Lögrétta - 27.11.1929, Síða 2
2
L Ö G R J E T T A
3
L 0 G R J E T T A
r--------------------———?
LÖGRJETTA
Útgeíandi og ritstjóri:
porstelnn Gialason
pingholtsstrœti 17. Sími 178.
Innhelmta oq aÍQrelðsla
1 Lœkjargötu Z Simi 185. .
I ------------------- -a
lyndri endurreisn hennar. Vved-
enskij, einhver mælskasti og vin-
sælasti prestur í Moskva, var leið-
togi þess flokks og sömuleiðis
Bojarskij og Jegorov, sem að-
hyltust kristilegan kommúnisma.
Tveir biskupar að minsta kosti
studdu hreyfinguna, þeir Ant-
onin og Leonid. Þessi flokkur
reyndi fyrst árangurslaust að
fá Tickon til þess að segja af
sjer, en setti hann síðan af og
lagði embætti hans niður. Hin
nýja eða hin lifandi kirkja
tjáði sig síðan fylgjandi bolsje-
víkastjóminni og fúsa til þess að
ötarfa með henni að hamingju
mannkynsins.
Stjómin ljet þessa nýju kirkju
fara sínu fram, en viðurkendi
hana ekki og tók hana ekki á
arma ríkisins og ljet patriarkann
óáreittan. Seinna fór hún meira
að segja að semja við hann bak
við nýkirkjuleiðtogana. Og öllum
til undrunar lauk þeim samning-
um svo, að Tickon birti brjef, þar
sem hann hvatti kirkjuna til þess
að sýna stjórninni vinsemd og
kvaðst sjálfur hafa farið rangt
að gagnvart henni í upphafi
byltingarinnar. Menn vita ekki
enn hvemig samningar þessir
hafa komist á, segir í heimildum
þeim, sem hjer er farið eftir
(prófessor Stender Petersen í
Dorphat, eftir rússneska kirkju-
sögufræðingnum Fedotvo og pró-
fessor Titlinov). En patriarkinn
hefur sjálfsagt talið þetta bestu
eða einu leiðina til bjargar kirkj-
unni, enda ljet stjómin hann nú
lausan og tók hann aftur við
forustu kirkju sinnar. En nýja,
eða lifandi kirkjan liðaðist sund-
ur og fjellu menn frá henni unn-
vörpum og leituðu aftur í skaut
hinnar gömlu móðurkirkju. Sjera
Vvedenskij fær samt enn að pre-
dika óhindraður, hann er eigin-
lega nú sem stendur eini maður-
inn í Rússlandi, sem hegningar-
laust fær að verja kristindóminn.
Stjómin lætur nú báðar kirkj-
umar lifa og rífast og hugsar
sem svo, að það sje sæmst að
kristnin í landinu eyði sjálfri sjer,
en samt berjast bolsjevíkar líka
enn móti henni í ræðu og riti.
Að vissu leyti er nú friður
milli ríkis og kirkju, en vopnað-
ur friður. Stefnu Tickons patri-
arka, um samvinnu við sovjet-
stjómina, hefur verið haldið eft- j
ir að hann dó (1925) en öðru
hvoru hefur fjandskapurinn soðið
upp úr. Stjómin hefur t. d. ekki
viljað leyfa kosningu nýs patri-
arka, en ýmsir hafa gegnt störf-
um hans og í stjórnartíð Sergij
metropolita leyfði stjómin að
endurreisa hina heilögu sýnódu.
Orþodoxa kirkjan hefur unnið
nokkuð á á seinustu árum. En
vald hennar er brotið, hún er
siðferðislega og stjórnarfarslega
áhrifalaust játningafjelag og þarf
að verjast á tvær hendur, gegn
guðleysi og efnishyggju hins
ráðandi stjómmálaflokks og gegn
kenningum annara trúarflokka,
sem lögin gera jafnt undir höfði
og henni. Átökin milli ríkis og
kirkju í Rússlandi eru einhver
athyglisverðasti þáttur í kristni-
sögu síðustu tíma.
