Lögrétta


Lögrétta - 22.05.1929, Síða 2

Lögrétta - 22.05.1929, Síða 2
2 8 LÖGRJETTA P- LÖGBJETTA Útgeíandi og ritstjóri: poritiinn Olileion J>ingholU»tr»ti 17. Sími 17«. InnJMimta og ligniBdt í Leekj&rgOtu i. Simi 185. minsta, sem aflaga fer og átelur það á svipstundu. Hann segir blaðamönnunum hvað þeir eigi að skrifa, hvemig þeir eigi að svara, bendir þeim á veilumar hjá andstæðingunum, segir þeim á hvað eigi að leggja áherslu í svarinu. Svo segir hann skrifar- anum fyrir um svör við brjefum. Svo lokar hann sig inni með út- gefendunum til þess að ráða ráð- um sínum. Þegar því er lokið, seint um kvöldið, tekur hann á móti gestum sínum, m. a. ýms- um vinum og skoðanabræðmm ofan úr sveit og hlustar á hvað eina, sem þeir hafa fram að færa ineð stökustu þolinmæði. Þetta er eitt af því, sem mestu veldur um vinsældir hans og áhrif. Þeg- ar þessu er lokið, er klukkan orðin elíefu eða hálf tólf um kvöldið. Þá borðar Maurras í flýti. Þegar aðrir em vanir að fara í bólið, þá byrjar vinnu- dagur hans fyrir alvöm. Þá skrif- ax hann stjómmálagrein sína. Þá fer hann í prentsmiðjuna. Þar situr hann við lítið trjeborð þangað til vjelamar fara að ganga og prentunin byrjar. Hann gkrifar eldfljótt og með táknum, sem prentaramir skilja ekki nema með langri æfingu, og sendir handritin jafnóðum frá sjer. Svo les hann próförk af srrmi eigin grein og öðmm greinabálki og lítur yfir alt hitt. Dagrenningin er komin. Hann lítur yfir það helsta í morgun- blöðunum, sem honum em færð prentsvertublaut úr vjelunum. Þá stendur hann upp, tekur frakkann sinn og fer heim á leið, snemma um morgudinn, þegar fyrstu verkamennirnir fara til vinnu sinnar. Hann er fjömgur og óþreyttur eins og hann væri nýkominn á fætur og ef einhver vinur hans er með honum talar hann glaðlega um eftirlætisefni sitt — skáldskap og fer með falleg kvæði upp úr sjer. Svona líður dagur ritstjórans við stór- blaðið. Síðustu fregnir. James, formaður hermálanefnd- ar neðri deildar Bandaríkjaþings- ins, hefur flutt tillögur um heim- ild til herskyldu 18—45 ára manna, ef ófrið beri að höndum. Borgarastyrjöldin heldur áfram í Kína. Nýlega var í fyrsta sinn talað þráðlaust milli Þýskalands og Ástralíu og tókst vel. Byrjað er nú aftur að leita að fjelögum Nobile norður í höfum. Farið er að slettast upp á vinskapinn milli páfans og Mussolini, út af upp- eldismálum. Mussolini hjelt ný- lega ræðu um það, að nauðsynlegt væri að ríkið ljeti ala upp æsku- lýðinn á fascistavísu. En páfinn svaraði í annari ræðu og sagði, að nauðsynlegt væri að kirkjan og foreldrarair önnuðust uppeldið, hitt væri hættulegt fyrir friðinn, að ríkið æli æskulýðinn upp í landvinningahug. Nálægt Sivas í Litlu-Asíu urðu nýlega miklir landskjálftai’ og hmndu 950 hús en 37 manns fómst. Emile Walters Forsætisráðherránn er enn rúm- fastur en á góðum batavegi. Fyrir nokkrum árum fóra að | berast hingað fregnir austur um ! haf um málara af íslensku bergi | brotinn, sem væri að vinna sjer til mikillar * frægðar í Vestur- heimi. Emil Walters var nafn hans og ættaður var hann úr Skagafirði. Foreldrar hans fluttust vestur fyrir mörgum árum og þar fædd- ist Emil árið 1893, í Kanada. Faðirinn hjet Eiríkur Valtýsson og var gull- og silfursmiður. Móðirin hét Björg Jónsdóttir og var prýðilega að sjer í hannyrð- um. , Svo varla þarf að efa að sonurinn hafi tekið hina listrænu hæfileika