Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 19.09.1928, Side 2

Lögrétta - 19.09.1928, Side 2
s LÖ«8Ji»Tí'A 3 CClÍJit í A IEP jet\ar J"óhannsson bóksali á SeyðisfirðL — Dáinn 2. júU 1928. Líf þitt er liðið, lokið kvöl og stríði; dimt við lífs og dauðans mót. Opnað nýtt sviðið æðra ljóss og prýði læknuðum þjer ljómar mót. Dygðauðgi drengur, dáðum ríkur, glaður, hugull* fastur, hreinn og trúr, vandaður, vitur, veglundaður maður, hratt varst kvaddur heimi úr. Margs hljótum sakna; minning heita geymum öll, sem i jettast þektum þig. Einlægni og trygð þín, aldrei sem vjer gleymum, löngum gladdi oss lífs á stig. Lærdóm ei háan, lýðum kunnan barstu, köld sem deyfði krenking þín. | Mörgum þeim lærðu mentaðri þó varstu 1 í framkomunni, er meining mín. Hugsanir snjallar, snildaryrðum klæddar ljeku á vörum löngum þjer. Meiningar glettnar, mannúð jafnan gæddar, get jeg seint að gleymist mjer. Vinunum særðu sjálfur Guð mun launa ást og stilling og einnig þjer hreystiþol hinsta harðra kvala rauna. Lífs þar krenking lokið er. Þakkir ástkærar þína fyrir kynning hljóttu, vinur, af heitri rót. Hryggvir þótt söknum, hugum kæra minning þína geymum — það er bót. Dauðinn þótt eyði öllu á jarðlífs sviði, heilög von oss huggun ljer. I Allífs á skeiði andinn fyrst að lifir ! aftur hittumst allir vjer. Sigfús Sigfússon. 11------------------------—-* I LÖQRJBTTA Útgefandi i>g riutjón kornteiun Gíglaiei Þinghf>lt»*tiæU 17. 8ia*i 178. Innheimla u# afgreidala i Miöstr«eti S. | r~—" 11 þeirra, sem með það fara, sem orsök margra ljettúðarfullra styrj aldarögrana. McDougall hefur ótrú á ýmsu friðarskrafi nútímans. Hann segir að almenn afvopnun sje alls ekki æskileg. Framkvæmd hennar mundi stofna menningunni í hættu, hún gæti orðið háð sið- leysinu, undirokuð af menningar- leysinu, sem ekki mundi afvopn- ast. Siðlausar þjóðir gætu vaðið vopnaðar yfir vamarlaus menn- ingarlönd. Menning okkar hvílir og hlýtur um ófyrirsjáanlega langan tíma að hvíla á grund- velli skipulagsbundins valds. Þetta er ekki svo að skilja, að McDougall sje ekki andvígur styrjöldum. Hann nefnir ýms dæmi, sem hann hefur sjálfur orðið fyrir eða kynst á síðustu ófriðarárum, og hafa vakið hjá honum viðbjóð og hatur á mann- vígum og slátrunarstarfi nýtísku hemaðarins. En hann segir að leita verði annara bragða, en þeirra, sem mest sjeu rædd til þess að stemma stigu fyrir ófrið- aræðinu og halda uppi lögum og rjetti milli þjóðanna. Ráðið, sem hann stingur upp á, er stofnun alþjóðlegs lofthers, sem undir stjóm einskonar alþjóðadóm- stóls annist löggætslu milli ríkj- anna. Þetta á að verða einskonar vopnuð alþjóðalögregla, kostuð af öllum þjóðum og skipuð allra þjóða mönnum, en tiltölulega fá- um frá hverri þjóð. Þessi loft- lögregla á að hafa stöðvar út um öll lönd og á að geta verið til taks hvenær sem er þegar ein- hver þjóð vill brjóta lög á annari og á að geta neytt hana með valdi til að beygja sig undir al- þjóðalög, ef hún vill það ekki með góðu. Lofther mega ekki aðrir hafa en alþjóðalögreglan og telur Mc Dougall að hann muni verða svo áhrifamikill að annar vígbúnaður muni smáhverfa af sjálfu sjer, því hann megi sín einskis gegn öflugum alþjóðlegum lofther. Vígbúnaðinum muni því verða haldið í skefjum og glæp- samleg vígaferli heft milli ríkja eða hegnt fyrir þau, á sama hátt og lögbrotum og glæpum er refs- að og reynt að stemma stigu fyrir þeim milli