Lögrétta

Issue

Lögrétta - 10.10.1928, Page 2

Lögrétta - 10.10.1928, Page 2
LÖGHJRTTA LÖGRJKTTA LÖGRJBTTA Utgefendi og ritetjóri ririiiim oiilmi Þinffaolteitrstí 1T. Slmi 178. lanfaeimta og nfrrelðsla i Lækjargötu 2. I Síðustu fregnir. Loftskipið Zeppelin greifi hefur farið reynsluför og gengið vel og fer síðan til Ameríku. Junker- fjelagið er að smíða stærstu flug- vjel heimsins, fyrir 50 farþega. Á frönsku fjárlögunum gerir stjómin ráð fyrir 55 miljón franka tekjuafgangi og kveðst segja af sjer, ef þau verði ekki afgreidd tekjuhallalaus. Borah öldungur segir að öldungadeild Bandaríkjaþingsins muni stað- festa Kelloggssamninginn. Hann vill einnig viðurkenna sovjet- stjómina og taka upp stjómmála- samband við hana. Spánverjar hafa miklar flotaæfingar um miðj- an þennan mánuð í Miðjarðarhafi. Stjómin í Suður-Afríku ætlar inn- anskams að hefja miklar vatns- veitur, sem kosta 10 millj. punda, og eiga að gera mikinn hluta ný- lendanna að frjósömu landi með því að veita yfir það Oranje- og V aal-fl j ótunum. 1 Grikklandi, í Þessaliu og Epírus, em einnig í undirbúningi mikil áveitufyrir- tæki. Síðan á að flytja á áveitu- landið 2 milj. grískra flóttamanna frá Litlu-Asíu. Ensku bisk- upamir ætla að nota nýju hand- bókina, sem þeir sömdu, en þingið feldi og hefur innanríkisráðherr- ann átalið þá harðlega fyrir lítils- virðingu gegn lögum landsins. Kellogg ætlar að segja af sjer ráð- herraembætti um leið og Coolidge fer frá. Kínverskir þjóðemissinn- ar hafa gefið út nýja stjómar- skrá. Leitinni að Amundsen er nú alveg hætt. Ameríska flotastjóm- in hefur pantað tvö stór loftskip hjá ameríska Zeppelin-fjelaginu fyrir 8 miljónir dollara. Sjálfsforrædi kirkjunnar. Tillögur sjera Gunnars Ámasonar. Meðal ýmsra góðra greina í nýkomnu prestafjelagsriti er grein eftir sjera Gunnar Ámason frá Skútustöðum, sem nú er þjónandi prestur á Æsustöðum, um sjálfsforræði kirkjunnar. Grein þessari verður sjálfsagt at- hygli veitt af kirkjumönnum og öðmm þeim, sem nú hugsa og rita um samband ríkis og kirkju. Sr. Gunnar stingur sem sje upp á nýju skipulagi, að nokkm leyti með hliðsjón af erlendri kirkju- skipun, á grundvelli aukins sjálfs- forræðis kirkjunnar. Hreyfingar í svipaða átt hafa komið fram áð- ur, en lítinn eða engan árangur borið. Sjera Þórarinn í Görðum kom á sínum tíma fram með til- lögur um nokkura sjálfstjóm kirkjunnar og seinna þeir Sig. P. Sívertsen og sr. Einar á Hofi. En nú er fitjað upp á þessu á nýjan leik ‘og með nokkuð nýju sniði. Sjera Gunnar er andstæður al- gerðum skilnaði ríkis og kirkju, en segir að berjast eigi í þess stað fyrir „eðlilegri afstöðu þeirra hvors til annars“, fyrir „frjálsri þjóðkirkju“. Kirkjan á að fá aftur fult sjálfsforræði í öllum málum, sem em sjermál hennar, en þeim málum, sem em sameiginleg með ríki og kirkju, á að ráða til lykta af stjómendum og löggjöfum þeirra í sameiningu. Svo á ríkið að hafa yfirstjóm og framkvæmd þeirra mála. Hann segir, að allir mestu misbrestim- ir sjeu í því fólgnir, að kirkjan sje alt of bundin ríkinu, of ó- sjálfstæð