Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.10.1928, Blaðsíða 1

Lögrétta - 10.10.1928, Blaðsíða 1
LOGRJETTA xxm. Ar. Reykjavík, miðvikudaginn 10. október 1928. IHf 45. tbl. í A ..— Um víða veröld. J. M. Kenworthy um ensk stjómmál. Lögrjetta sagði nýlega frá stjórnmálahorfum í Englandi og drap þá einnig á tillögu Fyfe’s ritstjóra um bandalag verka- manna og frjálslyndra manna. Einn af þektari mönnum verka- mannaflokksins, Kenworthy liðs- foringi og þingmaður hefur nýlega svarað honum (í Re- view of Reviews) og telur slíkt samband fráleitt. Hann segir að frjálslyndi flokkurinn sje nú svo máttlítill, að að honum væri lítil stoð í sambandi og þar að auki muni hann ekki geta fallist á jafn- aðarmensku verkamanna, því margir frjálslyndir menn sjeu ennþá íhaldssamari en íhaldið sjálft, og sje því t. d. mjög illa við búnaðarpólitík Lloyd Georges. Kenworhty telur sennilegast, að í næstu kosningum nái enginn flokkur fullum meirihluta, þó jafnaðarmenn muni verða hlut- skarpastir, og sje því líklegast að íhaldið sitji áfram með frjáls- lyndum stuðningi, en í næstu kosningum þar á eftir muni verka- menn vinna til fulls og koma fram stefnumálum sínum, sem fyr eru rakin í Lögrj. Johannes V. Jensen um líf og þróun. Ýmsir telja Johannes V. Jen- sen mesta skáld, sem nú sje uppi á Norðurlöndum. Hann hefur einnig skrifað snjöll skáldrit og látið mörg mál til sín taka, en einkum hefur hann beint hugsun sinni að ráðgátunni um uppruna og þróun lífsins. Hann hefur nú í smíðum bók um þessi efni og sagði nýlega frá henni á stúdenta- fundi í Khöfn. Lífið er órofin heild, segir hann, en insta uppruna lífsins getum við ekki skilið.Ekkert er því til fyrir- stöðu, að til geti verið aðrir hnett- ir, svipaðir okkar hnetti; þar sem líf eigi sjer stað. Það gæti hugs- ast, að til væri einhver móðpr- hnöttur, sem strái lífinu til ann- ara hnatta, einnig til okkar. Því skyldi slíkt lífssæði, eða lífgeislar ekki geta borist um geiminn? Jafnvel í fyrstu frumunni er líf, það er viljinn til vaxtar. En þessi fyrsta fruma er nálaraugað, sem við komumst ekki í gegnum. Þar þrýtur þekking okkar. Stefnur lífsins eru lögbundnar, fyrsta fruman er alstaðar eins í tilver- unni, en möguleikar alheimsins eru óendanlegir. Líf á öðrum hnöttum gæti birtst í alt öðrum myndum en hjá okkur. Ef til vill eru til verur, sem hafa augu á maganum, skynsamir fiskar, gáf- uð skordýr og talandi hænsni. Sálin hefur einnig þróast. 1 hverri frumi er brot af meðvitund, sál er sá lífskraftur, sem í frum- unni er fólginn. En andinn mynd- ast eins og kóralrif, hann er reynsla, sem hópast upp fyrir ut- an líkamann. Það er hægt að hafa sál, án þess að hafa anda. Það að hafa sál er að hafa óblandaða lífs- gleði, fögnuð, þótt hann sje hugs- unarlaus. Andinn er hugsun, andi er endurminning mannkynsins um sjálft sig. Það er ekki gott að segja, hvert nú stefnir, því los- arabragur er á mörgu. En eins ber ávalt að minnast, þess sem Goethe sagði: að maðurinn er veruleiki,settur í veruleikans heim. Frá Frakklandi. Húsnæðismálin eru eins og kunnugt er einhver örðugustu við- fangsefni víða um lönd. Lögrj. hefur áður