikli ósigur
og undir oki hans erfiðaði þjóðin
næsta áratuginn og enn voru sí-
feldar óeirðir, einkum bændaóeirð-
in á stjómartímum Stolypins. Á
þessum árum, 1908, fór Lenin enn
í útlegð og næstu fjögur árin
voru erfiðustu ár æfi hans. Hann
gat þá ekkert gefið út af ritum
sínum. Jeg var eins og í líkkistu,
sagði hann sjálfur. Svo kom
heimsstyrjöldin. Lenin fyrirleit
mjög innilega afstöðu jafnaðar-
mannaflokkanna gagnvart ófriðar-
málunum. En hann sá brátt að
ófriðinn mátti nota í þjónustu
þj óðfj elagsbyltingarinnar. Honum
tókst að komast til Rússlands, um
Þýskaland, ásamt 30 vinum sínum.
Þá var Kerenski við völd. En áð-
ur en langt um leið var Lenin orð-
inn einvaldur í nafni öreigaalræð-
isins og frelsið er afnumið í nafni
frelsisins — því frelsi er borgara-
legur hleypidómur, sagði Lenin —
og svo komu hin æstustu, ógur-
legustu og erfiðustu ár í lífi Len-
ins. Innávið er bylting, útávið
ófriður. En sovjetstjórnin stend-
ur af sjer allar hríðarnar og verða
þar margir menn Lenin til að-
stoðar, fyrst og fremst Trotsky,
einhver duglegasti maður ráð-
stjórnarinnar, sem nú er í útlegð
af völdum sinna eigin flokks-
manna. En hungursneyð breiddist
um landið og rússneski herinn
beið ósigur, heimsbyltingin mis-
tókst. Lenin þóttist sjálfur þurfa
að læra ýmislegt af reynslunni
og skoðanir hans og framkvæmdir
breyttust, hann varð svo að segja
minni bolsjevíki en áður. Hann
sóttist ekki eftir völdum og ekki
eftir virðingu. Hann sóttist eftir
því að gera að veruleika draum
æsku sinnar um betra þjóðskipu-
lag, og afnám eymdarinnar. Hann
trúði því óbifanlega að hann gæti
áorkað þessu. Hann misti aldrei
sjónar á markinu, en hann sveigða
leiðir sínar á ýmsan hátt eftir
atvikunum og ástæðunum, stund-
um mjög nálægt hinu gamla skipu-
lagi. Hann fekk mjög lítinn frið
til þess að það skipulag sem hann
trúði á, eða vildi framkvæma,
fengi að reyna sig óáreitt. Enn
verður heimurinn mest var við
glundroðann sem það hefur vald-
ið. Það á enn eftir að sýna sig
hvað úr því verður og hvað lifir
af því. En Lenin sjálfur er einnig
meira að koma fram í dagsbirtu
sögunnar þar sem hann er dæmd-
ur öðruvísi en oftast áður, sem
marksækinn og harðvítugur, en
einlægur og snjall stjómmálamað-
ur.
Gasparri kardínáli.
Gasparri kardínáli hefur á síð-
ustu árum verið einhver valda-
mesti virðingamaður rómversk-
kaþólsku kirkjunnar, því hann
hefur verið yfirmaður þeirra
mála hennar, sem útávið horfa,
einskonar utanríkisráðherra. O g
það hefur alment verið viðurkent,
að hann sje einhver snjallasti mað-
ur í þeim efnum, sem nú er uppi.
En nú er sagt að hann sje að láta
af starfi sínu vegna heilsuleysis,
en um eftirmann hans er ókunn-
ugt. Gasparri er maður við aldur
(fæddurl852), las fyrst guðfræði,
varð doktor í henni og síðan einn- !
ig doktor í lögum og heimspeki.
Sem lögfræðingur hefur hann
einnig unnið eitthvert helsta starf
sitt, sem sje hina nýju skipun á
kirkjurjettinum, sem lokið var
1917. Hafði þá verið unnið að því
starfi í 13 ár, frá 1904 er Gasparri
bgði endurskoðunartillögur sínar
fyrif Píus X. Lagafvrirmæli kirkj-
i'nnar voru orðin mjög á dreifingi
en nefnd 29 kardínála og 40 ráða-
nauta þeirra, undir forustu Gas-
parri’s, endurskoðaði þau öllsömun
og jafnframt voru frumvörpin
þrisvar sinnum send öllu biskupa-
liði kirkjunnar til álita. öllum
kirkjurjettinum er nú komið fyrir
í einu bindi, í 2414 greinum. Þeg-
ar þessari lagasmíð var lokið, í tíð
Benedikts XV., var gert veggtjald
mikið með mynd af nefndinni, og
hengt upp í einum sal Vatikans-
ins. Gasparri hefur annars gegnt
ýmsum fleiri virðingarstörf um
fyrir kirkjuna, verið prófessor í
París, sendiherra í Suður-Ameríku,
kardínáli frá 1907 og utanríkiráð-
herra í tíð tveg^ja páfa og er það
sjaldgæft. Búist er við ýmsum
bieytmgum á utanríkisþjónustu
páfastólsins við brottför hans.
