Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 31.10.1928, Blaðsíða 2

Lögrétta - 31.10.1928, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA 3 -----------------------~“7 LÖQRJETTA Útgefandi og ritstjdri Þoritalnn Gfslnaon ÞingholUstræti 1T. Simi ÍTS. ( Innheimta og afgreiðiila i Lækjargötu 2. Síðustu fregnir. Nobelsverðiaun fyrir læknis- fræði hefur nú fengið prófessor Nicolle í Tunis, fyrir rannsóknir á útbrotataugaveiki. Á prestastefnu sem biskupar Lundúnastiftis boð- uðu til, mótmæltu flestir prestar tillögu biskupanna um það, að nota endurskoðuðu helgisiðabók- ina, þrátt fyrir það, þótt þingið hefði felt hana. Bauer fursti, þýskur maður, verður hermála- ráðunautur Kínverja. Þeir höfðu beðið Ludendorff að taka þetta að sjer, en hann neitaði því, vegna mótspymu, sem það vakti í Þýska- landi. Talið er líklegast að Hoover verði kosinn forseti. Rússneskur prófessor, Petrovski, hefur fundið radiotæki til þess að finna með málmlög í jörðu. Mikil vatnsflóð eru nú í frönsku Alpafjöllunum. Verkfallið í Lodz hefur verið aft- urkallað, vegna slæms fjárhags og óeiningar verkamanna, en þeir fá 6% launahækkun. 1 Afganistan eru nokkurar viðsjár vegna breyt- ingastefnu Amanulla konungs, einkum því, að hann hefur lög- boðið klæðaburð Evrópumanna. Hrossaketsverslun er opnuð í Reykjavík. Er hún ekki saman við aðra ketsölu, en í sjerstakri búð og hvað vera keypt allmikið af hrossaketinu. Hvernig sem afkoman er í sveit- unum er altaf töluvert keypt af bókum. Og bækurnar eru lesnar, oft og tiðum blátt áfram lesnar upp tii agna. Þær eru sannarlega ekki keyptar til þess að standa ólesnar til skrauts í stofunum. Mest er keypt af íslenskum bók- um, eins og eðlilegt er, en þó er líka töluvert keypt af útlendum bókum. Blöð og tímarit leiðbeina um val bóka og vekja eftirtekt á mjög mörgum góðum bókum. Einn er þó sá flokkur bóka, sem sjaldan er minst á í blöðum og tímaritum,og lítið keypt af, það eru búfræðibækur. Það ei’ hvorki margt nje fjöl- skrúðugt, sem kemur út af ís- lenskum búfræðibókum ennþá sem komið er, og væri því eðli- legt að töluvert væri seilst til bú- fræðibóka á öðrum málum og þá helst Norðurlandamálum því þær bækur eru þó helst sniðnar við skilyrði sem ekki eru gersamlega ólík íslenskum skilyrðum, þótt margt beri á milli. En það mun vera sáralítið, sem keypt er af útlendum búfræðibók- um í sveitunum, og væri full þörf á því að þau bókakaup ykust. Mörgum bóndanum, sem tekui með heilum hug þátt í þeirri við- reisnar- og ræktunarstarfsemi sem óðum er stunduð um land alt, væri eflaust töluverður styrkur og uppörfun að því að kynna sjer ýmsar af þeim búfræðibókum, sem komið hafa út í nágrannalönd-. unum síðustu árin. Um land alt er fjöldi bænda, sem geta haft bók- anna nokkumvegin full not máls- ins vegna. Lestrarfjelögin ættu að geta gert mönnum það fært að fylgj- ast töluvert með á þessu sviði, en það fyrsta, sem þarf þó að gera, er að vekja eftirtekt á þeim bú- fi-æðibókum, sem ætla má að eigi erindi til bænda. I þetta sinn verð- ur aðeins bent á 4 jarðyrkjubæk- ur og er þess um leið æskt að aðr- ir verði til þess að benda á marg- ar aðrar bækur bæði um jarðyrkju og aðra þætti búfræðinnar. 