sagt frá ástandi þess- ara mála í Bretlandi. í Frakklandi hafa þau einnig verið mikið rædd. í sumar fjekk Poincaré-stjómin samþykt ný lög í franska þinginu um þessi efni. Þau eru venjulega kend við Loucheur og telja ýmsir að vísu, að þau sjeu fremur eins- konar stefnuskrá en fullvissa um framkvæmdir. En samkv. þeim á að kom.a upp alls 200 þús. íbúð- um fyrir efnalaust fólk og 60 þús. íbúðum fyrir efnalítið fólk, ýmist sambygðum eða í einstökum hús- um. Kostnaðurinn er ráðgerður 13—14 miljarðar franka og þar af á 4(4 miljarður að vera ríkis- framlag. Að öðru leyti verður byggingastyrkurinn veittur með aðgengilegum lánum og niðursett- um vöxtum. 1 Frakklandi hafa einnig í sum- ar verið samþykt lög um allstór- feldan styrk til franskra siglinga. Ríkið, eða lánsstofnun fyrir þess hönd, veitir árlega í 5 ár 200 mil- jónir franka handa frönskum út- gerðarmönnum til skipakaupa og skipabygginga og eru það lán, er endurgreiðast á 5—20 árum. Fjármál Sovjet-lýðveldisins. Margt er talað um bolsjevíkana í Rússlandi og stjórnarfar þeirra og hefur Lögrjetta sagt frá mörgu þaðan að austan, bæði því, sem snertir efnahag og andlegt líf. Einna besta hugmynd um stjórnarfarið, eða fjármálin sjer- staklega fá menn með því að kynna sjer fjárlög ríkisins. Á rússnesku fjárlögunum 1925—26 voru tekjurnar áætlaðar 4036 mil- jón rúblur, en gjöldin 3922 miljón rúblur, eða 117 miljón rúbla tekju- afgangur. Ýmsar tekjurnar brugð- ust samt og urðu 291 milj. rúblu lægri en áætlað var, en aðrar hækkuðu að vísu, einkum tekju- og eignarskattur og búnaðar- skattur, um 200 miljón rúblur, en lántökur fóru fram um áætlun, svo raunverulega varð nokkur tekjuhalli. Af einstökum liðum má t. d. nefna það, að jámbrautirnar voru reknar með 81 milj. rúbla hallá. Á yfirstandandi fjárhagsári átti að reyna að kippa í lag ýmsu því, sem aflaga fór um fjárfarið, en ekki er enn vitað, hver árangurinn hefur orðið. En það er ekki síst eftirtektarvert að skuldabyrði rík- isins fer sívaxandi. 1. október 1922 voru skuldirnar aðeins tald- ar 2(4 milljón rúbla, en næsta ár voru þær komnar upp í 118 mil- jónir, 1924 upp í 245 milj., 1925 upp í 367 milj., 1927 upp í 417 milj. og 1927 upp í 714 miljón rúblur. Af gjaldaliðum fjárlaganna vekja ekki síst athygli gjöldin til ýmsra mentamála, sem eru áætl- uð 800 miljón rúblur, en koma að visu að mestu á herðar hinna ein- stöku ríkja í sambandinu, nema 217 milj. sem veittar eru í sam- bandsfjárlögunum. Til samanburð- ar má geta þess að hermálagjöld- in eru áætluð 742 milj. rúblur, ýmiskonar stjómarkostnaður 657 milj. rúblur, jámbrautirnar 1.999 rúblur og póstur og sími 178 milj. rúblur. Þar að auki komu svo ýms framlög ríkisins til atvinnumála, s. s. 600 milj. rúblur til iðnaðar, 136 miljónir til rafvirkjunar, 172 miljónir til landbúnaðar, 408 mil- jónir til verslunar, 13 miljónir til samvinnufjelaga, 12 miljónir til varna gegn atvinnuleysi, 6 miljón- ir til heimilislausra baraa, 3 mil- jónir til örkumla manna úr heims- styrjöldinni o. s. frv. Loks eru það svo háar upphæðir, sem stjómin virðist hafa til frjálsra afnota og ekki virðast fáanlegar um opin- berar