Bretsku kirkjudeilurnar.
Eins og áður hefur verið sagt
frá lauk deilunum um bretsku
helgisiðabókina þannig síðast í
neðri deild þingsins, að breytingar
biskupanna voru feldar og erki-
biskupinn í Kantaraborg sagði af
sjer og lætur af embætti 12. nóv.
n. k. 1 hans stað hefur konungur
nú skipað Dr. Lang, sem er erki-
biskup í York, en þar verður
erkibiskup í hans stað dr. Temple
biskup í Manchester, sonur þess
dr. T., sem um eitt skeið var
erkibiskup og þjóðkunnur maður
á dögum Gladstones. Dr. Temple
yngri er alkunnur rithöf. og hef-
ur. m. a. mjög látið til sín taka
afstöðu kirkjunnar til þjóðfje-
lagsmálanna og skrifaði síðast I
fyrra bók um þau efni. (Ritgerð-
ir um kristileg stjórnmál). Erki-
biskupinn fær eftirlaun, um 1500
pund, úr sjerstökum eftirlauna-
sjóði, sem kennimenn gjalda til af
launum sínum.
Rothermere.
Rothermere lávarður er bróðir
Northcliffes, einhvers þektasta og
umsvifamesta blaðamanns síðustu
ára, og ræður fjölda bretskra
blaða. Hann er laginn og auðsæll
fjesýslumaður, en ekki rithöfund-
ur eða atkvæðamaður á andlega
vísu og ekki aðsópsmikill að sama
skapi og bróðir hans. En fjárhags-
leg velgengni þeirra Harmsworths
bræðra mun frá upphafi hafa ver-
ið allmikið honum að þakka. Hann
vekur nú um þessar mundir einna
mesta athygli á sjer vegna af-
skifta sinna af málum Magyara
og baráttu sinni fyrir endurskoð-
un ungversku landamæranna. Tel-
ur hann að Ungverjar hafi mjög
verið ofríki beittir og vill koma
þar á aftur konungsveldi Habs-
borgaranna. R. hefur haft nokk-
ur áhrif í þessa átt, vegna blaða-
veldis síns, en annars er flestum
um og ó um þessi skrif hans, einn-
ig í Ungverjalandi, þótt vel sje
þeim tekið á yfirborðinu, því
stærri ríkjunum, nema helst
Italíu, er lítið gefið um nýtt ríkja-
rask í Mið-Evrópu.
Síðustu símfregnir.
I Kasmírfjöllum sprakk nýlega
jökulstífla í einni þverá Indus-
fl.iótsins. ógurlegt hlaup brautst
i'iður dalinn og eyðilagði ræktun-
arstarf margra áratuga í hinum
frjósömustu hjeruðum. Samning-
ar eru nú að takast með Bretum
cg Kínverjum. Á næsta þjóða-
bandalagsfundi mun, ' eftir ósk
Breta, verða rætt um ópíummálin
og um ráðstafanir til að fvrir-
byggja smyglun þess, einkum frá
Kína, en það hefir mistekist hing-
að til, þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir. Miklar loftherssýningar
hafa verið haldnar í London og
áttu þær að sýna hvemig loft-
varnir Lundúnaborgar mundu
reynast í ófriði. Ihaldsblöðin telja
mikla nauðsyn á því, að auka
loftvarnir og lofther. Sagt er að
franska leynilögreglan í Rínar-
hjeruðum þeim, sem Frakkarhafa
á valdi sínu, hafi reynt að stela
ýmsum leyndarmálum, sem snerta
þýskan iðnað, einkum litunariðn-
aðinn, en Þjóðverjar standa
manna fremstir í honum. I>rír
starfsmenn í Ludwigshafen smiðj-
unum hafa orðið uppvísir að slík-
um njósnum. Amerískur dýra-
fræðaleiðangur, undir stjóm