Lögrétta


Lögrétta - 26.11.1930, Side 1

Lögrétta - 26.11.1930, Side 1
LOGRJETTA XXV. ár. Frumugeislai próf. Gurwitsch og knibbamein. 1 ágúst í sumar var haldinn í Amsterdam annar alþjóðafundur frumu (cellu) rannsóknarmanna. Aðalefni fundarins voru umi-æður um svonefnda „mitogenitiska“ geisla. En á síðari árum hefur mikið verið fengist við rannsókn- ir slíkra geisla og ýmislegt í sam- bandi við þá og þó að þær rann- sóknir sjeu ekki annara meðfæri en sjerfræðinga, er ýmislegt í skoðunum fræðimanna á geislum þessum fróðlegt fyrir^ allan al- menning og mjög mikilsvert og verður því sagt í stuttu máli frá helstu niðurstöðum og umræðum fræðimanna um þessi efni. Það var rússneskur vísindamað- ur, Alexander Gurwitsch, sem fyrstur vakti athygli á rannsókn þessara nýju geisla og gaf þeim nafnið „mitogenetiskir“ geislar af því að hann veitti þeim athygli v:ið rannsóknir á bráðþroska plöntuvefjum og sá, að þeir komu fram þegar frumurnar í vefjunum æxluðust eða skiftust, en sú skifting heitir „mitose“. Fyrst var kenningum Gurwitsch tekið fremur fálega, en eftir að Siemens- í’annsóknarstofan í Berlín fór að fást við tilraunimar var þeim \eitt meiri athygli. í hitteðfyrra (1928) lögðu þeir fram árangur rannsókna sinna í þessum efnum, líffræðingurinn Reiter og eðlis- fræðingurinn Gabor og þóttu þær í aðalatriðunum staðfesta tilraun- ir Gurwitsch, en Þjóðverjarnir breyttu samt út frá kenningum hans í ýmsum einstökum atriðum. Síðan hefur þessum rannsóknum verið veitt vaxandi athygli þó að enn sjeu fræðimenn ekki sammála um þær. Margvíslegar geislarannsóknir síðustu tíma hafa leitt mai-gt furðulegt í Ijós frá því Newton tókst að kljúfa sólarljósið með prismanum og sýna regnbogalit- ina,- „sólspektrið“ og þangað til vísindamenn síðustu ára hafa bent á og notað ýmislega marga ósýnilega geisla, s. s. þá, sem notaðir eru við lækningaaðferðir Finsens, við radiumrannsóknir frú Curie, við loftskeytasendingar og víðvarp, við ýmsar myndatökur (X-geislar, eða Röntgengeislar) og nýjastar eru svo rannsóknir á geimgeislunum, eða kosmisku- geislunum, sem berast til jarðar- innar einhversstaðar utan úr geimnum og eiga að hafa mikil áhrif á alt líf hjer. Frá þessum geislum hefur Lögrjetta áður sagt og við rannsóknir þeirra hafa þeir rh. a. fengist Rutherford og Millikan. Reykjavík, miðvikudaginn 26. nóvember 1930. Og nú koma sem sagt hinir nýju frumugeislar til sögunnar. Það er nú staðreynd, segir eðlis- fræðingurinn Dessauer í Frank- i furt, að frá frumunum, sem skift- ast, berast geislar, sem hægt er að mæla. Dessauer gerði sjálfur tiiraunir með þetta í djúpum, ein- angruðum kjallara, þar sem engin jarðnesk geislun komst að (en geimgeislana, sem eru langsterk- astir, var ekki unt að útiloka og voru þeir mældir sjer á parti). Ef vaxandi rótarskot var borið að geislamælitækinu í þessum ein- angraða kjallara gekk það örar en ella (svonefndur frekvens, sem áður var 30 varð 36—37), en ef frumumar voru deyfðar með klóróformi eða drepnar urðu geislaáhrifin aftur jöfn og áður. Með öðrum orðum, frumuskifting- in hefur geislun í för með sjer og líffræðingar vænta sjer afarmik- ils af þessari