Lögrétta - 15.05.1929, Page 3
4
LÖGRJETTA
(einlægni) sin (hjaita) rá hvei
(iðrast, iðrun). Öll kínversk or'ð
er beygingalaus.
---o----
Sigurður á Haugum.
——fá/Sy/7^
" Merkur maður er í val fallinu,
þar sem hann var, og mikið skarð
höggvið í hóp hinnar eldri kyn-
slóðar, sem þynnist nú óðum, fyr-
ir nýjum mönnum með nýja siðu.
Sigurður var orðinn háaidrað-
ur, 88 ára gamall, en ekk:. fjekk
ellin honum á knje komið fyr en
í síðustu atlögunni. Hann var
óvenjulega em fram á síðustu ár,
og hafði ferlivist þangað tiJ á
síðastliðnu hausti. Þá þraut hann
kraftana. Hann andaðist 14. febr
Ætt Sigurður er öll í Borgar-
firði, enda ól hann þar aldur sinn.
Framan af æfi var hann í vinnu-
mensku, svo sem þá var títt, og
lengst á Stórafjalli í Borgarhrenpi
hjá Kristófer bónda Finnboga-
syni.Síðan reisti hann bú í Tandrá-
seli og kvæntist þar fyrri konu
sinni, Ragnhildi Guðmundsdóttur.
Bjuggu þau þar í 12 ár, og þá
5 ár á Fróðhúsum. Eftir það brá
hann búi og var um hríð í lausa-
mensku og stundaði smíðar. Loks
reisti hann bú öðru sinni á Haug-
um, og bjó þar síðan. Þar kvænt-
ist hann síðari konu sinni, Guð-
rúnu Sigurðardóttur frá Kára-
stöðum í Borgarhreppi, og lifir
hún mann sinn. Var hjónaband
þeirra hið farsælasta, og hjúkraði
hún honum af hinni mestu ástúð
er banameinið þyngdi þjáningar
hans.
Ekki varð Sigurði bama auðið,
en fimm börn mun hann hafa alið
upp úr bersku, og komið vel til
manns, og fleiri að nokkm. Mun
hann hafa verið á sömu skoðun
og gömul kona, sem jeg þekti í
æsku. „Þar er lítil blessun í búi,
sem ekkert bam er tii að seðja
og gleðja“, mælti hún. Var Sig-
urður hverjum manni bamelskari,
og mun heimili hans aldrei hafa
verið bamlaust. Varð honum og
að trú gömlu konunnar, því að
hann bjó jafnan góðu búi, en ekki
stóru og var í góðum efnum.
Það hygg jeg, að þeim, sem
áttu kost á að kynnast honum
nokkuð gjörla, verði maðurinn all-
minnistæður. Hann var mikill
maður vexti og á yngri árum hinn
vörpulegasti og skörulegur vel,
enda skaproaður. Ljet hann mikið
til sín taka hjeraðsmálefni, og
gegndi mörgum trúnaðarstörfum
og fór það jafnan drengilega úr
hendi. — Tveir munu hafa
verið meginþættir í skapgerð
hans: Fastlyndi og drengskapur.
Fór hann aldrei dult með ótæit
sína á hverskyns óheilindum og
ágengni, og dæmdi slíkt hlífðar-
laust, enda mátti hann trútt um
tala.
Þótt hann væri þannig gerður,
að hann seildist aldrei lengra fram
eða hærra en að hann kynni ve!
forráð fótum sínum, þá var hann,
meðan hann naut fullra krafta
enginn eftirbátur um verklegar
íramkvæmdir, eða annað, sem' til
bóta mátti horfa. Bætti hann
jörð sína stórum og húsaði bæ
sinn snemma á búskaparárunum,
vel eftir því, sem þá gerðist. Og
það er mjer minnisstætt, hversu
honum var sárt 1 skapi, þegar
jeg kom til hans í þann mund,
sem 'hann kendi þess að vinnuþol-
ið var á förum, af því, að nú ent-
ist hann ekki til að koma í fram-
kvæmd jarðabótum nckkrum, sem
hann hafði í mörg ár haft í huga.
En honum var lítt að skapi að
beita fyrir sig annara vinnu-
höndum eingöngu, og launa af
lánsfje.
Sigurður var maður frábærlega
frændrækinn og vinfastur, og
gestrisnu hans þektu þeir, sem
leið áttu um að Haugum, en þeir
voru margir. Hann var prýðilega
greindur maður og minnugur og
fróður um margt, og sagði ágæt-
lega frá. Get jeg í því vel jafn-
að honum við Ásmund Jónsson,
föður Friðriks Brekkan skálds, en
hann hefi jeg heyrt segja allra
manna best frá, hvort heldur voru
sögur eða annað. íþrótt sú ger-
ist nú fátíð, og tjáir ekki um að
fást, enda veldur margt um. En
því nefni jeg þetta sjerstaklega,
að mjer fanst líkt um það og
margt annað í fari Sigurðar.
