Lögrétta


Lögrétta - 10.09.1930, Page 1

Lögrétta - 10.09.1930, Page 1
LOGRJETTA XXV. ár. Um víða veröld. Sir John Simon uni Indlandsmál. Sir John Simon, forseti Ind- landsnefndarinnar, sem Lögrj etta sagði nýlega frá, hjelt fyrir skömmu tvær ræður um Indland og tillögur nefndarinnar og verð- ur sagt hjer nokkuð frá þeim. Þegar menn fást við hinn ó- skaplega málafjölda í Indlandi og við framtíð indverskra mála, er það viturlegt að minnast orða, sem hinn spakasti af öllum Grikkjum, Aristoteles, sagði fyrir 2200 árum. Hann hjelt því fram, að nauðsynlegt væri, að greina milli tveggja atriða: 1. Hvaða stjórnskipulag er heppilegast í orði eða á pappírnum og 2. hvaða stjórnskipulag er heppileg- ast á borði eða undir þeim kring- umstæðum, sem fyrir hendi eru? Þeir, sem nú á tímum ræða um stjómskipulagsbreytingar muna ekki ávalt aðvörun Aristotelesar, en hvergi er nauðsynlegra að minnast hennar, en þegar um Ind- landsmál er að ræða. Það, sem menn reka fyrst aug- un í um staðreyndir þær, sem Indlandsnefndin hefur safnað í fyrra bindi álits síns er það, hversu þær eru flóknar og marg- breyttar. Þarna er um að ræða mjög þjettbýlan hluta jarðarinn- ar, c. 4,7 milljónir ferkílómetra, tuttugu sinnum stærra land en England og íbúamir em fimt- ungur allra jarðarbúa (c. 320 milljónir). Mestur hluti þessa fólks býr í 500 þúsund þorpum sem eru sjerkennileg fyrir ind- verskt þjóðlíf. Það er flest ger- samlega þekkingarlaust 0g lifir á því að rækta jörðina á sama hátt og forfeður þeima gerðu. I öllu Indlandi eru aðeins 33 bæir, sem í er fleira fólk en 100 þúsundir. í þessum bæjum býr mestur hluti hins mentaða minnihluta. Það eru blaðamenn, stjórnmálamenn, út- lærðir verkamenn og verslunar- menn og umfram alt málaflutn- ingsmenn, sem leggja til leið- toga indversku hreyfingarinnar. Bretska Indland (að frátöldum indversku ríkjunum, sem hafa sjerstöðu og sjerstaka fursta) er tveimur og hálfum sinnum fólks- fleira en Bandaríkin. Af níu helstu fylkjunum má nefna Birma, sem er stærra en alt Frakkland, og Madras og Bombay eru stærri en Ítalía og jafnvel minsta fylkið, Assam, er stærra en England. Á flæmi þessu eru töluð meira en 200 mismunandi tungumál, og meðal þeirra er meira en tylft höfuðmál, sem töl- uð eru afarvíða. Mál þessi eru oft af gerólíkum stofnum og alveg Reykjavík, miðvikudaginn 10. september 1930. 37. tbl. cskiljanleg fólki, sem annarsstað- ar býr. Ensku skilur mentaður minnihluti alls landsins, en ein- ungis 16 af hverju þúsundi karl- manna og 2 af hverju þúsundi kvenna. Við þennan málaglund- roða og þetta afskaplega víðlendi bœtist svo þjóðflokka og trúar- bragðamunur. I bretska Indlandi eru 163 milljónir Hindúa og 60 milljónir Múhamedsmanna og milli þeirra eru sífeldar viðsjár og væringar. Hindúamir skiftast svo enn í aðra smærri flokka, hinar æfagömlu stjettir, frá bramínum og niður í hina „óhreinu", sem er lægsta stjettin og hin minst virta, svo að aðrir mega ekki eiga mök við hana. Þessir „óhreinu“ menn eru um fimtungur allra Indverja, en nærri þriðjungur allra Hindúa. Þegar menn hugsa um Indland og reyna að gera sjer grein fyrir því, sagði Sir John, mega menn því