nýju athugun. Þeir gera sjer fyrst og fretnst vonir um það, að geta kynst bet- ur en áður eðli lífsins, kynst þeim öflum, sem ráða vexti og þroska frumanna. En af þeirri þekkingu vænta menn sjer aðallega árang- urs til aukinnar þekkingar á ýms- um sjúkdómum í hinum lifandi frumur, og gera þá einkum ráð fyrir því, að krabbameinsrann- sóknimar muni njóta góðs af þessum nýju athugunum. En á þær rannsóknir er nú lögð sívax- andi athygli í öllum menning’ar- löndum, enda er krabbamein nú orðið talið einhver hinn versti vá- gestur allra sjúkdóma. Sinclair Lewis fær Nóbelsverðlaun. Bókmentaverðlaun Nóbels^jóðs- ins sænska hafa nú í fyrsta sinn verið veitt ameríkumanni, sagna- skáldinu Sinclaire Lewis, eins og sagt var frá í seinustu Lögrjettu. Iíefur hann þannig fengið á þriðja hundrað þúsund krónur, en verðlaunaupphæðin. er nokkuð breytileg frá ári til árs eftir tekj- um sjóðsins, en venjulega hafa það á síðari árum yerið 200 til 250 þúsund krónur. sem komið hafa í hvers hlut. Lewis (frb. Ljúis) er fæddur í Minnesota 7. febrúar 1885, og | stundaði háskólanám í Yale og út- : skrifaðist þaðan 1907. Síðan gerð- | ist hann blaðamaður og seinna bókmentaráðunautur útgáfufje- lags eins í New York. En ekki vöktu ritstörf hans á þessum ár- um sjerlega mikla ath.ygli og það var ekki fyr en í ófriðar- byrjun (1914) að hann fór fyrir alvöru að semja skáldsögur. En fyrstu sögur hans (t. d. Our mr. Wrenn) vöktu litla athygli, þó að þær væru að vísu efnilegar. Það var ekki fyr en 1920 að hann i vakti skyndilega athygli um alla Ameríku og varð stórfrægur fyrir söguna „Aðalstræti“ (Main Stveet). Tveimur árum seinna kom frá honum önnur saga, sem heitir Babbitt og er besta saga j hans og vakti líka ákaflega mikla ; athygli. Síðan hafa komið út eft- ir hann fimm sögur, þar á meðal Elmer Gantry og „Maðurinn, sem i þekti Coolidge“. Síðasta saga j hans, sem hjer er kunn að minsta kosti, kom út í fyrra og heitir Dodsworth. Hann hefur einnig samið eitt leikrit. Lewis er tvígiftur og síðari kona lians, sem hann giftist í hitteð- fyrra, er rithöfundurinn Dorothy Thompson, sem skrifað hefur bókina „Rússland hið nýja“. 1 tómstundum sínum iðkar hann ýmiskonar „mótorsport" eins og margir Ameríkumenn, en er ann- ars einnig göngugarpur mikill og ferðalangur. Hann hefur m. a. ferðast töluvert um Evrópu og hefur Lögrjetta ekki alls fyrir löngu sagt frá ýmsum skoðunUm hans á Evrópumenningunni og á mismun hennar og menningu og lífi Vesturheims. Um áþekt efni fjallar reyndar líka síðasta saga hans. IIún er ferðasaga amerísks bílaverk- smiðjueiganda og konu hans til Fvrópu og lýsir því hver áhrif lífið í Evrópu og Ameríku og hinn mikli munur þess hafði á hjónin, sem eru talsvert ólík. Flestar aðrar sögur hans fjalla um einhver einkenni á amerísku lífi og annmarka á amerískri menningu. Babbitt lýsir því t. d. hvemig- verslunarlífið „business“- klúbbarnir, og einhæfni lífsins þurkar buxtu einstaklingsein- kenni mannanna og persónuleika. „Elmer Gantry“ lýsir í harðri á- deilu áhrifum og spillingu ýmsra þeirra leiðtoga þjóðlífsins, sem að áliti Lewis nota mótmælenda- kirkjurnar fyrir skálkaskjól og