sína í arf. Annar sonur þeirra hjóna heitir Páll Walters og er kvikmyndaleikari og nefn- ir sig Bill Cody í þeim. Emil Walters vann fyrir sjer á margan hátt í æsku og átti oft við þröng kjör að búa; eins og flestir sem leggja efnalitlir út á listamannsbraut. En smátt og smátt hlut hann viðurkexmingu fyrir málverk sín, enda hafði hann lagt mikið á sig til þess að afla sjer sem bestrar mentunar í list sinni. Hann hlaut verðlaun allvíða þar sem hann sýndi mynd- ir sínar og styrki sem gerðu hon- um kleift að gefa sig eingöngu við málaralist. Og síðan hefur hann orðið aðnjótandi margskon- ar viðurkenningar, hlotið fje úr verðlaunasjóðum, t. d. verðlaun I. Francis Murphy — sem eitt sinn hafa áður fyrri verið veitt listamanni sem var af íslensku bergi brotinn — Thorvaldsen. Myndir hans hafa verið keyptai’ af mörgum helstu listasöfnum í Ameríku, m. a. af málverkasafni ríkisins í Washington og er Emil W. yngstur þeirra málara, sem keyptar hafa verið myndir af á það safn. Einnig hefur Tate Gallery í Lundúnum sýnt mynd eftir hann og nýlegá hefur lista- safn Rúðuborgar keypt mynd eft- ir hann. Emil Walters kom hingað heim í vetur til þess að kynnast ætt- landi sínu og löndum hjer heima. Hann hefur dvalið lengst í Reykja- vík, en eiunig ferðast kringum land og nú er hann á förum hjeð- an aftur vestur um haf. — Em slíkir menn góðir gestir, og þó Emil Walters sje fæddur og upp- alinn í framandi landi, þá er hann í hjarta sínu góður íslendingur. Merkilegt má það heita um hann — eins og fleiri börn þeirra sem vestur hafa flutt hjeðan og fædd- ir era Ameríkumenn — að þjóð- emi hans og þeirra skuli ekki hafa sogast niður í hina miklu hringiðu Vesturheims. Hann tal- ar íslensku vel og er maður lát- laus í allri framkomu. Gott hef- ur honum þótt að dvelja hjer heima og næsta sumar mun LÖGRJETTA hann að öllu forfallalausu koma hingað aftur á 1000 ára hátíð Alþingis. Hann hefur kynt sjer íslenskar Jistir það sem hann hefur getað hjer heima og er fullur aðdáunar fyrir Einari Jónssyni mynd- höggvara og verkum hans. Er jeg spyr hann um álit hans á málurunum, stendur ekki á svari: „Þar sem Kjarval er, eigið þið snillinginn". Emil Walters hefur ekki feng- ist neitt við að mála hjer heima, enda eru viðfangsefni hjer gjör- ólík þeim, sem hann er vanur að fást við. Einkum hefur hann lýst skóglendinu á ýmsum árstímum, ýmist trjánum með glitrandi blaða- og blómaskraut í suðrænu sólskini, eða þegar þau standa nakin á vetrardegi í daufri birtu. Hvorttveggja hefur sina fegurð að geyma. Er því öllu saman lýst með þekkingu og ást á fegurð gróðursins á jörðinni. 1 myndum sínum segir Emil Walters einkar fallega frá öllu slíku. — Hver veit nema Emil Walters eigi eftir að segja skemtilega frá hinu fátæka skóglendi hinnar fjarlægu ættjarðar, fái hann að kynnast henni nánar, síðar meir. Áður en jeg lýk við þetta greinarkom um Emil Walters, vildi jeg bæta einu við. Fyrir rúmu ári var tekin kvikmynd í Bandaríkjunum sem nefnd var „American making“ og átti að sýna fram á hvaða menn og þjóð- ir hefðu lagt skerf til Vestur- heimsmenningarinnar á hinum síðustu tímum. Sáust þar fyrst á Ijereftinu hvíta forsetarnir Roose- welt og Wilson, þá hugvitsmað- urinn Edison, slaghörpuleikarinn Paderewski, söngvaramir Camso og Martinelli, skáldið Upton Sinclair o. fl. o.fl. Allir vom þessir menn amerískir borgarar. En meðal