Lögrétta - 27.11.1929, Qupperneq 1
LOGRJETTA
XXIV. ár.
Reykjavík, miðvikudaginn 27. nóvember 1929.
Um víða veröld.
Clemenceau dáinn.
Einn af kunnustu og aðsóps-
mestu stjórnmálamönnum heims-
ins er nú fallinn í valinn, þar
sem er Clemencau fyrrum for-
sætisráðherra Frakklands, fyr
meir kallaður tígrísdýrið af and-
stæðingum sínum, en nú nefndur
faðir sigursins fyrir afskifti síni
af heimsstyrjöldinni. Hann var
fæddur 1841, las læknisfræði,
varð doktor í henni 1865, var
svo 4 ár í Bandaríkjunum, síð-
an praktiserandi læknir í París
og borgarstjóri í einum hluta
borgarinnar 1870 og varð þing-
maður 1871, senator 1902, ráð-
herra og stjórnarforseti 1906,
fjell 1910 út af deilumáli við
Delcassé um Marokkómál, var
kosinn aftur og varð forsætis-
ráðherra 1917. Þetta eru helstu
atburðir lífs hans, en af störfum
hans er löng saga. Hann var sí-
vinnandi og átti sífelt í deilum
og lagði gerva hönd á margt.
Hann var óþreytandi blaðamaður,
ritstjóri La Justice (Rjettlætis-
ins) um 1880, og stofnaði blaðið
L’Homme Libre (Frjáls mað-
ur) 1913, en það var bannað á
stríðsárunum, en tveim dögum
seinna gaf hann það aftur út und-
ir nafninu L’Homme Enohaine
(Fjötraður maður). Hann samdi
skáldsögur og heimspekileg rit, t.
d. bók um Demosþenes, fyrir fá-
um árum og hann var hinn mesti
ræðumaður, og er t. d. frægt 5
daga ræðueinvígi hans við Jau-
res, j afnaðarmannaf oiángj ann.
Hann steypti hverri stjórninni af
annari. Svo var hann mikill ferða-
maður, fór á gamalsaldri til Ind-
lands og í erfiða fyrirlestraferð
til Ameríku. En hann kunni líka
að njóta yndis einverunnar og
hafði miklar mætur á bókum og
blómum. Vinnuþrek hans var
furðulegt, en hann fór altaf vel
með sig og stundaði íþróttir
fram í andlátið. Hann var orð-
inn 76 ára þegar hann tók við
stjórn á stríðsárunum og gerði
það með þeim krafti, að enginn
einn maður Bandamanna átti
meiri þátt í sigrinum og sjerlega
friðarsamningnum en hann. „Stríð
og ekkert nema stríð“ var kjör-
orð hans, sigurinn eða dauðinn
var mark hans. Dugnaður hans
var ótvíræður, jámvilji hans og
trú. En áhrif hans á friðarsamn-
ingana voru ekki ávalt til góðs.
Hann var mikill bardagans og
sigursins maður, en varð líka oft
fyrir vonbrigðum. Hann vildi t.
d. gjarna verða forseti eftir
stríðslokin en fjekk ekki. Hann
bað þess að verða grafinn í
kyrþey og ekki á opinberan
kostnað, en öll franska þjóðin
syrgir hann sem þjóðhetju og
föður sigursins. Hann var jarð-
settur án þess að nokkur prest- j
ur væri viðstaddur eða ræður
haldnar og skipaði svo fyrir, að
hann yrði grafinn standandi og
látinn horfa til hafs, er gert var.
Ríki og kirkja í Rússlandi.
Baráttan milli bolsjevismans og
kristninnar.
Rússneskir bolsjevíkar hafa
komist svo að orði um trúar-
brögðin, að þau væru ópíum
handa alþýðunni, henni til deyf-
ingar. Ýmsir forráðamenn kom-
múnismans hafa einnig gert harð-
ar árásir á kirkjur og kristni og
er oft talað um guðleysi þeirra.