borgara hvers ein- j staks þjóðfjelags — með öflugri j lögreglu og dómsvaldi. Þannig | mun skynsamleg beiting valdsins j og bætt uppeldi borgaranna í al- | þjóðlegum efnum verða örugg- j asti friðargjafinn og friðarvörð- ! urinn. Síðustu fregnir. Á Spáni hefur komist upp samsæri gegn einræði Riveras og átti að hefja byltingu á fimm ára afmæli einræðisins 13. þ. m. ítalskt fascistablað hefur brotið upp á því, að fascistar og kom- munistar í Rússlandi ættu að taka höndum saman um utanrík- ismál, og sje eðlilegast að vin- átta haldist með þeim ríkjum öll- um, sem breytt hafi frá þingræð- inu í stjómarfari sínu, þótt á nokkuð ólíkan hátt sje. Segir það, að hollara sje fascistum að vinna með bolsjevikum og kemalistum en þingræðismönnum eins og í Bretlandi, sem sjeu fasdstum miklu fjarlægari en kommunistar. Hvirfilvindar hafa gert mikið tjón í Ameríku. Áfengismál hafa verið rædd í þjóðabandalaginu, eftir tillögum Finna, en gegn andmælum vínyrkjuþjóðanna. Samkomulag hefur orðið um það, að þjóðabandalagið safni skýrsl- um um skaðlega nautn slæms áfengis og rannsaki möguleika þess að komið verði í veg fyrir áfengissmyglun. Prófessor Hill, sem fengist hefur við rannsókn á eðli lifandi fruma hefur gert merkilega athugun um eðli tauga- frumanna og segir að það sje „chemodynamiskt“ og sundur- leysist „molecyl“-samsetning þeirra, ef súrefnisaðfærsla stöðv- ist. Ýmsir vísindamenn álíta, að þessar rannsóknir sjeu hinar merkustu og geti aukið mjög skilning manna á insta eðli lífsins og ef til vill gert mögulegt að framleiða líf á efnafræðislegan hátt. Heilli leiksýningu hefur ný- lega verið útvarpað í New York. Fólk, sem var í sex mílna fjar- lægð sá og heyrði leiksýninguna, en myndaútvarpinu var samt nokkuð ábótavant. Mussolini ætl- ar að láta rannsaka Nobileleiðang- urinn betur, en fyrri rannsóknar- nefpdin úrskurðaði Nobile sak- lausan af skakkaföllunum. ----o----- Fokker heitir einn helsti og öflugasti flugvjelasmiður heims- ins og á stórar verksmiðjur í Hollandi og Bandaríkjunum og eru vjelar hans kunnar um allan heim. Fokker þessi er giftur ís- lenskri konu, fæddri í Winnipeg (1901). Hún heitir Violet Helga og er dóttir Snjólfs Austmanns og giftist Fokker í mars í fjrrra. Systnrnair Drottinn alfaðir sat í hásæti sínu á himnum, og englar himins- ins voru umhverfis hásætið. En geisladýrð himinsins og hlýja kær- leikans umvafði allan þaxm mikla skara. Og það var eins og allir englarnir fyndu, að tilveran væri öll ein heild, þar sem drottinn sjálfur væri hjartað og hin hugs- andi vitund. En neðan frá jörð- unni heyrðust högg, og samfara höggunum heyrðust stunur. Þá gengu tvær engilverur fram fyrir hásætið. Það voru himindísir. Þær voru systur, þær fjellu á knje frammi fyrir hásætinu. En það var svo um aðra þeirra, að í hvert sinn, sem hún heyrði högg frá jörðinni, og í hvert sinn, sem hún heyrði stunur, var eins og þjáningatitringur færi um hana alla. Þessi himindís hjet Mannúð. Hún hóf augu sín til drottins og mælti: Hvaða högg eru það, sem heyrast frá jörð- unni ? — Það eru hnefahögg bama minna, hinna sterkari, svar- aði drottinn. — En hvaða sunur eru höggunum samfara? sagði Mannúðin. — Það eru þjáninga- stunur bama minna, hinna mátt- arminni, sagði drottinn. — Eru þá mennimir svona vondir? sagði Mannúðin. — Böm mín á jörðinni nota ennþá hnefarjettinn, sagði drottinn. — Faðir minn og drott- inn, sagði Mannúðin, leyf