Island og DanmOrk.
„Dagens Nyheder“ flytja 16.
þ. m. viðtal við Halfdan Hend-
riksen þjóðþingsmann, formann
dansk-íslensku milhlandanefndar-
innar, um sambandsslit Islands
og Danmerkur og þá hugsun,
sem fram hefur komið, að láta
þau fara fram á næsta ári. Hann
segir, að sjer sje vel kunnugt
um, hvemig málið horfi við hjer
á landi, en að stjóm og þing í
Danmörku geti ekki sint málinu
fyr en fram komi óskir um
þetta frá þingi og stjóm Islands.
En hann kveðst efast um að þser
óskir komi fram, með því Is-
land hafi, að sínu áliti, meiri
hagnað af sambandinu en Dan-
mörk. Komi þær óskir samt sem
áður fram, þá kveðst hann ekki
geta betur sjeð en að Danmörk
eigi að verða við þeim, því engin
ástæða sje til þess fyrir Dan-
mörku að halda í sambandið
gegn vilja Islands. Þó sjeu tvö
atriði í sambandslögunum, sem
Danmörk geti ekki að svo stöddu
skilyrðislaust látið falla niður.
Annað er ákvæðið um gagn-
kvæman ríkisborgararjett, sem
Danmörk verði að halda í vegna
Færeyinga, sem stundi fiskiveið-
ar hjer við land. En hr. H. H.
telur Islendinga hafa töluverðan
hagnað af þeim veiðum með því
að fiskurinn verði hjer verslun-
arvara. Þá tekur hann fram, að
töluvert fleiri Islendingar sjeu
búsettir í Danmörku en Danir á
íslandi og að því leyti sjeu hin
gagnkvæmu rjettindi meir notuð
af Isiendingum. En hann álítur,
að Danmörk verði að tryggja
þeim Dönum, sem nú eru hjer
búsettir, þau rjettindi, sem þeir
*'■ •• ' 1 ■ ■-(■■ '.>-S ' ■ ■'l-tí'
nú hafi. Sje hægt að ná skipu-
lagi um þessi tvö atriði, þá seg-
ist hann fyrir sitt leyti ekkert
hafa á móti þvi, að sambandslög-
in sjeu feld úr gildi svo fljótt sem
unt sje.
Hitt atriðið er konungssam-
bandið. En um það atriði segir
hann að danskir málsaðilar hafi
einnig úrskurðarvald, ef til sam-
bandsslita komi.
Hann segir að Danir eigi eftir
sem áður að líta á Islendinga
sem vini og frændur, eins og
aðra Norðurlandabúa, þótt stjóm-
málasambandið slitni, og slit á
því með vinsamlegum samning-
um muni án efa ekki láta eftir
sig neina óvild í hugum Dana.
----o----
ÞJóðleikhúsið.
Ýmsir góðir menn eru óánægð-
ir með staðinn, sem ákveðinn hef-
ur verið fyrir þjóðleikhúsbygg-
inguna, og skora á oss nefndar-
menn, ýmist í blaðagreinum eða
munnlega, að flytja húsið þaðan
sem það nú á að standa. Oss
skildist svo sem um tíma mundi
bærinn heimila oss að byggja úti
í tjömina. Samkvæmt ráðlegg-
ingu húsameistara hurfum vjer
frá því ráði. Síðar leituðum vjer
til bæjarstjórnarinnar um lóð,
sem hentugri væri en sú eina,
er vjer rjeðum yfir. Súmálaleitun
hefur ekki borið árangur. Það
eru ekki nefndarmennimir, sem
ráða því, hvar þjóðleikhúsið á að
standa, það er landstjórnin, sem
á að leggja til grunninn ókeypis,
og Jón Magnússon sagði í upp-
hafi að landið mundi ekki kaupa
lóð til þess. Enginn ráðhera hef-
o
ur síðan boðist til þess. I öðru
lagi er það skipulagsnefnd bæj-
arins og byggingarnefnd, sem
ráða því, hvar slíkar byggingar
standi, og þær hafa báðar ákveð-
ið, að húsið skuli .standa við
Hverfisgötu fyrir ofan Lands-
bókasafnið. Þeim úrskurði verð-
ur nefndin að hlíta.
