Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 22.08.1928, Síða 3

Lögrétta - 22.08.1928, Síða 3
4 LÖGRJETTA urnar um, að hann hefði birtst mönnum eftir dauðann, áttu auð-a velda leið að hugum þeirra, og er þær sögur urðu fleiri og fleiri, varð endirinn sá, að þeir trúðu þeim í fullri alvöru og fengu aðra trugjarna menn og konur einnig , til að trúa þeim. Ef guðdómleiki hins dána sannaðist eftir dauða hans, þá var hægt að halda þeim \ saman, sem fylgt höfðu honum í lífinu og leggja fastan grund- völl undir hina almennu kirkju, en annars ekki. En þeir, sem ásaka hina fyrstu kristnu kynslóð fyrir heimsku og svikræði og vilja með því gera að engu trúarvissu hennar, gleyma : alt of mörgu, sem ekki verður fram hjá gengið í þessu máli. Fyrst og fremst í vitnisburði Páls. Fariseinn Páll hafði gengið í Gamaliels skóla. Hann gat hafa verið við aftöku Krists, og þá í hópi fjandmanna hans, og honum hlaut að vera kunnugt um hana, þótt hann væri þar ekki við stadd- ur. Og enginn efi getur á því leik- ið, að hann hafi heyrt sögurnar um líkránið og svikin í sambandi við sögumar um upprisuna. En Páll, sem var frægur maður bæði meðal Gyðinga og heiðingja, segir í brjefinu til Korintumanna: „Kristur dó vegna synda vorra, var grafinn og reis upp á þriðja degi, samkvæmt ritningunum, og birtist Kefasi og síðan lærisvein- unum tólf. Þar næst birtist hann yfir fimm hundruð bræðrum í einu og eru flestir þeirra enn á lífi, en sumir eru dánir“. Brjefið til Korintumanna er viðurkent að vera eftir Pál og hefur enginn, sem leitað hefur eftir fölsunum eða afbökunum í hinum fomu rit- um, vefengt það. Það getur ekki verið skrifað síðar en vorið 58, og þá aðeins 20—30 árum eftir kross- festinguna, svo að það er eldra en öll guðspjollin. Margir af þeim, sem þekt höfðu Jesú í lifanda lífi, og það gerði fjöldi manns, voru þá enn á lífi og hefðu getað and- mælt postulanum. f Korintu var fjöldi Asíumanna og milli hennar og Júdeu voru sífeldar samgöng- ur. Brjef Páls voru öllum ætluð; þau voru lesin upp á samkomum og gengu í afskriftum frá einni kirkjunni til annarar. Þessi hátíð- legi vitnisburður Páls hlaut að verða kunnur í Jerúsalem, og þar voru enn á lífi ýmsir af óvinum Jesú, sem þá hefðu getað birt andmæli og afsannanir á því, sem hann hjelt fram. Páll hefði ekki dirfst að skrifa þessi orð, ef hann hefði álitið, að unt væri að hrekja þau með óyggjandi sönnunum. Og þar sem fullyrt er að yfimáttúr- legur viðburður, sem fór svo mjög í bág við almenna trú og þekk- ingu eins og upprisa Krists, hafi átt sjer stað, og fullyrðingin er borin fram í lítilli fjarlægð við staðinn, þar sem viðburðurinn átti a/ð hafa gerst, og í trássi við álit og hagsmuni voldugra andstæð- inga, þá sýnir það, að upprisu- sagan hefur ekki verið skoðuð sem heilaspuni hugsjúkra manna, heldur staðreynd, sem erfitt væri að neita, en ljettara að halda fram. Um opinberun Krists fyrir fimm hundmð bræðmm höfum við ekki aðrar frásagnir en brjef Páls, en við getum ekki látið okk- ur koma til hugar, að Páll, sem var einn af mestu og hreinhjört- uðustu mönnum hinnar fyrstu kristni, hafi sjálfur spunnið þetta upp, síst þegar þess er gætt, að hann hafði lengi ofsótt þá, sem trúðu á upprisuna. Það er mjög líklegt, að opinbemn þessi hafi átt sjer stað í Galíleu, á fjalli því, sem Matteus talar um, og að post- ulinn hafi þekt einhverja af þeim, sem voru þar við staddir. Guðspjallamennimir segjanokk- uð slitrótt en með falslausri ein- lægni frá æfiferli postulanna. Það kemur fram hjá þeim, ef til vill án þess að þeir ætlist til þess, að postularnir hafa alls ekki búist við upprisunni og að þeir áttu mjög erfitt með að trúa henni. Þegar lesnar eru með athygli frá- sagnir þessara fjögra sagnaritara, sjest að postulamir voru jafnvel