1. N. ödegaard: Jordbrukslære, sjöunda útgáfa Kristjaníu 1922, 626 bls. Þetta er gamall kuimingi, sem margir búfræðingar kannast við frá bændaskólaárunum. Eldri útgáfur af bókinni hafa verið not- aðar við kenslu í bændaskólunum. — Þessi nýja útgáfa er gefin út að ödegaard látnum af þrem- ur próf. búnaðarháskólans í Ási, þeim Hasund, Vík og Langballe. i Hún er mikið breytt frá eldri út- | gáfunum og á ýmsan hátt að- gengilegri. Gæti jeg trúað því að mörgum búfræðingum sem notað hafa eldri útgáfur af þessari bók við nám sitt, og síðar hafa þrosk- ast við reynslu og störf, væri mik- ill fengur að því að lesa þessa nýju útgáfu og rifja þannig upp gamla lærdóminn í nýrra og betra formi. 2. Jon Lende-Njaa: Myrdyrk- ning, Kristjania 1924,190 bls. Höf- úndurinn var próf. við búnaðar- háskólann í Ási, og um langt skeið tilraunastjóri við tilraunastöð Norska mýraræktarfjelagsins á Mæri í Þrændalögum. Bókin fjall- ar eingöngu um mýrarækt og styðst að miklu leyti við tilraunir höf. á Mæri og annarsstaðar í Noregi. 3. N. Basse: Grundforbedrings- arbeider samt Mose og Engkultur. Önnur útgáfa Kbh. 1925. Höfund- urinn er starfsmaður við Heiðafje- iagið danska og búnaðarkennari. Bókin er í 5 aðalköflum: 1. Fram- ræsla. 2. Kölkun. 3. Heiðarækt. 4. Áveitur. 5. Mýrarækt og engja- rækt. 4. A. Bauman og G. Boodberg: Om vára torvmarker. Stockholm 1926. 127 bls, Höfundarnir hafa báðir verið starfsmenn sænska mýraræktarf j elagsins um langt skeið, og annar þeirra starfar sem ráðunautur í mýrarækt. Efni þessara þriggja bóka er að sönnu nokkuð einskorað við mýraræktun, eins og nöfnin benda til. En ræktun mýranna er svo ofarlega baugi hjá okkur þessi árin, og svo mikið að henni unnið, að fróðleikur um þá ræktun ætti að vera mörgum kærkomin. Bæk- umar gefa mjög gott yfirlit yfir mýrarræktun og starfsaðferðir við þá ræktun í hinum þremur norðlægu löndum. Þær eru allar auðlesnar þeim sem eitthvað þekkja til jarðræktarfræði, en sennilega er nothæfur ræktunar- fróðleikur auðsóttastur í norsku bókinni. 10. okt. 1928. Á. G. E. Laxinn kemi’r aftur. Nú fyrir 4 árum flutti herra Gísla Ámason klaksfræðingur eitt eða tvö þúsund af laxasíli inn í Eyjafjarðará og slepti þeim í ána ofanundan Stokkahlöðum, og í vetur sem leið var mjer skrifað til Reykjavíkur, að lax hefði veiðst í Eyjafjarðará. Þegar jeg frjetti það, og kom til Akureyrar, þ. 14. júní, vildi jeg fá vissu mína um það og fór fram Eyjafjörðinn, og var mjer sagt að tveir ung- laxar hefðu veiðst á Munka-Þverá \ í vetur á því þroskastigi að þeir j gæti verið af þessum sílum. — j Svo fór jeg fram með allri Eyja- j fjarðaránni og skoðaði nokkuð j víða, bæði laxa og silungsátu í ! botni hennar, og eftir minni j reynslu og þekkingu gat jeg ekki | betur sjeð en hún væri talsverð. Líka athugaði