Lögrétta


Lögrétta - 20.02.1929, Side 2

Lögrétta - 20.02.1929, Side 2
2 LÖGEJETTA L Ö G R J E T T A 3 I------------------------I LÖGRJETTA Útgefandi og ritstjóri: porsteinn Gíslason pingholtsstræti 17. Sími 178. Innheimta og afgrciðsla i Lækjargötu 2. Sími 185. Cr---------—------------------- skoðuð frá sjónarmiði heildarirm- ar. Þar að auki verður að minnast þess, að mikill hluti þess auðs, sem stjórnmálamennimir reikna með, er þannig lagaður að ómögu- legt er að skifta honum. Hann er verðmæti sem myndast á sjer- stakan hátt fyrir hefð eða skoð- anir manna eða annað. Nýlega var t. d. handrit af gömlu skáldriti selt fyrir 16 þúsund pund. Hvaða skiftiverðmæti til útrýmingar á fátækt er fólgið í þessu gamla handriti? Ekkert. Nei. Fátækt er skortur. Pen- ingar eru ekkert nema viðskifta- miðill og eru gagnslausir án þeirra hluta, sem skifst er á. Með öðrum orðum: úrlausnarefni fá- tæktarinnar er úrlausnarefni framleiðslunnar. Fátæktinni verð- ur ekki útrýmt með öðru en auk- inni framleiðslu. Framleiðsluaukn- ingin hefur þegar orðið til þess að minka fátæktina, en framleiðslan er enn ekki orðin nógu mikil. Það er fjarstæða að láta sjer detta það í hug, að nokkumtíma verði fram- leiðslan svo takmarkalaus, að allir geti haft þrotlaust af öllu. En það er vel hægt, ef skynsamlega er á haldið, að framleiða nóg af nauðsynjum til þess að öllum líði vel, til þess að enginn verði fá- tækur. Síðustu fregnir. Trotsky hefur nú verið gerður | útlægur úr Sovjet-sambandinu. Hefur hann beiðst dvalarleyfis í í Þýskalandi. Þjóðabandalagið hef- ur fyrir nokkru skipað nefnd til þess að athuga ýms landhelgis- mál. Verður haldinn alþjóðafund- ur um þessi efni árið 1930. Stjóm- | in í Júgóslavíu er nú að reyna að j jafna ágreiningsmálin við ná- , grannana. ítalska ríkið greiðir ' páfanum ls/4 miljarða líra í ; skaðabætur fyrir þann hluta hins | gamla kirkjuríkis, sem Ítalía fær ■ við hina nýju samninga um end- urreisn Vatikanríkisins. Alþjóða- fundur mun eiga að hefjast bráð- lega um takmörkun vígbúnaðar á sjó. Stórráð Hjálpræðishersins hefur sett Booth hershöfðingja af í annað sinn og kosið Higgins í hans stað. Ný sykurtegund hefur fundist í plöntum, eins og síkórí- um og georgíum. ----o---- Jón Bjarn son frá Kleppjárnsreykjum, læknir í Borgarfjarðarhjeraði. „Drjúpir nú í raunum Reyk- holtsdalur, orpinn fönnum yfir öðlings líki“. Það eru nú liðin fjörutíu og sex ár síðan þjóð- skáldið Steingrímur Thorsteins- son komst þannig að orði. Kvað hann þá um aldavin sinn nýlátinn, Þórð Þórðarson prófast í Reyk- holti. Þótti þá mörgum að skáld- ið hefði sannmæli sungið og orð hans vera töluð frá hugum þeirra og hjörtum, sem þá bygðu Reyk- holtdal. Þegar síminn flutti hing- að þá sorgarsögu á öðrum degi þessa nýbyrjaða árs, að Jón lækn- J ir Bjamason hefði látist í Reykja- j vík þann dag, þá var eins og sann- ! indin í orðum skáldsins ómuðu í j eyrum manna skýrara en áður, alt ! frá því þau voru sungin. En nú : var það ekki Reykholtsdalur einn 1 sem í raunum draup, því auk nán- ! ustu ástvinanna, er það alt Borg- í arfjarðarhjerað, sem