Lögrétta


Lögrétta - 06.02.1929, Blaðsíða 3

Lögrétta - 06.02.1929, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 1 fór jeg alfarinn úr föðurhúsum í Norðurlandi og árið eftir til ann- ars lands, í þungum hug — til að nema læknisfræði. — 1890 kom jeg snöggvast heim, og þá var blíðusumar og þjóðin aftur í besta skapi. Síðan 1894 hef jeg átt heima á höfuðbóli þjóðarinnar og er kunnugt um hvað gerst hefur Þjóðin var í hafti, erlendu valdahafti. Það losnaði hún við 1904, þegar æðsta stjóm landsins var flutt inn í landið. Allir vita að á þeim 25 árum, sem síðan eru liðin, hafa fram- farir þjóðarinnar orðið margfalt greiðari en á hinum 30 undan- fömu árunum (1874—1904). þessu mikla frelsisspori 1904 var þó ekki fagnað sem við hefði mátt búast. Viðburðurinn gleymdist fljótt í hörðum deilum um innan- landsmál. En jeg fæ ekki betur sjeð en að þær hörðu deilur, sem þá hófust hafi orðið þjóðinni til góðs — jeg veit ekki hvers vegna menn eru að tala um frið. Lífið er | þó barátta, og þar sem engin bar- j átta er manna í milli, þar er ekk- ■ ert líf, ekkert þjóðlíf. 1918. Það er stundinn sagt, að þjóðin hafi látið sjer fátt um finnast fullveldisfenginn 1918. Við vitum líka allir, að það var ekki fullur fengur. En þó finst mjer sem sjóndeild- arhringur þjóðarinnar hafi aldrei vikkað eins mikið í einni svipan eins og þá. Áður horfðum við ekki út fyrir landsteinana, að heita mátti. Nú horfum við, hugsum og svif- um um öll höf veraldar — undir i íslensku merki. G. B. ----o---- Erlendar bælcur. Ýms merk sögurit önnur en i um styrjöldina, sem nýlega er get- , ið, eru nýkomin, aðgengileg fyrir j allan almenning mentaðs fólks, auk margvíslegra sjerfræðirita. Sjerstaklega er víða um lönd ! mikill áhugi manna á æfisögum j og hafa ýmsir nýir æfisöguritar- j ar getið sjer heimsfrægð. Meðal j þeirra er einna helstur Þjóðverj- j inn Emil Ludwig, sem áður er I getið í Lgrj. Hann hefur skrifað J stórt rit um Napóleon (m. a. ný- j komið á dönsku) fjörlega og vel j skrifað og læsilegt, þótt ekki þyki ! í því mikið af nýjum heimilda- j rannsóknum eða athugunum. j Um bókmentir og bókmenta- j fræði kemur alt af út mesti urm- ull af ritum. Þeim, sem hafa á- j huga á að kynnast dálítið erlend- um nútímaskáldskap má benda á j fremur ódýrar (kr. 2.25—4.50) j sænskar bækur í safninu Natur \ och Kultur um enskar, þýskar j og franskar bókmentir eftir Brunius, Kiintzel og Strömberg. Um Selmu Lagerlöf, sem hjer er allmikið lesin, er nýkomin bók j eftir þýskan prófessor, Walter A. Berendsohn (fæst á dönsku kr. 6.50). Bókin er gefin út í tilefni af sjötíu ára afmæli Selmu Lagerlöf. Um ítalska stómmála- manninn Cavour er nýkom- Páll á Hjálmsstððum Jeg hef einn í langri lest lötrað bragavöllin. Harpan þín mig hresti best, hetjan upp við fjöllin. Rjúfa ljestu þagnarþing þrumu- og elfarhljóma. Yfir var og alt í kring. eldað morgunljóma. Láttu, skáld, þín bragabál blossa dögum öllum. Hertu norrænt stuðlastál, stefjað út úr fjöllum. Jón Magnússon, in bók eftir Paléologue (fæst á sænsku á kr. 6.50) og um Clé- manceau eftir Clément. Hermenn og stjómmálamenn og listamenn hafa lengi verið helstu hetjur æfisöguritaranna. En það er vit- anlegt að nú, ef til vill fremur en nokkru sinni áður, eru það einnig aðrir menn, sem ráða gangi mál- anna í veröldinni