jeg hylji eða hvílu- staði fyrir laxinn og voru þeir mjög góðir víða, þó einkum frá Stórahamri og fram undir Möðru- velli og svo af og til alla leið fram að Tjömum, sem er fremsti bær við ána, og fann jeg bónd- ann þar og spurði eftir silungs- veiði; hana stunda mest synir bónda, en því miður gat jeg ekki fundið þá heima. En bóndinn sagði mjer að í vor hefðu veiðst um 40 silungar; það vom mikið vænir silungar, en ekki gat hann sagt mjer um hvort þar hefði fengist lax, en hjelt að það gæti vel verið. Harrn sagði mjer að vænsti og stærsti silungurinn sækti mest þar langt fram í ána, en vont að veiða hann þar, sakir stórgrýtis. Jeg kom í Halldórsstaði, og sagði bóndinn þar mjer að hann hefði veitt lítið eitt af silungi þav í ánni. En talsvert veiðst í Torfu- felli, enda var þar að sjá ágæta veiðistaði, bakkar og nokkrir hyljir. Svo fór jeg út að Vatns- enda; þar er Jón bóndi að byggja gott klakhús. En eitt var þar að I athuga, sem var, að vatnið var j þar helst til lítið til þess að full- nægja hússtærðinni. En Jón bóndi sagði mjer að hann gæti bætt við það með lítilli fyrirhöfn. Þar var líka staddur Vigfús málari, sonur bóndans og sagði mjer að hann hefði pantað á næsta hausti nokkur þúsund af bleikjusilungs- Socrates sagði: Notaðu tímann til þess að þroska þig á ritum annara manna, þannig öðlast þú auðveldlega það, sem aðrir hafa þurft að erfiða fyrir. ÍJ&ía——MMTit hrognum frá Garði í Mývatns- sveit og taldi jeg það mikið góða tilraun til að láta silungssílið í Hólavatn til reynslu, að vita hvort það þrifist þar og stækkaði, því það getur vel verið, þó jeg teldi vatnið ekki gott, og væri ómiss- andi að herra Pálmi Hannesson rannsakaði það, því hann hefur tæki td þess. En silungsvötnin bæði tel jeg mikið góð eftir stærð, til þess að flytja þangað bleikjusilungssíli frá Vatnsendahúsi. En til þess að byggja gott laxa- klakshús, þarf að brúka þá gull- fallegu vatnslind, sem rennur rjett sunnan við túnið á Möðru- felli, og tel jeg það mjög nauð- synlegt og sjálfsagt, að Eyfirð- ingai' geri það, og ekki eru foss- amir til að hindra uppganginn alla leið til f jalls. En sjálfsagt að gera veiðisamþykt, sem allsstaðar ann- arsstaðar. Þórður Flóventsson frá Svartárkoti. Dáin er 25. þ. m. frú Jensína Matthíasdóttir, kona Ásgeirs Ey- þórssonar kaupmanns og móðiv Ásgeirs fræðslumálastjóra og þeirra systkina, fríðleikskona og vinsæl. SOdareinkasalan hefur selt alla síld sína á Siglufirði. Bækur og ummæli úr ritdómum. Friðrik Friðriksson: Undir- búningsárin (kr. 7.60, innb. kr. 10.00). — „Þessar end- urminningar eru skemtileg- ar, fróðlegar og lærdóms- ríkar“. Giovanni Papini: Æfisaga Krists (þýðing eftir Þorst. Gíslason. Kr. 7.50). — „Af- burða skáldleg og andrík endursögn guðspjallanna“. Victor Hugo: Vesalingamir IV. (þýðing eftir Vilhj. Þ. Gíslason. Kr. 2.00). — „Þessi saga er einn af gim- steinum heimsbókment- anna“. Gestur Pálsson: Ritsafn (kr. 12.00). — „Valið í bók þessa hefur tekist mjög vel“. Vilhjálmur