saknar hins góða manns og má segja að við lát hans hafi orðið hár hjeraðs- brestur. Jón læknir kom hingað ungur og óþektum vorið 1921. Hjer átti hann ekki ættmenn eða æskuvini, er bæru hann á höndum og styddu ! hag hans og álit, en eigin verð- í leikar hans nægðu vel til þess að hann vann undantekningarlaust allra hylli. Meðal annara frjetta, sem jeg skrifaði í Vesturheims- blaðið Lögberg, gat jeg þess eitt sinn, að svo væri Jón læknir Bjamason heppinn í því að líkna og lækna, að engu væri líkara en að einhver hulin heilladís væri þar í verki með honum. Þetta var ekki eins manns álit í augnablikshrifn- ingu, því af bestu sannfæringu hefðu allir hjeraðsbúar skrifað undir þennan dóm. Þessi skoðun náði líka lengra en um það læknis- hjerað, sem hann var skipaður yf- ir. Það voru ekki fá tilfelli, að hann væri sóttur um óraveg í aðr- ar sýslur. Vora þess nokkur dæmi, að ekki varð betur sjeð, en við slík tækifæri bjargaði hann mönn- um frá bráðum bana. Það er fyrst eftir það að bygð- ur er hjer læknabústaður á Klepp- jámsreykjum, fyrir atbeina hjer- aðsbúa, sem hann gat notið sinnar góðu listar við handlækn- ingar. Þar var sjúkraskýlið fyrir hendi með hinum miklu þægind- um hverahitans. — Þau fjögur ár sem hann dvaldi hjer á Klepp- jámsreykjum, kom víst ekkert tímabil, að þar væru ekki sjúk- lingar undir læknishendi og stund- um fleiri en hentugt rúm leyfði. Voru sumir þeirra, að því er virt- ist, að bana komnir, en læknuðust að fullu fyrir hinar happasælu læknishendur. Þess má geta, að aðeins ljetust tveir menn, er fluttir voru á þessu tímabili að sjúkraskýlinu. Var annar þeirra aldraður, sá hafði ólæknandi krabbamein í maga, hinn var svo aðframkominn af brjósthimnu- bólgu, að hann ljest á fyrsta sólarhring, er -hann dvaldi undir læknishendi. Alt þetta sjúka fólk er bar gæfu til þess að fá fullan bata á margskonar meinum, er sammála um það, að meiri umönnun geti ekki móðir fyrir barni borið, en þá sem þessi nærgætni læknir ljet þeim í tje. Var það meir af vilja en mætfi þegar hann klæddist helsjúkur til þess eins að veita umbúnað sjúklingum sínum, og lagði þannig líf sitt við þeirra líf. Sjálfur leit Jón læknir svo á verk sín, sem sannmentuðum mönnum er títt. Hann áleit þau ekkert hámark fullkomnunar. Honum var fjærri skapi að trana sjer fram. Og honum var það skapraun ef traust það er til hans var borið, sem læknis, yrði til þess að með því bæri skugga á starfsbræður hans. Meðal annars sem sýndi hans miklu skapfestu og viljaþrek, var það hve hann hjelt sjer strang- lega frá ofnautn víns. Hneigð til vínsins hugsa jeg að hann hafi þó ekki haft minni en ýmsir þeir er þar hafa hrasað á hálli braut. Þeir sem minnast þess, að hafa hitt á lækna ölvaða um of, er líf manna lá við, geta ekki annað en verið hverjum lækni þakklátir, sem gætir hófsins vandlega, og meðal annars ber þessum mæta manni þakklæti fyrir glæsilegan sigur í þeim efnum. Jón læknir beitti öllum sínum staðföstu og góðu gáfum til þess að auðga anda sinn að öllu því nýjasta og besta er blöð og tíma- rit höfðu að flytja í þarfir