Þessa grein biðjum vjer yðar
heiðraða blað að birta.
I nafni nefndarinnar
Indr. Einarsson.
-----o--
Strandferðirnar
og Hornafjörður
Síðan jeg skrifaði grein með
þessari fyrirsögn í Lögrj. 20.
marts síðastl. hafa mjer borist
tillögur nefndarinnar, er skipuð
var í samgöngumálin 1928.
Er fljótsjeð, að nefndin hefur
verið mjög ókunnug ástæðum og
staðháttum hjer. Eru tillögum-
ar mikil afturför frá því, sem nú
er, þar sem ætlast er til að all-
ar 12 áætlunarferðir Esju hing-
að falli burt, en í staðinn komi
aðeins hálfu færri ferðir nýja
strandferðaskipsins, og að póstur
hingað verði settur í land á
Djúpavogi og fluttur landveg
vestur allar sveitir.
Þetta er okkur hjer ómögulegt
að bjargast við. Ef leggja á nið-
ur ferðir Esju hingað, — sem
er mjög ósanngjamt —, má þó
ekki minn^a vera en að nýja
skipið komi hingað í hverri ferð.
Borgum í Hornaf. 24. okt. 1929.
Hákon Finnsson.
----o-----
J. E. Böggild dáinn.
Nýlega er dáinn í Montreal í
Kanada J. E. Böggild, sem var
fyrsti sendiherra Dana hjer, frá
1919 til 1924. Hefur hann, síðan
hann fór hjeðan, verið aðalræð-
ismaður Dana, með sendiherra-
tign, í Montreal. Hann var 51
árs og banameinið var hjarta-
sjúkdómur. Lík hans verður
brent þar vestra og askan flutt
heim til Ribe.
J. E. Böggild var af íslenskri
ætt. Hann var hjer vel látinn,
undi hjer vel hag sínum og átti
hjer ekki fáa vini.
----o--
Búvjelar.
Nýlega sagði Lögrjetta frá
ýmsum verkfæra- og vjelakaup-
um landsmanna, m. a. frá kaup-
um þeirra á ýmsum búvjelum
samkvæmt síðustu verslunar-
skýrslum. En þær koma, eins og
kunnugt er, nokkuð seint og I
hefur búvjelanotkun og vjela- !
kaup farið vaxandi síðan, sam-
kvæmt upplýsingum, sem blaðið
hefur fengið frá Áma G. Eylands
ráðunaut, einkum um og eftir
1927 og mest þó í ár, því þá
kom verkfærakaupastyrkurinn
til sögunnar. En Á. G. E. hefur
verið forstjóri verkfæradeildar S.
I. S. síðan 1927 og því nákunn-
ugur þessum málum. Á yfir-
standandi ári hefur verið veittur
styrkur úr verkfærakaupasjóði
til kaupa á þessum verkfærum:
156 plógum, 141 diskaherfi, 85
hankmóherfum, 30 fjaðraherfum,
6 tindaherfum, 31 skeraherfi
(Lúðvíks), 45 rótherfum (Lúð-
víks), 25 hestarekum, 27 völtur-
um, 6 áburðardreifurum og 2
steingálgum. 27 dráttarvjelar
munu hafa verið keyptar hingað
í ár og um 200 sláttuvjelar hafa
selst hjer (þar af um 150 hjá
S. I. S.). Um sláttuvjelanotkun
síðustu ára er það athugavert,
að vjelamar eru nú aðallega
keyptar til túnasláttar. En á ár-
unum 1910—18 voru sláttuvjela-
notin mest miðuð við sljett
engjalönd, en á þeim árum var
einnig flutt inn mikið af sláttu-
vjelum. En svo dró úr sláttu-
vjelakaupum um tíma, en nú er
notkun þeirra aftur að færast
mjög mikið í vöxt, enda túnin
nú óðum að sljettast og ræktun-
aráhugi að aukast og jafnframt
eru menn að komast upp á það,
að nota vjelarnar til túnasláttar,
enda eru þær nú miklu betur til
þess falnar en þær voru fyrir
nokkrum árum.