þessara manna vom tveir íslenskir. Það vom þeir VillLjálmur Stefánsson og Emil Walters. Er það mikill heiður fyrir sjálfa þá og land vort. Hinir góðu listamenn okkar — á hvaða sviði sem er — em þeir bestu sendiherrar sem við Is- lendingar getum átt meðal er- lendra þjóða. Þegar allur saltfisk- ur er gleyptur og gleymdur (með allri virðingu fyrir honum og þeim sem veiða hann og verka), þá mun hin listræna menning þjóðarinnar lifa og þeim mönn- um sem bera hana á herðum sjer skuldum við þakklæti. Emil Walters er Islendingur að miklu leyti og við eigum hauk í horai þar sem hann er. Slíkum gestum ber að þakka fyrir kom- una. Og svo óskum við honum góðr- ar ferðar og góðrar heimkomu! Á Hvítasunnudag 1929. Ragnar Ásgeirsson. Sýning í Hamborg Maðuriiui heilbrigður og veikur. Jeg vildi ekki láta undir höfuð leggjast að segja lítilsháttar frá ' sýningu, sem nú er haldin í Ham- borg og er kölluð „Maðurinn heil- brigður og veikur“, enda þótt jeg hvorki sje læknir nje fáist við heilbrigðisstörf. Skrifa jeg því um hana frá sjónarmiði alþýðu- mannsins. Og fyrir alþýðuna er sýningin gjörð. Sýnandi var Deutsches Hygiene-Museum í Dresden. Fyrsti báttur sýningarinnar var maðurinn. Bygging mannsins er margbrotin og margþætt og er ekki annara en sjerfræðinga að skýra hana og skilgreina til fulln- ustu. Það mátti segja að þarna væri æfiferill mannsins sýndur, | ekki einungis frá vöggunni til grafarinnar, heldur frá því að fyrsta lífsfrymið varð til: sam- eining eggsins og sæðisfrumunn- ar, þróun þess, þroski, hnignun, dauði. Til skýringar voru notaðar ýmsar táknmyndir, skal aðeins einnar getið nánar: Hjartað, drifhreifill líkamans, dælir blóð- inu (sem flytur líkamanum íjær- ingu) út um ailan líkamann. Til þessa þarf mikinn kraft, en hvað mikinn munu færri vita. Á hverj- um sólarhring drýgir hjartað jafnmikið erfiði og hreifill, sem lyftir 3 meðalmönnum 1 100 m. hæð. Er skiljanlegt af þessu, að óholt muni vera að ofreyna lijartað framar nauðsyn. — „Hinn gagnsæi maður“ vora gagnsæ sýnishorn, lýst upp baka til, af fósturþróuninni og æðstu líffær- um mannsins. Annar þáttur: Hinn veiki mað- ur og veikindi aJment. Fljótt á litið virðist það næsta undursam- legt að fjöldinn getur þó fagnað því, að lifa við góða heilsu, þar sem hætturaar virðast þó alls- staðar. En það er því að þakka, að líkaminn á í sjer sterkt mót- stöðuafl gegn sjúkdómum. Og fyrsta verkefni heilbrigðisfræð- innar er að kenna mönnum að auka sitt mótstöðuafl og viðhafa hreinlæti í hvívetna. Mest ber á berklaveikinni, enda er hún lang- ægilegust. Á hverjum 7 mín. deyr 1 maður úr henni í Þýska- landi (ca. 70 milj. íbúa). Varair: Hreinlæti, gott loft, kjamgóð fæða (bætiefni), lík- amsmentun. — Talið er fullvíst að enginn komist hjá því að verða fyrir áhrifum sóttkveikjunnar fyr eða síðar á lífsleiðinni. Þunga- miðja vamarinnar er því að auka ‘ líkamsmótstöðuna. Kynsjúkdómar em ekki á sama hátt sóttnæmir, enda þótt þeir vegna eðlis síns berist mann frá manni. Valda þeir miklu þjóðfje- lagsböli sem af alefli er barist gegn. Vamir: Hreinlífi, hreinlæti, giftingar á þroskaaldri (konur 18—21, karlar 23—26 ára). Þar var mynd sem sýndi, að þjóðfje- lagslegá sjeð væri best að hjón ættu 4 böra og ennfremur sýni önnur mynd hvað óbeinir skattar koma órjettrátlega niður o. s. frv. Venjulegast fæst ókeypis lækn- ing og auk þess gert mikið