og það eru auð- mennimir. Það er því oft mjög fróðlegt að kynnast lífi þeirra, enda hefur líf ýmsra þeirra oft verið hið æfintýralegasta, er þeir hafa hafist af sjálfum sjer. Ný- lega er t. d. komin bók um John Pierpont Morgan, sem lýsir vei uppgangi hans og áhrifum og fjármálavaldinu í Ameríku (Harry Smith: J. P. M. Der Weltbankier, 7 Rm.). Um Roth- schilds-ættina, eina helstu auð- mannaætt Evrópu, er einnig ný- komin fróðleg bók (Corti: Das Haus Rothschild in der Zeit sei- neir Blute, 14 Rm.). Hitt og jþetta — Svo að segja hvert mannsbam hjer þekkir Munckhausen og ein- hverjar af lygasögum hans, sem eru heimsfrægar. En maðurinn, sem þær em kendar við er sann- söguleg persóna og á nú að fara að reisa honum minnismerki í Bodenwerder í Hannover í Þýska- landi, þar sem hann átti heima. Minnismerkið á að vera einskonar gosbrunnur og sýnir styttan Munckhausen eins og hann segir frá sjer í einni sögu sinni, sitj- andi á stríðsfáki sínum, sem hann er að brynna. En er honum þykir klárinn drekka mikið og lengi lítur hann við og sjer að vatnið rennur jafnótt aftur úr honum, því bakhlutinn og afturfætumir höfðu verið höggnir alveg af hon- um fyrir löngu, án þess að Munckhausen tæki eftir því. — Múnckhausen, sem var fæddur 1720 og dó 1791, sagði sögur sín- ar vinum sínum við skál og birti sjálfur nokkrar þeirra á prenti 1781. Þær sögur þýddi svo Raspe á ensku og endurbætti, en skáld- ið Búrger þýddi þá þýðingu aftur á þýsku og jók hana, en hlaut af óþökk Múnckhausens sjálfs. En í þeirri mynd hafa þær orðið frægastar. . Nýlega fór fram einkennileg hjónavígsla í Englandi. Brúðurin, sem var alþekt hefðarmey, ljet fyrst bíða lengi eftir sjer í kirkj- unni og þegar hún loksins kom, hafði hún með sjer annan mann en þann, sem auglýst var að hún I ætlaði að giftast. Sagði hún, að hún hefði skyndilega orðið þeim j náunga afhuga og tekið hinn í staðinn. Þegar á veitslustaðinn kom, eitt af helstu hótelum Lund- úna, var gestum tilkynt, að ! veitslan hefði á síðustu stundu I verið flutt á annað hótel. | Þjóðverji einn, dr. Frank, kvað nýlega hafa fundið upp pappír sem ekki getur brannið. Hann er búinn til á venjulegan hátt, og úr venjulegum efnum, en farið með hann á sjerstakan efnafræði- legan hátt, sem gerir hann eld- tryggan. Heimkoma Vestur-íslendinga. Fulltrúar heimferðamefndar þjóð- ræknisfjelagsins era nú famir á- leiðis vestur aftur, eftir að hafa verið hjer önnum kafnir við ýms- an undirbúning heimferðarinnar og við fundahöld sem að henni lúta. Þeir gera ráð fyrir því, að heim hingað komi að ári að minsta kosti 400 manns og máske uppundir 800. Þeir koma hingað á sínu eigin skipi 2—3 dögum áður en hátíðahöldin byrja og dvelja í Reykjavík í 5—6 daga og verða þá til húsa í Landsspítalanum. En ekki þarf að efa að reykvísk heimili sýni þeim þar að auki alla gestrisni. Að loknum hátíða- höldunum gera Vestur-íslending- arnir ráð fyrir því að ferðast um landið, eftir því sem hvem og einn langar til, til fomra stöðva og til vina og vandamanna. Alls er gert ráð fyrir því, að þeir geti verið hjer 6 vikur, en þá sækir skip þeirra þá aftur. En þeir sem vilja vera lengur. geta það einn- ig, því farseðill gestanna gildir í eitt ár með tilteknum amerískum skipum. Gert er ráð fyrir því, að í förinni verði bæði ungir og gamlir og ætti