mjer að fara til jarðarinnar og fæðast meðal mannanna. Jeg vil draga úr höggum hinna sterkari, og lina þjáningar lítilmagnanna. — Far þú dóttir mín, sagði drottinn. Blessun mín mun fylgja þjer við störf þín meðal bama minna. Þá lyfti hin dísin höndum mót há- sætinu og mælti: Leyf mjer himn- eski faðir að fylgja systur minni við störf hennar, meðal bama þinna. — Fylg þú systur þinni, dóttir mín, sagði drottinn. Þú skalt finna fullnægju í verkum þínum. Það sjeu laun þín og vega- nesti. Og systumar, Mannúðin og Fómfýsin, því það var Fómfýsin, hin síðari dísin, — þær hneigðu sig í lotningu fyrir honum, sem í hásætinu sat, og lögðu af stað til jarðarinnar. Þær fæddust þar á meðal mann- anna, og ferðuðust um á meðál þeirra, og hafa síðan tekið þátt í mörgum störfum hins daglega lífs. En í hvert sinn, sem hnefa- rjettinum er beitt, fer þjáninga- titringur um Mannúðina. Og þá taka systumar höndum saman til fómandi starfsemi. Þær draga úr höggum hinna sterkari og lina þjáningar lítilmagnanna. Og bless- un drottins fylgir þeim, hvar sem þær koma. Kr. Sig. Kristjánsson. ---o---- Æfisaga Krists Eftir Giovanm PapinL (Ágrip). Bæn til Krists. Þú ert hvem dag meðal okkar, og þú átt að vera með okkur alla daga. Þú lifir með okkur á jörðinni, þinni jörð og okkar jörð, þar sem þú varst bam meðal bama og dóm- feldur meðal dómfeldra. Þú lifir með lifendum á þeirri jörð, sem þú hafðir mætur á, ekki mann- legu lífi, ef til vill ósýnilegur jafnvel þeim, sem leita þín, og ef til vill í fátæklegu gervi, sem enginn veitir eftirtekt. En nú er tíminn kominn, er þú ættir að koma aftur fram, birtast okkur ^ öllum og gefa kynslóð þeirri, sem nú lifir, ákveðið og óyggj- andi teikn. Þú sjerð þörf okkar. Þú hlýtur að þekkja neyð okkar og örvinglun. Þú veitst, hve mjög við þörfnumst endurkomu þinnar. Þó ekki væri nema um stutta stund og þú hyrfir svo aftur. Ein einstök birting, koma og hvarf, heilsun og kveðja, eitt orð með komunni og annað með burt- förinni, eitt einstakt teikn, ein elding að ofan, eitt ljós í nátt- myrkrinu. Við þörfnumst þín, þín og einskis annars. Þú einn getur af þínum mikla kærleika fundið til meðaumkvunar með okkur, sem þjáumst og þráum þig. Þú einn getur fundið, hve óumræðilega þörf þessi veröld hefur fyrir komu þína nú á tím- um. Enginn annar en þú getur fært okkur sálarsjúkum það lækn- ismeðal, sem hjálp er í. Allir þarfnast þín, eins þeir, sem ekki vita af því sjálfir, og einmitt þeir, ef til vill, allra mest. Við köllum ekki á þig aðeins af löngun til þess að sjá þig á sama hátt og Gyðingar sáu þig áður og ekki í fávíslegri trú á það, að við gætum yfirunnið þig með bænum. Við krefjumst ekki að þú stigir niðru í neinum himneskum dýrðarljóma og ekki að englanna básúnur boði komu þína. Þú veitst, hve auðmjúkir við bíðum. Komdu í fátæklegri vinnuskyrtu þinni og með sárin á höndum, fótum og brjósti. Við viljum sjá augu þín og heyra rödd þína, sem skelfir djöfla með blíðu sinni og laðar til sín böm með styrk sínum. Þú veitst, hve mikil þörf er nú fyrir tillit þitt og orð þitt. Þú veitst, hve nær- vera þín er nauðsynleg á þessum tímum, sem ekki þekkja þig. ógnir og hörmungar steðja nú yfir mannkynið. Það þarf að frelsast. — Þú, sem lifað hefur mitt á meðal okkar, þekkir van- sælu okkar frá instu rótum. Við erum veilir og hálfir, brot og partar, fis og fjúkandi strá. Við erum böðlar sjálfra okkar, synd- inni og