Lögrétta


Lögrétta - 06.02.1929, Blaðsíða 1

Lögrétta - 06.02.1929, Blaðsíða 1
LOGRJETTA XXIV. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 6. febrúar 1929. 5. tbl. Um víða veröld. Olía. Sá, sem á olíuna á heiminn sagði eitt sinn Beranger yfirmað- ur olíumálanna í Frakklandi á ófriðarárunum. Við berjumst fyr- ir olíu segir Ludwell Denny, amer- ískur blaðamaður, sem sjerstak- lega hefur kynt sjer olíumálin. Menn gera sjer þess tæplega grein alment hvað þessi olíumál eru mikil og margþætt og að þau eru, bak við tjöldin, driffjöðurin í mörgum stjómmálum, þótt öðru vísi líti út á yfirborðinu. Um þess- ar mundir fer fram hatröm tog- streita milli Breta og Bandaríkja- manna um olíuna. Olíudeilumar eru einhver hejsti liðurinn í deil- unni um yfirráðin yfir heiminum. En fróðum mönnum kemur saman um það, að þær deilur sjeu undir niðri alvarlegri og ískyggilegri en menn geri sjer alment grein fyrir. Og glöggustu mennirair hafa sjeð það fyrir fyrir löngu, hvert stefndi. House ofursti talar m. a. um þetta í brjefi til Wilsons for- seta í júlí 1919. Hann segir að bretska ríkið sje að vísu bæði víð- áttumeira, fólksfleira og líklega auðugra en Bandaríkin, en samt sje þeirra aðstaða miklu betri. En einmitt þessvegna sje að draga upp ófriðarbliku milli þjóðanna, svipaða og milli Englands og Þýskalands fyrir heimsstyrjöld- ina. Plunkett aðmíráll hefur einn- ig sagt það, svo sem frægt er orðið, að ef sagan sje rjettilega lesin, þá sjeu Bandaríkin nú nær ófriði en nokkru sinni áður. Slíkri styrjöld mundu báðar þjóðimav tapa, segir Denny, en Bretland mundi þó tapa meiru, því heims- veldi þess mundi liðast í sundur (Mundi Island verða óhreyft of slíkri styrjöld?). Einn þáttur þess undirbúnings, sem fram fer undir þá styrjöld, er baráttan um olíuna. Því olían er einn helsti orkugjafi framtíðarinnar, m. a. fer' það sí- felt í vöxt að herskip sjeu olíu- knúin. Ameríkumenn eiga innan sinna eigin landamæra 12% af olíuforða heimsins, en í Bretaveldi eru 6%. En það eru lindimar í MiðAmer- íku, Rússlandi og Austurlöndum, sem úrslitum ráða. Bretland og Bandaríkin hafa barist um yfirráð- in yfir þessum svonefndu „hlut- lausu“ olíusvæðum. Bretar hafa unnið, að áliti Denny’s. Þeir hafa trygt sjer yfirráðin yfir þremur fjórðu hlutum þeirra olíulinda, sem kunnar eru, ef rússnesku lindirnar eru ekki taldar með. Það er yfirborðsskoðun ein á roálinu, sem heldur að olíustreit- an sje fyrst og fremst sprottin af auðvaldságengni olíukónganna, Rochefellers, Deterdings, d’Arcy’s Cowdray lávarður og Sir Waley Cohens. 1 insta eðli sínu er olíu- deilan af því sprottin, að nú á dögum getur engin siðmenningar- þjóð verið olíulaus. Það er hörð og oft ófyrirleitin | barátta, sem háð hefur verið um i yfirráðin yfir olíulindunum í Mexico, Venezuela, Persíu, Nicara- j gua og Rússlandi. Mútur, samsæri og byltingar hafa verið notaðar 1 þar að vopni, Mennimir. sem staðið hafa á bak við þessi mál eru vissulega merkilegir menn og duglegir, en oft ófyrirleitnir. Byltingamar og róstumar í Mexicó og Nicaragua em sjerlega ljós dæmi þess hver áhrif olíumál- in geta haft á innanlands pólitík þeirra landa, sem lindimar eiga þegar olíukóngar stórveldanna fara að leika sjer að þeim. Það er knýjandi nauðsyn að reyna að koma á friði í olíustyrj- öldinni. Ef til vill geta hin nýju vísindi, sem eru að finna nýjar aðferðir til olíuvinslu, orðið sátta- semjari. Denny stingur upp á stofnun bresk-amerísks hrings, sem fái yfirráð yfir öllu hráefni heimsins, olíu, gúmmi o. s. frv. En hversvegna á þessi hringur aðeins að ná til Breta og Banda- ríkjamanna spyrja aðrir, þeir eru