Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.08.1928, Blaðsíða 1

Lögrétta - 29.08.1928, Blaðsíða 1
LOGRJETTA XXffl. ár. Um víða veröld. Haldane lávaröur. Símfregn segir að Haldane lá- v-arður sje látinn. Með honum er fallinn frá einhver merkasti mað- ur Bretaveldis. Hann vari kominn yfir sjötugt (fæddur 1856) og hafði tekið mikinn þátt í bretsk- um þjóðmálum frá því hann var um þrítugs aldur, komist í ein- hverjar mestu virðingarstöður landsins, en jafnframt fengið meira en flestir aðrir að kenna á fallvelti lýðhyllinnar, því um all- langt skeið var hann meira lagður í einelti en festir aðrir, og ómak- lega. Haldane nam í æsku lögfræði og heimspeki, bæði heima fyrir og í Þýskalandi. Síðan hafði hann ávalt mætur á þýskri menningu og Hegel sagði hann að komist hefði nær sannleikanum í heim- speki sinni en nokkur annar. Vegna kunnugleika síns á þýskum málum og vinsælda sinna í Þýska- landi fór hann af hendi stjómar sinnar til Berlín 1912 til þess að kynna sjer ástandið og bera sættarorð milli þjóðanna. Honum þótti ekki friðvænlega horfa á ýmsa lund, en þóttist hinsvegar eiga úr vöndu að ráða um það hvemig haga skyldi skýrslugerð- inni er heim kæmi, því það gæti orðið til þess að æsa upp Eng- lendinga að segja hispurslaust, að Þjóðverjar væm í vígahug. Hann talaði því fátt um sendiför sína opinberlega. Þegar heimsstyrjöld- in var skollin á skömmu seinna, var honum legið mjög á hálsi fyr- ir þetta, kallaður „vinur keisar- ans“ og landráðamaður. Var þá hafin svo hatröm og illkvitnisleg blaðaárás á hann, að hann varð að fara úr stjóminni og í sam- steypustjórniftni 1915 átti hann ekki sæti. Haldane tók öllum þess- um gauragangi með annálaðri stillingu. Hann gat einnig gert það þess vegna að hann vissi það, sem nú er viðurkent af öllum, að hann var saklaus af ákærunum og hafði þvert á móti, sem hermála- ráðherra (1905—11) unnið manna mest að því að gera bretska her- inn svo úr garði, að hann stóðst raunir heimsstyrjaldarinnar. All- ir helstu herforingjar Englands, svo sem Haig og French, keptust síðan um að lofa verk hans og ýmsir telja hann snjallasta her- málaráðherra sem Englendingar hafa átt. Hann umskapaði og end- urfæddi enska herinn og það varð einnig hans hlutskifti, þegar heimsstyrjöldin var að hefjast, að hleypa þessum her af stokkunum, þótt skömmu síðar yrði hann að sleppa af honum hendinni, eins og fyr segir. Reykjavík, miðvikudaginn 29. ágúst 1928. 'r^ ■mm-i-" ú ■ ■ ■■ a.w i^n.., ti racu í styrjaldargný undanfarinna ára hefur mest borið á her- málastörfum Haldane’s, en þau voru enganveginn einu eða merk- ustu störf hans. Hann starfaði einnig sem lögfræðingur, uppeldis- fræðingur og heimspekingur. Hann hlaut tvívegis helstu virð- ingarstöðu, sem bretskur lögfræð- ingur getur hlotið, að verða Lord Chancellor, eða forseti lávarða- deildarinnar og dómstjóri hæsta- rjettar þar. Hann varð fyrst kanslari 1912, á eftir Lorebum lávarði, í frjálslynda ráðuneytinu, og síðan 1924 í jafnaðarmanna- ráðuneyti McDonalds. Á síðari ár- um hallaðist hann að verkamanna- flokknum, án þess þó að vera gall- harður jafnaðarmaður á hverja grein. Hann átti sæti í ýmsum nefndum, sem við mentamál feng- ust, og gerði m. a. (1910) ítarleg- ar till. um skipulag háskólafræðsl- umar í London. Þær hafa ekki verið framkvæmdar enn, en sjálf- sagt er talið, að í þá átt, sem hann benti á muni þau mál stefna. Hann hefur flutt urmul af fyrir- lestrum um fræðslumál. Seinna átti hann einnig sæti í nefnd, sem athuga átti ýmislegt í stjóm- arfarinu, og var formaður hennar (The machinery of Govemment Committee). Þar gerðist hann talsmaður ýmsra endurbóta á þingræðisskipulaginu til þess að tryggja það betur en nú að þekk- ing og sjerfræðilegar rannsóknir á hverju þjóðmáli yrðu undirstaða stjórnmálastefnanna og meðferð- ar þingsins á málunum. Hann átti einnig sæti í nefnd, sem Baldwin forsætisráðherra stofnaði í svip- uðum tilgangi 1925. Milli stjómarstarfa sinna var Haldane altaf með hugann við heimspekina, eða rjettara sagt, heimspeki hans og stjómarstörf voru eitt og hið sama. Hann var í samtíð sinni alt að því einstakt dæmi um kyrlátan lærdómsmann, sem jafnframt gat látið mjög ákveðið að sjer kveða í erfiðasta veraldarvastri og verið öndvegis- maður á báðum sviðum. Heim- spekirit Haldane’s em reyndar ekki sjerlega skemtileg aflestrar — hann var hvorki stílsnillingur nje kröftugur ræðumaður — en Bretar telja hann meðal sinna helstu heimspekinga og í ritum hans er margt merkiiegt og spak- legt. Skömmu eftir aldamótih skrifaði hann bók, sem hann kall- aði