Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.08.1928, Blaðsíða 3

Lögrétta - 29.08.1928, Blaðsíða 3
4 LÖGRJETTA ætti þá í vændum og hver laun hann fengi hjá mönnunum, og bað hann að segja til, hvort hann tæki þann kost, en val hans hefði gildi um alla eilífð. Og er Pjetur hafði valið, bað Jesús hann að koma með sjer. En Jóhannes gekk álengdar á eftir þeim. „Á hann líka að koma?“ spurði Pjetur. „Láttu það af- skiftalaust, en fylgdu mjer“, svar- aði Jesús. Pjetri var ætluð forustan og krossinn, Jóhannesi ódauðleikinn og eftirvæntingin. Hann, sem ber sama nafnið og fyrirrennarinn, sem boðaði fyrstu komu Jesú, á að verða sá, sem boðar næstu komu hans. Hann á að sjá stein losna frá steini á hæð Jerúsalems- borgar. Við himinbláma eyðimerk- urinnar á hann að gleðjast og þjást, og í dýrðarljósi dagsins og í hafdjúpu helmyrkri næturinnar á hann að lesa sögu leyndardóm- onna. Pjetur hefur fylgt Kristi og látið eftir sig veldisstól handa jörium hans á jörðinni; en Jó- hannes hefur ekki fengið dauðans hvíld. Hann bíður með okkur, lifir með öllum kynslóðum jarðarinnar, þögull sem kærleikurinn og eilíf- ur eins og vonin. ----o----- Jón Eiríksson konferenseráð, einhver helsti og besti brautryðj- andi íslenskrar endurreisnar á 18. öldinni, á tveggja alda afmæli 31. þ. m. og ætti þá að verða vel minst og víða. Um hann hefur aldrei verið skrifað ítarlega eða í heild um öll störf hans.En Sv.Páls- son skrifaði fyrir löngu æfisögu hans, sem er fróðleg og góð, það sem hún nær, en hún er fyrir löngu ófáanleg. En nú hefur Vil- hjálmur Þ. Gíslason haft í smíð- um bók um hann, en óvíst er, hvenær hún getur komið út. Af- mælis Jóns verður nánar minst í næsta blaði. Jón Leifs og frú hans eru ný- komin hingað. Hassel. Enn hefur ekki spurst neitt til hans með sannindum. Arfwedson, sem um langt skeið var ræðismaður Islendinga og Dana í Genúa, er nýlega dáinn. Honum kvað það hafa verið mikið að þakka, að íslenskur saltfiskur náði útbreiðslu á Norður-ítalíu. Islandssundið var þreytt hjer 26. þ. m. og vann það Jón I. Guð- mundsson frá Hafnarfirði og setti nýtt met. Hann synti 500 metr- ana á 9 mín. 1 sek., en áður hafði Erlingur Pálsson synt það hrað- ast, fyrir 14 árum, á 9 m. 6 sek. Næstur honum varð Gísli Þorleifs- son (9 mín. 27,7 sek.) og þriðji I>órður Guðmundsson (9 mín. 30 sek.). Síldveiðin var 25. þ. m. orðin 77,273 tunnur saltaðar, 22)4 Þús. tn. kryddaðar og c. 419)4 þús. hektólítrar fóru í -bræðslu. Lang- mest af veiðinni hefur komið á land í Eyjafirði. Um sama leyti í fyrra var síldarsöltunin miklu meiri, 152)4 þús. tunnur og kryddsíldin einnig meiri, ca. 58 þús. tn. og í bræðslu voru þá komnar ca. 519 þús. hl. I norðan- blöðum eru sífeldar deilur um síldveiðamar og einkasöluna. # Drepandi kossar Bókin um svipu mannkynsins. Hjónabandsbókin Eina bókin, sem gefur fullkomnar upplýsingar um takmörkun barna- fæöinga, eftir dr. Malachowski, dr. Harris og d. Lesser. Báðar bækurnar meö mörgum myndum. Sendast án burðargjalds fyrir kr 1,25 (isl.) hvor i frimerkjum eða gegn póstkröfu að viðbættu burðargjaldi. Nyhedsmaflaslnet, Afd. 20 Kbhv. ö. Ó K E Y P I S og án burðargjalds sendist okkar nyt- sama og myndarika vöruskrá yfir gúmmi- heilbrigðis- og leikfangavörur, einnig