til að geta notið sín og komið því fram, sem hún vill og á að fá framgengt. En frelsið sje höfuðskilyrði alls mannlegs við- gangs og vaxtar. Höf. segir að ríkið hafi engan rjett til þess að fara með dóms- vald í sjermálum kirkjunnar, ekki fremur en maður, sem gert hafi verksamning við annan mann hafi rjett til að ráða einkamálum hans. Kirkjan sjálf haldi einnig og verði að halda fast við þá skoðun, að hún sje sjerstök stofn- un, sem lýtur æðra valdi en rík- isvaldinu og hefur annað mark- mið en ríkið, enda viðurkennir ríkið þetta í orði kveðnu. Og þess vegna eigi ríkið að fá kirkj- unni fult löggjafar- og fram- kvæmdarvald í sjermálum henn- ar. En sjermál kirkjunnar telur höf.: 1. kenning og guðsþjónustur kirkjunnar. 2. meðferð og veit- ing sakramentanna 3. helgisiða- bókina. 4. sálmabækur. 5. sálu- sorgaraskiftin milli prests og safnaðar. 6. kensluna í kristileg- um barnalærdómi og bækur og annað, sem við hana er notað. 7. kirkjuagann innan sjálfrar kirkjunnar og án þess að hann brjóti í bág við borgaralega stöðu og rjettindi safnaðarmeðlimanna. 8. prestvígsluna og leyfi til að prjedika í kirkjum. Þetta taldi danska kirkjumálanefndin frá 1907 einnig sjermál kirkjunnar. Breytingamar, sem höf. telur að helst þurfi að gera á kirkju- skipuninni eru þessar: 1. Að stofna andlegan dómstól í landinu. 2. Að leggja niður prestastefn- una í því formi, sem nú er á henni, þar sem hún sje mest til skrafs og ráðagerða, en stofna í hennar stað kirkjuþing, sem hald- ið sje annað- eða þriðjahvert ár. Á þing þetta sjeu biskupamir, sem ættu að vera tveir, sunnan- lands og norðan, sjálfkjömir, og svo 20 prestar, eixm fyrir hvert prófastsdæmi, kjömir af prestum þess, og 20 leikmenn, sömuleiðis einn fyrir hvert prófastsdæmi, kosnir af sóknarnefndum. Þingið standi aldrei lengur en 15 daga. Það hafi löggjafarvald í öllum sjermálum kirkjunnar og tillögu- rjett um öll sameiginleg mál, þó þannig, að það geti komið fram vissum lögum, ef það samþykkir þau þrisvar í röð, þótt Alþingi felli þau og kvað slíkt tíðkast í Bretlandi. Loks á kirkjuþingið að hafa ráðstöfunarvalS yfir kirkju- eignum og fje kirkjunnar. 3. Vald og verksvið biskupa og prófasta innan kirkjunnar á að auka. 4. Hjeraðsfundum á að gefa meira vald en þeir nú hafa í ýmsum málum innan síns um- dæmis. Þetta eru helstu atriðin, en ýmislegt fleira ber á góma. Sting- ur sjera Gunnar upp á því, að sett verði sjerstök nefnd til þess að athuga þessi mál öll. Telur hann heppilegast að biskup og kirkjumálaráðhérra væru sjálf- kjörnir í nefndina, en annar helmingur hinna nefndarmanna V. Hugo: VESALINGARNHt. ist upp og klæddi sig. Ilann fór í gömlu vinnufötin sín. Honum var nú, þegar hann var hættur að fara út, farið að þykja vænt um þau aftur. Hann varð oft að hvíla sig meðan hann klæddist. Svitinn bogaði af honum, þótt hann gerði ekki annað en að rjetta handlegginn inn í ermina. Hann lauk upp töskunni sinni og tók upp úr henni klæðnað Cósettu, frá því hún var lítil og breiddi hann á rúmið sitt. Ljósastikur biskupsins stóðu á sínum stað á