lækn- islistarinnar. Var honum ánægju- efni í því, að fræða gesti sína um alt slíkt þegar annir leyfðu. — Landsmál og búnaðarframfarir voru honum líka hugleikin um- talsefni, þótt alt það er við kom hans eigin verkahring skipaði jafnan öndvegi í huga hans. Það er ekki meining mín með þessum línum að skrifa hjer neitt æfisögubrot. Til þess er jeg alt of ókunnur, enda efast jeg ekki um að það verði rækilega gert af þeim sem til þess eru mjer færari. Jeg veit það eitt, að Jón læknir var af góðu bergi brotinn. Faðir hans var Bjarni prófestur í Steinnesi, sonur Páls bónda á Akn. Voru þeir báðir hjeraðshöfðingjar í Húnaþingi. 1 Steinnesi var Jón læknir fæddur 7. október 1892. Þar lifði hann sín bemsku- og æskuár og er ekki að efa að viskan og vinsældir hafi fylgt honum frá blautu bams- beini. Hún verður lengi minnileg skammdegisnóttin, hlýja og myrka, þegar Jón læknir var bor- inn í sjúkrarúmi af bræðram sín- um og nágrönnum, frá heimili sínu. Þá voru menn á milli vonar og ótta. Til Reykjavíkur var hald- ið í þeirri von, að læknishjálp væri hugsanleg. Nú er fregnin fengin um önnur úrslit. Sjálfur vissi hann víst betur en aðrir hvað líklegast var í þeim efnum, en beið með rósemi og hetjulund og ljet ekkert æðraorð heyrast. Nú grúfir sorgarþögn yfir heimilinu þar sem hann starfaði bæði mikið og vel, þar sem f jöldi gesta hafði mætt fádæma risnu, þar sem konan ung og fríð, að- stoðaði mann sinn við líknarstörf- in og ljet ekki sitt eftir liggja að gleðja með lipurð sinni og Ijúf- lyndi og þar sem barnahópurinn ljek sjer við húsið og gerði mönn- um aðkomuna hlýja og heillandi. En yfir minningum læknisins látna er blítt og bjart, sem kvaddi heiminn í blóma lífsins og eftir- ljet niðjum sínum hið góða mann- orð sem öllum er til fyrirmyndar. Kr. Þ. ---o--- Óöinn Óðinshefti er nýkomið, síðustu blöð 24. árgangsins. 1 því eru, eins og venjulega, margai- myndir og fróðlegar greinir, kvæði og tvö sönglög. Era þau bæði við kvæði Þ. G. við vígslu Laugarvatnsskól- ans, hið fyrra eftir Pál ísólfsson og hið síðara eftir Sigv. Kalda- lóns. Fyrst í heftinu er mynd og grein um fullveldisminninguna 1. des. s. 1. Þá er grein um Harald Bjömsson leikara með 3 myndum. í Óðni hafa oft komið myndir af leikurum og leiksýningum síðasta aldarfjórðunginn og munu ekki annarsstaðar samankomnar fleiri þessháttar myndir og era þær merkileg gögn, sem sjá má af ýmislegt um sögu leiklistarinnar hjer betur en lýst verður með orð- | um. Þess má einnig minnast að það var í grein í Óðni, að Indriði Einarsson setti einna fyrst og ákveðnast fram kröfuna um þjóð- leikhús, sem nú er farið að fram- kvæma. Óðinn hefur einnig flutt mikið af myndum og greinum, sem bók- mentir snerta. 