ekki gera ráð fyrir því að landsbúar sjeu allir eins og þeir Indverjar, sem þeir kynnast í Evrópu eða lesa ræður eftir. Auð- vitað á að taka nauðsynlégt tillit til indverskra stjórnmálamanna og rithöfunda, sem vegna ensku- kunnáttu sinnar hafa getað gert umheiminum kunn sjónarmið sín. Þeir eru talsmenn menningar, sem er eldri en okkar menning og talsmenn þjóðbálka og menningar- útsýnis, sem við eigum öll að reyna að skilja betur en áður. En það er margs að minnast þegar menn ætla að skapa sjer skoðun á indverskum málum, fjölbreytnin er svo mikil. Menn verða að taka tillit til indverska bóndans, því meira en 200 mill- jónir manna eiga lífsuppeldi sitt beinlínis undir ræktun. síns eigin jarðarskika. Menn verða að taka tillit til þorpsbúanna, sem næst- um því ávalt lifa og deyja á sama blettinum, sem þeir eíu fæddir á, sem fylgja fornum erfðavenj- um fjarri bæjum og blöðum, eru einyrkjar á nokkrum hekturum, oft stórskuldugir okurkarli þorps- ins vegna geisilegra gjalda við brúðkaup barnanna. En okurkarl- inn reiknar tryggingu sína fólgna í þeirri öruggu og rjettlátu stjóm og í arði þeirra áveitufyrirtækja, sem eru meðal helstu fram- l.væmda Breta þar í landi. Menn ! verða einnig að minnast verka- j mannanna í iðnaðinum, því að ! þótt Indland sje fyrst og fremst ! búnaðarland er það einnig eitt af átta mestu iðnaðarlöndum heims- ins. Slíkir verkamenn eru oft reknir af efnalegri neyð úr sveit- inni í bæinn, en verða að skilja fjölskyldu sína eftir, en í bæjun- um lifa þeir oft við mjög hörmu- leg kjör, þótt mikið sje gert til þess bæði af hálfu Breta og Ind- verja að bæta húsnæði þeirra. Ekki má heldur gleyma hinum harðgeru, æstu landamærabúum á norðvesturlandinu, sem lifa í víg- girtum bæjum í stöðugum skær- um við nágranna sína og reiðu- búnir til ránsferða, en lifa annars á því að rækta einhvem grýttan skika með fornum verkfærum. Þá má ekki gleyma stórbændunum, sem eru einskonar aðall, og krefj- ast og njóta margvíslegra rjett- inda, Einnig verður að minnast hinna tíu milljóna fmmbyggja og þjóðflokka, sem fyrir löngu hafa verið hraktar á fjöll og skóga og lifa þar alveg einangraðir. Þá verður ekki síst að minnast Múhameðsmannanna, sem áður vom sigurvegarar landsins, em eingyðistrúar, lifa í sífeldum ótta um framtíð sína, þar sem alstaðar umhverfis þá er meiri hluti Hindúa. Þeir standa hinum að baki að mentun, en era stoltir af ljóma þeim, sem frá fomu fari stendur um þjóðflokk þeirra og staðráðnir í því að verja til hins ítrasta trú sína og þjóðleg ein- kenni. Menn verða einnig að reikna með hinum sterka siíkha- flokki í Pandshab. Menn verða að taka tillit til hinna skörpu og góðu gáfna Hindúans, einkum lær- dómsmanna bramínanna, sem við prófborðið standa fyllilega á sporði hinum bestu Bretum. 