arinhyllunni. Hann tók tvö kerti upp úr skúffu og setti þau í stikumar og kveikti á þeim, þótt glóbjartur sum- ardagur væri. Slík ljós sjást stundum brenna um há- bjartan dag í stofum þar sem lík liggja Við hvert skref sem hann steig milli húsgagnanna, þreyttist hann svo. að hann varð að setjast. Það var ekki almenn þreyta, sem kemur af því að kröftum hefur verið eytt svo nauð- synlegt er að endurnýja þá. Það voru síðustu hreyfing- amar sem hann megnaði að gera. Það var lífsaflið sjálft, sem þorrið var, og rann nú dropa eftir dropa í ofurefli á- reynslunnar, sem hann gat ekki endurtekið. Einn af stól- unum, sem hann ljet fallast á,stóð fyrir framan spegilinn, sem átt hafði svo mikinn þátt í örlögum Maríusar, þegar Jean Valjean las í honum spegilmyndina af skrift Cósettu á þerripappímum. Hann leit í spegilinn, en þekti varla sjálfan sig aftur. Hann var eins og áttræður maður á að sjá. En áður en Maríus gifti sig hefði mátt halda að hann væri fimtugur. En það vom ekki hrukkur ellinnar, heldur hið dularfulla merki dauðans, sem hann bar á enni sjer. Hann var kinnfiskasoginn og moldarlitur á hömnd- inu. Hann var kominn á síðasta stig örvæntingarinnar. þar sem straumur þjáningarinnar er stansaður og svo að segja storknaður, svo að yfir sálinni liggur einskonar skorpa vonleysisins. Það var orðið dimt. Hann gat með naumindum dregið borð að stólnum, sem stóð hjá hlóðun- um og lagði á það penna, blek og pappír. Þegar því var lokið fjekk hann máttleysiskast. Þegar hann náði sjer þyrsti hann, en var svo máttfarinn, að hann gat ekki lyft vatnskrakkunni, en hallaði henni með erfiðismunum að skipaður af forsætisráðherra og hinn kjörinn á prestastefnu, eða jafnvel tilnefndur af biskupi. Að svo komnu verður ekki rætt hjer frekar um þessi mál, en þau em þannig vaxin að margir munu hafa hug á að kynnast þeim, þeir sem kirkju- málum sinna og er nú eftir að vita hvemig í tillögumar verður tekið. Sáðsl jettur. Þótt sumarið hafi verið gott og blíðviðrasamt er víða látið illa yf- ir því hve tún hafi verið illa sprottin og töðufall lítið. Góð nýt- ing hefir þó orkað því að betur rættist úr en á horfðist. Það er ekki ómerkilegt atriði að fullsannað er að vel gerðar sáð- sljettur, sem forsvaranlega var borið á, spruttu alstaðar vel á þessu sumri. Svo var það hjer í kringum Reykjavík þar sem mest er um sáðsljettur, og samhljóða fregnir berast úr öðmm lands- hlutum. Úr einni af nyrstu sveit- um landsins er mjer skrifað: „Hjer spratt heimatúnið gamla afleitlega illa í sumar. Hálfdrætt- ingur á við undanfarin ár. En sáð- túnið spratt vel. Af 7,5 dagslátt- um (2,39 ha.) fjekk jeg 13210 kg. (Það eru 551 kg. af málinu eða 1760 kg. — 17—18 hestar — af dagsláttunni). Var það talsvert missprottið. Af 940 ferföðmum (0,333 ha.) af 6 ára gamalli sáð- sljettu vigtaði jeg 3200 kg. (Það eru 960 kg. af máli eða rúmir 30 hestar af dagsláttunni, hesturinn talinn 100 kg.). — Það era ekki ellimörk á grasfræinu þar. Aldrei neinn búfjáráburður komið þar, og hverfandi lítið um rótarskot að sjá. Áburður fiskislóg og grútur