skýrslur í einstökum atrið- um. En slíkur „varasjóður til af- nota fyrir þjóðfulltrúaráðið" er talinn 112 miljón rúblur á fjár- lögum og auk þess hefur stjórnin 12 miljón rúbla gjöld af blaða- útgáfu. Ýms fleiri atriði úr fjárlögum gæti verið fróðlegt að nefna, t. d. hag tryggingastofnana ríkisins. En veltan á reikningum almanna- tryggingarinnar er um 1 miljarð- ur rúbla á ári. Ennfremur er fróð- legt að kynnast ýmsum lánsstofn- unum ríkisins og rekstri þeirra (skuldabrjefum, happdrættum o. sl.), en slík lán voru áætluð á yfir- standandi ári alls 525 miljón rúblur. Til þess að sjá það, hvernig sovjet stjórnin hygst að afla tekna til að standa straum af þessum gjöldum skal getið helstu tekju- liðanna. Beinir skattar eru áætl- aðir 1.112 miljón rúblur og óbein- ir 2.828 miljón rúblur og helstu aðrar tekjur 2632 miljón rúblur, þar af 1.685 miljón rúbla tekjur af járnbrautum, 250 miljón rúbla tekjur af iðnaði, 230 miljón rúbla tekjur af skógum, 62 miljónir af námum, 5 miljónir af sjerleyfum, 78 miljónir af bönkum, 21 milj. af verslun, 171 miljón af pósti og síma. Slíkar tölur sýna það að visa meira hvert er stefnt, en hitt hvaða marki hefur verið náð. Frá- sagnir úr Sovjet-Rússlandi eru mjög oft litaðar af flokksfylgi: tneð eða móti bolsjevismanum. Margt er þar á heimskulegri ring- mleið, eins og víðar reyndar, en etnnig á ýmsum sviðum unnið vel að því að reyna að komast út úr ógóngunum. Stefan Zweig um Leo Tolstoy. Stefan Zweig heitir einn hinna kunnustu höfunda er á þýsku rita og er Austurríkismaður. Hann hefur sjálfur orkt ýmislegt og þýtt ýms merkisrit erlend og skrifað um erlendar bókmentir. Hann var meðal margra annara viðstaddur hátíðahöldin í Rúss- landi í tilefni af aldarafmæli Tol- stoys. Hann segir m. a.: Hinn nýi tími mun ekki meta þjóðimar eftir því, hversu mörg- um öðmm þjóðum þær hafa sálgað, eða eftir því hversu margar þær undiroka, heldur eft- ir hinu hversu marga afburða- anda þær færa heiminum. Gildi Tolstoys má marka af því, að tvær einhverjar mestu andans bardagahetjur nútímans, Romain Rolland á Vesturlöndum og Gand- hi í Austurlöndum em báðir beinlínis lærisveinar hans. Dauði hans var einnig dáð. Það er sjaldgæft, að andlegt líf endi f eins göfugu tákni sjálfs sín eins og dauðdagi hans í Astapovo var. Tign hans verður eklri líkt við annað en dauða Sócratesar í fang- elsinu. Nú tilheyrir Tolstoy öllum heiminum. Þess vegna er hátíð í dag um víða veröld. Margir aðrir merkismenn urðu til þess að heiðra minningu Tol- stoys þennan dag. Lunatsjarski mentamálaráðherra hjelt þá aðal- ræðuna í Moskva. Hann sagði, að þrátt fyrir það þótt erfðaskoðan- ir aðalsmensku Tolstoy hefðu á. ýmsan hátt verið hemill á hugs- anaferil hans, hefði hann valdið byltingu í hugsunarhætti sam- tíðar sinnar, og þannig orðið brautryðjandi framfaranna, leið- arljós byltingarinnar. Amerískur háskólakennari einn sagði m. a. að Tolstoy væri meira en Rússi og meira en skáld, hann væri hinn stórfenglegasti alþjóðaspámaður síðustu aldar, máske mesti spá- maður, sem nokkru sinni hefði verið uppi í heiminum.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.