hún að geta orðið hin ánægjulegasta. Norrænt stúdentamót á að halda hjer 1930. „Lausar skrúfur“, dramatiskt þjóðfjelagsæfintýri í 3 þáttum heitir gamanleikur, sem nú er byrjað að sýna hjer í Reykjavík. Að honum stendur H.f. Reykja- víkurannáll, sem áður hefur sýnt hjer ýmsa gamanleiki, Spánskar nætur og Haustrigningar. „Dularfulla flugvjelin“ eða galdraljósin svonefndu eru enn á sveimi. öðru hvoru gefur sig fram fólk hingað og þangað hjer í ná- grenninu, og segist hafa sjeð und- arleg Ijós í lofti og jafnvel heyrt þyt. Síðast hefur frjetst til þess af Kjalarnesi. Mönnum kemur ekki saman um það, hvað hjer muni vera á ferðinni. Sumir telja, að um missýningar einar eða hugar- burð muni vera að ræða. Aðrir álíta að um bíla- eða skipaljós sje að ræða, en því neita sjónarvott - arnir -afdráttalaust. Aðrir halda að þetta sjeu eðlileg ljósfyrir- brigði í loftinu, en sjaldgæf. Loks telja sumir, að hjer muni vera um að ræða skeytasendingar frá öðr- um stjömum, líklega Mars og Vesalingamir era allir komnir út. Ljóðmæli Sigurj. Friðjónssonar. Endurminningar sr. í'riðriks Friðsrikssonar. Æfisaga Krists, eftir Papini. Eggert Ólafsson eftir Vilhj. Þ. Gíslason. Bókaverslun ÞORSTEINS GÍSLASONAR Lækjargötu 2. benda á, að samskonar fyrirbrigði hafi sjest í Frakklandi og verið skýrð þar þannig. Sigurður Guðmundsson rektor á Akureyri hefur verið hjer um tíma á heimleið frá útlöndum. En erlendis hefur hann verið síðan i haust til þess að kynna sjer skóla- mál. Dáin er 30. þ. m. hjer í bænum frú Sigrún Gestsdóttir frá Fossi í Vopnafirði, ekkja Stefáns Ei- ríkssonar myndskera, dugnaðar- kona. Hún andaðist í svæfingu á spítala. Dáin er á gamlárdag s. 1. í Langrath í Manitoba frú Margrjet Finnbogadóttir frá Suðurreykjum í Mosfellssveit. „Stjöraur öræfanna“, leikrit eftir Guðm. Kamban, er nú verið að sýna á norræna leikhúsinu í Liibeck. Dr. Domfes forstjóri Leikhússins hefur þýtt leikinn. Hann hefur ekki verið sýndur fyr en nú, en er nokkurra ára gamall. Laust prestakall er Sandakall 1 ! Dýrafirði og umsóknarfrestur til 15. mars. Sr. Þórður Ólafsson hefur fengið lausn frá 1. júní n. komandi. Samsæti var þeim dr. Rögn- valdi Pjeturssyni og Þorvaldi syni hans og Jóni J. Bíldfell haldið á Hótel Island 3. þ. m. og var þar góður gleðskapur og margar ræð- ur fluttar. Hestur var einn dráttur á hlutaveltu hjer nýlega og hlaut hann kona hjer á Laugaveginum. Hjálparstöð fyrir bamshafandi konur er stofnuð hjer. Mislingar stinga sjer nú niður hingað og þangað. Inflúensa eða kvefpest gengur nú allvíða hjer. Á Mýrunum hefur orðið vart nokkurrar lungnabólgu í sauðfje og fórust t. d. 20—30 kindur á einum bæ og 40 á öðram að sögn. Búnaðarfjelagið hefur falið dr. Lotz á Hvanneyri og Ásgeiri dýralækni Ólafssyni að rannsaka veikina. Meiðyrðamál stendur yfir milli Akureyrarblaðanna, Norðlings og Verkamannsins. Stefndi ritstjóri Norðlings Vkm. fyrir ummæli er hann taldi ærðmeiðandi. Búnaðarþingið er komið saman hjer í Rvík og ræðir ýms merk mál. Magnús Guðmundsson fyrrum ráðherra er fimtugur í dag. Walter flugstjóri kemur hingað | innan skamms til þess að undir- búa flug 1 sumar. Skjaldarglímu Ármanns vann j Jörgen Þorbergsson 1. þ. m. Verð- ! laun fyrir fegurðarglímu hlaut hann og Vagn Jóhannsson. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.