Lögrétta


Lögrétta - 07.01.1931, Blaðsíða 2

Lögrétta - 07.01.1931, Blaðsíða 2
2 LC'GR JETTA LÖGRJETTA Útgefandi og ritstjóri: porsteinn Gíslason þingholtsstræti 17. Sími 178. Innheimta og afgreiðsla í Lækjargötu 2. Simi 185. liugkvæmni mannanna, eða upp- fyndingagáfu, sem byltir til að- ferðum á hinn óvæntasta hátt, og ástin, sem ræður tölu þeirra nýju borgara, sem í heiminn fæðast (þeir eru í Rússlandi 3*4 miljón á ári). Svona er Rússland, fult af áhuga, viðleitni og tilraunum. En það er milli steins og sleggju. Nútíðin lifir við skort í voninni um framtíðina. Og sú framtíð er ennþá alveg óviss. En flestir bú- ast við því að núverandi um- skiftatímar, með kreppu og skorti standi í mörg ár enn, hvort sem bolsjevisminn heldur þá velli eða ekki, breytist eða líður undir lok. Framtíð lýðræðisins og kjör fátæklinga. W. R. Inge. Lýðræði hefur verið kjörorð síðustu tíma í þjóðfjelagsmálum. En á seinustu árumermjög farið að vefengja gildi þess víða um lönd og það hefur meira að segja verið afnumið í ýmsum löndum og einhverskonar einræði komið í staðinn. Inge, aðalprestur Páls- kirkjunnar í London og einn af snjöllustu og þekktustu rithöf- undum Englands, hefur oft látið þessi mál til sín taka og m. a. í nýrri ritgerð. Á stríðsárunum, segir hann, ljetu Bretar heita svo, sem þeir berðust fyrst og fremst fyrir lýðræðinu. Það var sagt fyrir Ameríkumanninn og hafði á hann tilætluð áhrif. En nú virð- ast flestir vera komnir á þá skoð- un, að lýðræðið sje ekki örugt. En við verðum að gera okkur grein fyrir því, að orðið lýðræði (democracy) er notað í þremur merkingum. Það er stjómskipu- lag, þar sem allir borgarar eru sjálfir löggjafar án fulltrúa. Lýðræði er einnig ríki, þar sem kjósendur með almennum kosn- ingarrjetti hafa síðasta orðið, en kjósa fulltrúa til þess að fara með umboð sitt. Og loks er lýðræði þjóðfjelag, þar sem allir eiga að vera jafnir eða jafnt til- lit á að vera tekið til allra. Fyrsta lýðræðið er einungis framkvæmanlegt í litlu borgríki, eins og Aþenu hinni fomu eða svissneskri Kantónu. Annað lýð- ræðið búum við nú við. Það þriðja er kristileg kenning og sem kristinn maður trúi jeg á það, segir Inge. En á lýðræðið annað 1 röðinni trúi jeg ekki mikið og jeg held að fáir trúi á það nú orðið. Shaw hefur sagt, að mesta viðfangsefni stjórnmál- anna væri það, að finna góða að- ferð til manngildismælinga (ant- hropometric jnethod), en hún hef- ur ekki fundist ennþá. Heimsku- legasta aðferðin er sú að kljúfa höfuðin í herðar niður (í styrj- öldum og með ofbeldi), sú næst- heimskulegasta er að telja þau, að fara eftir höfðatölunni. I raun og veru táknar almennur kosn- ingarrjettur það, að veraldleg gæði minnihlutans eru sett á upp- boð í hverjum kosningum og fjar- stæðum þeim, sem frambjóðend- umir lofa eru engin takmörk sett, nema óttinn við það, að ef til vill þurfi þeir að standa við þær. Þetta er fávíslegt skipulag. En jeg játa það hispurslaust, að jeg veit ekki hvað koma ætti í staðinn. Síðan talar Inge um ýmsar til- lögur og umræður um þjóðfje- lagsmál, m. a. þá, að afnema eigi persónulegan gróða eða hagnað einstaklinganna. En hann segist vera þeirrar skoðunar, að ef kipt sje burtu þeim aðalhvötum, sem knýi menn til vinnu, harðrar vinnu, sem sje óskin um það að bæta kjör sín og ennþá meira, óskin um það, að sjá' bömum sínum farborða í lífinu, þá mundi fátt fólk vinna eins vel og það gerir nú, flestir mundu vinna illa, og talsvert margir mundu alls ekki vinna, nema þeir væru neyddir til þess. Þeir, sem sífelt eru að álasa þjóðskipulagi okkar, og kalla það helvíti á jörðunni og þessháttar, þeir gera landi sínu einhvem þann mesta ógreiða, sem unt er að gera því. Því að sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir alla þá galla, sem