og einar 2 tn. af saltpjetri til að jafna með“. Upphaflega em þessar sáð- sljettur mestmegnis ræktaðar með þara sem var plægður niður. Gras- fræið hefur verið samskonar og notað hefur verið víða annarstað- ar og gefist misjafnlega, að sagt er. Að minsta kosti hefur gras- fræinu verið kent um mistökin, sem orðið hafa á sljettunum. Það er gott að hafa til blóra. Hvers vegna gefast góðar sáð- sljettur, sem vel er búið að, betur en gömlu túnin, þegar eitthvað ber út af með veðráttuna? Því verður ekki svarað í stuttu máli. Margir munu halda að það væri þveröfugt. En það er ljóst að góðu vel hirtu túnin, sem eru svo úr garði gerð og svo vel borið á, að þau hafa framleiðsluþrótt til þess að bera mikinn og góðan gróður, þau reynast best hvemig sem veð- ur ráðast. Sáðsljettur með forða af lífrænum áburði molduðum innan plógdýptar, hafa meiri framleiðsluþrótt en flest önnur tún, og sáðgresið góða hefur eig- inleika til þess að notfæra sjer þann þrótt. Töðufallið verður mik- ið og gott. Það fer hjer sem annarsstaðar að aukin og bætt ræktun verður besta ráðið gegn allri óáran. Ámi G. Eylands. Heilbrigðisskýrslur 1921—1925. Loftskeytaleyfi hefur verið tek- ið af vestfirska togaranum Haf- stein, eða loftskeytamanni hans, vegna óleyfilegra skeytasendinga og grunsamlegs skeytasambands við útgerðarmennina í landi. Málaferli eru risin út af þessu. Dr. J. Hjaltalín gaf út heil- brigðistíðindi. Var hann sá fyrsti er það gjörði og vakti máls á ýmsu til umbóta bæði í húsa- byggingum, fatnaði og mataræði. Hann ritaði lipurt og viðfeldið mál og hugsunin oftast skýr. Sem sýnishom má tilfæra þennan kafla: „Eldhúsin em, eins og þau nú tíðkast, til mikils heilsuspill- is, og verða án efa mörgum böm- um að bana, þótt fáir hugsi út í það. Hlóðin em, eins og þau vanalega gjörist nú, óhafandi, nema því að eins að eldhúsið væri laust við bæinn, en slíkt þyk- ir, sem von er, örðugt, einkum á vetmm. Vjer ímyndum oss, að nokkuð mætti bæta úr þessu með því, að hafa eldhúsin bak við bæ- inn, en þó áföst við hann, og dymar á þeim andspænis bæjar- dyrunum. Eldhúsið ætti að vera lilaðið upp líkt og fjárborgir vom áður, sem kringlóttur tum- myndaður, mjór og hár kofi með nokkm hærra gólfi en sjálfur bærinn, og ættu hlóðin að vera heldur há og standa nær miðju gólfi; yrði þá mynd eldhússins líkt og hvítasykurstoppur væri, með strompi upp úr strítunni, er gnæfði yfir öll hús bæjarins“. Eða þá þetta: „Vjer Islendingar höfum lengi fengið orð fyrir það, hve miklar smjörætur vjer vær- um, og hafa sumir lagt oss það út til minkunar. — Jeg efast mikið um, að Islendingar borði miklu meira af smjöri, en þeir í raun og vem við þurfa, einkum þegar þeir eiga að vera við vinnu í köldu lofti, og hafa eigi annað til fæðis en þá fæðu, sem nú tíðk- ast, eins og t. a. m. hart fisk- snarl, þorskahöfuð og annað þvf um líkt. Hefðu Islendingar, eins og aðrar þjóðir, gnægð af hveiti- brauði, feitu fleski, og annari feitisfæðu, mundu þeir og borða langtum minna smjör, en nú gjöra þeir, en þar sem þeir oft við sjóixm verða að lifa