til þess að kenna mönnum að verj- ast kynsjúkdómum. Þá stafa ýmis veikindi af efnaskiftatmflunum. Mest bar á beinkröm, sem var mjög skæð á stríðsárunum í Þýskalandi, og gerði ungbömin að mestu kramaraumingjum. — Undir þennan þátt heyrði vín- j nautn, tóbaksofnautn, kokain- og l morfinnautn. Hagskýrslumar sýna, að með vaxandi vínnautn: 1. þverr dugnaður, 2. atorka minkar, 3. glæpir aukast, 4. þjóðfjelagsböl vex. Vamir: Vmis- legur fjelagsskapur (alþýðuhús), eðlisnautn, skynsamlegt matar- æði, endurbætur á húsakynnum og ekki að gleyma að ,skýra æsk- unni frá hverskyns vínið sje, og að það sje að minsta kosti ó- nauðsynlegt. Þriðji þáttur: Heilbrigðisráð- stafanir. Fyrst er að þekkja sjúk- dómana og síðan að kunna að verjast þeim. Ekkert megnar það DOCTOJEWSKI: Gtepar og refalng, var staddur í og þeim erfiðleikum og ef til vill ódæðum, eem á vegi hans mundu verða áður en hann kæmist undan og heim, þá hefði hann eflaust látið alt reka á reiðanum og umsvifalaust ofurselt sig lögreglunni. Hann hefði ekki gert þetta, af því að hann væri hræddur um sjálfan sig, heldur einungis af ótta við það og af andstygð á því, sem hann hafði gert. Einkum var það viðbjóðurinn, sem óx í honum með hverju andartaki. Nú hefði hann ekki fyrir nokkura mun viljað vera kominn aftur í svefnherbergið eða að kistunni. Einkennilegur sljóleiki, þokukend hugsim fjekk vald á honum. Hann stóð kyr í nokkurar mínútur og gleymdi sjer, eða rjettara sagt, hann glejrmdi aðalerind- mu og sökti sjer í smámuni. Svo varð honum litið út í eldhúsið og sá þar hálffulla vatnsfötu og datt þá í hug, að þVo hendur sínar og öxina. Hann setti öxina niður í vatnið, eggina á undan, og tók sápu, sem var í brotinni undirskál í gluggakistunni og þvoði sjer í fötunni. Þegar hann var orðinn hreinn um hendumar, tók hann öxina upp, þvoði jámið og nuddaði svo blóðið af skaftinu í nærri þrjár mínútur og notaði til þess sápuna. Svo þerði hann alt vandlega á tuskum sem hjengu á snúra og athugaði öxina svo vel og lengi út við gluggann. Hver blettur var horfínn, en skaftið var ennþá vott. Hann hagræddi öxinni í lykkjunni innan á yfirfrakka sínum, athugaði svo frakk- ann og buxumar eins vel og hann gat í rökkrinu. Fljótt & litið sást ekkert, en á stígvjelunum vom ennþá blettir. Hann vætti klút og þurkaði af stígvjelunum. Reyndar vissi hann, að þama var svo skuggsýnt, að eitthvað hefði getað verið einkennilegt í fari hans, þótt hann veitti því ekki athygli. Hann stóð hugsandi og hreyfingarlaus í þögulli íbúðinni. Skuggaleg og skelfileg hugsun vaknaði hjá honum, sú hugsun, að hann væri að missa vitið, og gæti hvorki hugsað eða varið sig og að ef til vill að- hefðist hann alt annað en hann ætti að gera ... — Guð minn góður, jeg verð að fara burt, tautaði hann og þaut út í göngin. En þar var skelfingin fyrir «i honum svo átakanleg, að hann hafði aldrei fundið svo til hennar áður. Hann stansaði alt í einu, starði fram fyrir sig og ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum. Dyrnar út að stiganum, sömu dymar, sem hann hafði komið inn um, stóðu opnar, höfðu staðið opnar um þverhandar- breidd allan þennan tíma. Gamla konan hafði ef til vill skil- íð við þær opnar af varasemi. En drottinn minn dýri — hann hafði sjeð Lísavetu eftir á, ekki gat hún hafa kom- íð inn um vegginn. Hann hentist að hurðinni og hespaði hana aftur. — Nei, ekki