Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.08.1928, Blaðsíða 2

Lögrétta - 29.08.1928, Blaðsíða 2
LL 1 Xi LÖÖRJBTTA Útgefwdi tg rítatjéri h»r*t*iaa 6iil>««* Þinfholtaitrjcti 17. Síoai 178. luheitata <>r af(T»idela i Miðitrnti S. JardMtinn. Þorkell Þorkelsson segir frá. Áhugi manna á rannsókn jarð- hita og hagnýtingu hans fer gleðilega vaxandi. Ýmsir fræði- menn, sem ferðast hafa um land- ið, hafa nokkuð athugað hveri og laugar. Eggert ólafsson getur t. d. í Ferðabók sinni um hveri og laugar á 52 stöðum og Þorv. Thor- oddsen athugaði á sínum ferðum 109 slíkar uppsprettustöðvar, en telur að alls sjeu á landinu um 1000 einstakar laugar og hverar. En það er Þorkell Þorkelsson sem verið hefur brautryðjandi hjer í sjerfræðilegum rannsóknum á þessum efnum. Hann hóf hvera- rannsóknir sínar 1904 og hjelt >eim áfram 1906, en síðan fjeliu þær niður að mestu um skeið, meðan hann var nyrðra. En nú hefur hann tekið þessar rannsókn- ir upp aftur, með atbeina Stein- gríms rafmagnsstjóra Jónssonar. Þeir hafa nú undanfarið stjómað því, að borað hefur verið við Laugamar og rannsaka þar jarð- hita, fyrst og fremst með það fyrir augum, að Reykjavíkurbær gæti hagnýtt sjer hann. Árið 1926 fór Þorkell til Italíu er hann var utan í öðrum erindum, til þess að kynna sjer þessi mál þar. Síðan fluttu þeir Steingrímur fyrirlestra um málin hjer heima og Jón Þorláksson setti fram á- ætlanir um upphitun alls Reykja- víkurbæjar með jarðhita. Lögij. skýrði þá allnákvæmlega frá þess- um málum og þykir enn hlýða að vakin sje athygli almennings á þessu. Málið er að vísu enn á fyrsta tilraunastigi en vafalaust getur hjer orðið um að ræða merkilegt framfaramál. Lögrjetta hefur því beðið hr. Þorkel Þorkelsson að segja nokk- uð af hinum nýju rannsóknum og horfum málsins. — Fyrir mjer vakir það fyrst og fremst, segir hann, að sýna fram á möguleika þess, að jarð- hitann megi nota á hagkvæman hátt. En jeg er ekki verkfræð- ihgur og kemur því jafnframt til annara manna kasta um fram- kvæmdimar. Rannsóknimar sem nú þegar hafa verið gerðar við Laugamar hafa borið góðan á- rangur. Holan er orðin um 80 metra djúp og vatnshitinn kom- inn upp í 93°, en er 88° í Laug- unum og enn verður haldið áfram og borað dýpra og fleiri holur. — Hvemig yrði jarðhitinn best hagnýttur? — Jarðhitann er hægt að hag- nýta til orkuframleiðslu, raf- magnsframleiðslu, — og það er gert sumstaðar í Italíu, eða beint til hitunar. Það mundi verða hag- kvæmast hjer. Á því er enginn efi, að slík upphitun yrði ódýr- asta upphitunin, sem völ yrði á og handhægasta, einkum ef jarð- hitinn fengist sem næst Reykja- vík, en um hitun Reykjavíkur að einhverju eða öllu leyti er nu fyrst og fremst að ræða Þess vegna er byrjað á rannsóknunum við Laugarnar. En á ýmsum öðr- um stöðum sem fjær liggja eru skilyrðin sjálfsagt miklu betri. Jón Þorláksson hefur talað um Hengilinn og t. d. á Reykjum og á Reykjanesi er gnægð af hag- nýtanlegum jarðhita. Á Reykja- nesi er jarðhitinn t d. víða 100° undir eins í yfirborðinu en þar er um að ræða heita gufu, sem að vísu gefur enn meira hitamagn en vatnið. Á Reykjum er vatns- magnið 120—150 1. á sek. 1 Deildartungu í Reykholtsdal er það c: 250 1. á sek. Þetta er að- eins sagt sem dálítið sýnishom þess hversu möguleikamir fyrir hagnýtingu jarðhitans eru víða miklir og sem dæmi þess, hversu mikið er af heitu vatni í jörðinni hjer á mörgum stöðum, þótt fæstir geri sjer þess