Þ. Gíslason: Egg- ert Ólafsson (kr. 10.00). — „Höfundurinn hefur eitt- hvað nýtt til brunns að bera í flestöllum greinum, sem Eggert varða“. Þorsteinn Gíslason: Heims- styrjöldin (með 200 mynd- um, kr. 25.00). — „Mikið rit og vandað að öllum frá- gangi og verður vafalaust mjög vinsælt“. Bókaverslun Þorsteins Oíslasonar Lækjargötu 2. Reykjavík. Þeim peningum, sem eytt er í bókakaup, er vel varið, sagði Putnam Weale. Georg Brandes sagði: Til hvers eigum við að lesa? Til að auka þekking okkar, til að losna við hleypidóma okk- ar, til að auka sífelt mann- gildi okkai'. Vesaíingamir. Þeim verður lok- ið i næsta blaði og fæst síðasta bókin síðan sjerprentuð innan- skamms. Sagan hefur verið ákaf- lega mikið lesin og náð miklum vinsældum, enda er hún ein af bestu og frægustu skáldsögum heimsbókmentanna. Bókamenn munu margir vilja eignast söguna alla í heild og verða allar bækurn- ar komnar til bóksala út um land áður en langt um líður. En fyrstu fjórar bækumar eru þegar fáan- legar og eru ódýrar (sú síðasta 2 kr.). Innanskamms mun hefjast ný saga í Lögrjettu, ein af bestu sögum úr heimsbókmentum síð- ustu tíma. Sr. Þormóður Sigurðsson er kjörinn prestur í Þóroddsstaða- kalli. Á Siglufirði var nýlega brotist inn í sparisjóðinn og stolið 200 krónum. Húsbruni vai'ð 16. f. m. í Borg- arfirði eystra, brann „Sjávarborg" í Bakkagerðisbygð. Tókst fyrst að slökkva eldinn, en haim tók sig upp aftur tveimur tímum seinna og brann þá húsið til kaldra kola. Einitr H. Kvaran flutti nýlega í Sálarrannsóknarfjelaginu erindi, sem vakið hefir ákaflega athylgi hjer í bænum. Sagði hann m. a. frá fregnum, sem borist hefðu frá prófessor Har. Níelssyni og mynd, sem komið hefði fram af V. Hugo: VESALINGARNIR. uðuð að steypa honum í glötunina, en geislabaugur ljóm- ar um hann. Nei, það eruð þjer, sem eruð þjófurinn, það eruð þjer, sem eruð morðingi. Jeg sá yður, Thénardier Jondrette í greni yðai' í Rue de l’Höpital. Jeg veit nóg um yður til þess að senda yður á galeiðumar og jafnvel lengra, ef jeg vil. Þama eru þúsund frankar, óþokkinn þinn. Hann henti þúsund franka seðli í Thénardier. — Jæja óþokki og mannfýla, látið þjer yður þetta að kenn ingu verða, leyndarmála-braskari og myrkravaldur og hundingi. Ilirðið þessa eitt þúsund franka og hypjið yður burtu. Waterloo vemdar yður. — Waterloo, muldr- aði Thénardier og stakk seðlinum á sig. — Já, morðingi, þjer björguðuð þar lífi foringja ... — Yfirforingja. sagði Thénardier og reigði sig. — Foringja, sagði Maríus fokvondur, mjer er alveg sarria um alla yfirforingja. Þjer hafið drýgt alla glæpi. Burt! Jeg vil vera hamingjusam- ur. Lað er alt sem jeg vil. Jæja, ófreskja, þama em þrjú þúsund frankar í viðbót. Hirtu þá. Farið þjer svo á morg- un til Ameríku með dóttur yðar, því konan yðar er dauð, lygalaupurinn. Jeg skal hafa gætur á burtför yðar, óþokk- inn, og láta borga yður tuttugu þúsund franka um leið og þjer farið. Snautið þjer burtu og látið þjer hengja yð- ur einhversstaðar annarsstaðar. — Herra