ur, bækur og póstkort. Samariten, Afd, 67, Kobenhavn K. Skákþing Norðurlanda hefur farið fram í Oslo undanfarið. Úr- slitin eru nú kunn orðin í 1. flokki, sem Eggert Gilfer kepti í. Þar urðu hlutskarpastir Svíamir Olav Kvinmark og Gösta Jo- hannsson, fengu 6)4 vinning hvor. Næstur varð Norðmaðurinn Christiansen með 6 vinninga og þá Eggert og Svíinn Karlsson með 5)4 vinning hvor og svo Myhre með 5 vinninga og fengu allir verðlaun. Er það sagt sjald- gæft að svo lítill munur sje á þeim, sem verðlaunin hljóta. 1 stjóm skáksambands Norður- landa var m. a. kosinn Pjetur Zóphoníasson. Dómstjóri hæstarjettar til á- gústloka næsta ár hefur Páll Einarsson verið kosinn. Áfengisreglugerð hefur dóms- málaráðherra gefið út vegna einkasölunnar. Vínútsölur verða í Reykjavík, Hafnarfirði, Vest- mannaeyjutn, Seyðisfirði, Akur- eyri, Siglufirði og Isafirði. Á- lagning má vera 25—75%. Vín má ekki selja mönnum yngri en 21 árs og ekki ölvuðum mönnum. Hæfilegur skipsforði, sem hafa má óinnsiglaðan, er talinn 1 liter á dag fyrir 3 skipverja. Dómur er fallinn í gestarjetti Rvíkur í máli ríkisstjómarinnar gegn Einari M. Jónassyni sýslum. Ríkið hafði krafist af honum rúml. 183 þús. kr. en hann var dæmdur til að borga því 65 þús. kr. og er mest af því, eða 43 þús. kr. út af þrotabúi Hannesar B. Stephensen & Co. En vísað var frá dómi m. a. ca. 54 þús. kr. kröfu frá ríkissjóði vegna ógreiddra ríkissjóðstekna í Barða- strandarsýslu 1927 og fyr. Taldi dómarinn að sýslumaður bæri ekki persónulega ábyrgð á öllu því sem í gjalddaga f jelli, ef það væri ekki vangoldið fyrir víta- verðan trassaskap eða ókomið í ríkissjóð af sviksemi frá hans hendi, en það væri ósannað. Dóm- arinn taldi einnig, að aðferð rík- isstjómarinnar og málaflutnings- manns hennar væri óheppileg og óvenjuleg, þar sem lagt hefði verið venjulegt löghald (Civil ar- rest) á eigur sýslumanns, í stað þess að láta hefja sakamál gegn honum fyrir sjóðþurð og kyrsetja eigur hans til tryggingar því er honum bar að greiða. Málinu mun verða áfrýjað. 400 refi hefur Refaræktarfje- lagið nú í girðingu í Svignaskarði. Bílferðir eru orðnar ákveðnar úr Borgamesi norður í Húna- vatnssýslu um hverja bátsferð. Farið til Blönduóss kostar 35 kr. Kaupbætír Lögrjettu Lögrjetta hefur við og við gefið kaupendum sínum kaupbæti og þá jafnan valið til þess góðar bækur. Allir, sem borga yfirstandandi árgang blaðsins fyrir lok þessa árs og verða skuldlausir við blaðið, fá einhverja af eftirtöldum bókum í kaupbæti, eftir eigin vali: 1. Einsöngslög, eftir Áma Thorsteinsson. 2. Sálin vaknar, innb., skáldsögu eftir Einar H. Kvaran. 3. Trú og sannanir, eftir Einar H. Kvaran. 4. Ljóðmæli, eftir Þorstein Gíslason. 5. Kvæðabók, eftir Jón Trausta. 6. Ströndina, skáldsögu eftir Gunnar Gunnarsson. 