svona heldur! Nei, burtu burt! Hann lyfti hendinni aftur frá og fór að hlusta niður stig- ann. Hann hlustaði lengi og ákaft; Einhversstaðar langt niðri, líklega við útidymar, heyrðust tvær háværar, æst- ar raddir. — Hvað getur þetta verið? Hann beið órór.' Loksins þögnuðu raddiraar og alt varð hljótt. Hann ætl- aði að fara að stíga niður stigann, þegar skyndilega var lokið upp hurð á næstu hæð fyrir neðan hann og maður hljóp þrammandi niður stigann og raulaði lagsstúf. — Dæmalaus hávaði er í þeim öllum saman, hugsaði Ras- kolnikof. Hann beið enn. Loksins varð grafkyrt í öllu hús- inu og heyrðist ekki nokkur sál. Hann var kominn eitt skref niður í stigann, þegar alt í einu heyrðist aftur skó- hljóð. Þessi skref vom ennþá í fjarska, neðst niðri í stig- anum. En hann mintist þess ávalt síðan, að hann grun- aði það undir eins og hann heyrði til þeirra, að skrefin mundu áreiðanlega berast þangað, upp á fjórðu hæð, upp að íbúð gömlu konunnar. Hversvegna? Vom þessi skref svo einkennileg? Þetta vom þung, regluleg skref, skref einhvers, sem ekki var að flýta sjer. ókunni maðurinn var nú kominn upp á fyrstu hæð og hjelt áfram upp, skóhljóð- ið heyrðist nær og nær. Nú heyrðíst þungur andardrátt- ur komumannsins. Hann var kominn upp undir þriðju hæð. Hann kemur upp! Og alt í einu fann Raskolnikof til tilfinningar eins og líkami hans yrði steingerður, eins og hann svæfi og dreymdi, að hann væri eltur, eins og ein- hver væri á hælurium á honum með morðvopn, en sjálfur yrði hann fastur við jörðina, ''‘**nlegur, stimaður. Loks- ms, þegar ókunni maðurinB að ganga upp á fjórðu hæð, hrökk hann alt í einu 8^^ i kuðimg, smaug skyndi- 3ega og fimlega úr stiganu® * onddyrið aftur, gat lok- að dyrunum hljóðlaust á efti*og sett hespuna á keng- Inn. Eðlishvötin ljet hann ff* *jett að öllu. Þegar alt var í lagi, hallaði hann sjer ^ ^Pp að hurðinni og hjelt ákaft niðri í sjer andanum- ‘,Uílni maðurinn var einnig kominn að dyrunum. Þeir hú hvor andspænis öðr- um, eins og sjálfur hann konan áður. Komu- maður varp öndinni þyngS^n nokkrum sinnum. — Hann virðist vera stór og J^hh, hugsaði Raskolnikof og krepti hnefann um öxina 'ÁtL yirtist honum alt eins og draumur. Ókunni maðuriri ^rip í klukkustrenginn og hringdi ákaft. Þegar hann tf^i málmhljóð bjöllunnar fanst honum alt í einu einhve ^eyfast að baki sjer, inni í stofunni. Hann hlustaði ^ ^efli í nokkrar sekiindur. Ókunni maðurinn hringdi '2$* °g alt í einu fór hann í bræði sinni að hrista sneriÖ,tl 9f öllum kröftum. Ras- kolnikof starði skelfdur á he^Pa, sem hrökk upp og of- an og beið þess óttasleginn hún mundi ekki hrökkva upp af kengnum. Honum datt' ^hg ag halda við hana með fingrinum, en áttaði sig, því1^ hefði getað orðið þess var. Honum fór að sortna ^gum. — Jeg dett, hugs- aði hann. En þá fór ókunni ^Urinn að tala og hann kom aftur til sjálfs sín. — Jæja, em þær sofah . ^riia inni, eða hefur ein- hver gert út af við þær? ^jöfullinn sjálfur, ramdi í honum. Hæhæ, Aljona lváí,vha, nomin þín! Lisaveta, blómarósin mín! Ljúktu nú Helvítis hænsnakofi — skyldu þær virkilega sofa? Hann þreif aftur í hurðinB) °kvondur og tók í klukku- strenginn hvað eftir annað. ^ ^ Var augsýnilega maður, sem einhvers mátti sín hjer °\ vanur sæmilegum við- tökum. í þessum svifum W- ^ist hratt, ljett fótatak nálgast upp stigann, annar ~ ^Ur maður. Raskolnikof hafði