1 þessu hefti eru myndir af þremur þjóðkunnum skáldum og greinar um þá, en þeir eru G.G.Hagalín, Sigurj. Friðjóns- son og Gestur Pálsson. En G. P. hefur eins og vaknað til nýs lífs í meðvitund manna við hina nýju útgáfu Þorst. Gíslasonar á Rit- safni hans, sem orðið hefur mjög vinsælt, enda óvenju ódýr bók. Þá eru, eins og venjulega í Óðni, ýmsar myndir merkra og dugandi manna úr ýmsum stjett- um og greinar um þá, um Krist- ján Hítardalsráðsmann, Eggert á Meðalfelli og Elínu konu hans, j um Kristján á Árgilsstöðum og Eyrúnu konu hans, um Eyjólfs- staðahjónin í Vatnsdal, um Jón og Þórunni á Hlíðarenda, um Samúel Jónsson trjesmið og konu hans og um Jóhann Kr. Briem. Fleiri slíkar greinar eru í heftinu og allar með myndum. Einnig eru þar myndir af Laugarvatnsskól- anum, hæðakort af íslandi o. fl. Ein lengsta greinin í heftinu er „Dálítið brot úr hjeraðssögu Borgarfjarðar" eftir Kristleif á Kroppi, hinn mesta fróðleiks- mann á þessa hluti. Fylgja henni einnig myndir af Pjetri og Stein- unni Sívertsen og Torfa Sívertsen og Þóranni Ríkarðsdóttur. Það er mikið safn og merkilegt, sem á þennan hátt hefur komið í Óðni um íslenska mannfræði, auk alls annars efnis, og er hann líka mjög vinsælt rit og frágangur allur hinn vandaðasti. J. ----o----- Norðmenn hafa nú komið á hjá sjer lögákveðnu mati á meðala- lýsi, sem ætlað er til útflutnings. Góður Guð launi öllum þeim, er sýndu mjer og syni mínum samúð og hjálp við fráfall og jarðarför manns míns, Hallbjam- ar Erlendssonar, Skógum. Ósk Pjetursdóttir. Þingtíðindi Þing var sett 15. þ. m. að lok- inni guðsþjónustu í Dómkirkj- unni, þar sem sr. Hálfdán Helga- son predikaði. Eftir að forsætis- ráðherra hafði lesið konungsboð- skap og sett þingið var fundum frestað vegna fjarveru ýmsra þingmanna. — Forsetakosningar fóru svo fram 18. þ. m. 1 samein- uðu þingi var kosinn forseti Magnús Torfason með 18 atkv., Jóh. Jóhannesson fjekk 15, Ásg. Ásgeirsson 1 og 6 seðlar voru auð- ir. 1 efri deild var Guðmundur í Ási endurkosinn forseti með 8 atkv. en Halldór Steinsson fjekk 6. 1 neðri deild var Ben. Sveinsson einnig endurkosinn forseti með 13 atkv. en Hjeðinn Valdimarsson hlaut 4 atkv., Magn. Guðmunds- son 1 og 7 seðlar voru auðir. Þingstörf era ekki byrjuð enn fyrir alvöru, en nefndir hafa þeg- ar verið kosnar. Nefndir. í efri deild: Fjárhagsnefnd: Bjöm Kristjánsson, Jón Þorláks- son, Ingvar Pálmason, Jón Bald- vinsson og Jón Jónsson. Fjárveitinganefnd: Jóhannes Jóhannesson, Ingibj. H. Bjama- son, Einar Árnason, Páll Her- mannsson og Erlingur Friðjóns- son. DOSTOJEWSKI: Glæpur og refsing. aðeins einu sinni í viku, að hún kom til hans með hrís- sóflinn. Nú stóð hún frammi fyrir honum. — Drattastu nú á fætur! Ligðu ekki þaraa stein- sofandi, kallaði hún til hans. — Klukkan er tíu. Hjerna kem jeg með teið, viltu ekki tesopa? Þú ert ekkert nema beinin og bjórinn. Leigjandinn glenti upp augun og fór hrollur um hann. En hann þekti Nastasju undir eins. — Er teið frá húsmóðurinni, spurði hann um leið og hann reis upp við dogg, úrvinda og silalega. — Frá húsmóðurinn? Við hvað áttu Hún setti fyrir hann sína eigin beigluðu tekönnu og lagði hjá henni tvo óhreina sykurmola. — Heyrðu, Nastasja, gerðu svo vel, sagði hann um leið og hann þreif í vasa sinn, hann hafði sofið í fötun- um, og tók upp nokkra koparskildinga. — Farðu og kauptu fyrir mig dálítið brauð, kauptu líka svolítið bjúga, af því ódýra. — Brauð skaltu fá undir eins, en viltu ekki ögn af ketsúpu