grein hvers- dagslega. En Laugaborunin ein hefur hinsvegar ekki enn þá skor- ið úr því til fullnustu hvað hægt er að gera fyrir Reykjavík. Vatns- magnið sem enn er fengið nægir ekki nema fyrir lítinn hluta bæj- arins, samkvæmt áætlun Jóns Þorlákssonar, en hún er líklega full rífleg, miðað við núverandi þörf. En alt bendír helst í þá átt, að upphitun bæjarins með jarð- hita sje vel framkvæmanleg. — Hvernig horfir möguleikum fossavirkjunarinnar í þessu sam- bandi ? — Það hefur ekki verið athug- að praktiskt eða gerður saman- burður á upphitun frá hvemm og fossarafmagni. Fossamir em svo að segja eilífir frá okkar sjón- armiði, en möguleikamir em meiri fyrir því að jarðhiti hverfi úr einhverjum stað. En það get- ur átt svo langt í land, að notkun hans margborgi sig samt. Raf- magnið er. dásamleg framför og hagsbót sem orkugjafi og ljósa. En allsherjarhitun á stórum bæ eins og Reykjavík með rafmagni er ýmsum erfiðleikum bundin og yrði líklega alldýr. Það er senni- legast að hagkvæmast yrði og ó- dýrast að nota jarðhitann til upp- hitunar, en rafmagnið til orku- framleiðslu og ljósa, ef hvora- tveggja er fáanlegt, eins og hjer. — Hvemig mundi jarðhitinn verða hagnýttur? — Það er ekki eins erfitt og ætla mætti að veita hitanum til bæjarins, ef ekki er um því lengri leið að ræða, eða um hann í hús- in. Heita vatninu yrði veitt með svipuðum útbúnaði og kalda vatninu nú og í húsum hafðir venjulegir miðstöðvarofnar. Um þægindin af þessu mætti margt segja. Það, að veita heitu vatni til bæjarins, gæti ekki einungis orðið til þess að hita hann allan upp. Það gæti einnig orðið til mikils hagræðis við matarsuðu. Þegar suðu hefði verið komið upp í matnum á annan hátt mætti fullsjóða hann við vatnshitann í heitum skápum, sem koma mætti fyrir á ódýran hátt. Húsmæður hefðu sífelt heitt vatn til allskon- ar búverka, þvotta og slíks og bað gæti verið í hverju húsi. Samt yrði mikið heitt vatn af- lögum, eftir að það hefði runnið í gegnum ofnana og mætti t. d. nota það að einhverju leyti við ræktun í vermireitum. Síðast en ekki síst gæti slík hitun orðið atvinnuvegunum til mikilla hags- bóta, fyrst og fremst fiskþurkun- inni. Við ýmsan iðnað mætti nota heita vatnið, svo sem við sútun skinna, og við gerilsneyðing mjólkur, þar sem hitinn er nógu hár. Loks má svo geta þess, að all- ar horfur em á því að hveravatn- ið og hveraloftið sje mjög heilsu- samlegt. Við hveri og laugar mætti því koma upp baðstöðum, LOGSJBTTA »em að miklu leyti gætu verið ó- háðir veðráttunni, því þó menn vildu reisa þar stórar og glæsi- legar hallir mætti hita þær með jarðhitanutn á vetmm. Slíkur baðstaður gæti seitt til sín er- lenda gesti. Svona mætti lengur telja. Möguleikamir em miklir og miklu víðar fyrir hendi en hjá Reykjavík. Hverar og laugar em mjög víða, og heitu vatni má sjálfsagt ná enn víðar með bomn. En það er rannsóknaratriði í hverju tilfelli um sig, hvort slíkt borgar sig. En hjer er fyrst og fremst um að ræða það praktiska viðfangs- efni, að hita húsin í Reykjavík. Án þess að tala óvarlega má segja: tilraunimar hafa hingað til gengið vonum betur og nú meiri horfur en áður á því, að málið sje framkvæmanlegt. Reykjavík yrði þá líklega fyrsti jarðhitaði bærinn í heiminum. Svona horfir þá málinu að sögn hins fróðasta manns. Það er svo mikilsvert mál, að sjálfsagt er að halda því vakandi og styðja að hlutlausri og nákvæmri rannsókn þess áfram. Ef þær rannsóknir staðfesta