Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 19.09.1928, Síða 1

Lögrétta - 19.09.1928, Síða 1
LOGRJETTA xxm. ér. Um víða veröld. Blaðamenska nútímans og blaðasýningin í Köln. Um þessar mundir stendur yfir | alþjóða blaðasýning- í Köln í ; Þýskalandi. Tilgangur hennar er sá að sýna sögu blaðamenskuxm- ar í heiminum, áhrif hennar og útbreiðslu nú og ýmisleg vinnu- ; brögð, sem hana snerta. Slík sýn- ing mun ekki hafa verið haJdin áður í svo stórum stíl og að vísu varla unt að sýna fyllilega þá af skaplegu útbreiðslu og áhrif, sem blöðin hafa. Nokkurar tölur gefa dálitla hugmynd um þetta. 1 fyrra voru gefin út í Bretlandi 2149 blöð, þar af 406 í London einni og 23 sem komu út á hverj- um morgni. I París komu um líkt leyti út 277 þjóðmálablöð og mörg önnur, t. d. 127 íþrótta- blöð. Upplag margra þessara blaða skiftir hundruðum þúsunda. Eitt Parísarblaðið („Le Petit Parisien“) kom t. d. til skamms tíma daglega út í 1 miljón og 200 þús. eintaka upplagi og ýms önnur voru litlu lægri („Le Mat- in“ t. d. 900 þús. daglega). En oft eru það ekki bestu blöðin, sem mesta útbreiðsluna hafa. Það er heldur ekki einungis um Ev- rópu og Ameríku, sem blöðin fara sífelda sigurför, en einnig meðal Asíuþjóða. í Japan kemur t. d. eitt blaðið (Osaka Asahu Shimbu) út í 700 þúsund ein- tökum daglega. Hjer á landi er blaðamenska að sjálfsögðu ekki til í svona tröllauknu formi, vegna fólksfæðarinnar, en út- breiðsla þeirra og áhrif eru samt hlutfallslega mjög mikil.*) Vöxtur blaðaútgáfunnar hefur orðið langörastur og mestur á síðustu áratugum, en allstór blöð höfðu komið út lengi og upptök blaðamenskunnar má rekja langt aftur í fomöld. Á það hefur t. d. verið bent, að í Agamemnon eftir Aischylos, — hið ágæta gríska leikritaskáld, sem uppi var um 1000 f. Kr. — sje í raun og veru lýst einhverju fyrsta „stríðs-skeytinu“ sem sögur fara af, er Agamemnon sendir Kly- temnestru konu sinni boð með eldkvndingum, um fall Trójuborg- ar. Annars var það Julius Cæsar, sem fyrstur fór að gefa út blað í Evrópu. En mikill er munurinn á hin- um fyrstu blöðum og þeim blaða- báknum, sem nú koma víða út, 90—100 stórar, þjettprentaðar *) Um sögu fsl. tímarita má lesa f Islandica eftir Halld. Hermannsson og yfirlit um 150 ára sögu ísl. blaðamensku er í Eimreiðinni 1922 eftir Vilh.j. p. Gislason. Reykjavík, miðvikudaginn 19. september 1928. » '■ T 'j ---r,—— — . i rnr--*—■- T.ÍT7 T~T7"«MHrií ■ ~i,'ÉfigCT|— Ifi ’ T-Ji S S, 42. tbl. síður. Fyrstu blöðin voru einfalt lítið blað, eða fjórar smásíður. En nú eru helstu blöð stórborg- anna svo að segja stærðar bæk- ur. Jafnvel íslensku blöðin, — sem eru smávaxin vegna fólks- fæðar og þar af leiðandi lítilla útbreiðslumöguleika, — sýna það nokkuð hver afstaða blaðaútgáf- unnar er í allri útgáfustarfsemi þjóðarinar. Blöð og tímarit eru nú langmestur hluti þess, sem allur þorri manna les. Svo er orðið víðast hvar. Blöðin draga fleiri og fleiri svið andlegs og efnalegs lífs inn í verkahring sinn og fleiri og fleiri af hinum ritfænistu mönnum. Það er held- ur ekkert smáræðis starf sem er í því fólgið að koma út einu stórblaði. Menn gera sjer þess ai- ment ekki grein. Fyrst er mikið og margþætt starf við að draga að efniviðinn úr öllum áttum, frjettaritarar eru á þönum út um allar tryssur, símskeyti og símtöl myrkranna milli, brjef og blöð og bækur streyma inn og all- an sólarhringinn vinnur herskari af mönnum að því að velja efn- ið, undirbúa það undir prentun og raða því. Og loks taka vjel- amar við. Setjaravjelamar steypa stílinn í brennheitum blý- línum, sem raðast svo í dálka og dálkarnir í síður og svo fer alt inn í prentvjelarnar. Það hefi»r verið reiknað út um eitt stór- borgarblað, að í því væru um 20 þúsund línur. í prentvjel þess, sem er gríðarmikið bákn, eru 155 þúsund vjelahlutar, sem sett- ir eru saman á hinn haglegasta hátt, svo að vjelin skilar blaðinu úr sjer fullprentuðu og brotnu og tilbúnu til þess að sendast í hendingskasti til lesendanna — alt að því 250 þúsund blöðum á tveimur klukkustundum. Þýsku blöðin hafa reiknað það út, að á einni viku fari gegnum prent- vjelar þeirra svo mikill pappír, að ef honum yrði hlaðið í ströngum einum ofan á annan, mundu þeir vera sjö sinnum hærri en Mount Everest, hæsta fjall í heimi. Eða, ef hann væri strengdur í eina óslitna pappírs- ræmu mundi hún ná upp í