Lögrétta


Lögrétta - 09.01.1929, Síða 1

Lögrétta - 09.01.1929, Síða 1
LQGRJETTA [V. ár. j Reykjavík, miðvikudaginn 9. janúar 1929. | 1. Um víða veröld. Mussolini og fascisminn. Mussolini segir æfisögu sína. Mussolini hefur nýlega látið gefa út æfisögu sína, sem hann hefur sjálfur skrifað. Hún hefur þegar verið þýdd á ýms mál, en verið misjafnlega tekið. Sumir telja bókina merka sálarlýsingu og skýra og lifandi mynd af ein- hverjum harðvítugasta athafna- manni nútímans og af störfum hans (t. d. ýms ensku íhalds- blöðin). Aðrir telja bókina fremur fánýtt skrumrit og óáreiðanlegt (t. d. Manchester Guardian). Sjálfsagt verður bókin merkilegt heimildarrit, en ekki einlægt Mussolini til lofs. Talsverður sjálfbyrgingsskapur og þótti lýsir sjer í ýmsum um- mælum hans um sjálfan sig, enda hefur það komið fram við ýms tækifæri önnur í stjórnarferli hans, að maðurinn er talsverður orðhákur. Þetta hefur oft sett á stjómarstefnu hans, einkum í utanríkismálum, nokkuð gustmik- inn og galgopalegan blæ og gefið rangar hugmyndir um það, sem á bak við lá. Því athafnimar hafa stundum verið skynsamlegri og markvissari en orðin. Utanrlkis- stefna Mussolini hefur að ýmsu leyti orðið til þess að styðja fascismann inn á við, þótt ýms af- skifti hans t. d. af annarlegum þjóðernum (sbr. Tyrol-málin) eigi ~fáa formælendur. Mussolini segist í æfisögu sinni aldrei hafa orðið fyrir minstu áhrifum af öðrum mönnum. Hann segist að vísu hlusta með mikilli athygli á orð vina sinna og jafn- vel á ráðleggingar þeirra, en þeg- ar hann taki mikilsverðar ákvarð- anir segist hann eingöngu fara eftir sínum eigin vilja og sam- vitsku. Hann segist heldur ekki trúa á áhrif bóka eða á fyrir- myndir úr æfisögum merkra manna. „Sjálfur hef jeg aðeins notað eina stóra bók. Sjálfur hef jeg aðeins haft einn mikinn kenn- ara. Bókin er lífið. Kennarinn er dagleg reynsla“. Hann segir enn- fremur, að það hafi vissulega ekki verið töfrar persónulegs valds, sem knúið hafi sig áfram, heldur hafi hann einungis barist fyrir heill og hagsæld þjóðar sinnar. Hann segist ekki njóta mikils næðis eða draumlífs. Það sem er skáldlegt í lífi mínu er skáldskap- ur skapandi skipulags. Æfintýr lífs míns er æfintýri fyrirætlana, st'jórnmálaákvarðana og framtíð- ar ríkisins. Jeg þjóna ítölsku þjóðinni með hverri taug hjarta míns. Jeg er þjónn hennar. Jeg finn það, að allir ítalir skilja inig og elska mig. Jeg veit það, að sá einn er elskaður, sem er j hiklaus og hispurslaus leiðtogi, óeigingjam og í öniggri trú. Þessi eru orð Mussilinis sjálfs J og hann segist hafa notið fylgis „hinnar heiðarlegu, góðu, hreinu og einlægu sálar hinnar ítölsku þjóðar“. En eins og kunnugt er, bregður mjög til beggja skauta um skoðanirnar á Mussolini og stefnu hans, fascismanum, hjá öðrum. Út í frá eru það ekki síst ítalskir flóttamenn, sem orð- Mussolini. ið hafa fyrir barðinu á fascism- anum, sem haft hafa áhrif á al- menningsálitið í Evrópu, honum til tjóns. En sjálfur segir Musso- lini í æfisögu sinni, að hann láti sig það ekki miklu skifta, þótt hann sje misskilinn, „því þegar öllu er á botninn hvolft, þá hef jeg of mikið að gera til þess að hlusta á baktjaldamælgi lygara“. En ýmsir þeir, sem ekki hafa neinna ítalskra flokks- eða eigin- hagsmuna að gæta, en hafa rann- sakað fascismann, hafa einnig borið honum illa söguna. En mjög eru frásagnirnar frá Ítalíu sund- urleitar, ekki síður en frá Rúss- landi, og sýnist sitt hverjum. Lögrj. hefur oft sagt frá mönn- um og málefnum suður þar, m. a. ýmsum, sem gagnrýnt hafa á- standið þar allsterklega. Nýlega hafa birtst greinar um þessi mál (í Politiken) eftir dr. phil. Emil Rasmussen, sem er vel kunnugur Italíu fyrir og eftir fascistabylt- inguna og ber hann að ýmsu leyti vel söguna fascismanum og áhrif- um hans. Til þess að geta dæmt rjettilega um fascismann þurfa menn að kunna skil á ástandinu eins og það var áður en bylting hans kom til sögunnar. Það er ekki Mussolini, sem byrjað hefur á því að styðja einræði sitt eingöngu við einn flokk eða klíku, segir dr. E. R. Slíkt hefur ávalt átt sjer stað síðan ítalska ríkið var stofn- að. Hinar svonefndu þingræðis- stjórnir, sem áður sátu að völdum urðu undantekningarlaust að I styðjast við einn ákveðinn flokk og mjög áhrifamikinn, sem sje frímúrarafjelagið. Frímúraramir voru svo að segja almáttugir í ítölskum stjómmálum og höfðu þingið og ráðuneytin í hendi sjer. Þess vegna hefur ráðríki fascist- anna ekki síst komið hart niður á frímúrarafjelagsskapnum, sem er bannaður, og á þipginu, sem í raun og veru er upphafið