Lögrétta - 18.12.1929, Page 3
4
LÖGRJETTA
Grænland
á rúmhelgum dögum og hátíðum.
Meðal jarðfræðinga Dana er
kona ein, Sophie Petersen lektor,
sem mikið þykir kveða að og
ýmsir munu kannast við frá dvöl
hennar hjer á landi fyrir nokk-
urum árum og eins frá skrifum
hennar í dönskum blöðum og
tímaritum, því að hún er alt
annað en pennalöt. Hún er allra
kvenna víðförulust. Kann hún
því frá mörgu að segja, og það
sem mest er um vert: hún segir
vel og skemtilega frá því, sem
henni ber fyrir augu. Fyrir
nokkurum árum skrifaði hún t.
a. m. ágæta ritgerð um Krísu-
víkumámana, er hún hafði ferð-
ast hjer um Suðurland í fyrra
skiftið (því að hún hefur verið
hjer tvisvar, en í síðara skiftið
aðeins nokkra daga á næstliðnu
sumri) og var vel af þeirri rit-
smíð látið af þeim, er bera best
skyn á þá hluti. En alveg sjer-
staklega er henni hlýtt til Græn-
lands og það er þá líka einmitt
vegna ágæts alþýðurits um það
land, er hún nýlega hefur gef-
ið út, sem línur þessar eru skrif-
aðar, ef ske kynni, að einhvem
úti hjer fýsti að kynnast því og
fræðast af því um Grænland
vorra tíma. Rit þetta heitir
„Grönland i Hverdag og Fest“
(gefið út á kostnað bókaforlags
Reizels í Khöfn). Virðist ritið
vera samið af náinni þekkingu á
lífi og háttum Grænlendinga á
vorum tímum, en jafnframt af
miklum lærdómi bæði náttúru-
fræðilegum, landfræðilegum og
sögulegum. Skín djúpfær lærdóm-
ur höfundarins (ekki síst hinn
náttúrufræðilegi, bæði að því er
snertir jarðfræði, dýralíf í legi
og á landi, og grasafræði) fram
á hverri blaðsíðu ritsins, en þó
svo, að hin auðvelda og alþýð-
lega framsetning gerir að engu j
aíla ei-fiðleika á að tileinka sjer I
efnið. Flestum mun það þó veita j
hvað mesta ánægju að kynnast ;
því, sem höfundurinn segir um |
daglegt líf og háttu Grænlend- j
inga bæði heima og að heiman
(þ. e. á ferðum þeirra um láð og
lög vegna atvinnu sinnar), um
húsakynni þeirra og klæðaburð,
um afstöðu þeirra til „menning-
arinnar“ og skoðanir þeirra á líf-
inu og heiminum. Frá öllu þessu
skýrir höfundurinn svo skemti-
lega að unun er að lesa. Má al- j
staðar lesa milli línanna, hve
vænt höfundinum þykir um þenn-
an þjóðflokk, sem nú byggir
Grænland og er ein þeirra fáu
,,frumþjóða“ (ef það orð má nota
hjer), sem hafa þolað það að
kynnast siðmenningunni án þess
að bíða tjón af því og líða smán
saman undir lok. Jeg hef enda
fyrir satt, að grænlenski þjóð-
flokkurinn hafi tvöfaldast að
höfðatölu frá því, er var fyrir 50
árum. Mun að einhverju leyti j
mega þakka það „einangruninni“, !
sem Grænlendingar hafa átt við I
að búa, en ýmsir mætir menn !
vilja annars síst bót mæla.
Að umgerðinni til er megin-
hluti bókarinnar ferðasaga höf-
undarins sjálfs, en með fróðleg-
um útúrdúrum um ýmislegt af
því, 'sem fyrir augun ber. En á
síðustu 50 blaðsíðunum er þeirri
umgerð slept. Er þar allnákvæm
landafræði Grænlands og saga
þess, bæði frumsaga þess meðan
íslendingar bygðu það og eins
eftir að landið verður norsk og
síðan dönsk hjálenda.
I bókinni eru 100 myndir til
skýringar, snildarvel teknar og
prentaðar, svo og vandaður
Grænlands-uppdráttur. Eykur
þetta hvorttveggja mjög gildi
bókarinnar.
Alls yfir trúi jeg ekki öðru en
margir hjer á landi hefðu á-
nægju af að kynnast þessu á-
gæta og alþýðlega riti ’hinnar
víðförulu og lærðu dönsku konu.