Veginn til veruleikans, en kunnustu heimspekirit hans em frá síðustu ámm (1921 og 1922) og eru um „humanisma“ og „rela- tivity“. Haldane var einn af brautryðjendum afstæðiskenning- arinnar og þegar Einstein kom til London að stríðinu loknu vár hann gestur hans. Haldane var enginn hávaða- maður, en starf hans var merki- legt dæmi um fjölhæfa og affara- sæla þáttöku hámentaðs heiðurs- manns í opinbem lífi. Maxim Gorki. Maxim Gorki hefur á síðustu árum verið að skrifa ítarlega æfisögu sína. Hún er senni- lega besta verk hans, ofið saman endurminningum úr hinu fjöl- breytta og æfintýraléga lífi hans og bestu einkennum frásagnar- listarinnar í sögum hans. Þessi minningabók er mikið verk og segir í nokkrum sjerstökum þátt- um frá æsku hans, flækingi meðal vandalausra, lærdómsárum og fíökkuámm, uns honum tókst að verða hinn heimskunni rithöfund- ur, sem hann er nú. Æfi hans hefur verið full af allskonar eymd og skorti og niðurlægingu frá upphafi og fram á hin síðustu ár ófriðarins og byltingarinnar. En þá var hann um skeið starfandi heima í Rússlandi í þjónustu sovjet-stjómarinnar, sem einn af leiðtogum hins nýja skipulags og Ijet einkum til sín taka mentamál. En það var hvorutveggja, að hann var ekki allskostar ánægður og svo var hann heilsuveill og fór því utan og hefur uppá síðkastið dvalið lengstum í Italíu og haldið ' áfram ritstörfum sínum. Ný ! skáldsaga er t. d. komin út eftir j hann ekki alls fyrir löngu. Auk j þess sem Gorki segir í minninga- bók sinni frá sjálfum sjer og ýms- : um ókunnum vinum sínum og | samverkamönnum, sjerkennilegum I rússneskum alþýðumönnum af ! ýmsum stjettum, sem hann lýsir j oft snildarlega, lýsir hann allná- j kvæmlega ýmsum hinum kunn- ustu öndvegismönnum rússneskr- j ar menningar, sem hann hefur komist í kynni við, t. d. Koro- lenko og Tolstoy. Á Korolenko ! (sem dó í eymd 1921) hafði hann : miklar mætur og segir að menn- I ingarstarf hans hafi haft mjög j mikil áhrif í þá átt að vekja j varanlega rjettarvitund mikils hluta rússnesku þjóðarinnar. Um Tolstoy skrifar hann einnig af samúð og skilningi, þótt ekki sje hann honum einlægt sammála. öll er minningabók Gorki’s ein- i hver merkasta og læsilegasta 39. tbl. þessháttar bók, sem lesngi hefur verið skrifuð. Kelloggs-sáttmálinn. Kelloggs-sáttmálinn um ófriðar- bannið eða takmörkunina var undirskrifaður í París 27. þ. m. af fulltrúum 15 ríkja og verður varðveittur í Washington. öllum öðrum ríkjum, sem eru í stjóm- málasambandi við Bandaríkin er einnig boðið að skrifa undir, einn- ig Rússum og Kínverjum. 1 París fóru fram mikil hátíðahöld vegna þessa og í tilefni af komu Strese- manns var þýski fáninn dreginn þar á stöng í fyrsta sirwi síðan 1870. Allmikið er samt deilt um þennan sáttmála og gildi hans og búist við að hann mæti mót- spymu ekki síst í Bandaríkjunum. Látalætin í sambandi við friðar- málin eru að vísu allmikil, en alt um það er einlægur vilji margra hinna bestu manna á því að hamla ófriðaræðinu. Síðustu fregnir. Zogu forseti hefur verið kjör- inn konungur í Albaníu. Hoover forsetaefni hefur fengið lausn frá ráðherraembætti sínu, til þess að stjóma kosningabaráttunni, en Whifing pappírssmiðjustjóri verið skipaður eftirmaður hans. Sænski ríkisbankinn hefur hækkað for- vexti úr 4% í 41/^%. Átján ára stúlka, Laddie Sharp, hefur synt yfir Ermarsund á 15 klst. Land- ráðamál er hafið gegn Króatar foringjanum Matchek. Við grísku kosningamar fjekk Venizelos- flokkurinn 228 þingsæti, en and- stæðingar hans 22. Forsetakosn- ingar fara fram 1 Grikklandi í j febrúar og búist er við því, að j Venizelos verði þá kosinn. 17 j manns fómst nýlega af jámbraut- arslysi í New York og 150 særð , ust. Smith forsetaefni talaði 22. i þ. m. fyrir utan ráðhúsið í Al- i bany í New York og tilkvnti J framboð sitt. 100 þús. utanbæjar- ; menn komu til borgarinnar til j þess að hlusta á ræðuna og 90 út- varpssstöðvar vörpuðu henni út um alt. Smith vill draga úr bann- j lögunum, leyfa Ijett vín, og I brevta stefnunni í utanríkismál- j um. Skuludis fyrrum forsætisráð- 1 herra í Grikklandi er dáinn. Mikil flóð eru í Shantunghjeraði í Kína I og hafa gert mikinn usla í 200 i sveitaþorpum, en um 40 þús, ; manns kváðu vera heimilislausir. Ólafur Helgason læknir er ný- kominn hingað frá Ameríku, en þar hefur hann dvalið á annað ár | eftir að hafa lokið embættisprófi i hjer. Hann hefur starfað þar við i ýmsa stóra spítala í Bandaríkjun- j um og Kanada og einkum fengist við skurðlækningar og setst nú að hjer í bænum.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.