eymdinni seldir. Við höf- um dæmt þig til dauða af því að framferði þitt var fyrirdæming á lífi okkar. Allar okkar kyn- slóðir eru eins og sú, sem kross- festi þig. En nú er tíminn kominn. Aldrei i V. Hugo: VESALINGARNIR. ekki hvað það getur verið annað en pólitík. En jeg vil ekki hafa þetta. Það kemur ekki til mála að fara að tala um póliíík undir eins daginn eftir brúðkaupið. Það nær ekki nokkurri átt. — Þjer skjátlast, Cósetta, við vorum að tala um fjármál, um það hvernig við gætum best komio fyrir sexhundruð þúsund frönkunum þínum. — Nei, það er ekki satt, sagði Cósetta. Nú kem jeg, viljið þið hafa mig hjá ykkur. Og hún gekk rösklega inn úr dyrunum. Hún var í víðum og fellingamiklum, hvitum morgunkjól með löngum ermum. Hún skoðaði sjálfa sig í spegli frá hvirfli til ilja og sagði alt í einu hrifin — Einu sinni var kóngur og drotning. Jeg er svo glöð. Svo hneigði hún sig fyrir Jean Valjean og sagði — Jæja, þá sest jeg hjá ykkur í hægindastól. Við borðum morgunverð eftir hálf- tíma. Þið fáið leyfi til þess að segja alt sem þið viljið, því jeg veit að karlmenn þurfa altaf að vera talandi. Jeg skal vera mjög róleg. Maríus tók í handlegg hennar og sagði — Við tölum um fjármál. — Það er satt, svaraði Cósetta, jeg lauk áðan upp glugganum mínum og það er kominn heill hópur af fuglum í garðinn. Það er eitthvað annað en grímumar, sem við sáum í gær. — Jeg var að segja þjer, Cósetta mín, að við erum að tala um fjármál. Lofaðu okkur að vera einum um stund. Allar þessar tölur em þjer ekki til annars en leiðinda — Það er fallegt háls- bindi, sem þú hnýttir á þig í morgun, Maríus. Það er ein- staklega snoturt, herra barón. Nei, mjer leiðist ekki — Jú, þjer leiðist, vertu viss um það. — Nei, alls ekki, því það eruð þið, sem altaf talið. Jeg skil ekki það, sem þið segið, en jeg hlusta bara á ykkur. Það er nóg að heyra rödd þeirra, sem manni þykir vænt um og skiftir engu máli, þótt maður skilji ekki orðin, sem þeir fara með. Jeg verð kyr aðeins til þess að vera hjá ykkur. Má jeg þá vera hjer,'eða hvað? — Elsku Cósetta, þú veitst hvað mjer þykir vænt um þig, en þetta getur nú ekki orðið — Getur ekki orðið? — Nei. — Jæja þá, svaraði Cósetta. Jeg ætlaði annars að segja ykkur ýmislegt. Jeg ætlaði að segja ykkur það, að afi er ennþá sofandi, að móðursystir Maríusar er við messu og' að ofninn í pabba herbergi reykir. Nicoletta hefur sent eftir sótaranum. Ilún og Toussaint hafa farið í hár saman út af því að Nicoletta gerði gys að henni af því að hún stamar. En nú fáið þið ekkert að vita. Jæja, svo það getur ekki orðið. Verið þið nú annars góðir og lofið þið mjer að vera hjema hjá ykk- ur. — Já, en jeg segi þjer alveg satt, að við þurfum að vera einir. — Já, en telurðu mig svo sem nokkum hlut? Jean Valjean hafði ekkert lagt til málanna. Cósetta sneri sjer að honum og sagði — Má jeg nú í fyrsta lagi biðja um það, pabbi, að þú komir og kyssir mig. Hvers- vegna stendurðu þarna þegjandi, í stað þess að taka minn málstað. Hver hefur gefið mjer annan eins föður? Geturðu ekki sjeð, að jeg er mjög illa gift Maðurinn minn lemur mig. Jæja, komdu nú og kystu mig. Jean Valjean kom í áttina. Cósetta sneri sjer að Maríusi og sagði — Þjer gef jeg langt nef. Svo beygði hún ennið að Jean Valjean, sem nálgaðist, en Cósetta hörfaði aftur og sagði — En hvað þú ert fölur, pabbi, finnurðu mikið til í handleggnum? — Nei, jeg er orðinn góður. — Hefurðu sofið illa í nótt? — Nei, — Kystu mig þá. Fyrst þjer líð- ur vel og þú hefur sofið vel, þá vil jeg ekki vera að skamma þig. Hún beygði ennið aftui' að honum, á því var himneskur ljómi og Jean Valjean þrýsti kossi á það. — Brostu nú, sagði hún. Jean Valjean brosti, en það var engu líkara en að afturganga glotti. — Ætlarðu nú að verja mig fyrir manninum mínuni, spurði hún?