barón, sagði Thénardier og hneigði sig alveg niður að gólfi, eilífar þakkir. Hann fór út úr dyrunum og skildi ekki neitt, for- viða og glaður yfir örlætinu og þrumulestrinum. Við skulum binda enda á sögu þessa manns undir eins. Tveimur dögum eftir atburði þá, sem nú var sagt frá, lagði hann af stað til Ameríku undir fölsku nafni með Azelmu dóttur sinni og hafði tuttugu þúsund franka ávís- un til New York. En siðleysi og óþokkaskapur Thénar- diers, hins skipreika borgara, var ólæknandi. í Ameríku sat hann við sama keipinn og í Evrópu. Óþokki getur snú- ið góðverki til ills, svo að af því hljótist óhöpp ein. Fyrir fje Maríusar setti Thénardier upp þrælasölu. Undir eins og Thénardier var kominn út fyrir þrösk- uldinn þaut Maríus út í garðinn, þar sem Cósetta var enn á gangi. — Cósetta, Cósetta, kallaði hann, komdu, komdu fljótt. Við skulum fara. Basque, körfu! Cósetta, komdu. Ó, guð minn góður. Það var hann, sem bjargaði lífi mínu. Við megum ekkert augnablik missa. Settu á þig sjalið. Cósetta hjelt að hann væri ringlaður, en hlýddi. Hann stóð á öndinni. Hann æddi aftur og fram, kysti Cósettu og sagði hvað eftir annað — Dæmalaus asni er jeg. Hann var alveg hamslaus. Jean Valjean fór að vaxa 1 augum hans, hami varð hinn mesti fyrirmyndarmaður, glæsileg- ur, mildur, ósegjanlega auðmjúkur maður. Galeiðuþræll- inn breyttist fyrir sjónum hans í Kristmynd og þetta undur varp ofbirtu í augu hans. Hann vissi ekki með vissu hvað hann sá, en það var eitthvað glæsilegt. Vagn kom eftir andartak. Maríus hjálpaði Cósettu upp í hann og stökk sjálfur upp á eftir. — Homme-Ai*mé-götu nr. 7.. kallaði hann og vagninn þaut af stað. — Þvílík hamingja sagði Cósetta, Homme-Armé-götu. Jeg þorði ekki að tala um.það við þig. Við förum til hr. Jeans. — Til pabbaþíns, Cósetta, pabba síns, nú fremur en nokkuru sinni áður. Nú get jeg ímyndað mjer það, að brjefið, sem jeg sendi þjer með drengnum, og þú segist aldrei hafa fengið hafi lent hjá honum. Cósetta, hann fór í virkið til að bjarga mjer, og af því að hann hefur ákafa löngun til þess að vera engill, þá hefur hann í leiðinni bjargað fleirum. Það var hann, sem bjargaði Javert. Hann hefur dregið mig upp úr djúpinu, sem jeg var dottinn í til þess að gefa mig þjer. Hann hefur borið mig á bakinu í hinum hræði- legu skólpræsum. En hvað jeg hef verið afspyrnu van- þakklát skepna. Eftir að hafa verið þín forsjón, Cósetta, hefur hann einnig verið mín forsjón. Hugsaðu þjer það, að þetta var afskaplegt foræði og hann hefði getað sokk- ið í það mörg hundruð sinnum, en hann bar mig yfir það, Cósetta. Það var liðið yfir mig, jeg sá hvorki nje heyrði nokkum skapaðan hlut og jeg gat ekki komist á snoðir um neitt það, sem fyrir mig hafði komið. Nú skulum við taka hann með okkur heim til okkar, nauðugan viljugan, og hafa hann altaf hjá okkur. Bara að hann sje nú heima, svo að við hittum ha# 1 Hla að eyða öllu því, sem eftir er af æfi minni is8 að lofa hann og heiðra Það hlýtur að vera ei# \ segi, Cósetta, það hlýtur að hafa verið hann, $ ’Ú'oche afhenti brjefið. Það skýrist alt af sjálfu sjeí’^rðu. Cósetta skildi ekki^kið orð af þessu, en svar- aði — Já, alveg rjett. P< Hm rann áfram. Þegar Jean Valjean heyrði að bari* ^ dyrum, sneri hann sjer og sagði veikri rödd — A Dymar opnuðust. Cósetta og Maríus komu í ljós- þaut inn í herbergið, en Maríus staðnæmdist í $ ^ og studdist við dyrastaf- inn. — Cósetta, sagði J^^ean og rjetti úr sjer í sæt- inu, handleggir hans r 1 hann var skininn og fölur, ringlaður og skuggaleg^’ jUugum hans skein ósegjan- leg gleði. Cósettu lá v1 *tun af geðshræringu. Hún fjell að brjósti hans og ^ Pabbi. Jean Valjean varð alveg utan við sig og s^, Cósetta. Það er hún. Það eruð þjer, frú, það Cégetta. Ó, guð minn góður. Hann þrýsti henni í og sagði — það ert þú, þú ert hjer. Þú fyrirg ^jer þá. Maríus lokaði aug- unum til að tárfella eu* ^k fram og hvíslaði, en beit saman vörunum til þe#, J^fa ekkann. — Kæri tengda- faðir, sagði hann. — FrwjjS þjer mjer líka, sagði Jean Valjean. Maríus kom eC^ ^ U upp og Jean Valjean bætti við — Þökk. Cósetta ; 8jer sjalið og kastaði hatti sínum á rúmið. Svo sl jA&n í keltu gamla mannsins og strauk hærurnar frá enninu og kysti á það. Jean Valjean ljet ha#^ri4ða og hún gerði atlot sín hálfu ástúðlegri, eins é . ^tlaði að borga skuld Marí- usar. Jean Valjean st#^ Én hvað maður getur ver- ið heimskur. Jeg hjeí * ]'ek ætti aldrei að sjá hana framar. Hugsið þjer yí^,' f*ontmercy, að einmitt þeg- ar þjer komuð inn úr ^Lj-\ sagði jeg við sjálfan mig — Það er úti um alt. 'Á* liggur litli kjólinn hennar. Jeg er ógæfusamur mr^to aldrei framar fæ að sjá Cósettu. Einmitt þettí , * Jeg þegar þjer komuð upp stigann. Svona var jegr Það er merkilegt að mað- ur skuli geta verið svona vitlaus. En maðm- gleymir guði sínum. Drottinn segir: Heldur þú að jeg sleppi svona af þjer hendinni, fávís maður. Nei, svona skal það ekki fara. Hæ, þarna niðri situr gamall karlfauskur og þarf á engli að halda og svo kemur engillinn og jeg fæ aftur að sjá Cósettu, jeg fæ aftur að sjá hana elsku litlu Cósettu mína. Ó, jeg hef verið mjög hamingjusamur. Hann sat orðlaus andartak, en hjelt svo áfram — Jeg þurfti sannarlega á því að halda, að sjá Cósettu endur og eins. Hjartað þarf að hafa bein til að naga. Jeg fann að mjer var ofaukið og rjettlætti það með sjálfum mjer: Þau þurfa ekki á mjer að halda, vert þú kyrr í þínu homi, maður hefur ekki rjett til þess að lifa að eilífu. Guði sje lof, nú sje jeg hana aftur. Veitstu það, Cósetta, að maðurinn þinn er einstaklega laglegur. En hvað þetta er falleg legging á kjólnum þínum, þetta líkar mjer, ljómandi falleg. Það er vist maðurinn þinn, sem hefur valið hana. Og svo verðuv þú' að hafa nokkur kasmirsjöL'Hr. Pontmercy, leyriFið þjer mjer að þúa hana. Það verður ekki lengi. Cósetta tók nú til máls og sagði — En hvað það var ljótt af þjer að yfirgefa okkur svona. Hvai- hefurðu ver- ið? Af hverju hefurðu verið svona lengi i