á þurrum hörðum rúgmjölskökum og vatns- grautum útálátslausum, þá er eigi að furða, þótt þeir verði þungir á smjörinu, einkum þegar þar við bætist, að margir þeirra „ fá aldrei ærlegan kjötbita, heldur oft hálfhorað kindakjöt, eða feit- arlítið og seigt nautakjöt, er menn varla vildu leggja sjer til munns erlendis. Um almennilega feitan ostbita er nú svo sem ekki j að tala“. i Eina ritgjörð sína endar hann þannig: „Jeg óska og vona að þetta megi hvetja landa mína til að stunda kálgarðar og jarðepla- rækt sem mest þeir geta, því auk þess að þeir þar með fá stökt hættulegum sjúkdómi (skyr- bjúgnum) er lengi hefur plágað land þetta, þá er jeg auk þess viss um, að því meir sem þeir venja sig á að lifa sem næst jöfnum höndum á jurta- og dýra- fæðu, þ á mun heilsufar manna fara batnandi, og ungmennin, sem nú em að vaxa, verða því hraust- an og heilsubetri“. Þetta mun nú nægja til að sýna áhuga þessa ágætismanns í því að fræða landa sína í heilbrigðis- málunum og hvetja þá til fram- fara í því efni. Nú hefur prófessor Guðm. Hannesson i annað sinn gefið út heilbrigðisskýrslur og fæ jeg ekld betur sjeð en hann í þeim tald upp stefnu Dr. Hjaltalíns. Þvf fvrir utan töflur sem em saman- munni sjer og saup. Síðan sneri hann sjer að rúminu, en gat ekki staðið, en sat og horfði á litla, svarta kjólinn og hina dýrgripina, sem lágu þar. Svona sat hann tímunum saman. Alt í einu fór hrollur um hann og hann tók eftir því að honum kólnaði. Ilann studdi olnbogunum á borðið, Sem ljósastikur biskupsins stóðu á, og greip pennann. Hann var skjálfhendur. Hann skrifaði hægt og seini þetta brjef: Cósetta! Jeg blessa þig. Nú skal jeg segja þjer dá- lítið. Það var rjett af manninum þínum, að gefa mjer það í skyn, að jeg ætti að fara leiðar minnar. Samt er dálítil skekkja í því, sem hann hefur haldið. En hann hefur haft rjett fyrir sjer. Hann er ágætismaður og þú skalt altaf halda áfram að láta þjer þykja vænt um hann, jafnvel þegar jeg er dáinn. Hr. Pontmercy, haldið þjer einlægt áfram að elska ástkæra barnið mitt. Cósetta, þetta blað finst og taktu nú eftir því, sem jeg segi þjer og þá skaltu fá að sjá tölumar, ef jeg hef nógu mikinn mátt til þess að muna þær. Taktu vel eftir því, að þetta eru áreiðan- lega þínir peningar. Þetta er alt og sumt: hvíti eðal- steinninn kemur frá Norvegi, sá svarti frá Englandi og dökka glerið frá Þýskalandi. Eðalsteinamir eru Ijettastir og dýrmætastir. Það er hægt að búa til stælingar í Frakklandi, eins og í Þýskalandi. Það þarf aðeins lítinn steðja og sprittlampa til að mýkja lakkið. Áður var lakk- ið gert úr harpeis og kynroki og kostaði fjóra franka pundið. Jeg fann upp á því að búa það til úr gúmmí og terpentínu. Nú kostar það ekki nema þrjátíu súur og er miklu betra. Glerið á að vera fjólublátt í jámgripi, en svart í gullgripi. Spánverjar kaupa mikið af því. Þar er landið, sem eðal. . . . Þarna stansaði hann. Penninn fjell úr hendi hans og hann fjekk eitt af ekkaköstunum, sem stundum risu upp úr djúpi sálar hans. Vesalingurinn greip báðum höndum um höfuð sjer