þær góðu vonir, sem nú eru risnar, á að ganga að fram- kvæmdunum með oddi og egg — koma ódýmm hita- og vinnuspar- andi þægindum inn í hvert ein- asta hús og auka þannig andlega og líkamlega vellíðan og vel- gengni fólksins. ----o----- Kveikt var í tveimur húsum hjer við Laugaveginn nýlega, en eldurinn var slöktur áður en verulegt tjón yrði að. Piltur, sem að þessu var valdur hefur nú fundist og verið handtekinn. IBj arni :i?jet-u.rsson óðalsbóndi á Grund. F. 2. maí 1869. — D. 8. ágúst 1928. I suðri gnæfir Skarðsheiði klædd í klakaskraut, sem krýnda drotningin á veldisstóli. Hún vefur faðmi dalinn með blóm í brekkulaut og brosir móti fögm höfuðbóli. Það er eins og náttúran móti mannsins starf, hún markar sumum bás, en stælir aðra. Heiðasýnin, vinur, þjer hlotnaðist í arf, hun hvatti þig að neyta þinna fjaðra. Þó sveipaði um brúnir þjer fataðist ei flug, þú flaugst og náðir upp á háa tindinn. I vöggugjöf þú eignaðist afl og vit og dug svo öðrum varstu besta fyrirmyndin. Starfið var þjer inndælt og heilt var þjer í hug, af hjarta græddir, prýddir, klæddir landið. Að heillum fagra dalsins þú vanst með dáð og dug, en dýrst við Grund þó tengdir vinabandið. Þar var æskuleikvöllur, lífsins þraut og starf, ljúfir draumar, fylling bestu vona. Þar var tárið þerrað og þreyta dagsins hvarf, því þar voru hjartkær böm og ástrík kona. Þar hafði einnig drengskapur hafið merkið sitt, og höfðingslund þú áttir, manndáð sanna; enginn hefur skýsorti skygt á nafnið þitt, það skráð er meðal hjeraðs bestu manna. Nú farinn ertu vinur, já, farðu jafnan vel, þín fagra minning verður æ við líði. Orðstír þinn um fjörðinn nú berst, er brá þjer Hel, að bænda-, sveitar-, hjeraðs- varstu prýði. G. Bjömsson. Æfisaga Krists Eftir Giovanni Papáná. (Ágrip). Jesús birtist í Galfleu. Jesús hafði sagt við lærisveinana, er hann birtist þeim í Jerúsalem, að þeir mundu aftur hittast í Galí- leu. Þeir höfðu eftir hina sám angist sorgardaganna hlotið hinn dýrðlegasta fögnuð. En áður þeir byrjuðu það verk, sem þeim var falið, hjeldu þeir frá Jerúsalem til Galileu. Sumir þeirra vóra fiski- menn og tóku nú aftur að stunda fyrri atvinnu sína. Og kvöld eitt vom þeir sjö saman staddir við höfnina í Kapemaum. Það vom þeir Símon, Tómas, Nat- anael, Jakob, Jóhannes og tveir sagði Símon. „Og við förum með þjer“, sögðu hinir. Þeir fóm svo allir, en veiddu ekkert þá nótt. 1 dagrenningu komu þeir aftur upp undir ströndina, og vom í vondu skapi vegna þess, hve illa hafði gengið. Og er þeir nálguð- ust mjög land, sáu þeir 1 morgun- skímunni mann standa í flæðar- málinu, og var eins og hann biði þeirra. Haxm kallaði til þeirra og spurði, hvort þeir hefðu nokkuð veitt, en þeir sögðu sem var, að það væri ekkert. „Kastið þið net- inu út frá skipinu hægra megin", sagði hann. Þeir gerðu það, og eftir litla stund var netið svo fult af fiski, að þeim veitti örð- ugt að innbyrða það. Og nú gátu þeir sjer til, hver það mundi vera, sem biði þeirra á ströndinni. „Það er hann“, sagði Jóhannes við Símon. Og Símon kastaði sjer þegar útbyrðis, til þess að verða fyrstur til hans, en hinir komu á eftir á bátnum. Að lítilli stundu liðinni stóðu þeir allir sjö kring- um Jesú á ströndinni. Nú spurði enginn þeirra, hver hann væri, því þeir höfðu allir þekt hann. Á ströndinni hafði verið kveyktur eldur og yfir honum hjekk steik- arfat með fiski, en þar rjett hjá lá dúkur með brauði. Og Jesús sagði: „Komið og etið“. Og 1 síð- asta sinni braut hann fyrir þ& brauðið og rjetti þeim, og skifti milli þeirra fiskinum. Þegar þeir höfðu matast, sneri Jesús sjer að Símoni og sagði: „Símon Jónas- son, elskar þú mig?