í efa um, hverju trúa skyldi, nokkra stund eftir að þeir höfðu staðið augliti til auglitis frammi fyrir hinum upprisna. Þegar kon- umar á sunnudagsmorguninn koma til lærisveinanna og segja þeim, að gröfin sje tóm og Jesús sje lifandi, þá segja þeir, að þær sjeu óðar. Þegar Jesús síðar birt- ist lærisveinunum í Galíleu, þá „sáu þeir hann og tilbáðu hann, en nokkrir efuðust", segir Matte- us. Og þegar hann birtist þeim við kvöldborðið, geta sumir þeirra ekki trúað sínum eigin augum, og þeir era í efa þangað til þeir sjá hann matast. Tómas efast alt til þess er hann fær að þreifa á líkama Krists. Svo lítið era þeir viðbúnir upprisunni, að þeir verða í fyrstu hræddir í hvert sinn, sem hann birtist þeim. „Þeir hjeldu að þetta væri andi“, segir í gömlu frásögn- unum. Þeir eru ekki eins fúsir á að látast blekkjast og lastmæl- endur þeirra á síðari tímum halda fram. Sú hugsun, að þeir fái að sjá hann aftur lifandi, er svo fjar- læg þeim, að þeir halda að hann sje einhver annar. María frá Mag- dölum heldur fyrst að hann sje garðvörður Jósefs. Kleófas og fje- lagi hans þekkja hann ekki, er hann verður þeim samferða. Sím- on „vissi ekki að það væri Jesús“, er hann ásamt fleirum sá hann á vatnsbakkanum. Ef þeir hefðu vænt hans og beðið komu hans með óþreyju — hvers vegna urðu þeir þá hræddir? Væri þá ekki eðlilegast, að þeir hefðu undir eins þekt hann? Því fer mjög fjarri, að lestur guðspjallanna gefi nokkra ástæðu til þess að ætla, að vinir Krists hafi spunnið upp sögurnar um upprisu hans, en alt, sem þar er skráð, styður hitt, að þeir hafi trtúað á hana vegna knýjandi staðreynda atburðanna, eftir mikið efastríð. En hver var þá ástæðan til ef- ans? Hún var sú, að þrátt fyrir alt tal Jesú við þá, lifði enn hjá þeim hin gamla vantrú Gyðinga á ódauðleika manna. Trúin á upp- j risu dáinna manna var andstæð hugsunarhætti Gyðinga. Óljósar ! bendingar í þá átt finnast hjá ein- ; stöku spámanní, svo sem Hóseas ; og Daníel. en skýrt kemur hugs- ! unin fyrst fram á einum stað í | sögu Makkabeanna. Á Krists dög- um hafði almenningur mjög óljós- ar hugmyndir um slíkt, og leit á það sem fjarlægt kraftaverk, sem ætti heima í leyndardómum til- verunnar og gæti ekki átt sjer stað fyr en á degi hinnar miklu i byltingar. Sadúsear þvemeituðu j upprisu framliðinna. Farisear ját- uðu henni reyndar, en aðeins sem fjarlægum launum allra rjett- látra, ekki sem umbun, er veitst gæti nokkram einstökum. Þegar Heródes Antipas, sem var mjög hjátrúarfullur, sagði um Jesú, að hann væri Jóhannes risinn upp frá dauðum, átti hann aðeins við, að nýi spámaðurinn líktist mjög Jóhnnnesi. Andúðin gegn því að viður- kenna svona einstakt brot á lög- máli dauðans var svo rótgróin hjá Gyðingum, að lærisveinar ; Jesú, sem sjálfur hafði áður brot- ið þetta lögmál og vakið menn upp frá dauðum, gátu ekki trúað á upprisuna fyr en eftir endurtekn- ar sannanir, enda þótt Jesús hefði sjálfur sagt hana fyrir. En þegar j þeir vora orðnir sannfærðir um hana, þá var vissa þeirra svo bjargföst, að þeir öðluðust mátt til þess að breiða hana út og gefa henni það lífsmagn, sem tíminn hefur ekki unnið á, en staðist hef- ur allar árásir og borið ávexti í hjörtum miljóna manna. . ----o---- Hassel flugmaður lagði af stað frá Ameríku í Atlantshafsflug sitt 18. þ. m. og er ekki enn kom- inn fram. En hann ætlaði að koma við á Grænlandi og tslandi. Ungfrú Ásta Norðmann er nú j að fara utan og ætlar áð dvelja í Kaupmannahöfn við dansnám. — Hún hefur áður verið erlendis bæði í K.höfn og París og í Þýskalandi í sömu erindum, en í sumar þegar dansmærin frú Broch-Nielsen var hjer hvatti hún Á. N. mjög til j þess að leggja frekari stund á þessa list og taldi hana óvenju vel til þess hæfa og bauð henni ókeyp- is kenslu. Ætlar hún nú að