Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.10.1928, Blaðsíða 3

Lögrétta - 10.10.1928, Blaðsíða 3
4 LÖGRJETTA Veðdeildarbrjef Bankavaxtabrjef (vaðdeildar- brjef) 7. flokka veðdeildar Landabankana Mat keypt I og útbúum VaxBr af bonkavaxtabrjafum jMM floklia mru w graið aat I Imiwii lo«i, 2 janúar og 1. jrn ár kvart. Sahnrart brjetemta «r «6 krtnur fýHr 100 krtaa brjaf að naftwrM. Brjefln Mjóða 4 100 kr., 500 kr., 1000 hr. og 8000 kr. Lanb Ibunm Kaupbætir Athugið auglýsingamar, sem áður hafa komið hjer í blaðinu, um kaupbætisbækumar, sem Lög- rjetta gefur skilvísum kaupend- um og verðlaunabækurnar, sem hún veitir J>eim, sem útvega nýja kaupendur. -o- Móðir! Gakktu úr skugga um að þú fáir þér Pepsodent á tenn« ur barns þins og tannhold. ER þér ant um að barn þitt fái fallegri tennur nú og betri vörn við tannkvillum síðar á æflnni? Reyndu þá Pepsodent. Gáðu að, hvað helztu tannlæknar hvetja mæður til að nota. Þú finnur húð á tönnum barns þíns. Þá vofir hættan tíðast yfir. Sömu þrálátu húð- ina og þú verður vör við, ef þú rennir tungunni um tennurnar í þér sjáifri. Við hana áttu að berjast. Húðin er versti óvinur heilbrigðra tanna. Hún loðir við tennurnar, smýgur í sprungur og festist. Gömlum að- ferðum tókst ekki að vinna á henní. Nú hefur Pepsodent tvö ný efni að geyma, sem eyða henni. Helztu tannlæknar fallast á þetta. Það heldur tönnunum hvít- ari. Það er vísindaráð nútímans til betri varðveizlu tannanna. Reyndu það. Sendu mióann og þú færð ókeypis sýnishorn til 10 daga. dráttur úr skýrslum læknanna og útdrætti og sýnishomi af aðal- skýrslum þeirra, þá eru langar ritgjörðir eftir haxm sjálfan full- ar af athugunum og athugasemd- um hans sjálfs í sambandi við skýrslumar, svo lipurlega ritaðar, að hver maður getur lesið þær sjer til gagns og er yfirsjón að þær hafa ekki verið sjerprentað- ar og hafðar til sölu í bókabúðum landsins, því þær eru vissulega þarfari og hollari en margt af þvf sem gefið er út á opinberan kostnað, að skýrslum sjera Bjöms Þorlákssonar ekki undan- teknum. Skal nú nokkuð gjör skýrt frá inngangsritgjörðinni í skýrslunni 1921—1925. 1 skýrslunum er fyrst sagt frá árferði og þá frá fólksfjölda, bamkomu og manndauða. Hjóna- bönd eru færri en hjá nágranna- þjóðunum en böm fæðast fleiri. Manndauði heldur meiri en hjá þeim, en samt tiltölulega lítill. Ungbamadauði minni en í nokkru öðru landi nema Nýja Sjálandi og ef til vill í Noregi. Hin mikla mannfjölgun sem hófst 1880—90 hefur haldið áfram. Meðaltal fjölgunar 1000 manns árlega en 1915 nálega 1400 og eykst hrað- fara eftir því sem mannfjöldinn vex. Frh. . Jón Jónsson læknir. mmmmma^mmmmmm^mmmmamt ÓKEYPIS 10 daga túpa. A. H. RIISE, Bredgade 25 E Kaurmannahötn K Sendið Pe-'sodent sýnishoin til 10 daga til 241OA MARK - ''•íns tópa handa fplskyldu. IC.40. Hvað er dmkkið? Kaffi var flutt inn árið 1927 ámóta mikið og næstu ár á undan, eða um 602 þúsund kíló, eða um 6 kíló fyrir hvem landsbúa, svo að Is- lendingar eru með mestu kaffi- þjóðum. Te er drukkið samjafn- aðarlaust