í staðinn fyrir bjúgað. Það eru leyfar síðan í gær. Hún er ágæt. Jeg tók hana frá handa þjer, en þú komst svo seint. Ketsúpan er góð. Þegar hún hafði sótt súpuna, settist hún á stokkinn hjá honum og fór að masa Hún var úr þorpinu og málgefin eins og allar þorpsstú'k- ur. — Praskovia Pavlovna ætlar að kæra þig fyri lög- reglunni, sagði hún. Hann varð skuggalegur á svipinn. — Fyrir lögreglunni. Hvað á það að þýða? — Þú ' o gar ekki og hipjar þig ekki úr greninu. Þú ferð víst nnr-' irn það, hvað hún ætlar sjer. — Fjandinn fiarri mjer, u'”laði í honum. Nei, það getur ekki orðið af því núna. Núna kemur það mjer . . . Hann sat þögull amhvrtak. Ilún er fífl, sagði hann upphátt. í dag fer jog ofan og tnla við hana. — Já, hún er svona ámóta fíf! rins og jeg. P!n þú. spekingurinn, flatmagar þama eins og drusla og hefst ekki út úr þjer grænn eýrir! Hjer r " ei^ va-srii eiit- hvað að myndast við það, að segia til börmm, en nú ertu steinhættur að hræra legg eða lið. — T'v"ð veitst þu mn það? nöldraði hann. — Jæja, hvað gerirðu eiginlega? — Jeg vinn. — Vinnur? Vinnur hvað? — Jeg hugsa, svar- aði hann alvarlega og þagnaði. Nastasja fór að skellihlæja. Hún var ein af þeim, sem hlæja að öllu. Ef einhver sagði henni eitthvað spaugilegt fjekk hún undireins furðuleg- asta hláturkast og hristist öll lengi á eftir. — Þú hefur þá líklega hugsað handa þjer heila hrúgu af peningum, stundi hún loksins upp. — Skólaus getur maður ekki kent. Ann- ars hræki jeg á þessa barnakenslu. — Menn hrækja ekki í brunninn sinn. — Barnakensla er borguð með kopar- skildingum. Hvað aðhefst jeg með þessum koparhlunkum, sagði hann gremjuþrunginn, eins og hann væri að svara sjá’fs síns hugsunum. — Þetta er þá aleigan? Hann horfði einkennilega á hana. — Já, aleiga mín, sagði hann ákveð- inn og þagnaði svo. — Jæja, þú ert ekki á marga fiska, maður getur orðið hræddur um þig. Á jeg svo að sækja fyrir þig brauðið? — Þú um það. — Já, því var jeg búin að gleyma. í gær, þegar þú varst að heiman, kom brjeí til þín. — Brjef? Til mín? Frá hverjum? — Jeg veit ekki frá hverjum það er? Jeg borgaði póstmanninum þrjá kópeka, fæ jeg þá aftur? — Fáðu mjer það, í guðs bæn- um, fáðu mjer það, hrópaði Raskolnikof í ákafri æsingu, — guð minn góður. Eftir andartak kom hún með brjefið. öldungis rjett, það var frá móður hans, úr Rjæsanhjerað- inu. Hann fölnaði þegar hann tók við því. Það var langt síðan hann hafði fengið brjef — en nú var það annað, sem var honum áhyggjuefni. — Nastasja, farðu, í guðs bæn- um. Hjerna eru kópekarnir þínir, en farðu, farðu, gerðu það fyrir mig. Brjefið skalft í höndum hans. Hann vildi ekki opna þáð svo hún sæi. Hann vildi vera einn með þessu brjefi. Þegar Nastasja var farin bar hann það fljótt að vöram sjer og kysti það. Svo virti hann lengi fyrir sjer utaná- skriftina, þessa elskulegu, sjerkennilegu og hallandi stafagerð móður sinnar, sem hann kannaðist svo vel við. Einu sinni hafði hún sjálf kent honum lestur og skrift. Iíann hik-’ði enn, það var eins og hann óttaðist eitthvað. Loksins braut hann innsiglið.’e^ta var stórt, þungt