þó, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki allur heimurinn. Allir hlut- ! aðeigendur þyrftu að sameinast í alþjóðasamvinnu um olíumálin. Nokkrir helstu olíukóngamir komu einnig saman í fyrra í Skotlandi, eða var látið heita í Skotlandi, eða var látið heita svo, að þeir mættust þar á skemti- ferð. Ekkert er kunnugt um árangur þeirrar umræðu. Hitt er víst að olían er yfirvofandi ófrið- arefni. Síðustu fregnir. Ýmsar fregnir berast nú frá Spáni, en ósamhljóða, um upp- reisn gegn alræðisstjóm de Rivera. Herdeildir hafa gert upp- reisnir og talið að ýmsir mikils- megandi stjómmálamenn frá fyrri árum hafi staðið á bak við. Stjómin hefur látið handtaka marga þeirra. Þýsk blöð segja, að um allmikla lýðveldishreyfingu sje að ræða. Síðustu fregnir segja að uppreisnin hafi verið bæld nið- ur og að Rivera telji úti um hana fyrir fult og alt, og hafi stjómin nú mikið lið undir vopnum, alt trygga stjórnarmenn. En ýms er- lend blöð síðustu daga telja að ekki sje nema um bráðabirgða- sigur að ræða fyrir stjórnina, andúðin gegn alræðinu sje svo mögnuð undir niðri í ýmsum flokkum, að hún gjósi upp aftur þá og þegar. — Um Trotsky er nú mikið talað. Hann hefur lergi undanfarið verið í útlegð í Síber- íu. En lausafregnir segja, að rík- Hannes Hafstein. isstjórnin hafi ætlað að gera ein- hverjar sjerstakar ráðstafanir fyrir honum, vísa honum alveg úr ríkinu, eða handtaka hann alveg. Sumar fregnir segja, að hann sje horfinn úr verustað sínum og telja sumir að hann sje kominn til Miklagarðs, en aðrir að hann hafi druknað á leiðinni í Svarta- hafinu. Eins og áður hefur verið sagt frá hafa undanfarið staðið samningar milli páfans og Musso- lini um endurreisn kirkjuríkisins. Nú er sagt að þeim samningum sje lokið með sáttum og sje að- eins eftir að undirskrifa þá. Páf- inn kvað eiga að fá til frjálsra og fullvalda yfirráða pokkurt svæði umhverfis Vatikanið og svo ýms- ar aðrar byggingar í Róm. Hins- vegar kvað hann hafa hafnað því, að fá til yfirráða sjerstaka jámbrautarstöð. Italska stjómin greiðir páfastólnum mikið fje í skaðabætur og ætlar páfinn að verja 11 miljónum sterlings- punda af því til trúboðs. í Andes- fjöllum í Argentínu gekk nýlega mikið fárviðri. Hjarðmannaflokk- ur var á ferð þar og kom úr nautarekstri vestan úr Chile. En í dalverpi einu skall á hann svo mikið ofviðri og stórhríð að föt sviftust af mönnunum og urðu 16 af 22 úti. Miklar hörkur hafa undanfarið verið víða um Mið- og Suður-Evrópu, frost óvenjumikii og fannkoma svo að til vandræða horfir. Aldarfjórðungs- afmæli innlendrar sijórnar. I. 1. þ. m. vora 25 ár liðin frá því, er Island fjekk heimastjóm. Ný stjórnarskipunarlög gengu í gildi 1. febrúar 1904 og samkvæmt þeim var skipaður innlendur ráð- herra, sem skyldi hafa aðsetur í Reykjavík. Jafnframt var mikil breyting gerð á æðri embætta- skipun í landinu og var hún eink- um í því fólgin að sameina yfir- stjóm umboðsvaldsins hjá stjóm- an’áði við hlið ráðherrans í Reykjavík. Þessi breyting hafði náðst með langvinnri baráttu við stjóm Dan- merkur. Þar höfðu hægrimenn setið að völdum langa tíma og ver- ið andvígir öllum breytingum á stjórnarfari Islands og afstöðu þess til Danmerkur. Samt höfðu þeir að lokum fallist á þá tilhliðr- un, að íslenskur ráðherra yrði skipaður, við hlið konungs í Kaup- mannahöfn, til þess að fara með raál Islands og bæri hann ábyrgð fyrir alþingi. En frá 1874 höfðu íslensku málin verið falin dóms- málaráðherrum Danmerkur, og enginn þeirra hafði haft nokkra þekkingu á þeim málum og enginn þeirra skilið íslenska tungu.Æðsta innlenda stjómin var falin lands-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.