ekki heyrt til hans uH^, ^hs. I / — Er enginn heima? Það getur ekki verið, kallaði sá nýkomni fjörlega til hins, sem ennþá hamaðist í klukkustrengnum. — Gott kvöld, Koch. Eftir röddinni að dæma hlýtur þetta að vera unglingur, hugsaði Raskolni- kof. — Það má fjandinn vita, jeg er næstum því búinn að brjóta snerilinn, svaraði Koch. — En hvaðan þekkið þjer mig, má jeg spyrja? — Hvaðan? í fyrradag vann jeg yður þrisvar í biljarð i „Gambrinus“. — Ójá ... ójá. — Hjer er þá enginn heima. Það er skrítið. Og reynd- ar hábölvað. Hvert í þremilinn skyldi kerlingin hafa far- ið? Jeg þarf að bralla dálítið við hana. — Og jeg líka, lagsi. — Hvað skal gera? Við verðum víst að fara aftur. Það var slæmt. Og jeg sem bjóst við því, að fá peninga hjema, hrópaði ungi maðurinn. — Auðvitað verðum við að fara, en til hvers í and- bkotanum er þá ákveðinn staður og stund. Kerlingar- ófjetið hefur sjálf tiltekið tímann. Jeg á langt heim. Jeg skil ekki eftir hverju hún þarf að vera á þönum. Hún húkir heima, fótfúin, allan ársins hring, norain sú ama. Og svo fer hún alt í einu að slá sjer út. — Ættum við ekki að spyrja húskarlinn? — Um hvað? — Hvert hún hafi farið og hvenær hún komi aftur? — Hm — Fjandinn fjarri mjer, spyrja? En hún fer aídrei út ... Og svo rykti hann ennþá einu sinni í sneril- inn. — Fari það kolað, við verðum að fara. — Hinkrið þjer við, kallaði ungi maðurinn alt í einu, sjáið þjer ekki hvernig hurðin skröltir, þegar þjer takið í hana? — Nú? — Hún er þá ekki læst, en lokuð að innanverðu með hespunni. Heyrið þjer ekki glamrið í hespunni? — Nú? — Skiljið þjer það ekki maður? önnur þeirra hlýtur þá að vera heima. Ef þær væm báðar faraar út, hefðu þær læst dyranum að utanverðu með lyklinum, en ekki áð innanverðu með hespunni. Heyrið þjer nú hvemig hespan skröltir! ... En til þess að geta sett hespuna fyr- ir þama inni, þarf maður að vera heima, skiljið þjer. Með öðrum orðum, þær sitja þarna inni, en vilja ekki opna. — Hm. Já, svei mjer þá, það er dagsatt, hrópaði Koch undrandi. En hvað er að þeim? Hann fór að þrífa í hurðuna af alefli. — Hægan! kallaði ungi maðurinn aftur. Hamist þjer ekki svona. Hjer er eitthvað gmnsamlegt á seiði. Þjer hafið hringt, þjer hafið ólmast á hurðinni, en samt er ekki lokið upp —. Þar af leiðandi liggja þær þama inni í megnu máttleysi, eða ... — Eða hvað ... ? — Hlustið þjer nú á: Við skulum sækja vinnumann- inn, hann getur vakið þær. — Jæja þá. Þeir fóru báðir niður stigann. — Bíðið þjer við! Dokið þjer hjerna meðan jeg sæki karlinn. — Hversvegna á jeg að bíða? — Allur er varinn góður ... — Nú, sama er mjer ... — Jeg er að verða glæpafræðingur, skal jeg segja yður! Hjer er bersýnilega, alveg ber-sýni-lega ekki alt með feldu, hrópaði ungi maðurinn ákafur og flýtti sjer niður stigann. Koch stóð kyr, tók einu sinni enn í klukku- strenginn og eitt högg heyrðist. Svo fór hann að treysta hurðina hægt og varlega, ýtti henni inn og dró hana aftur að sjer, til þess að sannfæra sig um það, að henni væri cinungis læst með hespunni. Svo beygði hann sig til þess að gægjast um skráargatið, en lykillinn stóð í að innan- verðu, svo að hann sá ekki neitt. Raskolnikof stóð kyr og kreisti hendina um axar- skaftið. Hann var reiðubúinn til þess að berjast við þá. ef þeir rvddust inn til hans. Meðan þeir vom að skaka

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.