---o---
Alheimsmál.
Novial og esperanto.
Fimm em þau atriði, sem O.
J. telur einkum novial til gildis
fram yfir önnur hjálparmál. Þau
skulu nú tekin og borin saman við
esperanto, því að bæði er það mál
nokkuð kunnugt hjerlendummöxm
um og svo segir O. J. að nú sje
„auðvelt að sjá að það er fjarri
því að vera fullkomið“. Skal nú
lagt undir dóm lesendanna hvort
þessara tveggja hjálparmála er
„fullkomnara“.
1. „Stafrofið er eins auðvelt og
unt er“. Stafimir eru 23. En ekki
er fylgt reglu þeirri, sem dr.
Zamenhof setti í máli sínu, esper-
anto: einn stafur fyrir hvert
hljóð. Sýnist þessi undantekning
í novial lítt til bóta. Aftur á móti
mun okkur Islendingum þykja
gott að losna við þau tvö blístur-
hljóð, sem esperanto hefur um-
fram novial, því að nóg finst okk-
ur eftir samt. En ekki finnur O.
J. það að stafrofinu í esperanto,
heldur hitt, að þar skuli vera
merki yfir nokkurum stöfum.
„Ekkert hefur unnið heimsmáls-
hugsuninni jafnmikið tjón“, segir
hann. Ekki má hún við miklu og
ekki á hún marga óvini sje þetta
satt.
2. „Sömu reglur gilda um beyg-
ingu (tölu, kyn og fall) fomafna
og annara orða“. Þetta á sjer líka
að miklu leyti stað í esperanto,
3. „Einföld og eðlileg sagnbeyg-
ing með fáum myndum og með
hjálparorðum í samræmi við
stefnuna í sögulegri þróun Ev-
rópumálanna okkar“. En nákvæm-
ur samanburður sýnir, að esper-
anto er einmitt í þessum efnum
einfaldara og betra en novial. I
. esperanto enda allar sagnir á i
í nafnhætti. Má bæta þeim staf
aftán við hvaða orðstofn sem er,
ef hugsunin leyfir þar sögn. Nú-
tíð endar á as (amas), þátíð á is
(amis), framtíð á os (amos) og
skildagatíð á us (amus). — Boð-
háttur endar á u (amu). — I
raun og veru eru ekki fleiri tíðir
til í esperanto en þetta, en til að
ná hugsuninni, sem í hinum felst
er notuð hjálparsögnin esti (að
vera) og lýsingarhátturinn. Hjálp-
arsögnin getur beygst á sama
hátt og aðrar sagnir. Með þessu
næst miklu meiri nákvæmni en
í íslensku og flestum öðrum mál-
um, en venjulega eru ósamsettu
DOSTOJEVSKIJ.
Glæpur og refsing’
VILIIJÁLMUR Þ. GÍSLASON þýddi
ÞRIÐJI ÞÁTTUR.
I.
Raskolnikof reis upp og sat á legubekknum. Með
veikum burðum benti hann Rasumikin að hann skyldi
stöðva straum hinna samhengislausu huggunarorða, sem
hann helti yfir mæðgurnar. Svo greip hann hendur þeirra
beggja og horfði nokkra stund þögull á móður sína og
systur á víxl. I augnaráði hans var ógnarleg, óskiljanleg
þjáning, en jafnframt eitthvað þverúðarfult, krampakent,
næstum því vitfirt. Pulkeria Alexándrovna fór að gráta.
