Lögrétta


Lögrétta - 27.11.1929, Blaðsíða 3

Lögrétta - 27.11.1929, Blaðsíða 3
4 LÖGRJETTA tíðirnar látnar nægja, miklu oftar en í íslensku. Eins er líka hægt að mynda nafnorð af lýsingar- hættinum með því að setja enda- staf nafnorða í staðinn fyrir enda- staf lýsingarorða: amanto = maður sem elskar, aminto = mað- ur sem hefur elskað, amonto = maður sem mun elska. í novial er aðeins hægt að mynda nafnorð með nútíðarmerking. Sama er að segja um atviksorðin. „Jeg kem gangandi“ er í novial „me veni irantim“, og á esperanto „mi ven- as irante“. 4. „Orðmyndunarreglumar gera málið liprara og eðlilegra en stirf- in rökfestan í ido og reglulegra en occidental er“. O. J. nefnir hjer ekki 'esperanto, en þar sem hann telur það standa ido að baki er dómur hans auðsær. Má og lengi um það deila, hvort eitt mál sje öðru liprara. Hitt ættu allir þeir að vita, sem eitthvað hafa lesið og skrifað á esperanto, að þar er unt að sýna svo mikla lipurð og i hárfín blæbrigði, að afarörðugt er að ná þeim í þýðingu. Sumum esperanto-þýðingum er líka við- brugðið. Þannig segir ekki ómerk- ari málfræðingur en Collinson prófessor, að þýðing dr. Zamen- hofs á Hamlet muni vera sú besta, sem til er. Hinu ber síst að neita, að novial mun líka vera lipurt mál þótt ekki sje gott að fullyrða um það eftir lestur aðeins fárra síðna. En það brýtur eina mikilvægustu regluna, sem verður að gilda í hverju tilbúnu hjálparmáli: Það er ekki reglulegt. Alstaðar eru j undantekningar. 5. „Ekkert beygingar- eða orð- myndunarefni er tekið af handa- hófi“. O. J. ásakar esperanto mjög fyrir þetta handahófsval ýmissa orðmynda, en um slíkt má lengi deila. Jespersen virðist miða mál sitt mest við vísindamenn.. AI- þýðumennina, sem lítinn tíma hafa til tungumálanáms, hirðir hann minna um. En einmitt þeim er hvað mest þörfin á hjálpar- máli, auðveldu og lipru, en til þess þarf það að vera reglulegt og sjálfu sjer samkvæmt. Öllumþess- um kröfum fullnægir esperanto, en novial ekki nema sumum. Þó er eftir ónefndur einn af kostum esperanto, og það sá, sem ef til vill hefur hvað mest stuðl- að að útbreiðslu þess. Og hann er alls ekki til í novial. O. J,. segir sjálfur: „En jafnframt er það sýnilegt, að slíkt hjálparmál get- ur aldrei orðið nokkurum manni mál hjartans á sama hátt og móð- urmálið er það, ... það getur aldrei losnað við að hafa eitthvað : óskáldlegt og jarðbundið yfir ; sjer“. Það má vel vera að þetta sje rjett um novial. En það er rangt að því er esperanto viðvíkur. Það mál er upphaflega borið fram af brennandi hjarta eins hins mesta mannvinar, til þess að hjálpa \ smælingjunum, olnbogabömunum, j og gera jarðlífið betra og fegurra. j Þetta er sú hugsjón, sem andar blæþýtt eða þrumar týrammt í hverri einustu ritsmíð dr. Zamen- hofs. Esperanto er vaxið upp úr þessum jarðvegi og ber þess menjar. Andi bræðralags og jáfn- rjettis fylgir því stöðugt. Úr því i Hestamannafélagið Fákur Þingvallakappreiðar. í sambandi við Alþingishátíðina 1930 efnir félagið til kappreiða í svonefndum Bolabás inn undir Ármannsfelli. 5 verðlaun verða veitt fyrir hvortveggja skeið og stökjs og eru þau ákveðin þessi: / 1000 kr. — 400 kr. — 200 kr. — 150 kr. — 100 kr. Sprettfæri skeiðhesta verður 250 metrar, þar af 200 metrar á hreinum kostum, en hlaupvöllur stökkhesta 400 metrar. Gera skal aðvart um hesta þá, er keppa eiga formanni félagsins Daniel Danielssyni dyraverði í Stjórnarráðinu (sími 306) eigi sídar en fimtudag 5. júni, en allir verða kappreiðahestarnir að vera komnir til Þingvalla laugardaginn næstan áður en Alþingishá- tíðin hefst og verður þar tekið við hestunum til geymslu fram yfir kappreiðarnar. Þingyallanefnd Fáks. hafa margir góðir drengir um víða veröld teygað þyrstum sálum sínum lífsmagn. Þar hafa þeir fundið starfsvið fyrir krafta sína, er þeir hafa viljað leggja fram sambræðrum sínum til heilla. Novial er gersneytt svona hug- sjón. Og það tjáir ekkert að segja, að hægt sje að skapa hana. Hún e r alls ekki til frá höfundar- ins hendi. Hún getur þess vegna aldrei orðið samgróin málinu. Það á að þjóna efnislegum hagnaði mannanna einum. Það getur eser- anto líka gert alt eins vel. En no- vial hefur ekkert fram að bjóða móti andlegum auðæfum þess. Novial er mál heilans eins, esper- anto mál bæði heila og hjarta. Og þá er ekki líklegt, að þeir menn — karlar og konur —, sem sjá ögn út fyrir eigin túngarð og hugsa ofurlítið um velferð ann- ara en sjálfra