og á- hrifalaust orðið, þótt því sje haldið að nafninu til, enda mun konungurinn neita afnámi þess. Afstaðan til frímúraranna hefur einnig orðið til þess, að sameina nokkuð fascistana og kaþólsku kirkjuna, því frímúrarar voru kirkjufjendur og töldu það jafn- vel stefnu sína, að „útrýma Róm- kirkjunni“. En kirkjan ljet einnig hart mæta hörðu og predikaði strengilega gegn frímúrurunum. En þeir vom svo voldugir, að þeir gátu boðið henni byrginn. Þegar fascisminn þóttist þurfa á stuðningi kirkjunnar að halda og leitaði hans, varð hann hennar vegna, þótt hann hefði ekki vilj- að það annars vegna, að fóma frímúrurunum og gerði það. Kirkjan hefur unnið á í Ítalíu að ýmsu leyti við þetta og fascism- inn sýnir henni virðingu sína við allskonar tækifæri. Áhrif kirkj- unnar hafa einnig orðið fascism- anum hjálpleg í ýmislegri við- leitni hans til þess að koma á röð og reglu og bættu siðferði, eða kirkjan hefur beitt fascism- anum fyrir sig í þeim efnum. T. d. hefur verið rótað hressilega upp í glæpa- og ólifnaðarveröld ítölsku stórborganna. Þeir, sem kunnugir voru í Neapel fyrir 20 til 30 árum, þekkja hana ekki aftur sem sömu borg. Áður fyr stóðu þar vændiskonur á öðru hvoru götuhomi og buðu börn til óskírlífis. Nú er slíkt horfið. Úr Róm voru fluttar skækjur í heilum jámbrautarlestum þegar fascistar og kirkjan fengu völdin. Þessi barátta gegn lauslætinu varð jafnvel til þess að launalág- ir embættis- og starfsmenn mót- mæltu burtflutningi vændis- i kvennaima. Þeir sögðu að laun sín væm svo lág, að þeir hefðu ekki efni á því, að eiga heimili og konu alla vikuna og yrðu að láta sjer nægja það, að vera giftir einu sinni í viku. En þótt fascist- ar og Vatikanið hafi getað tekið höndum saman um ýms mál, þá er sambandið lítið nema á yfir- borðinu og ber ýmislegt á milli. Einkum getur fascisminn ekki fallist á allar skólamálakröfur kirkjunnar, en kirkjunni er lítið gefið um sumt athæfi fascism- ans, t. d. dýrkunina á d’ Ann- unzio. En hann er einskonar þjóðardýrðlingur fascista, en í ó- sátt við kirkjuna. Fascistar vilja gjama nota færið til þess að fá enda bundinn á hið gamla deilu- mál, hina svonefndu rómversku deilu, milli páfastólsins og ítalska ríkisins. En leiðtogar Vatikans- ins eru ófúsir til þessa, og ráða mestu um það erlendu kardinál- amir. Annars hefur samvinna fascismans og kirkjunnar ekki orðið til sjerlega mikillar trúar- vakningar hjá þjóðinni, nema helst á Suður-Italíu, en þar hefur einlægt verið trúhneigðara fólk en í norðurlandinu. Á Suður- Italíu er kirkjusókn mikil og fjárframlög rífleg til guðsþakka. En þeim fer fækkandi, sem ganga til skrifta og fólk lætur nú miklu hispurslausar en áður í ljós ó- kirkjulegar skoðanir. Tilfinnan- legur hörgull er einnig á prestum og prestaefnum víða. I bæ einum þar sem áður voru 27 prestar voru nú nýlega aðeins 9 prestar og enginn guðfræðanemi. Samvinna fascismans og kar þólsku kirkjunnar hefur þannig að mörgu leyti orðið fascisman- um til styrktar. En honum varð einnig til styrktar það ástand, sem var í stjómmálalífi þjóðar- inar þegar hann fór að láta til sín taka, glundroðinn, úrræða- leysið og óheiðarleikinn. Italska þingræðið eða sú skrípamynd þingræðisins,-sem þjóðin bjó við, var orðið gjaldþrota. Fascisminn hefur rótað upp í ýmsu gömlu ólagi og óheiðarleik og lagað á- standið, en hann hefur líka stjómað með harðri hendi kúg- unar og einræðis. En menn skulu \einnig minnast þess, þegar þeir dæma einræði fascismans, að það er ekki fascisminn sem hefur skapað einræðið og kúgunina, það var til áður, en fascisminn hefur hagnýtt sjer það. Prefektamir gömlu, (einskonar stiftamtmenn) vora hreint og beint kosninga- smalar stjórnarinnar og beittu kosningakúgun í stórum stíl, svo að hinn frjálsi kosningarjettur var skrípaleikur einn, því með prettum og kúgun trygði stjómin sjer ávalt meirihluta. Þegar á þingið kom gátu samt áhrifamikl- ar klíkur að tjaldabaki ráðið lög- um og lofum þvert ofan í þing- viljann. Stjórnmálaspillingin var orðin afskapleg, landeyður og misindismenn óðu uppi og gátu jafnvel orðið ráðherrar, ef þeir vom í nógu góðri klíku. Það var því ekki að undra þótt slíkt þing- ræði fjelli um sjálft sig og væri ekki harmað. Verra en það áður var gat ástandið varla orðið í höndum fascistanna. Síðast en ekki síst er eins að geta, sem mjög varð til þess að ýta undir fascismann. En það var t undirróður kommunista í Italíu. Það vai’ skynsamlegt af bolsevík- um að beina byltingartilraunum sínum til Italíu. Jarðvegurinn var

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.