Að vísu aðhyllast þeir flestir,
lífsskoðun sinni samkvæmt, guð-
leysi í éinhverri mynd, en annars
er afstaða rússneska kommún-
ismans til kirkju og kristni mun
flóknara mál en svo, að það verði
rakið í einni setningu öðrum
hvorum aðiljanum til lofs eða
lasts. Af viðskiftum rússnesku
kirkjunnar og sovjet-stjómarinar
er merkileg saga, þó að hennar
sje oftast síður getið en ýmis-
legs annnars sem fram fer aust-
ur þar. I báðum flokkum hafa
verið duglegir og men.taðir menn
og einnig misjafn sauður eins og
við er að búast í svo mörgu fje,
hjátrúarfullur, ómentaður og
kúgaður lýður undir handarjaðri
kirkjunnar og siðlausir og vit-
lausir böðlar í þjónustu hins nýja
þjóðskipulags.
Annars eru gamlar deilumarum
rússnesku kirkjuna og í Vestur-
Evrópu varð sjerstaklega kunn
afstaða Leo Tolstoys til þessara
mála allra. En á zarveldistím-
anum, þegar orþodoxa-kirkjan
var þjóðkirkja, sem naut marg-
vjslegra hlunninda, var hún einn-
ig viljalaust verkfæri í höndúm
ríkisstjómarinnar, eitt helsta
meðal valdhafanna til þess að
halda almenningi í þeim skefjum,
sem þeim þótti við þurfa. Zarinn
skipaði yfimiann kirkjunnar,
yfirprókúratorinn, og eftir hans
höfði urðu biskupar og metro-
pólítar að jafnaði að fara. En
annars voru ýmsir mætir menn
og sanntrúaðir í liði kirkjunnar.
Rússnesku byltingamar koma
á óheppilegasta tíma fyrir kirkj-
una, þó að rótið, sem þá varð,
kæmi að ýmsu leyti nýju lífi í
mál hennar. Þá stóð sem sje yfir
hið almenna kirkjuþing, það
fyrsta, sem haldið hafði verið
síðan 1666. Þing þetta hafði ver-
ið undirbúið síðan 1905 og átti að
ráða ýmsum helstu málum þjóð-
kirkjunnar.
Fyrir kirkjunnar mönnum
vakti það ekki síst, að gera
! kirkjuna sem óháðasta ríkinu og
finna fyrir hana hæfilegt stjórn-
arfyrirkomulag, þegar zarveldið
var undir lok liðið. Það varð ofan
á, að yfirstjóm kirkjunnar skyldi
fahn kirkjuráði, einskonar endur-
nýjungu hinnar gömlu, heilögu
sýnódu, en þó þannig, að aftur
skylai stofna yfirbiskuþsembætti ■
það, eða patriarkat, sem Pjetur
mikli hafði afnumið. Meðan bol-
sjevíkamir sátu um Kreml var
kirkjuþingið að kjósa hirrn nýja
patriark og varð Tickon metro-
pólít í Möskva fyrir valinu.
Helstu menn kirkjunnar um þetta
leyti voru annars Antonij erki-
biskup í Charkov, leiðtogi íhalds-
flokksins og Balgakov prófessor
og Trubeckop fursti, forustumenn
frjálslyndara lýðræðisflokks.
Miklir hættutímar steðjuðu nú
að kirkjunni, því í umróti bylt-
ingarinnar tók hún æ ákveðnari
afstöðu gegn bolsjevíkum, sem
unnu meira og meira á og náðu
stjórninni í sínar hendur. En
forráðamenn kirkjunnar trúðu
aldrei á það, að yfirráð bolsjevíka
yrðu til langframa og skarst því
æ meira í odda milli ríkis og
kirkju, eftir því sem bolsjevíka-
veldið færðist í aukana, og kirkju-
þingið gaf út ávarp til þjóðar-
innar, þar sem það fordæmdi
stefnu bolsjevíka, kallaði þá af-
vegaleiðendur lýðsins, sem eitr-
uðu hjörtu hans með guðleysis-
kenningum og settu öfund, á-
gimd og ásælni í trúarinnar stað.
Það er sagt, að patriarkinn sjálf-
ur, Tickon, hafi frá upphafi ver-
ið mótfallinn svona megnri and-
stöðu gegn stjórnarflokknum, en
önnur öfl hafi ráðið meira á
kirkjuþinginu og loks ljet patri-
arkinn tilleiðast (19. jan. 1918)
að lýsa banni og bölvun yfir
bolsjevíka, „ofsækjendur kirkju
Krists, úrþvætti mannkynsins,
valdhafa, sem beiti alla taum-
lausri kúgun og ofbeldi“.