Hann hafði vit og manndóm til að
fylgja með áhuga breytingum og
þróun nýrra tíma og nýrra siða,
velja og hafna og halda því sem
gott er, en bera þá aldrei fyrir
borð hið besta og þjóðlegastu af
arfinum frá liðnum kynslóðum.
Hann var góður íslendingur og
ágætur maður.
Guðjón Guðjónsson.
----0---
Þíngtíðindí
Landsreikningurinn 1927.
Árið 1927 varð um 900 þúsund
kr. tekjubrestur og varð tekju-
og eignaskattur 213 þús. kr.
minni en gert var ráð fyrir, á-
fengistollur 224 þús. kr., vöru-
tollur 208 þús. kr. og víneinka-
sölutekjur 175 þús. kr. minni en
áætlað var. En aftur fóru aðrir
liðir fram úr áætlun, s. s. kaffi-
og sykurtollurinn 200 þús. kr.,
tóbakstollur um 174 þús. kr., út-
flutningsgjald um 118 þús. kr.,
vitagjald um 75 þús. kr., stimpil-
gjald um 50 þús. kr. og aukateki-
ur um 114 þús. kr. En margir
gjaldaliðir fóru einnig fram úr
áætlun, alþingiskostnaður um 37
þús. kr., ráðuneyti og utanríkis-
mál um 43 þús. kr., dómgæsla og
lögi'eglustjórn (mest landhelgis-
gæsla) um 126 þús. kr., vegabæt-
ur um 162 þús. kr., samgöngur
á sjó um 70 þús. kr. og berkla-
vamastyrkir um 360 þús. kr.
Tekjuhalli varð því um 1 miljón
kr. Útistandandi skuldir lands-
verslunarinnar voru á árinu 1
miljón 774 þús. kr„ þar af mest
hjá olíueinkasölunni, eða rúm
miljón. Útistandandi skuldir á-
fengisverslunar voru 296 þús.
kr. Útistandandi skuldir stein-
einkasölunnar hækkuðu 1927 um
179 þús. kr. Á árinu 1928 hefur
verið borgað af þessum skuldum
514 þúsundir króna. En við síð-
astliðin áramót voru útistandandi
verslunarskuldir ríkisins 1 miljón
260 þús. kr.
Athugasemdir fjárveitinga-
nefndai- við Landsreikninginn eru
fáar, einna helst sú, að hesta-
og bílakaupakostnað stjómarinn-
ar eigi ekki að leggja á landhelg-
issjóð eins og gert sje nú.
Tólf miljóna lán.
Fjárhagsnefnd ed. flutti fmm-
varp um það, að heimila ríkis-
stjóminni að taka alt að 12 milj-
ón króna lán. Láninu er stjóm-
inni heimilt að verja samkvæmt
ákvæðum í eftirgreindum lögum:
LTm Landsbanka íslands, um
heimild handa ríkisstjórninni til
ríkisrekstrar á útvarpi, um Bygg-
ingar- og landnámssjóð, um stofn-
un síldarbræðslustöðva, um smíði
og rekstur strandferðaskips, um
heimild fyrir veðdeild Landsbank,
íslands til að gefa út nýja flokka
(seríur) bankavaxtabréfa, fjár-
laga 1929, 23. gr. XIII, laga nr.
62, 28. nóv. 1919, um brúargerðir,
laga nr. 74, 28. nóv. 1919, um
húsagerð ríkisins, svo og laga
þeirra, er samþykt em á Alþingi
1929, að því leyti sem þau fela í
sjer heimildir til lántöku. —
Greinargerð segir: Frv. þetta er
flutt að beiðni f jármálaráðherra
og fylgdu því eftirfarandi athuga-
semdir: Það er fyrirsjáanlegt, að
ríkissjóður verður að taka lán til
framkvæmda þeirra, sem ákveðn-
ar eru í ýmsum þeim lögum, sem
samþykt voru á Alþingi 1928, og
einnig í lögum, sem yfirstandandi
þing er að afgreiða. Heimildir til
lántöku til þessara framkvæmda
felast í mórgum lögum. Er slíkt
til mikilla óþæginda, þegar leitað
er eftir láni í útlöndum. Hinsveg-
ar myndi það greiða fyrir lánaum-
leitunum, ef allar þessar heimild-
ir eru sameinaðar í einum lögum.
Sfldin.
Miklar umr. hafa staðið undan-
farið um síldareinkasöluna og
breytingar á henni og um síldar-
bræðslustöðvar. Gerðu þeir Jó-
hann Jósefsson og Ól. Thors eink-
um harða hríð að núverandi skipu-
lagi einkasölunnar og fundu fram-
kvæmdarstjóminni ýmislegt til
foráttu. Verður nánar sagt frá
þessum málum næst.