“ — „Þú veitst, herra, að jeg geri það“, svaraði Símon. Jesús sagði honum þá, að hann ætlaði að fela honum að reka erindi sitt á jörðunni, en V. Hugo: VESALINGARNIR. að hún var í hlýjum fötum. Hann hugsaði um Montfer- meil-skóginn, sem þau Cósetta höfðu orðið samferða um, um veðrið, um lauflaus trjen, sönglausa lundi og sólvana himinn. Jæja, það var yndislegt samt. Hann hagræddi föt- um Cósettu á rúminu, lagði skýluklútinn hjá pilsinu, sokk- ana hjá skónum og horfði á hvert fatið af öðm. Hún var þá svo ósköp lítil og hjelt á stórri brúðu í fanginu. Hún lagði skildinginn sinn í svuntuvasann og gekk hlæjandi með honum er þau örkuðu áfram. Hún átti ekki aðra að en hann einan í öllum heiminum. Svo seig hið tígulega gráhærða höfuð hans ofan í rúmið, gamla, sterka hjartað glúpnaði, andlitið hvarf svo að segja í fötum Cósettu og ef einhver hefði gengið fram hjá, hefði hann heyrt hin átakanlegustu andvörp. Ilin gamla, hræðilega barátta, sem áður hefur orðið vart í svo mörgum myndum, hófst á ný. Jakob glímdi að- eins eina nótt við engilinn. En hversu oft höfum við ekki sjeð Jean Valjean eiga í myrkrinu fangbrögð upp á líf og dauða við samvitsku sína. Það er ógurleg barátta. Stundum er það fóturinn, sem hrasar, stundum jörðin, sem hrynur undan fætinum. Hversu oft hafði samvitskan ekki yfirbugað hann í ákafa hans í því að gera hið góða. Hversu oft hafði sannleikurinn ekki spymt hnje sínu í brjóst hans. Hversu oft hafði hann ekki beðið hann miskunnar, þegar ljós hans varpaði honum til jarðar. Hversu oft hafði ekki ljósið, hið látlausa ljós, sem biskup- inn tendraði í honum, ljómað ákaft fyrir honum, þegar hann kærði sig ekki um að sjá það. Hversu oft hafði hann ekki risið upp úr slíkri baráttu, særður, sundurkraminn, upplýstur, með örvæntinguna í hjarta sjer, en með frið í sál sinni, sigraður, en samt eins og sigurvegari. En það var óþægilegur friður, sem hann naut þannig, er hann kom úr slíkri baráttu. En þessa nótt fann Jean Valjean. að hann barðist síðustu baráttunni. Spumingin var nú um það, hvernig hann ætti að snúast við hamingju Cósettu og Maríusar. Hann hafði sjálfur skapað þessa hamingju. Hann hafði sjálfur rekið hana í hjarta sjer og hann gat nú, þegar hann virti hana fyrir sjer, notið sömu fullnægj- unnar og vopnasmiður mundi hafa, þegar hann drægi blóðugan hnífinn úr brjósti sjálfs sín og þekti sitt eigið vömmerki á honum. Cósetta átti nú Maríus og hann hana og þau höfðu allsnægtir og það var hans verk, Jeans Val- jean.En hvemig átti hann að snúast við þessari hamingju? Átti hann að þröngva sjer til þess að veita henni viðtöku? Átti hann að fara með hana, eins og hún væri sjálfsögð? Cósetta var öðrum gefin, en átti hann samt að halda áfram að vera einskonar faðir hennar? Átti hann orða- laust að setja sína fortíð inn í þeirra framtíð? Átti hann að koma fram eins og sá, sem rjett hefði til slíks og setj- ast grímuklæddur við þennan lýsandi arin? Átti hann að vera hinn þöguli geigur örlaganna hjá þessum tveimur hamingjusömu vemm? Maður verður að yera vanur því, að horfast í augu við örlagaþmngin atvik til þess að þora að rísa gegn sumum spumingum, sem koma á móti manni í nákaldri nekt sinni. Á bak við slíkar spumingar felst hið