—Cósetta! ... sagði Maríus. — Þú átt að verða reiður, pabbi. Segðu honum að jeg eigi að fá að vera hjema. Þið getið vel tal að saman um fjármál þó jeg sje viðstödd. Finst ykkur jeg vera einhver kjáni? Er það svo ógurlegt, sem þið segið? Fjármál, að koma peningum fyrir 1 banka. Það er þá eitthvað til að gera sig breiðan af því? Karlmenn þurfa einlægt að pukra með alla skapaða hluti. Jeg vil vera hjerna. Jeg lít mjög vel út núna. Líttu á mig, Maríus. Hún ypti öxlum og var ólundarleg, en töfrandi og það fór henni ágætlega. Það var líkt og eldingu væri skot- ið milli þeirra. Þau hirtu^1 Um það, þótt þriðji maður væri viðstaddur — Jeg $ ^ig sagði Maríus — Jeg til- bið þig, svaraði Cósetta. fjellust í faðma. — Jæja, sagði Cósetta sigri hróST -- Þá verð jeg kyr. — Æ, nei, gerðu það ekki, svaí^UHus biðjandi —- við þurf- um að ráða svolitlu til lyK^Ur — Neitarðu mjer aftur? — Maríus varð alvarle^^S sagði — Jeg fullvissa þig um það, Cósetta, að þa^ ^hlögulegt að þú verðir hjev kyr — Jæja, svo þú taD1 skipunarrómi. Það er annað mál, þá fer jeg. Og þú, r^> vilt ekki hjálpa mjer. Þá ætla jeg svona rjett aðei^ láta ykkur vita það, að þið eruð báðir mestu harðAhr. jeg fer Gg segi afa frá þessu. Þið skuluð ekki Að je’g fari að dekstra ykk- ur aftur. Jeg er stolt, þa^'f íeg. En ykkur leiðist þegar jeg er farin. Nú fer jeg^ getið þið skemt ykkur. Og svo fór hún. Andartaki Var hurðinni aftur lokið upp og hún gægðist inn er mjög reið, kallaði hún til þeirra og hvarf. Aftur var orðið dir ^að var eins og sólargeisli hefði vilst inn í náttmyl'l{,,' Maríus gætti þess að dyrn- ar væru aftur og taut^"- Vesalings Cósetta, hvað skyldi hún segja, þegar h^1 faer að vita . . . Þegar hann sagði þetta, fór Jean allur að skjálfa og horfði flóttalega á Maríus. — C^ta, já það er satt, þjer verð- ið að segja Cósettu frá he*la Öllu. Það er ekkert athuga- vert við það. Mjer haf^ki dottið það í hug. Svona gengur það í lífinu. Suf1 tolir maður, annað ekki. Jeg bið yður innilega, hr. Po^Grcy; segið þjer Cósettu ekki frá þessu, lofið þjer hvj statt og stöðugt. Það er nóg að þjer vitið það. Þa^piftir engu máli hverjum jeg segði frá þessu — nem3lehni. Hún veit ekki á hverju veltur. Hana mundi því. Óbótamaður! Það er hræðilegt. Það mundi hauðsynlegt að segja henni frá því, hverskonar maðrírað væri, að hann hefði verið á galeiðunum. Hún sá ein^ntii hlekkjaða fangalest. Guð minn góður. , Hann fjell saman 1 s{íllllIh og huldi andlitið í hönd- um sjer. Grátur hans heyrðist ekki, en það sást á hrist- ingnum á herðum hans, að hann gi-jet, kyrrum, geigvæn- legum gráti. Svo fjekk hann eins og krampakast og sagði — Jeg vildi að jeg væri dáinn. — Verið þjer rólegur, sagði Marí- us, jeg skal varðveita leyndannál yðar og ekki segja nein- um frá því. Svo bætti hann við — Jeg kemst ekki hjá því, að tala við yður um peningana, sem yður var trúað fyrir, og þjer hafið nú skilað svo heiðarlega. Það má ekki minna vera en að yður verði launað með einhverju. Á- kveðið þjer sjálfur upphæðina