1 þeim kemur fram hið undursam- lega samband manna, sem em skólaðir í vestrænum hugsunar- hætti, sem tala og jafnvel hugsa á ensku, en finna samt að þeir eru forvígismenn og talsmenn austrænna vona. Svo verða menn að muna eftir ömurlegri og úr- ræðalausri tilveru öreigastjett- anna og síðast en ekki síst eftir konunum, sem víða í Indlandi búa við hörmuleg kjör. Alt þetta þurfa menn að vita og skilja til þess að skilja indversk mál. Enn þurfa Indverjar á bretskri hjálp að halda, indversk og bretsk samvinna er nauðsynleg j til úrlausnar. Frá því verður sagt næst hvernig ' Simon-nefndin hugsar sjer þá samvinnu. Dostojevskij og trúin og fegurðin. Fjórða þætti sögunnar eftir Hostojevskij, sem nú er að koma i Lögrjettu, er nú bráðum lokið I og eru þá einungis eftir tveir þættir, báðir stuttir. En fyrstu þrír þættimir koma innan skams út í bók. Dostojevskij og rit hans era sífelt mikið rannsóknarefni úti um löndin. Fagurfræðingar, mál- fræðingar, trúfræðingar og þjóð- félagsfræðingar og ekki síst sál- arfræðingar og geðveikisfræðing- ar skrifa um hann og rit hans hverja ritgerðina og bókina á fætur annari og hann er meira lesinn nú, en hann var í lifanda lífi. 1 nýrri bók um fagurfræði og trú eftir Hans Ording, er m. a. rannsökuð afstaða Dostojevskijs til trúar og fegurðar og afstaða nokkurra annara öndvegishöf- unda, s. s. Platons, Goethe, Ib- sens, Frans frá Assisi o. fl. Um Dostojevskij segir höf. m. a. þetta: Frá því í æsku tók Dostojev- skij lífinu með takmarkalausri á- stríðu. Vakandi dreymdi hann stóra drauma. En umhverfið virt- ist honum flatt og sviplaust. Hann hendir sjer geiglaus út I byltingarhreyfinguna og fyrir honum verður það skelfilegasta, sem fyrir nokkurn mann getur komið: að lifa síðustu augnablik dauðadæmds manns. Honum er sagt, að hann sje dæmdur til dauða og hann er leiddur til af- tökustaðarins og þar standa her- mennimir í röð með byssur sínar. Fætur hans og hendur eru bundn- ar hægt og hægt og hann er reyrður við staur. Það er bundið fyrir augu hans. Hermennimir miða byssunum og koma nær. Dostojevskij er rólegur og kyrr. Hann berst við sjálfan sig og sjer hinn eilífa guð, sem hann ann. Hann finnur nálægð guðs eins og hlýjan blæ. Hvað varðar hann um mennina? Guð stendur frammi fyrir honum og hann er honum þakklátur fyrir alt og alt og hann ætlar einnig að þjóna bonum í dauðanum og unna hon- um ávalt. En í stað dauðans kem- ur sendiboði keisarans með náð- un: tíu ára þrælkunarvinnu í Sí- beríu. Þetta atvik hafði djúptæk áhrif á hann allan, en yfir því er eng- in lyfting listarinnar, það er sig- ur trúarinnar og verður til þess, að styrkja hann ávalt í trúnni. Dostojevskij er kristinn og und- ursamleg er sagan um það, hvern- ig hann les úr biblíunni fyrir ó- hamingjusama fjelaga sína í Sí- beríu, hvemig hann varðveitir kærleikann innan um hina tak- markalausu mannvonsku og eymd. Eitt af því, sem er ósviknast kristilegast í fari hans, er með- aumkunin með mönnum og dýr- um og einkum með slæmum mönnurn. En af því að hann á sigur trúarinnar, hefur hann kjark og- kraft til þess að sökkva sjer niður í mannlega eymd í skáldskap sínum, kjark til þess að rekja sundur hið dimma og sjúka sálarlíf í allri skelfingu þess. Hann hefur leiðst að þessari skuggahlið sálarinnar vegna þess sem fyrir sjálfan hann kom og vegna hins ægilega sjúkdóms síns, niðurfallssýkinnar. Söguhetj- ur hans, sem em blóð af hans eigin blóði, eru ekki ýmist hetjur eða afbrotamenn, en hver þeirra

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.