-----0----
Sr. Einar Friðgeirsson á Borg
andaðist 12. þ. m., merkisprestur
og vel hagmæltur og hafa komið
út eftir hann mörg undanfarin
ár margar vísur og kvæði í óðni.
Hann var fæddur 2. jan. 1863 og
hefur verið á Borg frá 1886. —
Kona hans, frú Jakobína, er fóst-
urdóttir Gríms Thomsen.
Meðtekið til Hallgrímskirkju í
Saurbæ: Frá Guðna Jónssyni,
Skai’ði á Landi 5.00. Úr Ás-
hreppi í Húnavatnssýslu, safnað
af Rannveigu Stefánsdóttur,
Flögu 26.00. Úr Saurbæ í Dala-
sýslu, frá sóknarpresti, söfnuði og
kvenfjelagi hreppsins 100.00. Frá
N. N. Fáskrúðsfirði 2.00. Sam-
tals kr. 133.00.
Bestu þakkir. Gjaldkerinn.
Hundrað hringferðir um landið
hafði Þórólfur Beck skipstjóri
farið með Esju nú á sumardag-
inn fyrsta, hóf ferðimar 7. maí
1923.
Jarðamatsmenn. 20 formenn
jarðamatsnefnda víðsvegar að af
l>akkarávarp.
I stórviðrinu 4. maí hafði vjel-
báturinn „óskar“ leitað skjóls
undir Malarrifi á Snæfellsnesi
og lá þar, en slitnaði upp. Vjelin
bilaði og bátinn rak til hafs.
Varð okkur það til lífs, að til
okkar sást frá norska fiskiskip-
inu „Barden“ (M. 177 B), frá
Álasundi, skipstjóri Jóhann K.
Vedde, og bjargaði skipshöfnin
okkur. Viljum við hjer með færa
skipstjóranum og skipshöfninni á
„Barden“ innilegar þakkir fyrir
drengskap þeirra.
Skipshöfnin á „Óskari“.
landinu, komu saman hjer í bæn-
um á uppstigningardag að boði
stjórnarinnsr, Hafa þeir haldið
nokkra fundi undir stjórn Böð-
vars Bjarkan, til þess að kjósa
menn til að meta jarðir og tvær
nefndir, til þess að meta hús í
sveitum og kaupstöðum.
Skökk dagsetning var á síðasta,
18. tbl., 8. apríl, í stað 8. maí.
Prestkosningn er nýlókið í
Sandakalli 1 Dýrafirði og var kos-
inn lögmætri kosningu Sigurður
Z. Gíslason úr Staðarhólsþingum.
Flensborgarskólinn. Gamlir og
nýir nemendur hans og kennarar
hafa stofnað nemendasamband,
til þess að efla gengi skólans og
tii þess að stofna sjóð til styrkt-
ar efnalitlum nemendum og til að
prýða væntanlegt skólasetur.
Form. sambandsins er Einar Þor-
gilsson, en meðstjómendur Gunn-
laugur Kristmundsson og Emil
Jónsson.
Snjóflóð. Karl Kristjánsson
bóndi að Belgsá í Fnjóskadal
fórst í snjóflóði 4. þ. m. Hafði
bóndi farið að gæta fjár síns, því
að hríð mikil skall á, en fjeð
gekk sjálfala í högum þar í kring.
Fjell *þá á hann flóðið og fanst
lík hans nokkru seinna. Þetta var
ungur bóndi og atorkusamur, ný-
giftur.
Vinnustöðvun hefur verið um
tíma á Siglufirði, hjá íslenskum
verkamönnum í verksmiðjum dr.
Paul, til þess að fá útlenda verka-
menn, sem þar eru til að leggja
niður vinnu.
Frk. Thóra Friðriksson hefur
nýlega verið gerður riddari
frönsku heiðursfylkingarinnar(Le-
gion d’honneur). Bjöm Bjömsson
hirðbakari var um leið sæmdur
heiðursmerkinu L’etoil Noire.
Dáinn er nýlega í Hafnarfirði
Guðm. Helgason fyrmm bæjar-
gj aldkeri.
Sigurjón Friðjónsson skáld hef-
ur verið hjer undanfarið.
Margir aðkomumenn hafa verið
hjer undanfarið, einkum til þess
að sitja fund S. í. S.
1 bamaskólanum hjer hafa í
vetur verið 1976 böm í 63
deildum.
Sagan. Fyrstu bókinni verður
lokið í næstu blöðum og hefst
önnur bók þá undir eins.
Forsætisráðherrann er rúmfast-
ur um tíma, hefur teklð sig upp
aftur gamall sjúkdómur hans.
Áheit á Strandakirkju kr. 20
frá Kr. G.
Prentsm. Acta.