Avdotja Romanovna var föl. Hönd hennar titraði í hönd
bróður hennar.
— Farið þið heim ... með honum, sagði hann lágt
og benti á Rasumikin — þangað til á morgun. Á morgun
•er alt ... Er langt síðan þið komuð ?
— Við komum í kvöld, Rodia, svaraði Pulkeria —
'lestinni seinkaði afskaplega. En nú vil jeg ekki fyrir
nokkurn mun fara frá þjer, Rodia. Jeg sef hjerna, við
hliðina á þjer ...
— Kveljið þið mig ekki, sagði hann óþreyjufullur.
— Jeg verð hjá honum, sagði Rasumikin hástöfum.
— Jeg yfirgef hann ekki andartak og skollinn eigi gest-
ina mína. Þeir mega derra sig ef þeir vilja. Frændi minn
getur verið húsbóndi.
— Hvemig á jeg að þakka yður? — sagði Pulkeria
og þrýsti hönd Rasumikins á ný, en Raskolnikof tók aft-
ur fram í fyrir henni.
— Jeg get ekki, jeg get ekki, sagði hann hvað eftir
annað önugur. — Kveljið þið mig ekki. Þetta er nóg,
farið þið nú. Jeg get ekki ...
— Komdu, við skulum fara mamma, við skulum að
minsta kosti skreppa út fyrir dyrnar, hvíslaði Dúnja ótta-
slegin. — Jeg sje það, að við erum honum til kvalar.
— En má jeg ekki einu sinni virða hann vel fyrir
mjer, eftir þrjú löng skilnaðarár, sagði Pulkeria grátandi.
— Bíðið þið, kallaði Raskolnikof á eftir þeim — ]>ið
gripið altaf fram í fyrir mjer og ruglið mig ... Hafið þið
sjeð Lusjin?
— Ekki ennþá, Rodia, en hann veit, að við erum
komnar. Okkur var sagt það, Rodia, að Pjotr Petrovitsj
hefði verið svo vænn að heimsækja þig í dag, bætti Pul-
keria við dálítið vandræðalega.
— Ójá, hann var svo vænn ... Dúnja, jeg sagði
Lusjin, þegar hann kom hingað, að jeg skyldi henda hon-
um ofan stigann. Jeg sagði honum að fara til fjand-
ans ...
. — Rodia, hvað kemur að þjer? Hefur þú ... þjer er
ekki alvara? sagði Pulkeria skelkuð, en þagnaði, af því
að Dúnja gaf henni merki með augunum. Hún horfði at-
hyglisaugum á bróður sinn og beið þess hvað hann segði.
Nastasja hafði áður sagt mæðgunum frá sennunni við
Lusjin, að svo miklu leyti, sem hún skildi hana. Síðarr
kvöldust mæðgumar af óvissunni og biðinni.
— Dúnja, sagði Raskolnikof máttvana — je£ vil ekk>
þetta hjónaband og þú verður þess vegna að vísa þess-
um Lusjin á bug undir eins og þú talar við hann í fyrsta
skifti á morgun, svo að hann hypji sig burt fyrir fult og
alt.
— Guð á himnum! hrópaði Pulkeria Alexándrovna.
— Bróðir, gættu þess hvað þú segir! sagði Avdotja
áköf og stilti sig undir eins. — Þú getur kanske ekki
undir eins ... >ú ert þreyttur, sagði hún blíðlega.
— Eða hef kanske óráð? Nei ... þú átt Lusjin mín
vegna. En jeg Jfygg ekki fóm þína. Þess vegna verður þú
að skrifa brjefið undir eins á morgun ... uppsógn þína
... jeg ætla að lesa það í fyrramálið og svo er það búið.