7. Hinn bersynduga, skáldsögu eftir Jón Bjömsson. Allar þessar bækur kosta, hver um sig, nál. 5 kr., Einsöngs- lögin 6 kr. Ef útgefandi Lögrjettu finnur, að kaupendumir meti þetta svo sem honum þykir vertvera, þá mun hann halda þvf áfram og gefa þeim árlega framvegis val á góðum bókum í kaup- bæti. Nýir kaupendur, sem senda borgun fyrir einn árgang blaðs- ins (10 kr.), fá einnig kaupbætinn, og hafa þeir þá borgað næsta árgang fyrir fram, en fá það, sem óútkomið er af yfirstandandi árgangi, þegar pöntun þeirra berst blaðinu, ókeypis. Þeir, sem borga með póstávísunum, sem er hægasta greiðsl- an, skrifi nafn kaupbætisbókarinnar aftan á afklippinginn. Kaupendur í bænum og grendinni eru beðnir að vitja kavrp- bætisins, er þeir hafa borgað blaðið, í Bókabúð minni á Lækjar- götu 2. Kaupendum úti um land verða sendar bækumar eða vísað á þær, þar sem auðvelt er fyrir þá að ná til þeirra. Reykjavík, 1. ág. 1928. Þorsteinn Gfstason. Tilkjmning nm kenslubækur í enskn. Jeg undirritaður heíi selt alt upplag bókarinnar Kenslnbók í nuk« eftir W. A. Craigie og hefur hr. Snæbjöm Jónsson það að ðllu leyti með höndum hjer eftir. Bið jeg menr, því að snúa sjer til hans viðvíkj- andi bók þessari framvegis. Ársæll Ámason. F.ins og sjA má á ofanrituðu hefi jeg tekið við Kenslnbók í ensku eftir Sir William A. Craigie, LL.D., D. Litt. .Tafnframt hefi jeg lækkað verð hennar svo að nú kostar 1. hefti 1 kr. 50 au., en 2. og 3. hefti 2 kr. hvort. Enski parturinn kostar aðeins 3 kr. Verð framhaldsbókanna er sem hjer segir: First Reader eftir Craigie og Faucett 3 kr., Everyday Eng- lish for Foreign Stndents eftir Potter og Advanced Reader eftir Craigie 4 kr. 20 hvor, Exercises in English Sonnds and Spelling eftir Craigie 3 kr. þessi bók er lykill að öllum stílunum i Kenslubókinni og er aðeins seld kennurum og þeim, sem færa sönnur á, að þeir sjeu að nema tilsagnar- laust. Pantanir á þessum bókum og bókum frá Pitman eru kennarar og bóksalar beðnir að senda mjer sem fyrst; einnig Oxford-orðabókunum og öðrum enskum orðabókum, er þeir þurfa til vetrarins. Concise Oxford Dictionary kostar 9 kr., með opnu stafrófi (thumb index) 10 kr. 20 au., Pocket Oxford Dictionary 4 kr. 20 au., Waverley Dictionary 36 kr. Beykjavík, Austurstræti 4. Snæbjörn Jónsson. Jóannes Patursson hefur verið kjörinn fulltrúi Færeyinga á Landsþingið í Kaupmannahöfn. Eignir bæjarsjóðs og hafnar- sjóðs Reykjavíkur, skuldlausar, eru í reikningum bæjarins sagðar 8 miljónir 609 þús. kr. um síðustu áramót. Tófa hefur gert vart við sig hjer í nærsveitum nýverið. Hafa þrjú lömb fundist dýrbitin á skömmum tíma við Tröllafoss og þar í kring. Prestvígðir voru 19. þ. m. þeir Knútur Amgrímsson Húsavíkur- prestur og Þormóður Sigurðsson frá Ystafelli, settur prestur 1 Þór- oddsstaðakalli. Á vjelhjóli var nýlega farið úr Borgamesi til Akureyrar á 19)4 klst. og komið við á Sauðárkróki, og talinn 6 stunda krókur. Þessi leið hefur ekki verið farin áður á svona hjóli. Gróðrarbruni allmikill varð ný- lega í Arnarfirði af völdum tveggja drengja, sem kveyktu af rælni í þurru kjarri. Lestrarf jelagið í Stykkishólmi er að láta reisa bókasafnshús. íshús, einkum til beitugeymslu, er verið að reisa í Stykkishólmi. 248 kirkjur hefir biskupinn, dr. Jón Helgason, nú visiterað og teiknað myndir af þeim öllum. Hann hefur nú farið um alt land nema Hvalfjörð og Dýrafjörð. 252 þilskip stærri en 12 smál. gerðu Islendingar út til fiskveiða árið 1926 segir Hagstofan, þar af 40 togara (og auk þess 6 enska úr Hafnarfirði) og 27 línu- og síldveiðiskip og 184 vjelskip, en aðeins 1 seglskip. Vjelbátar minni en 12 smál. vora 402 og 674 róðr- arbátar, er róið var til fiskjar. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.