Nú þótti ríkisvaldinu ekki leng-
ur til setunnar boðið. Hinir nýju
valdhafar voru að vísu aldrei trú-
arinnar eða kirkjunnar menn og
skilnaður ríkis og kirkju hafði
verið akveðinn áður en til þess-
ara stórmæla kom, en ýmsir hinna
gætnari manna í báðum flokkum
höfðu vænst þess að skynsamlegt
samkomulag gæti tekist milli
ríkis og kirkju og kváðu ýmsir
bolsjevíkaleiðtogar ekki hafa
verið ófúsir til þess. Þeir hugs-
uðu sem svo, að kirkjuna mætti
nota sem verkfæri í hendi hins
nýja þjóðskipulags eins og hins
gamla, en samningsfúsir kirkj-
unnar menn vildu á þenna hátt
bjarga því, sem bjargað yrði af
andlegum og efnalegum verð-
mætum kirkjunnar. En nú þótti
bolsjevíkastjóminni sem sagt svo
ófriðlega horfa, að hún tók til
! sinna ráða um framkvæmd slriln-
47. tbL
aðarlaganna frá 1917 og gaf út
þrenn ný lög á árunum 1918—19
þar sem þjóðkirkjan var leyst
upp og ákveðin staða, sem hverj-
um öðrum sjertrúarflokki í trú-
frjálsu landi. Ríkið tók undir sig
allar kirkjueignir, en þar sem
söfnuðir mynduðust, fengu þeir
kirkjur til umráða, en engan rík-
isstyrk til guðsþ j ónustuhalds.
Kirkjuþingið, sem ennþá sat á
rökstólum, mótmælti þessu harð-
lega og helsta kirkjublaðið, sem
enn var leyft að koma út, skor-
aði á allan almenning að þver-
skallast við lögum stjómarinnar.
Kirkjunnar menn höfðu líka svo
mikil áhrif, að þeir gátu víða
fengið almenning til þess að
hefta það með valdi, að erind-
rekar stjórnarinnar kæmu fram
eignamáminu, t. d. í Alexander-
nevskij-klaustrinu í Pjetursborg
(Leningrad). Bolsjevíkar urðu
að láta undan síga fyrir kirkj-
unni. En það var ekki nema í
bráðina. Bolsjevíkamir höfðu
töglin og hagldimar, fjármála-
og löggjafarvaldið og hófu þar
að auki í ræðu og riti harðvít-
ugar árásir á trú og kirkju, til
þess að vinna almenning undan
kirkjunni.
,Árin 1921—22 blossaði fjand-
skapur ríkis og kirkju enn upp.
Þá svarf hungursneyð mjög að
Rússum víða. / Patriarkinn ljet
mynda mikla hjálpamefnd, án
þess að leita samvinnu við ríkis-
valdið. Stjórnin leysti þá upp
nefndina og kvaðst sjálf vilja
stjóma ráðstöfunum öllum vegna
hungursins og byrjaði á því að
skipa kirkjunni að fóma öllum
dýrgripum sínum og kirkju-
skrauti til þess að keypt yrðu
matvæli handa fátæklingum.
Patriarkinn svaraði með hirðis-
brjefi, þar sem hann bannaði
prestum að láta af hendi kirkju-
gripi við stjómina, en bað þá að
láta af frjálsum vilja af hendi
rakna alt það, sem unt væri til
guðsþakka, þ. á. m. kirkjugripi
þá, sem ekki væru nauðsynlegir
við guðsþjónustugerð. tJt af
þessu síó í hart milli kirkjunnar
manna og bolsjevíka og urðu af
hin mestu málaferli. Meðal ann-
ara var stefnt fyrir mótþróa
Venjamin metropólíta í Petro-
grad og Tickon patriarka í
Moskva. Patriarkinn tók einn á
sig alla ábyrgð mótspyrnunnar,'
en stjómin þorði ekki að taka
i hann af lífi, en rak hann í útlegð
i í klaustur eitt. En Venjamin
| biskup var líflátinn. Nú var
kirkjan höfuðlaus her, eignalaus
og sundruð á barmi glötunarinnar.
En ennþá var reynt að varð-
veita hana og koma á sáttum við
ríkisvaldið. Það gerði mmmhluta-
flokkur einn, sem um skeið hafði
starfað í kirkjunni, að frjáls-