góða eða hið illa. Jean Valjean var vanur þessháttar reynslu. Hann velti fyrir sjer málinu. Cósetta, hin yndis- lega stúlka, var líftaug hins skipreika manns. Hvað átti hann að gera, halda í hana dauðahaldi, eða sleppa tak- inu? Ef hann hjeldi takinu, kæmist hann hjá dauðanum, kæmist aftur upp í sólskinið, en beisk sjáfarselta drypi úr fötum hans og hári. Þá var honum borgið, þá mundi hann lifa. Ef hann slepti takinu gein við honum gapandi djúp- ið. Hann barðist við sjálfan sig. Hann rjeðst í heift á sjálfan sig, á vilja sinn, á sannfæringu sína. Það var gott fyrir hann, að hann gat grátið, það gat kanske upplýst hann. En í sál hans brautst fyrst fram stormur, sterkari en sá, sem einu sinni rak hann til Arras. Fortíðin kom aftur og ógnaði nútíðinni. Hann bar saman og andvarp- afi og þá fyrst þegar tárin streymdu fram engdist hann í örvæntingu. Hann fann að hann var stansaður. Framhjá samvitsk- unni komast menn aldrei. Það máttu vita, Brútus, og það getur þú reitt þig á, CaP^þrotlaus, af því að hún er guð. Þótt öllu sje varjr hennar, öllu starfi lífs- ins, eignum og auði, hal^’ frelsi og föðurlandi, vel- líðan sálarfriði og gleði x ^ff aitaf meira. Alt verð- ur að tæmast, og að Verður maðurinn að varpa þangað hjarta sínu. Ei^^^ðar í þoku hinna fomu helvíta er slík áma. Er þ^ ^ fyrirgefanlegt, þótt menn veigri sjer við þessu að J Getur hið ótæmanlega átt rjett á sjer? Eru óend^i r hlekkir ekki ofviða afli mannsins? Hver gæti \4 j^°si og Jean Valjean þótt þeir segðu: nú er nóg vjel sem sífelt gengur, perpetuum mobile, er óh^ er þá hægt að krefjast af nokkrum eilífrar fórt^^Vtsta sporið var einskis- vert hjá því síðasta. HV^^ Champmatieu-málið, hjá kvonfangi Cósettu og aflF,^ þess ? Hvað var það, að fara á galeiðurnar aftur W^ví að hverfa í tómleikann. Píslarvættið er að vissu ^, ^Sandi, það er kvöl, sem jafnframt er vígsla. Það að sættast á það í fyrst- unni. Það er hægt að s^a * fauðglóandi jámhásætið, taka rauðglóandi jámkó^á höfuð sjer og rauðgló- andi veldissprotann í höP^ ^ En samt er það eftir, að íklæðast logaskikkjunni. he ^ bá ekld sú stund, að vesa- lings holdið gerir uppreí^ . ^frteitar þjáningunni? Loksins færðist frið^^ Jean Valjean, þegar hann var þrekaður og bugaðuí' fór að meta cg vega og hugsa. Átti galeiðuþrælli!>,1 . ^Öngva sjer inn í líf þess- ara tveggja sælubama, ^ hann sjálfur og einn að fullkomna hina óumflýjfl^ Slotun sína? Draumavingl hans varaði alla nóttina. ®át þarna fram í dagrenn- ingu, í sömu stellingunft , sig saman á rúminu. Honum var varpað niðui1 ógurlegu örlögum, ef til vill, því miður, knoS^ uMir þunga þeirra. Hand- leggimir voru útrjettir. ^ eins og krossfestur mað- ur, sem naglamir hafa ^ ^gnir úr og kastað hefur verið á grúfu. Svona sat ^ * fólf stundir, 1 tólf stundir ískaldrar vetramætur, á? að hefja höfuðið eða mæla orð af munni. Hann lá $ ‘ ^karlaus eins og lík, meðan hugsun hans engdist á jörðinni eða flaug upp í loftið eins og öm. Ef einhver hefði sjeð hann svona, hefði mátt halda að hann væri dauður. Alt í einu kiptist hann til, krampa- fast og hann þrýsti fötum Cósettu að munni sjer og kysti þau. Þá sást að enn var lífsmark með honum. Hver gat sjeð hann? Jean Valjean var einsamall. Einhver, sem laumast í myrkrinu. Sjöunda bók: Hinsta skálin. Dagurinn eftir brúðkaup er kyrlátur dagur. Hinum hamingjusömu brúðhjónum er lofað að átta sig og lofað að sofa lengi frameftir. Það er ekki fyr