dvelja erlendis í eitt ár og leggja stund á plastik og ballet og aðrar dans- ' greinar. Mun hún síðan ætla að koma heirn hingað aftur og halda áfram dansskóla þeim, sem hún hefur haft hjer undanfarið og verið fjölsóttur og vinsæll og jafn- : framt hefur komið til tals að hún starfaði við hið væntanlega þjóð- leikhús, en þar verður þörf á Ieið- beiningum í þeim efnum, sem Á. N. leggur stund á og mundi hún verða vel til slíks fallin. Trúlofun sína hafa nýlega opin- j berað ungfrú Inger Löchte list- : málari, dóttir Löchte herlæknis í Árósum og Gunnlaugur Blöndal listmálari. Fiskafli var 15. ágúst orðinn j c. 33414 skp- e^a c. 79 þús. skp. { meira en um sama leyti í fyrra og c. 130 þús. sk. meira en í hitteð- | fyrra. Mestur hefur aflinn orðið I hjá togurum í Reykjavík og Hafn- j arfirði, c. 91 þús. skp. hjá Reykja- I víkurtoguranum, en c. 37 þús. skp. j hjá Hafnarfjarðartogurunum. Á | öðrum skipum er aflinn langhæst- ur í Vestmannaeyjum, c. 36 þús skp. en næsthæstur í Reykjavík, c. 28 þús. skp., svo í Hafnarfirði, c. ' 7 þús. skp., þá Keflavík, nærri 8 f Drepandi kossar ' Bókin um svipu mannkynsins. Hjónabandsbókin Eina bókin, sem gefur fullkomnar upplýsingar um takmörkun barna- fæðinga, eftir dr. Malachowski, dr. Harris og d. Lesser. Báðar bækurnar með mörgum myndum. Sendast án burðargjalds fyrir kr 1,25 (isl.) hvor i frímerkjum eða gegn póstkröfu að viðbættu burðargjaldi. ^JIjhedsniagasinet^^fd^^Kbh^^^^ Ó K E Y P I S og án burðargjalds sendist okkar nyt- sama og myndarika vöruskrá yfir gúmmi- heilbrigðis- og leikfangavörur, einnig úr, bækur og póstkort. Samariten, Afd, 67, Kabenhavn K. þús . skp., á Akureyri nærri 6 þús. skp., r Sandgerði c. 5þ4 þús., í Grindavik 3858 skp. og í Stykkis- hólmi 2273 skp. Bifreiðarslys varð hjer á Laugar veginum nýlega. Áttræð kona, Guð- laug Ólafsdóttir, varð undir Hafn- i firskri flutningabifreið (G. K. 7) og beið bana af. Heilsufræði telpna, 14—16 ára, heitir bæklingur eftir Kr. Skjerve, sem nýlega er kominn út, þýddur af frú Dýrleifu Ámadóttur, sem áður hefur þýtt vel tvær áþekkar bækur sama höfundar, Heilsu- fræði ungra stúlkna og Heilsu- fræði hjóna og urðu þær bækur vinsælar. Áfengislöggjöfin og framkvæmd hennar er nú mjög umtöluð manna á milli, sagt að menn sjeu kærðir hjer í bænum unnvörpum ef þeir dreypi á víni og einnig sagt frá háðulegri meðferð á lög- gæslumönnum, eða „þefurum", sem almenningur kallar. Eimskipafjelag Vesturlands er nýstofnað af Guðm. Kristjánssyni skipamiðlara o. fl. Það hefur keypt gufuskipið Nordland, sem nú heitir Vestri. Framkvæmdar- stjóri fjelagsins er Gunnar Haf- stein fyrram bankastjóri. Skot hljóp úr byssu sem að- komumaður var að handleika í herbergi að Vallá á Kjalamesi 20. þ. m. Var hann einn og heyrði fólk á bænum alt í einu hvell og hafði skotið komið í brjóst hon- um og dó hann af því skömmu seinna. Bjamdýr, sem haft er í jám- búri hjer innan við bæinn, beit ný- lega mann, er var að leika sjer að því að gefa því inn um grindum- ar og fór of langt inn með hend- ina. Maðurinn liggur á spítala. Hannes Guðmundsson er setstur að hjer í bænum, 'sem sjerfræð- ingur í húð og kynsjúkdómum. Síldardeilurnar. Samkv. stjóm- arskipun hefur lögreglustjórinn á Siglufirði nokkrum sinnum und- anfarið stöðvað uppskipun úr i norskum síldveiðiskipum, sem seldu erlendum bræðslustöðvum síld. En útlendingarnir virtu bann lögreglustjóra að vettugi og I hjeldu sölunni jafnan áfram er lögreglan hvarf frá. Var síðan höfðað mál gegn einum bræðslu- stjóranum, dr. Paul, fyrir brot á fiskiveiðalögunum, en hann hefur j nú verið sýknaður í undirrjetti á Siglufirði, en sjálfsagt fellur mál- ið ekki þar með niður. i Sæsíminn er slitinn 27 sjómílur frá Seyðisfirði. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.