burtu. I gamla daga varstu ekki nema svo sem tvo daga að heiman. Jeg sendi Nicolettu til þess að spyrja um þig, en hún kom altaf aftur með sama svarið: hann er ekki heima. Hvenær kornstu? Af hverju hefurðu ekki látið okkur vita um það. En þú ert orðinn svo breyttur. Þú hefur verið veikur án þess að láta okkur vita, það var illa gert. Findu, Maríus, hvað honum er kalt á hendinni. — Jæja, þama eruð þjer þá, hr. Pontmercy og þjer fyrirgefið mjer. En þegar hann sagði þessi orð fjekk alt það framrás hjá Maríusi, sem ólgaði í hjarta hans og hann sagði — Heyrirðu Cósetta, ennþá er hann að biðja mig að fyrirgefa sjer. Og veitstu svo hvað hann hefur gerí, Cósetta? Hann hefur bjargað lífi mínu. Hann hefur gert meira, hann hefur gefið mjer þig. Og þegar hann hafði bjargað mjer, gefið mjer þig, veitstu hvað hann gerði þá, Cósetta? Þá fómaði hann sjálfum sjer. Svona er maðurinn. Og þar á ofan fer hann svo að þakka mjer, vanþakklátum, gleymnum, miskunar- lausum og brotlegum vesaling. Cósétta, það væri ekki nóg þótt jeg eyddi allri æfi minni fyrir fótum hans. Virkið, skólpræsin, glóandi ofninn hefur hann gengið í gegn um mín vegna, Cósetta. Hann bar mig burtu úr ógn- um dauðans, bægði þeim frá mjer, en gekk í gegn um þær sjálfur. Hann á hugrekki, dvgð og hetjuskap i öllum mynd- um. Hann er dýrðlingur, Cósetta. Þessi maður er sjálfur engillinn. — Uss, uss, hvíslaði Jean Valjean, af hverju segið þjer alt þetta? — En þjer sjálfur, sagði Maríus gremjulega en þó virðulega, af hverju hafið þjer sjálfur ekki sagt það? Það er einnig yður að kenna. Þjer bjargið lífi manna, en leynið þá því. Já, meira að segja, þjer róg- berið yður undir yfirskini þess, að þjer sjeuð að afhjúpa yður. Það er hræðilegt að hugsa til þess. — Jeg hef sagt sannleika stundi Jean Valjean. — Nei, svaraði Maríus, sannledkur er sama og allur sannleikur og hann hafið þjer ekki sagt. Þjer eruð herra Madelaine. Hvers vegna sögðuð þjer það ekki? — Af því jeg hugsaði eins og þjer. Mjer fanst þjer hafa rjett fyrir yður og að jeg ætti að fara leiðar minnar. Ef þjer hefðuð þekt þessa skólpræsa- sögu, þá hefðuð þjer fengið mig til þess að vera kyrran og þess vegna átti jeg að þegja um hana. Ef jeg hefði sagt frá henni hefði það orðið hindrun. — Hvað og hvern hefði það hindrað ? Þjer gerið yður það væntanlega ekki i hug- arlund, að þjer fáið leyfi til þess að vera hjer áfram? Nei, við förum með yður heim. Guð minn góður, þegar jeg hugsa til þess, að það var af einskærri hendingu, að jeg komst að þessu. Við tökum yður með okkur, því hjá okk- ur eigið þjer heima. Þjer eruð faðir hennar og faðir minn. Þjer megið ekki vera deginum lengur í þessu hræðilega húsi. Ekki til að tala um. Á morgun verðið þjer ekki hjer. —- Nei, það er satt, sagði Jean Valjean, á morgun verð jeg hjer ekki lengur, en jeg verð ekki hjá yður. — Við hvað eigið þjer, spurði Maiíus; þjer fáið ekki að fara burtu, þjer skiljið ekki framar við okkur,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.