brjef, tvær þjettskrifaðar, stórar „Elsku Rodia minn“, st'^Si móðir hans, „nú eru liðnir tveir mánuðir síðan jeftalaoi við þig í brjefi. Mjer hefur líka verið þessi tími k)|r®ði — já, marga nóttina hef jeg legið andvaka í myr lriU yfir kvíðafullum hugs- unum mínum. Þú munt ekki fía^a mig fyrir þessa ósjálf- ráðu þögn. Þú veist hvað mj« ^ykir vænt um þig. Þú ert mjer og Dúnju eitt og alt á !'rðinni, von okkar og vörn. Hvemig heldur þú að mjer h ll liðið, þegar jeg komst að því að þú hafðir fyrir mörgt1 ftiánuðum þurft að hætta háskólanámi vegna efnaleysisað þú hafðir einnig orðið að sjá af kenslu þinni og öðr|rri tekjum. Hvernig átti jeg að styðja þig af þessum tv1 kundruð rúblum, sem jeg hef árlega í eftirlaun? Fimatl rúblumar sem jeg sendi þjer fyrir fjóram mánuðum jeg eins og þú vissir að fá ljeðar út á launin mín hjá1 aUpmanninum hjema, hon- um Vassili Ivanovitsch Vakahúu. Hann er mesti öðlingur og var vinur föður þíns. Veg a tess að hann átti þannig kröfu til nokkurs af launum ^nam, varð jeg að bíða þang- að til skuldin var greidd og þí'* Sat ekki orðið fyr en núna og það er orsök þess, að jeg ekki getað sent þjer neitt svo lengi. En nú get jeg afV ’ kjálpað þjer, lof sje guði. Og yfirleitt getum við nú gl^st af því, að hamingjan er svolítið með okkur og flýti jd’ hijer nú að skýra þjer fra því. Fyrst skaltu vita það, k» Rodia, að systir þín hefur nú aftur búið hjá mjer í hálf^' ahnan mánuð og ætlum við aldrei framar að skilja. Drotní 3ie l0f fyrir það, að þjáning- um hennar er nú lokið. En jef ®tla að segia þjer frá öllu í rjettri röð, þú átt að vita d > sen. fyrir hefur komið og það, sem við höfum leynt þi£ ^'Ugað til. Þegar þú skrifaðir mjer 1 a$ fyrir tvcimur mánuðum, að þú hefðir heyrt það utan a5ier, hvað Dúnja hefði þurft að þola á heimili hr. Svidrigail(||fs, 0g heimtaðir að jeg gæfi þjer nákvæmar upplýsingar hverju gat jeg þá svarað þjer? Ef jeg hefði opinberað !,íer allan sannleikann hefð- ir þú ekki hirt um neitt og lagt upp í hina löngu ferð hing- að til okkar, þó þú hefðir þurft að fara fótgangandi. Svo vel þekki jeg í þjer skapið og það, hvað þjer þykir vænt um systir þína. Sjálf var jeg full örvæntingar, en hvað átti jeg að gera? Þar að auki þekti jeg þá ekki allan sannleik- ann sjálf. Ógæfan var sú, að í fyrra, þegar Dúnja varð kenslukona á þessu heimili, tók hún við hundrað rúblum fyrirfram, sem síðan áttu að borgast smásaman af mán- aðarkaupinu. Þess vegna gat hún ekki farið úr stöðunm fyr en skuldin var greidd. Nú get jeg hreinskilnislega sagt þjer upp allan sannleikann, elsku Rodia minn. Þessa upphæð tók hún til þess, að geta sent þjer sextíu rúblum- ar, sem þjer bráðlá þá á og þú hafðir einnig fengið frá okkur árinu áður. Við leyndum þig þessu þá og sögðum að peningarnir væru hluti af þeirri upphæð, sem Dúnia hefði sparað áður. Þetta var í rauninni ósatt. Jeg segi Þjer nú upp alla söguna eins og hún gekk. af því að hagur okkar hefur nú, fyrir guðs hjálp, skyndilega snúist til betri vegar, 0g tii þess að þú getir vitað, hvað Dúnju þvk- ir vænt um þig 0g hvað hún er góð í