miklu minna. Af því vora notuð á síðasta ári um 4000 kíló. En af súkkulaði og kakó er notað mun meira, eða um 112 þúsund kíló af súkkulaði og 17 þúsund kíló af kakó. I þessa drykki og með þeim, og á annan Drepandi kossar 1 Bókin um svipu mannkynsins. Hjónabandsbókin Eina bókin, sem gefur fullkomnar upplýsingar um t.akmörkun barna- fæöinga, eftir dr. Malachowski, dr. Harris og d. Lesser. Báöar bæknmar meö mörgum myndum. Sendast án buröargjalds fyrir kr 1,25 (isl.) hvor i frlmerkjum eða gegn póstkröfu að viöbættu buröargjaldi. ^JJjjhed^ma(pa8Ínet^Afd^2(^Kbhv^ö^ hátt, voru á sama tíma notuð hjer 3 miljónir 974 þúsund kíló af sykri og fer sykumautn vax- andi. Kaffi má heita íslenskur þjóðardrykkur öðrum fremur. Nokkuð af hinni miklu notkun þess og súkkulaðis stafar af því, að í samkvæmum og heimboðum eru oftast bomir fram báðir drykkirnir, en slíkt er ósiður og óþarfi og mun hvergi tíðkast nema hjer og mættu húsmæður hætta þessu. I Bolungarvík er nýreist frysti- hús með vjelum. Helgi Guðmundsson fiskifulltrúi á Spáni er nýfarinn hjeðan til starfs síns og setst að í Barcelona. Jarðarför Gísla gerlafræðings fór fram 4. þ. m. að viðstöddu fjölmenni. 1 rektorsræðu próf. Ág. H. Bjarnason í síðasta blaði átti að standa, að 20 stúdentar hefðu fengið 200 kr. námsstyrk og 20 400 kr. og einn 350 kr. húsaleigu- styrk (hinir fengu frá 53 kr. uppí 200 og 46 fengu engan). Útflutningsvara er nú orðin úr mörgu því, sem engan grunaði fyrir nokkrum árum. Hausar og fiskbein hafa t. d. verið flutt út fyrstu 8 mánuði þessa árs fyrir rúmlega 118 þús. kr., síldarhreist- ur fyrir 2000 kr. í ágúst, ís fyrir 200 kr. og sódavatn fyrir 740 kr. og 6 nautgripir. 160 refir lifandi voru fluttir hjeðan frá ársbyrjun til ágúst- loka og söluverð talið 40 þús. kr. I i I Buldog Aðalverðlistinn fyrir veturinn 1928-1929 er nú kominn út OG VERÐUR SENDUR ÞEIM ER ÞESS ÓSKA ÓKEYPIS OG BURÐARGJALDSFRÍTT Verðlistinn er hinn snotrasti í öllu og skrautlega litprent- aður; myndirnar mjög góðar og lýsingamar svo skýrar og ná- kvæmar, að menn geta af þeim gert sjer eins glögga grein fyr- ir vörunum og þær væru fyrir sjónum manns. Verðið er 10— 50% ódýrara, en það sem ódýrast er annarsstaðar. Verði viðskiftamenn ekki ánægðir fá þeir vörurnar end- urgreiddar. Umbúðir eru ókeypis. Burðargjald reiknast aðeins ein króna af hverjum (póst)bögli, án tiUits til stærðar hans. Af þeim meira en 1000 vörutegundum, sem fram eru boðn- ar í verðlistanum, skal sjerstaklega nefna :Vefnaðarvörur af öllu tæi, Prjónavörur (Tricotage), Álnavörur, svo sem ljereft, kjóla- tau, o. s. frv. Fatnaður karla, kvenna og bama, og skófatnað- ur. Okkar heimsfrægu gúmmístígvjel, extra prima Goodrihs sjóstígvjel, við lágu verði, úr, klukkur, hnífar, lampar, skrif- pappír o. s. frv. Buldog er, sem kunnugt er, eitt af stærstu verslunarhús- um í Danmörku, og engin verslun önnur býður viðskiftamönn- um sínum jafngóð kjör. Vöruverð vort er venjulegast 10—50% lægra en þar sem ódýrast er, og er það á allra vitorði, að Buldog