sín, verði lengi að ráða við sig hvoru málinu þeir eigi að ljá liðsinni. Og með fylgi slíkra manna er hverju málefni best borgið í bráð og lengd. Ól. Þ. Kristjánsson. -----o---- Sigurður Magnússon prófessor, yfirlæknir á Vífilsstöðum, varð sextugur 24. þ. m. Hann er einn af .vinsælustu og merkustu mönn- um læknastjettarinnar hjer og hefur veitt Vífisstaðahælinu for- stöðu frá því það var stofnað, haustið 1910, eða í nærri 20 ár og undir hans stjóm hefur hælið orðið fyrirmyndarstofnun, sem stendur jafnfætis bestu heilsu- hælum erlendis og hafa verið þar nærri 2800 sjúklingar, þar af yfir 270 börn, en sjerstök bama- deild var opnuð 1921. Próf. S. M. var einnig vel undir starf sitt búinn. Eftir að hann lauk prófi við Hafnarháskóla 1901, cLvaldi hann 5 ár erlendis við framhalds- nám í berklaveikisfræðum, var svo praktiserandi læknir í Reykja- vík í 2 ár, en hafði áður um skeið verið læknaskólakennari fyrir Guðm. Magnússon. Seinna fór hann aftur utan til þess að kynna sjer heilsuhæli á Norður- löndum, í Þýskalandi og Austur- ríki og eftir að hælið var stofn- að hefur hann einnig nokkmm sinnum farið utan til þess að kynnast berklavamarmálum og á vísindafundi. Hann hefur skrifað ýmsar ritgerðir um berklaveiki á AGENTER ansættes med höi provision. Skriv straks efter vore agenturbetingelser og skaf Dem en indtægt i disse daarlige tider. Bankirfirman Lundberg & Co., Stockholm C. dönsku, þýsku og á íslensku, t. d. bókina: Um berklaveiki. Ólafur Ólafsson kristniboði mun nú vera um það bil að koma aftur austur til Kína. Stönsuðu þau hjónin dálítið í Ítalíu, en hjeldu svo með skipi skemtu leið austur. Árni Pálsson bókavörður er ný- lega farinn áleiðis til Ameríku - í fyrirlestraferð. Mun hann ferðast víða um Kanada á vegum bóki- mentafjelags eins og flytja á ensku fyrirlestra um ísland. Hann mun einnig fara um Is- lendingabygðimar og flytja þar íslensk erindi. Áður en hann fer vestur dvelur hann um tíma í London. Litla tímaritið, annað heftið er nýkomið. 1 því eru smásögur eftir góða höfunda: Dostojevskij, Maupasant, Stamatov, Andersen- Nexö o. fl. og frágangur allur smekkvíslegur. — Útgefandi er Jón H. Guðmundsson. Bergström heitir sænskur mentamaður, sem hjer dvaldi um skeið 7í sumar og ferðaðist hjer nokkuð um. Hann starfar við Svenska Dagbladet og hefur í haust skrifað ýmsar greinar í það um íslensk mál, stjómmál, atvinnumál og ekki síst alþingis- hátíðina. Einkum er athyglis- verður greinaflokkur eftir hann um kaupstaðina íslensku. Þykja honum þeir á gelgjuskeiði að byggingu og bæjarbrag, svipljótir oft og illa hirtir, en samt að mörgu merkilegur vöxtur þeirra og viðgangur og þá helst upp- gangur togaraútgerðarinnar í Reykjavík. En samt þykir hon- um höfuðstaðurinn ekki merkast- ur vegna útgerðarinnar og kaup- manna þeirra, sem þar búi, þott duglegir sjeu, heldur vegna mentamannanna, sem setji blæ sinn á bæinn og valdi því, að þrátt fyrir ýmsan smábæjarbrag í ytri ásýnd, sje bærinn sannur höfuðstaður og menningarmið- stöð að sínu leyti eins og t. d. Lundur eða Uppsalir í Svíþjóð. Islánder Schule Regine Dinse St. Peter Nordsee. Þýskalandí Námsskeið hefst í skólanum 15. apríl næstkomandi. Þar verð- ur kent: Þýska, garðrækt, nátt- úrufræði, matarefnafræði, landa- fræði og handavinna. Mánaðargjald er 190 mörk. Nemendum verður gefið kost- ur á ódýrum ferðalögum um Þýskaland. Gerið svo vel að snúa yður til Lúðvígs Guðmundssonar sköla- stjóra á Hvítárbakka, sem gefur allar upplýsingar. Re^ine Dinse St. Peter Nordsee Til yðar! — Ný fegurð — nýr yndisþokki. Fáið hvftari, fegurri tennur — tennur, sem engin húð er á. 'T'ANNHIRÐiNGAR * framfönixn. hafa tekið stórum Tannlæknavíslttdln rekja nú fjðlda tann- kvilla tll húðar (lags), sem myndast & tðnnunum. Rennlö tungunni yflr tenn- urnar; þá flnnið þár sllmkent lag. Nú hafa vlsindln gert tannpastað Pep- sodent og þar með fundið ráð til að eyða aö fullu þessari húð. >að losar húðina og nær henni af. >«ð inniheldur hvorki kísil né vikur. Reynið Pepsodent. Sjáið, hvernig tenn- urnar hvitna jafnóðum og húðiagið hverf- ur. Fárra daga notkun feerir yður heim sanninn um mátt þess. Skriflð eítir ðkeypis 10 daga fýnishorni til: A. H. Rlise, Afd. 1560» 4j Bredgade 25, EX, Kaupmannahöfn, K: FÁIÐ TÚPU - NÚl P«DSAUÍJ\t Vðrtimerki j Afburða-tannpasta nátimans. il Mefur meðmœli helrtu tennl»kna í öllum heimi. lððO Prcnteimðjftn Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.