og fór að hugsa. Æ, sagði hann með sjálf- um sjer, í einu af þessum óguriegu andvörpum, sem guð einn heyrir, — nú er úti um alt. Jeg fæ aldrei framar áð sjá hana. Hún var broS>41 brosti við mjer. Jeg fer nú inn í eilíft myrkrið, & ^ að fá nokkm sinni að sjá hana aftur. Ef jeg g^ '^ihs eitt andartak heyrt rödd hennar, snert kjólinn sjeð hana, engilinn minn, og dáið svo. Það er ek^^t að deyja, það er erfiðara að deyja án þess að fá^ hana. Hún mundi brosa við mjer og segja eitthv^.^ gæti ekki verið neinum ti! meins. Nei, nú er að ^ti um alt. Nú er jeg aleinn. Guð minn, guð minn, ¥ J aldrei að sjá hana aftur. I sömu andránni að dyrum hans. Sama daginn, eða kvöldið, þegar Maríus var nýstaðinn upp frá mi^Sverði og var genginn inn, í skrifstofu sína til þess ^Wga skjöl, þá fjekk Basque honum brjef og sagði Sem hefur skrifað brjefið stendur frammi í forstofá "bsetta var farin út í garð með Gillenormand. Brjef geÞ Verið ógeðfelt ásýndum engu síður en maður og þanF var brjefið, sem Basque kom með. Maríus tók við því- - bví var tóbaksdaunn. Ekkert vekur minningar eins og Maríus þekti þessa tóbaks- lykt. Hann horfði á utan’triftina: Til hans hávelborin- heita hr. Barón Pommerci'ier. Þegar hann þekti tóbakið þekti hann einnig skrifth' t*að var eins og elding undr- unarinnar gerði Maríus ^íáandi. Lyktin, sem styrkti endurminningu hans á s\Peyndardómsfulan hátt vakti til lífsins heila veröld í síP^Us. Hann kannaðist við alt saman. Hann sá fyrir'ier þakherbergi Jondrettes. Þannig komst hann nú ; úlviljun forlaganna á annað sporið, sem hann hafði I ^ svo lengi. Hann braut inn- sigli brjefsins í ákafa og ,6 Hávilborpe hr. B; 'áá! Ef að hin hæðsta verPebði givið mjer nauðsinligar gávur hebði jeg vel gitað,eHð Barón Thénard, meðlem- ur í vísinda Fjelaginu. En'að er jeg ekki. Jeg bir aðeins sama nabn og hann og þa/sMlde gleðja meg ef að jeg í þá minningu mætti stólaPb á ágæti iðar elskusamleg- heita. Greiðinn, sem þjer pð mjer mun verða borgaður. Jeg hey leindarmál viðvíkjandi einni persónu. Þessi per- sóna er iðör viðvíkjandi. Þettað leindarmál stendur iður til reiðu þar, sem jeg óska þess að, hava þá æru að gera iður greiða. Jeg vel giva eður einfalt ráð til þess að reka úr vðar æraverðugu familíu þessa persónu, sem að ekkji hevur neinn rjett tel að vera þar, meður því að frú bar- ónsfrúin er af fínum ættum. Heilaglegleiki diggðarennar getur ekki lengör verið í sambíli veð glæbinn nema með þí að láda af völdonum. Jeg bíð í forstofunni efter skib- unum herra barónnsins. Með verðingu“. Undirskrift brjefsins var Thénard. Ilún var ekki fölsk, aðeins stytt ofurlítið. Þar að auki fullkomnaði stíll og stafsetning sönnunina um upprunann. Þetta hafði mikil áhrif á Maríus. Fyrst undraðist hann, svo gladdist hann. Ef hann gæti nú einnig hitt hinn manninn, þann sem bjargaði lífi hans, þá þyrfti hann einskis annars að óska. Hann lauk upp skúffu í skrifborði sínu, tók úr henni nokkra seðla og stakk þeim í vasa sinn, læsti svo skúffunni aftur og hringdi. Basque opnaði í hálfa gátt. — Láttu hann koma