selur aðeins vörur, sem reglulega fullkomin ábyrgð verður tekin á. Þúsundir viðskiftavina víðsvegar í Danmörku kaupa nauð- synjar sínar hjá Buldog, og þúsundir manna spara þannig stór- fje á hinu lága vöruverði okkar. Þakkarerindi, þúsundum saman, berast oss daglega frá ánægðum viðskiftamönnum, og er það ein sönnun fyrir vöru- gæðum Buldog’s verslunarinnar. Ástæðan til þess að Buldogsverslunin getur selt vörur sín- ar við jafn vægu verði, er hið nýtísku fyrirkomulag, sem er á verslunarrekstri vorum; vjer höfum út um allan heim, fast- búsetta menn, sem annast innkaup fyrir oss, svo að oss er ávalt innan handar að sæta lægstu verðtilboðum, hvort heldur það er austur í Kína eða í einhverju landi öðru. Þetta, — ásamt hin- um stórkostlegu innkaupum vorum gegn greiðslu út í hönd, — gerir oss kleift, bæði að kaupa inn ódýrar en aðrir og einnig að selja aftur langódýrast og kemur það viðskiftavinum vorum í hag, og yður einnig, ef þjer gerist viðskiftavinur vor. Skrifið því undir eins í dag og biðjið um verðlista vom. Undertegnede udbeder sig tilsendt gratis og franko Buldog’s Hovedkatalog 1928 —1929. Navn ........................ Adresse ..................... 1, ........................... Buldog Nerrebrogade 9 Kjobenhavn N Danmark Þjóðleikhúsið. Nú er verið að byrja að grafa fyrir grunni þess vfð Hverfisgötu, fyrir ofan Lands- bókasafnið. í Hnífsdalsmálinu, sem nú mun eiga að fara að ljúka, eru skip- aðir verjendur Páll Jónsson fyrir Eggert Halldórsson og Hannes Halldórsson, en Lárus Jóhannes- son fyrir Hálfdán Hálfdánarson. Afli var 1. þ. m. orðinn á öllu landinu c. 364 þús. skp, eða c. 74 þús. skp. meiri en á sama tíma í fyrra. íslensk giíma. Bretski sendiherr- ann í Kaupmannahöfn, Sir Thom- as Ilohler, sem hjer var í sumar á herskipinu Adventure, hefur nú, ásamt yfirmönnum skipsins, sent íþróttasambandinu fagran grip. Það er silfurstytta af enskum sjó- liðsmanni, á svörtum trjestalli og eru silfurskildir á hverri hlið. Gripnum á I. S. I. að ráðstafa til verðlauna fyrir íslenska glímu. En Sir Thomas og sjóliðsforingjamir horfðu á Islandsglímuna hjer í sumai' og þólti mikið til hennar koma. Þverármálið (kindadrápsmálið) nyrðra var nýlega tekið til nýrr- ar rannsóknar af Sig. Sigurðssyni sýslumanni, vegna þess að eldri drengurinn bar það, að fullorðnir hefðu verið í vitorði með sjer, einkum ráðsmaður móður sinnar. Þetta sannaðist ekki og lýsti strákurinn því yfir seinna, að þetta hefði verið lýgi ein og prettur úr sjer. Stúdentablaðið er nýkomið, 1. hefti haustsins, smekklegt og fj^jlbreytt. Tóbak var flutt inn á síðast- liðnu ári álíka mikið og næstu 5 árin áður, en mun minna en árið 1926, en þá var innflutning- ur óvenju mikill. 1927 voru flutt inn 71 þús. kíló af tóbaki og 32 þús. kíló af vindlum og vindling- um, eða um 1 kíló fyrir hvem landsbúa. Samkvæmt hagskýrsl- um virðast því pípureykingar standa nokkuð í stað, en vindla og einkum vindlingareykingar aukast, aðallega í kaupstöðum. * útsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.