sjer. Sannleikurinn er sem sje sá, að hr. Svidrigailof fór undir eins að umgangast hana dónalega og ávarpaði hana ókurteislega og háðulega undir borðum. . . . En jeg ætla ekki að rekja hveft smáatriði í þeirri ömurlegu sömi. Það mundi æsa þig til einskis gagns og nú er þessu lokið, t stuttu máli, þrátt fyrir vingjamlegt viðmót og elsku^ená Mörtu Petróvna, konu Svidrigailofs og annars heir'i'ís- fólks, varð lífið henni þungbærara dag frá degi. O- hað varð henni beinlínis hrrðilegt þegar Svidrigailof gnf sig Bakkusi á vald, samkvæmt gömjum hermenskuvana En hvað skeði ekki? Hugsaðu þjer það, að þessi frá- vita maður hafði lenvi alið næstum ótemjandi ástvíðu til að eignast Dúniu ov levnt henni undir yfirskyni ókurii-isi og fyrirlitningar Ef ’Hl vil1 skammaðist hann sín 'r’r:'ir það, eða ofbauð það. að hann. sem kominn var á efw' ár og var fjölskyldumaðu1”, skyldi hafa svo fávíslegav til- hneigingar. Ef til vill var honum illa við Dúnju þessvegna í hjarta sínu, ellegar hann ætlaði að reyna að dylja sjálf- an sig og aðra sannleikanum með dónaskapnum. En hvemig svo sem því var farið, þá gat hann að lokum ekki á sjer setið. Hann gerðist svo djarfur að gera Dúnju bein- línis smánarlegt tilboð, lofaði henni ýmsum launum, meira að segja því, að yfirgefa alt og flýja með henni til ein- hvers þorps eða til útlandsins. Þú getur farið nærri um það, þvílíkar þjáningar fóra nú í hönd fyrir hana. Hún gat ekki farið úr stöðunni umsvifalaust, ekki aðeins vegna skuldarinnar, en einnig vegna Mörtu Petróvna, því hana hefði hlotið að gruna eitthvað, ef hún hefði horfið svona skyndilega. Það var hætta á hjónadeilum og opinberu hneyksli. Af ýmsum ástæðum varð hún því að ákveða það, að vera kyr á þessu hræðilega heimili í næstu sex vikurnar. Þú þekkir Dúnju og veitst hvað hún er skvn- söm og skapföst. Hún getur þolað margt, jafnvel í ítr- ustu neyð og hættu finnur hún hjá sjer nóg göfuglyndi til þess að standa staðföst. Til þess að hlífa mjer við ótta og angist sagði hún mjer ekki aukatekið orð um þetta, þó við skrifumst oft á. Málalokin komu samt vonum fyr. Marta Petróvna heyrði það einu sinni af hendingu, hvemig maðurinn henn- ar þrábað Dún.ju. Hún skildi hvað ljótt var á seiði og skelti undireins allri skuldinni á Dúnju. Úr þessu varð óskaplegt rifrildi í garðinum. Marta Petróvna fór meira að segja í handalögmál. Hún vildi engum sönsum taka, grjet og veinaði í heila klukkustund og skipaði Dúnju að lokum að fara umsvifalaust aftur til bæjarins. Hún ljet svo aka henni af stað í einföldum flutningavagni og á hann var einnig slengt öllum eigum hennar á rúi og stúi, nærfatn- aði og öðrum fötum.Þar að auki fór að hellirigna og svona varð Dúnja, í smán og angist, að fara sautján mílur í opn- um vagni sem bóndi ók. Gættu nú að því, hverju jeg hefðí getað svarað brjefi þínu fyrir tveimur mánuðum. Jeg var sjálf að bugast af örvæntingu. Bannleikann þorði jeg ekki að segja þjer, hann hefði einungis orðið þjer til angurs og kvala og kvíða, til hvers var það? En jeg gat ekki fylt

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.