inn, sagði Maríus. — Ilerra Thénard, sagði Basque. Maður kom inn. Hann varð Maríusi nýtt undrunarefni. Maðurinn var honum alveg ókunnur. Hann var við aldur, flatnefjaður og hakan hulin í hálsbindinu. hann hafði græn gleraugu, var sljett greiddur og sleiktur, gráhærður og svartklæddur frá hvirfli til ilja. Fötin voru slitin en hrein. Út úr vestisvasanum lafði eitthvert dingl- umdangl sem gat gefið það í skyn, að maðurinn hefði úr. Hann hjelt á gömlum hatti í hendinni. Hann gekk álútur og varð enn svínbeygðari við hneigingar sínar. Það vakti undir eins eftirtekt, að fötin virtust ekki vera af honum sjálfum, þau vom of víð, þótt þau væru . hnept. Hann hafði sem sje fengið þau hjá fornsala, sem leigði slíka fatnaði og bjó fólk í ýmisleg gerfi. Þetta átti að vera gerfi „fyrverandi sendiherra“ og fylgdu því meðai annars smápokar til að troða upp í nefið til þess að gera það flatara. Ef Maríus hefði verið kunnugur leyndar- dómum Parísar hefði hann undir eins áttað sig á bún- ingnum. Vonbrigði hans yfir því að sjá annan mann koma inn, en hann átti von á, urðu ókunna manninum óleikur. Hann virti hann fyrir sjer frá hvirfli til ilja, með- an náunginn beygði sig og hneigði, og spurði spuna- stuttur — Hvað viljið þjer? Komumaður brosti ámátlega og sagði — Mjer virð- ist jeg áreiðanlega hafa haft þá ánægju, að sjá herra baróninn áður í sámkvæmislífinu. Jeg er nokkurnveginn viss um það, að jeg hef einkum hlotið að hitta yður fyrir nokkrum árum hjá Bagration prinsessu og í samkvæmum hans hágöfgi vísigreifans af Dambray. Það er altaf gott bragð, þegar á að hlunnfara einhvem, að látast hafa sjeð hann áður. Maríus hlustaði með athvgli á orð hans og gaf nánar gætur að fasi hans og talanda. Vonbrigði hans uxu. Hreimurinn í röddinni var allur annar en sá, sem hann átti von á. Honum skjátlaðist auðsjáanlega. — Jeg þekki hvorki Bagration prinsessu nje hr. Dam- bray svaraði hann. Jeg hef aldrei stigið fæti mínum í hús þeirra. Þrátt fyrir þetta önuga svar vildi ókunni maðurinn ekki gefast upp, en sagði jafn væmnislega og áður -— Þá hefur það hlotið að vera hjá Chateaubriand, sem jeg þef sjeð baróninn. Jeg þekki Chateaubriand mjög vel. Það er besti maður. Hann segir stundum við mig — Thénard vinur minn, viljið þjer ekki fá yður eitl glas með mjer. Maríus hnyklaði brýmar og varð æ úfnari og sagði — Jeg hef aldrei orðið fyrir þeirri sæmd að vera boðinn á heimili Chateaubriands. Viljið þjer hraða erindi yðar. Hvers óskið þjer af mjer? Við þessu hranalega svari hneigði komumaður sig ennþá dýpra en áður — Hr. barón, verið svo vingjarnlegur að hlusta á mig. Á einum stað í Ameríku, í Panama, er þorp, sem heitir La Joya, það er aðeins eitt hús, stórt ferhymt, þrílyft hús, fimm hundruð fet á hvern kant. Á daginn er það hús, á nótt- unni vígi fyrir átta hundruð manns. Landið er hættulegt. fult af mannætum. En samt fer fólk þangað, því þetta er undursamlegt land, fult af gulli. — Hvað meihið þjer með þessu öllu, spurði Maríus, sem fór nú að verða óþol-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.