— Jeg get það ekki, hrópaði imga stúlkan sárlega
móðguð — með hvaða rjetti ...
— Dúnetsjka, þú ert oi bráð, hættu nú, á morgun ...
Sjerðu ekki, greip móðir Hrra fram í óttaslegin. — Æ,
við skulum heldur fara. •■'
— Hann talar óráð, sagði Rasumikin og var ennþá
ölvaður. — Annars þyrði bann ekkert þessu líkt. Á morg-
un verður öll þessi heimska horfin ... En það er satt, að
hann rak hann út, þegar hann kom hingað, dagsatt. Nú,
það fauk í hinn. Ifann kom hingað og hjelt áferðarfall-
egar ræður, breiddi úr vitsku gjnni og drattaðist burtu og
lagði niður rófuna ...
— Það er þá satt, sa8ði Pulkeria Alexándrovna.
— Við sjáumst á morgUn, bróðir, sagði Dúnja í með-
aumkunarróm, -— komdu, kiamma, vertu sæll, Rodia.
— Heyrirðu það, sy^ir, kallaði hann á eftir þeim og
tók á öllum kröftum sínUni- — Jeg tala ekki í óráði.
Þetta hjónaband er smánadegt. Það getur vel verið, að
jeg sje auðvii’ðilegur ináður ... en þú mátt ekki verða
það þess vegna. Annaðhvort okkar ... jafnvel þó að jeg
væri þorpari — slika systur vil jeg ekki kannast við.
Annaðhvort jeg — eða husjin! Farðu nú ...
— Nú ertu orðinu kringlandi vitlaus, harðstjóri,
rumdi í Rasumikin. En Raskolnikof svaraði ekki eða hafði
ekki þrótt til þess að Svata. Hann hafði lagst á legu-
bekkinn alveg úrvinda °£ sneri sjer til veggjar. Systir
hans virti Rasumikin ^líf sjer með vaxandi athygli.
Hin svörtu augu henna1' ^iftruðu og Rasumikin hrökk
við undan augnaráðinU- ^ulkeria stóð við hlið þeirra
þrumulostin.
— Jeg get ekki farið’ ^vislaði hún í örvæntingu sinni
að Rasumikin, — jeg hjerna, einhversstaðar. Viljið
þjer fylgja Dúnju?
— Þá eyðileggið þjer ^ saman, hvíslaði Rasumikin,
er var hamslaus. — Við S^luip að minsta kosti fara fram
í göngin. Nastasja, kondú n<?ð ljós. Jeg segi yður það satt,
sagði hann hvíslandi, þegar þau voru komin ofan í stig-
ann, — hann var að því kominn að lumbra á mjer og
lækninum. Skiljið þjer — jafnvel á lækninum. Og hann
varð að fara til þess að espa hann ekki, en jeg stóð
hjerr.a fyrir utan húsið til þess að gæta hans. En hvað
haldið þjer svo, að hann hafi gert? Hann klæddi sig á
meðan og slapp fram hjá mjer. Og nú flýr hann líka frá
okkur, ef þið æsið hann upp og nú er nótt, hann gæti
lagt hönd á sjálfan sig.
— Æ, hvað segið þjer.
— Þar að auki getur Avdotja Romanovna ekki með
neinu móti verið nótt í gistihúsinu einsömul, án yðar.
Minnist þjer þess í hvaða hverfi þjer eigið heima. Há-
leisturinn hann Pjotr Petrovitsj hefði getað útvegað ykk-
ur inni á einhverjum skárri stað ... En, jeg hef annars
dálítið í kollinum í kvöld, það er jafngott þið vitið það,
þess vegna tek jeg dálítið upp í mig ... en hirðið þið ekk-
ert um það.