rjettilega mætti finna á þjóðskipulaginu, er það einföld staðreynd, að aldrei hefur kom- ið sá tími í sögu heimsins, að al- menningur, verkamenn og konur, hafi notið þæginda og skemtana og tækifæra til uppeldis og and- legrar ánægju neitt svipað því, sem hann hefur nú. Með öllum göllum sínum er menning tuttug- ustu aldarinnar sú hamingjusam- asta og besta fyrir allan almenn- ing, sem heimurinn hefur sjeð. En svo ganga menn um og eitra huga fólksins og eggja til óánægju alstaðar, uns þjóðfjelagið verður fult af gremju, beiskju, þvargi og deilum. Skipulag þjóðfjelagsins er nú hagstæðara fátækum borgur- um en það hefur verið nokkru sinni áður og það fer batnandi. Ameríka vísar veginn. Með stór- framleiðslu og auknum einfald- leik og bættum vjelum, er ljett erfiði handavinnunnar og þæg- indi, sem engan dreymdi um áð- ur getur nú svo að segja hver og einn öðlast, án þess að vinnudag- ur sje lengdur eða laun hækkuð. Þetta er það, sem Ameríka hefur að bjóða í stað jafnaðarstefnu. Þetta er starfandi framkvæmd, en jafnaðarstefnan hefur sífelt verið mishepnað og dautt fram- kvæmdaleysi. En þó að jeg segi þetta gleymi jeg ekki hinum ógurlega þrándi í götu okkar — atvinnuleysinu. Það sprettur sumpart af veitingu at- vinnuleysisstyrkjanna og sumpart af því að fólksfjöldinn er of mik- ill. Vandamál þjóðfjelagsins eru viðráðanleg þegar mannfjöldinn er mátulegur. Ef hann er það ekki er viðureignin vonlaus. Kringum 1940 til 1945 fer mann- fjöldi Englands að standa í stað eða jafnast. En ef fólksfjöldinn er of mikill núna og það er hann, þá er besta ráðið landnám með ríkisstuðningi. Atvinnuleysis- styrkir eru siðspillandi. Aðal- áhrif þeirra eru þau, að gera úr mönnum, sem ekki fá atvinnu, menn, sem ekki vilja atvinnu. Gildi þjóðfjelagsins er ekki komið undir sem mestum fólks- fjölda, heldur hinu, að fólkið sje sem kjarnmest og best. Guglielmo Ferrero um ókyrð aldarfarsins. Guglielmo Ferrero er einn af þektustu sagnfræðingum nútím- ans og hefur einnig látið ýms þjóðfjelagsmál til sín taka • og hefur Lögrjetta áður sagt frá LuGPv JETTA sumum ritgerðum hans um þau. Hann hefur. nýlega skrifað um eðli og orsakir ókyrrðar þeirrar, sem nú ríki í heiminum. Hann segir að hömlur þær og þeir máttarviðir, sem nítjánda öldin hafi fengið að erfðum frá tíman- um fyrir frönsku byltinguna sjeu nú eyddir, hafi fallið í heims- styrjöldinni. Erfikenningar eru glataðar, siðir eru losaralegir, fjölskyldan er ekki lengur skóli í aga, trúin hefur mist mikið af fyrri áhrifum sínum. En menn- ing getur ekki lifað á eintómri upplausn. Hún þarf aðhald, höml- ur. Þessvegna þarf að búa til nýj- ar hömlur og nýja máttarviði í stað hinna gömlu. Og nú er ein- mitt verið að finna þá upp og búa þá til. Þetta er varla byrjað og við vitum ekki enn hvar það end- ar. Það er mjög sjaldgæft, að tímabil í sögunni viti sjálft með vissu hvað það er að hafast að. Ekkert er erfiðara en að skapa aga og ekkert nauðsynlegra, en okkar tími hefur ennþá ekki get- að það. Við lifum dag frá degi í sífeldri óvissu einmitt af því að við erum agalaus. Við þurfum, eins og allir tímar þurfa, aga í smekk okkar, aga í siði okkar, stjórnmálaaga, mentalnálaaga og fjármálaaga. Hann verður skap- aður. I öngþveiti því, sem nú er, sjást þegar merki hans. Eftir því sem hann verður ljósari minkar óvissa og ókyrð heimsins. En meðan á biðinni stendur verðum við að starfa og hafa þolinmæði og máske þjást. Miklar nýjungar búa nú um sig í sögu heimsins og við verðum að verða þeirra verðugir. -----o---- Rangsleitni í garð presta og kirkju. Á nítjándu öld var það á- stríða, sem nálgaðist sjúkdóm hjá þorra manna hjer á landi, að leita að ágöllum á kristinni kirkju og þó einkum kennimönn- um hennar, en það átti aftur rætur sínar í