og hún verður greidd yður. Verið þjer ekki hræddur um að þjer setjið hana of hátt. — Þakka yður fyrir, svaraði Jean Valjean stillilega. — Nú er þessu lokið, hjer um bil öllu, bætti hann við. Jeg á aðeins eitt ósagt. — Hvað er það, spurði Maríus. — Nú, þegar þjer vitið alt, langar mig til þess að spyrja yður, sem eruð húsbóndi hjer, hvort þjer álítið, að jeg ætti ekki að sjá Cósettu framar. — Það væri víst heppilegast, að þjer gerðuð það ekki, svaraði Maríus kuldalega. — Jeg á þá aldrei að sjá hana framar, sagði Jean Valjean og gekk að dyrunum, en sneri við. — Heyrið þjer, herra Pontmercy, ef þjer leyfið það, þá ætla jeg að koma og heimsækja hana. Mig langar mjög mikið til þess. Ef mjer hefði ekki verið það óhjákvæmilega nauðsynlegt, að sjá Cósettu, þá hefði jeg ekki gert þá játningu, sem þjer hafið heyrt nýlega. Þá hefði jeg horfið. En af því að jeg vildi vera á sama stað og Cósetta, og fá að sjá hana, þá varð jeg sem heiðarlegur maður, að segja yður það sem þjer vitið nú. Ef þjer hafið ekkert á móti því ætla jeg að skjótast til Cósettu öðru hvoru. Jeg get komið á kvöld- in, þegar farið er að skyggja. — Já, komið þjer á hverju kvöldi, Cósetta skal þá bíða yðar, svaraði Maríus. — Þakka yður fyrir, þjer eruð góður, herra Pontmercy, sagði Jean Valjean. Maríus kvaddi hann. Hamingja f.vlgdi örvæntingunni til dyra og mennirnir skildu. Áttunda bók: Það birtir. í rökkrinu daginn eftir barði Jean Valjean að dyrum í húsi Gillenormands. Basque lauk upp. Það var eins og hann hefði fengið skipun um það að vera á verði. Hann spurði hvort Jean Valjean vildi vera niðri eða fara upp. Hann kaus að vera niðri. Hann fór inn í herbergi, sem sneri út að götunni og var ekki notað daglega, nema sem einskonar fatageymsla. í einu horni var flöskuhlaði. Við einn vegginn var arinn og lagður eldur á, því hálfvegis hafði verið við því búist, að Jean Valjean vildi helst vera þama. Tveir stólar stóðu við arininn og milli þeirra var ■breitt gamalt og snjáð áklæði. Herbergið var lýst upp af arineldinum og skímunni úr glugganum. Jean Valjean var þreyttur. Honum hafði ekki komið blundur á brá, og hann hafði ekkert borðað dögum sam- an. Hann ljet fallast í annan stólinn. Basque kom inn og setti kertaljós á arinhylluna og fór svo aftur. Jean Val- jean tók hvorki eftir honum nje ljósinu. En alt í einu spratt hann upp. Cósetta stóð á bak við hann. Hann hafði ekki sjeð hana koma, en fann að hún var komin. Hún var fögur. En það var ekki fegurð hennar, sem tók hann fanginn, en sál hennar. — Jæja, pabbi, sagði hún, jeg hef lengi vitað það, að þú varst sjervitur, en þessu hafði jeg aldrei búist við af þjer. Hvað á þetta að þýða? Maríus segir, að þú viljir að jeg taki á móti þjer hjema. — Já, jeg hef beðið hann um það. — Jeg átti von á því, að þú mundir svara þessu. Jæja, jeg ætla samt að láta þig vita, að í þessu efni áttu mjer að mæta. En við skul- um byrja á byrjuninni, kystu mig, pabbi. Hún rjetti hon- um kinnina, en Jean Valjean hreyfði sig ekki. — Þú hreyfir þig ekki. Það er rjett eins og þú haldir, að þú sjert glæpamaður. En það gildir einu, jeg fyrirgef þjer samt. Jesús hefur sagt, að rjetta eigi fram hina kinnina. Iljerna er-hún. Og hún rjetti fram hina kinnina til þess að hann kysti hana. Jean Valjean stóð kyr, eins og hann væri negldur við gólfið. — Þetta fer að verða alvarlegt,

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.