en seinna að all- ir vafningamir með heimsóknir og heillaóskir byrja. Um morguninn 17. febrúar, þegar Basque var að taka til í anddyrinu, heyrði hann að barið var hægt að dymm. Basque opnaði og sá að Fauchelevent var kominn. Hann fylgdi honum inn í setustofuna. Þar var alt á rúi og strúi eftir gleðskapinn. — Er húsbóndinn kominn á fætur? spurði Jean Valjean. í stað þess að svara spumingunni spurði Basque — Hvemig líður herra Fauchelevent í hendinni? — Þakka yður fyrir, betur. Er húsbóndinn kominn á fætur?. — Við hvorn þeirra á hr. Fauchelevent, þann eldri eða yngri? — Jeg á við hr. Pontmercy. — Jæja, herra baróninn. Menn eru sem sje helst barónar gagnvart þjónustufólki sínu. Þegar rignir á prestinn, þá drýpur á djáknann. Af titli fellur einlægt einhver ljómi á þjónana. Maríus varð að sætta sig við það, að bera barónstitilinn, þótt hann væri lýðveldismaður. Nú voru orðin umskifti í þessu efni, hann vildi feginn losna við hann, en afi hans hjelt í hann. En Pontmercy liðsforingi hafði skrifað: Son- ur minn á að bera titil minn og Maríus var hlýðinn sonur. Það að auki var Cósetta hrifin af því að vera kölluð bar- ónsfrú, því hjegómleiki konunnar var að koma upp \ henni. — Herra baróninn, sagði Basque aftur. Jeg skal gá að því. Óskar herrann að jeg segi til yðar? — Nei, segið þjer ekki að jeg sje kominn. Segið þjer aðeins að maður vilji tala við hann í einrúmi, án þess að segja til nafns míns. — Jæja, sagði Basque. — Jeg hef dálítið óvænt að færa honum. — Jæja, sagði Basque og fór leiðar sinnar. Nokkrar mínútur liðu og Jean Valjean stóð hreyf- ingarlaus á sama stað og Basque skildi við hann. Hann var fölur og augun lágu djúpt, vegna andvökunæturinnar. Fötin hans vom bögluð og fiður á olnbogunum. Skóhljóð heyrðist við dymar. Maríus kom inn, upprjettur, bros- andi og glaðlegur, opinskár og öruggur. Hann hafði held- ur ekki sofið. — Hvað er að tama, erað það þjer, tengda- pabbi? sagði hann, þegar hann sá Jean Valjean. — Bas- que var svo skelfing leyndardómsfullur, flónið að tama. En þjer komið alt of snemma. Klukkan er aðeins hálf eitt. Cósetta sefur ennþá. Það, að hann skyldi kalla Fauche- levent tengdapabba var vottur þess hversu hamingjusam- ur hann var. Áður hafði verið heldur fátt með þeim. Hann hjelt áfram að tala og orðin streymdu hratt yfir varir hans, eins og venja er í guðdómlegri gleði. — En hvað það gleður mig að sjá yður. Þjer ættuð að vita, hvað við söknuðum yðar í gær. Góðan daginn, kæri tengdapabbi. Hvemig líður yður í hendinni? Betur, er ekki svo? Við töluðum bæði mikið um yður. Cósettu þykir ákaflega vænt um yður. Þjer gleymduð því vonandi ekki, að herbergið bíður yðar hjer? Við viljum ekkert eiga saman við Homme-Armé-götu að sælda framar. Hvemig hefur yður eiginlega getað dottið í hug að eiga heima í annari eins götu, ljótri og leiðinlegri og kaldri. Þjer verðið að flytja hingað undir eins í dag, annars verðið þjer fyrir barðinu á henni Cósettu, því hún ætlar svei mjer að ráðskast með okkur alla, það get jeg látið yður vita. Hafið þjer sjeð herbergið yðar? Það er rjett hjá okkar herbergi og snýr út í garðinn. Læsingin hefur verið löguð og búið um rúmið. Alt er í lagi, þjer getið komið þegar þjer viljið. Cósetta hefur látið gamlan, mjúkan hægindastól við rúm- stokkinn yðar og sagt við hann: breiddu nú armana út á móti honum. Á hverju vori koma næturgalar í runnana

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.