J. H.
----o-----
Líftryggíngafélagíð „Danmark“
Vestre Boulevard 34, St. Kaupmannahöfn.
Ágóðahluti (Bonus) útbýtt nú, krónur 2 miljónir 700 þúsund.
Ágóðahluti (Bonus) fyrir 5 ár, 1924—1928, verður greiddur í
aðaldeild líftryggingafélagsins fyrir tryggingar tölusettum undir
80000 þegar menn snúa sér skriflega til aðalumboðs félagsins í Vestre
Boulevard 34 (St.), Kaupmannahöfn, og á síðasta iðgjaldakvittun og
nákvæm utanáskrift að fylgja.
Þátttaka í þessari ágóðaúthlutun er þó því skilyrði bundin, fyrir
utan að hafa nýmer undir 80000, að tryggingin sé skráð undir gagn-
kvæmri ábyrgð síðast 31. desember 1927, og hafi þar að auki verið í
gildi hinn 31. desember 1928, og að hún ekki ár 1929 sé úr gildi við
dauða eða hafi verið greidd í lifanda lífi, því þá er ágóðahluti greidd-
ur með tryggingarupphæðinni.
Fyrir skírteini með hærri númerum (þ. e. 80000 og þar yfir) greiðist
Agóðahluti með tryggingarupphæðunum þegar þau falla til útborgunar eins og
þær tryggingar, sem skráðar eru í undirdeildum, koma ekki til greina í þess-
ari ágóðaúllilutun, vegna þess, að fyrir þær gilda sérstakar ágóðahlutareglur.
Reykjavik, 8. desember 1929.
Alþingfshátíðin.
Hvað verður um að vera?
Skipulag Alþingishátíðarinnar
hefur nú verið ákveðið til fulls.
Hátíðin stendur í 3 daga á Þing-
völlum, frá fimtudeginum 26.
júní til laugardagsins 28. júní,
en sunnudaginn þar á eftir verð-
ur lokaveitsla fyrir fulltrúa allra
stjetta í landinu. Hátíðin hefst
klukkan 9 á fimtudagsmorgun
með guðsþjónustu í gjánni fyrir
norðan fossinn og verður drang-
ur einn í gjárbarminum notaður
fyrir predikunarstól. Klukkan
hálftíu verður gengið á Lögberg
og safnast fólk fyrst saman und-
ir fánum hjeraða sinna á flöt-
um suður af Gróðrarstöðinni.
Þetta tekur klukkustund og kl.
hálfellefu verður hátíðin sett á
Lögbergi (sem ákveðið er sam-
kvæmt athugunum Eggerts
Briem frá Viðey). Fyrst syngur
Þingvallakórið Ó guð vors lands,
síðan talar forsætisráðherra og á
eftir verður sunginn fyrri hluti
hátíðaljóðanna. En síðan, kl. 1114
verður Alþingi sett með ræðu for-
seta sameinaðs þings og þá verð-
ur sunginn síðari hluti hátíða-
Ijóðanna (eftir Davíð í Fagra-
skógi með lögum Páls ísólfsson-
ar). Frá kl. 1 til 3 verður mat-
arhlje en kl. 3 fer fram opinber
móttaka gesta á Lögbergi og
talar þá forseti sameinaðs þings,
en fulltrúar erlendra þinga (ca.
20) flytja kveðjur, ekki lengri en
5 mínútur hver. Kl. 414 verða
sögulegir hljómleikar, kl. 6 mið-
degisveitsla og kl. 9 Íslandsglím-
an. —
Á föstudagsmorgun kl. 10 verð-
ur íslandsminni flutt að Lögbergi
og sama morgun fara fram kapp-
reiðar í Bolabás. Kl. 2 hefst
þingfundur. Kl. tæplega 3 verð-
ur Vestur-íslendingum fagnað á
Lögbergi, en fulltrúar þeirra bera
fram kveðjur. Kl. 314 verður
söguleg sýning (á fornu þing-
haldi), síðan nýtísku hljómleikar
og leikfimissýning um kvöldið.
Síðasta daginn verður þing-
slitafundur um morguninn. Ekki
mun enn ákveðið hvaða mál verða
rædd eða afgreidd á þessum
þingfundum, sumir tala um inn-
göngu í þjóðabandalagið, aðrir
um ósk um uppsögn sambands-
laganna, en sumir um afnám
bannlaganna, en ekki er að henda
reiður á neitt af þessu. Á eftir
þingfundi verður einsöngur,
seinna um daginn fimleikasýn-
ing 200 manna og söngur lands-
kórsins og svo sögusýning, en
kl. 8 að kvöldi slítur forsætisráð-
herra samkomunni. Á hverju
kvöldi verða einnig hjeraðsfundir,
bændaglímur, rímnakveðskapur,
söngur, hljóðfærasláttur, víkivak-
ar, bjargsig og frjáls gleðskapur.