hefur mikið verið um þá sögu deilt. Kraftur Lewis er mestur í ádeilunni og það svo, að hún ber I stundum list hans ofurliði. En bestu sögur hans, einkum Bab- bitt, eru í senn kröftugar þjóð- lífs- og pei-sónulýsingar og ádeil- ur cg ágæt listaverk, í tölu bestu og sjerkennilegustu sagna í söguskáldskap þessarar aldar. Fi’á Sovjet-Rússlandi. Um sama leyti sem hjer um bil allar Evrópuþjóðir stynja undir oki atvinnuleysisins hafa Rúss- ar viljað sýna það, að öðruvísi standi á hjá þeim. Vei'kamála- ráðið gaf sem sje út fyrirskipun um það 11. október s. 1., að af- nerna skyldi alla atvinnuleysis- styrki i Sovjet-Rússlandi. í til- skipunni segir, að þetta sje gert vegna hins geisilega skorts á vinnukrafti í öllum greinum at- | 48. tbl. vinnulífsins. Fólk það, sem at- vinnulaust var þegar tilskipunin gekk í gildi, átti að senda tafar- laust í vinnu, þar sem þess var helst þöi'f og greiða engum at- vinnuleysisstyrk nema þeim er gæti sýnt læknisvottorð um það, að hann væri verklaus af heilsu- leysi. Á fjárlögum er hætt að veita fje til atvinnuleysingja. — Frá Rússlandi er annars erfitt að fá áreiðanlegar fregnir. 1 ýms- um ei’lendum blöðum er nú mikið um það talað, að sundmng inn- an flokksins fari enn í vöxt og andstaðan gegn Stalin vaxi, en sarnt hafi hann sífelt yfirhönd- ina. Sagt er að hann hafi látið taka Bucharin fastan, en hann hefur frá upphafi verið einhver mikilsmetnasti maður kommun- istaflokksins og einhver helsti rithöfundur hans. Rykov á líka að vera sendur í útlegð. Heimspeki þróunarinnar. Vísindi og lífsskoðun og Lloyd Morgan. Þróunarkenningin, sem um síð- ustu aldamót varð einráð í heim- speki og náttúrufræði Evrópu, í þeirri mynd sem Darwin kendi hana, hefur á síðustu árum verið x-ædd mikið og rannsökuð í Þýska- landi og ekki síst í Englandi. Árangurinn hefur orðið sá, að kenningin hefur tekið ýmsum breytingum og nýjar skoðanir og ný sjónarmið hafa komið fram. Þetta hefur orðið til þess, að sumir hafa haldið því fram að þi'óunarkenningin sjálf væri orðin úrelt eða afsönnuð og einkum hafa ýmsir gamlir andstæðingar kenn- | ingarinnar haldið því fi'am og sumir kirkjumenn, sem talið hafa þróunina ósamrýmanlega keim- ingum heilagi'ar ritningar um sköpunina. Þessu er þó mótmælt af flestum eða öllum fræðimönn- um, sem við þessi efni fást og af mörg.um kirkjumönnum. Þeir segja þvert á móti, að eftir því sem rannsóknum miði meira áfram sannist þróunin sjálf æ bet- ur, eða það að ein tegund eða eitt stig lífsins hafi orðið til af öðru, þó að vísindin viti hins- vegar lítið eða ekkert um það, hversvegna eða hvemig þetta hafi oi'ðið eða verði í insta eðli sínu og komi txníin því eftir sem áður helst til greina þegar maðurinn geri sjer í hugarlund hinstu rök tilverunnar. Þetta hefur aftur orð- ið til þess víða, að talsvert di'eg- ur saman með náttúruvísindunum og heimspelvi annarsvegar og kristinni trú hinsvegar. Margir kirkjumenn taka skoðanir nátt- úruvísindanna upp í kenningar sínar og leitast við að sýna fram á það, að ekkert ósamræmi sje milli trúar og vísinda um skilning á sköpun og þróun og ýmsir

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.