tungl- ið. Prentsvertan sem til þess fer, að prenta á allan þennan pappír í eitt ár er 68 þúsund tunnur. En ef þeim tunnum yrði raðið hverri við hliðina á annari mundu þær ná yfir 16 sinnum meira svæði en eyjuna Helgoland. Hraðinn á starfseminni við slíka blaðaútgáfu er mjög mikill, þótt ekki verði hans mikið vart utan frá að sjá. Sjerstaklega er það auðvitað frjettasöfnun og frjettafrásögn stórblaðanna sem gengur í hendingskasti, oft fyrir fánýtar frjettir, en einnig fyrir ýmislegt nytsamt, í viðskiftalífi eða öðrum greinum þjóðlífsins. Blöðin taka í þessum efnum í þjónustu sína allar bestu upp- götvanir og tæki vísindanna. síma, loftskeyti, víðvarp o. s. frv. Þessa gætir einnig hjer á landi og er nú orðinn mikill munur á þvi, móts við það, sem áður var, hvað frjettir og almennur fróð- leikur blaðanna á nú greiðan að- gang út til fólks. Vatnsflóð í Indlandi, flugslys í Grænlandi og stjórnmálaumræður í París eru komnar í blöð í Reykjavík sama daginn eða daginn eftir að þær gerast. Og það er ekki einungis síminn, sem blöðin hagnýta sjer. Þau viða að sjer allskonar heim- ildum sem fljótast í pósti. 1 Lög- rjettu var t. d. nýlega sagt frá hinum merku Kínamálum m. a. eftir blaði, sem kom út í Shang- hai í Kína rúmum hálfum mán- uði áður. Þetta hefðu þótt góðar samgöngur áður fyrri þegar brjefmiði gat verið mánuðum saman á leiðinni landsfjórðunga milli. Blöðin og áhrif þeirra eru nú mikið rædd um allar álfur. Ýms- ir hnjóða í þau og oft með rjettu í sum þeirra. Auðvitað eru til slæm blöð og góð blöð, alveg eins og t. d. bækur, og áreiðanleg blöð og óáreiðanleg. En bestu blöðin hafa gert mikið til þess að útbreiða þekkingu og auka menningu þjóðanna. í riti, sem heitir „Játningar blaðamanns" hefur Þjóðverjinn Dammert m. a. komist svo að orði: Jeg þakka blöðunum fyrir hina fagnaðarríku ferð gegnum tilveruna, fyrir það að jeg fæðist á ný með blaðinu á hverjum morgni. Jeg þakka þeim fyrir sæla meðvitund um óþrotlegan kraft . . . það, að vera blaðamaður, er að vera eins og loftskeytastöð, stóreflis jám- turn með tilfinninganæmum þráðum, sem hljómar samtíðar- innar óma í. Það er að skynja kvöl og gleði mannkynsins, að skjálfa og titra í angist og fögn- uði allrar veraldarinnar. Það er að grípa söng daganna og senda hann magnaðan og efldan til móttökustöðVa heilanna og hjartnanna. Það er að vera sam- vitska þjakaðra tíma, að vera á- kærandi þeirra og verjandi í senn. Að vera stoð hinna þjáðu og þjökuðu og undirokuðu. Að vera ráðgjafi hinna þekkingar- litlu, hinna ómyndugu og villu- . ráfandi. Að vera fjandmaður alls myrkravalds, að vera frumherji og forvörður. McDougall um heimsfrið og loftlögreglu. Undirskrift Kelloggs-samning- anna í París hefur enn á ný komið auknum skriði á umræð- urnar um friðarmálin. Ýmsir ala 1 Kellogg ráðherra. Kringum 50 ríkjum hefur nú verið boðið að skrifa undir Kel- loggsáttmálann, sem Lögrj. hefur áður sagt frá, þ. á. m. Islandi. þá von, að þessir samningar geti ýtt undir farsæla friðarstarfsemi. En aðrir eru vantrúaðir á slíkt og telja alt þetta friðarhjal ein- beran hjegóma, því undirniðri sje eftir sem áður unnið að víg- búnaði, og þótt menn tali fagurt hyggi þeir flátt. Margir hinna bestu manna vinna samt í ein- lægni að friðarmálunum og hver sem árangurinn verður í fram- kvæmdinni koma fram í ræðu og riti ýmsar skynsamlegar og góð- gjarnar tillögur, Einn af þeim, sem skrifað hafa um þessi mál er prófessor Willi- am McDougall, einn af frægustu sálarfræðingum nútímans. Hann hefur skrifað um þessi mál dá- litla bók, sem heitir Janus. Hann leitast við að gera sálfræðilega grein fyrir orsökum og eðli styrj- alda og því, hversvegna hin venjulega friðarstarfsemi beri fremur lítinn árangur og vill fyrst og fremst hagnýta sjer reynslu heimsstyrjaldarinnar. Orsakir styrjalda eru ýmsar, hið lægra eðli mannsins, máske hrein og bein mannvonska sumra, en menn gleyma því samt of oft, að „hatrið“ sem talað er um, að valdi styrjöldum verður ekki til af engu í sálarlífi manna eða þjóða. Það er óttinn sem veldur því og tortrygnin, óttinn við á- rásir annara og tortrygni gegn vígbúnaði annara. Ýmsar aðrar ástæður geta komið til greina, efnalegar og stjómarfarslegar og ýmsir (t. d. Ponsonby) benda á „valdið“ í þjóðfjelögunum eða misbeiting þess, og ábyrgðarleysi

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.