Mesti fjöldi hefur þegar pantað
tjöld á Þingvöllum.
----o----
Stórbruúi varð á Bíldudal síð-
astliðið mánudagskvöld, brunnu
5 hús, þar á meðal stór verslunar-
hús, áður eign Pjeturs Thor-
steinsson og bygð af honum, síð-
an eign Hannesar B. Stephensen
og nú eign íslandsbanka. 1 þess-
um húsum hafði bækistöð sína
Bjargráðafjelag Arnfirðinga og
hafði forstjóri þess, Ágúst Sig-
urðsson, samið við bankann um
kaup á húsunum og átti að taka
við þeim nú um áramótin. Einnig
brann íbúðarhús, sem þeir bjuggu
í JI. B. Stephensen og Helgi Kon-
ráðsson læknir, og var það hús
áfast verzlunarhúsunum, en fleiri
hús skemdust, þ. á. m. Símastöð-
in. Ekki er frjett um upptök elds-
ins, en þess getið til, að kviknað
hafi í út frá rafleiðslu. Tjónið
kvað vera mikið. Allar húseign-
irnar sagðar virtar á 150 þús. kr.
og vörur á 40 þús. H. B. Step-
hensen misti innbú sitt óvátrygt,
en læknirinn hafði vátrygt sitt."
Póstafgreiðsla var í verslunarhús-
unum, sem brunnu.
Gjöf frá Manitóbastjórn. Brac-
ken-stjórnin í Manitóba ætlar að
gefa Islandi á afmælishátíð Al-
þingis næsta ár líkneski af Thóm-
asi H. Johnson heitnum, sem um
eitt skeið var dómsmálaráðherra
í Manitóba og einn af merkustu
forvígismönnum Islendinga þar
vestra. Hefur „Cðinn“ tvívegis
flutt ítarlegar greinar um Thom-
as H. Johnson, líf hans og starf,
hina síðari eftir fráfall hans,
skrifaða af Jóni fyrv. alþm. frá
Sleðbrjót.
Þorvaldur Pálsson
læknir.
Ráð tannlækna
hljóðar nú:
»Náið húðinni af tönnnnnm.
svo að þær verði heilbrigðari og betri«.
npANNHIRÐINOAR
* framförum.
hafa tekið störum
Tannlæknavisindin rekja nú fjðlda tann-
kvilla til húðar (lags), sem myndast &
tönnunum. Rennlð tungunni yflr tenn-
urnar; þá flnnlð þér sllmkent lag.
Nú hafa vísindin gert tannpastað Pep-
sodent og þar með fundið ráð til að eyða
að fuilu þessari húð. Það losar húðina og
nær henni af. Það inniheldur hvorkí
kísil né vikur.
Reynið Pepsodent. Sjáið, hvernig tenn-
urnar hvítna jafnöðum og húðiaglð hverf-
ur. Fárra daga notkun færir yður heim
sanninn um mátt þess. Skriflð eftlr
ókeypis 10 daga sýnishorni til: A. H.
Riise, Afd. 1882- 4* Bredgade 26, EX,
Kaupmannahöfn, K.
FÁIÐ TÚPU í DAGI
iiii-Mn !■■■ j|nff||fBDPKUHfltfH'ni Skrásett m
WMm. úþA
Vðrumerkl
Afhurð&'tannpasta nútímans.
Hefur meðmœll helztu Unnlækna í ðllum heími. 1682
Maður varð úti nýlega nálægt
Selfossi, Óttar Guðmundsson frá
Norðurkoti í Flóa, og er haldið
að hann hafi snögglega veikst á
leið milli bæja.
Böðvar Bjarkan lögfræðingur á
Akureyri hefur afsalað sjer for-
stöðu búnaðarbankans, sem hann
var ráðinn til að gegna frá byrj-
un næsta árs.
Einar Arnórsson prófessor hef-
ur skrifað nokkrar greinar í
Morgunblaðið um sambandsmálið
og telur sjálfsagt, að um leið og
við tækjum utanrikismálin að
öllu í okkar hendur, yrði kon-
ungssambandinu við Danmörku
slitið.
Prentam. Acta.