— Jeg fer til húsmóður hans, sagði Pulkeria og varð
ekki þokað — jeg ætla að biðja hana að lofa okkur Dúnju
að vera í nótt. Jeg get ekki yfirgefið hann svona, jeg
get það ekki.
Þau höfðu gengið ofan stigann meðan þau töluðu og
stóðu nú fyrir framan dyr húsmóðurinnar. Nastasja lýsti
þeim ofan stigann. Rasumikin var afaræstur. Þegar
liann fylgdi Raskolnikof heim, fyrir hálfri stundu, var
hann sætkendur. Ilann vissi það vel, að þá ljet hann dæl-
una ganga, en var alveg með sjálfum sjer þrátt fyrir alt
vínið, sem hann hafði drukkið. En nú komst hann allur í
uppnám og alt vínið virtist skyndilega stíga honum til
höfuðsins með tvöföldu afli. Hann stóð frammi fyrir kon-
unum og greip hendur þeirra beggja og hjelt áfram að
tala við þær mjög opinskátt. Og sí og æ þrýsti hann
hendur þeirra afar fast, líklega til þess að sannfæra þær
ennþá betur og ætlaði að gleypa Avdotja Romanovna
með augunum, án þess að fyrirverða sig hætishót. Hand-
tak hans var þeim mjög sárt og þær reyndu hvað eftir
annað að losa hendur sínar úr hrömmum hans. En hann
varð þess ekki var hvemig á því stóð og þrýsti þær enn-
þá fastara. Þó að þær hefðu skipað honum að henda sjer
á höfuðið ofan stigann, bá hefði hann gert það, hiklaust.
Pulkeria Alexandrovna gleymdi öllu öðru en syni sínum.
Hún fann það reyndar, að ungi maðurinn var dálítið
ofsalegur og þrýsti hönd hennar of ákaft, en þar sem
hann var nú helsta forsjón hennar, vildi hún ekki láta á
því bera, að hún tæki eftir ofsanum í fari hans. En Av-
dotja Romanovna horfði með undrun og skelfingu á þenn-
an vin bróður hennar og var 'nún þó ekki hræðslugefin.
Hún tók eftir hinum trylta blossa í augum hans og það
var ekki annað en hið takmarkalausa traust á þessum
merkilega manni, sem frásaga, Nastasju hafði skapað hjá
henni, sem aftraði því, að hún hlypi leiðar sinnar með
móður sína. En hún skildi það líka, að nú væri ekki unt
að losna við hann. Eftir nokkrar mínútur varð hún líka
rórri. Skapferð Rasumikins var þannig, að húrl kom á
svipstund í Ijós frá öllum hliðum, hvernig svo sem á hon-
um lá, svo að öllum varð það ljóst undir eins, hvern
mann hann hafði að geyma.
— Það nær ekki neinni átt að vera hjá húsmóðurinni,
það er hrein og bein vitfirring, æpti hann upp í opið geðið
á Pulkeriu, — þó þjer aldrei nema sjeuð móðir hans. Ef
þjer verðið hjema, gerið þjer hann alveg hamslausan, og
þá má fjandinn vita hvað fyrir kemur. Takið þjer nú
eftir — við höfum það sisona: Nastasja situr þarna
uppi hjá honum, en á meðan fylgi jeg ykkur til bústaðar
ykkar — um þetta leyti getið þið ekki gengið einsamlar
á götunni. Hjema í Pjetursborg, skal jeg segja ykkur,
er í þeim efnum — jæja, nóg um það ... Jeg hleyp svo
tafarlaust til hans aftur og færi vkkur eftir einn stund-
arfjórðung nákvæma skýrslu um líðan hans, hvort. hann
sefur og þessháttar, því lofa jeg upp á æru og sam-
vitsku. Takið þið svo eftir. Svo fer jeg í hendingskasti
til gestanna minna — það eru sem sje gestir heima hjá
mjer, allir fullir — næ í Sossimof, það er læknirinn, sem