öfund, af því að prestum, sem þá voru yíirleitt mikilhæfustu menn þjóðarinnar og leiðtogar hennar, bæði í and- legum og veraldlegum málum, gekk búskapurinn betur en öðr- um bændum, enda höfðu þeir mikinn styrk af launum sínum, sem þá máttu heita góð móti því sem nú er, því þá munu þeir hafa getað fengið að meðaltali 4—5 vinnumenn fyrír embættis- laun sín, en nú 2—2*4 i mesta lagi. Þessi rangsleitni í garð presta hafði gripið hugi manna svo, að það var einatt talin ágengni og ágimd hjá prestum, ef þeir inn- heimtu lögboðin laun sín, en við það leið aftur kirkjan, virðingin fyrir þessari helgu stofnun þvarr og mörgum fanst eiginlega sjálf- sagt að hnýta í hana um leið og prestana. Upp úr aldamótunum síðustu fer þó þetta aftur að smálagast, því þá er svo komið, að prestar fara að eiga eins erfitt, eða erf- iðara með að framfleyta sjer og sínum, eins og flestir aðrir menn hjer á landi; jafnvel kemur það nú fyrir, að söfnuðimir verða að fara að skjóta saman gjöfum handa presti sínum, svo hann flosni ekki upp eða líði nauð, og þá var ekkert framar að öfunda þá af. En virðingin fyrir kirkj- unni óx ekki við þetta, síður en • svo, því þjóðin virðir trauðla öl- mösumenn meðan þeir lifa, þótt góðir menn sjeu, og henni er hætt við að líta svipuðum augum á þá stofnun, sem þeir vinna fyrir, og á þá sjálfa. En mestan og bestan þátt í því að drepa niður þennan öf- undarhug manna í garð presta átti þó löggjöfin um, að prestar skyldu hætta að innkalla laun sín sjálfir, enda var þá um leið flutt yfir á ríkissjóð nokkuð af gjöld- unum, svo beinu gjöldin til presta og kirkju minkuðu til muna. Nú er svo komið að þjóðin, all- ur þorri manna, er farinn að sjá, að prestar eru beittir miklum órjetti samanborið við aðra starfsmenn ríkisins, enda skilja nú allir betri bændur í sveit, að það er hagkvæmara að hafa prest, sem fremur getur rjett öðrum hjálparhönd ef með þarf, en sem sjálfur þarf á hjálp ann- ara að halda. Sjálfur kirkjumála- ráðherra íslands hefur bent þjóð- inni á þet'ta misrjetti, og í því er hún öll, eða mikill meiri hluti hennar, honum sammála og má því vænta að bráðlega verði úr því bætt að einhverju leyti, eða svo að vel megi við una. En þrátt fyrir alt þetta, fá- tækt og erfiðleika presta, mis- rjetti það, sem þeir eru beittir, og hættu þá, sem þjóðinni stafar af því, ef dugnaðarmennimir færu að hliðra sjer hjá prestsstarfi, þó hugur þeirra og löngun sje að starfa á því sviði, er ekki er hægt að lifa sæmilegu lífi á launum þeim, sem fyrir það starf eru greidd, nema þá að lifa í einlífi, og auk þess laðar það ekki til starfsins ef hnútur og óvirðing er kaupbætirinn; þrátt fyrir alt þetta gægist þó enn fram þessi gamli hugsunarháttur öðru hvoru, að vilja hnýta í presta og kirkju og það jafnvel helst hjá lærðum mönnum, sem ætlast má þó til meira víðsýnis hjá en svo; það er ástríða eða sjúkdómur sem sumir menn geta ekki losn- að við og það þótt þeir viti bet- ur. T. d. í gær, 21. des. 1930 kl. 20 og 30 mín. hjelt prófessor Sig- urður Nordal fyrirlestur í út- varpið á fyrsta útvarpsdegi þess, þar sem þessi ástríða kom svo greinilega í ljós, að almennum sársauka hefði valdið, ef vjer prestar ekki værum þessu svo vanir, og skal játað, að mjer olli það alt að einu talsverðri gremju. Jeg vænti mjer annars af svo lærðum manni, því alt þakklætið sem íslenska kirkjan fjekk hjá honum fyrir það að útvega prentsmiðju og innleiða prentiðn í landið var það, að hún hefði aflað sjer einokunar rjett- inda á prentiðn hjer á landi, til þess að sjá um að aðeins guðs- orðabækur yrðu prentaðar hjer, — fyrirbyggja að önnur rit yrðu prentuð, — og líkti hann þessari einokun kirkjunnar við verslun- areinokunina alræmdu. Þetta er hreint og beint að misbjóða sögunni til þess að geta hreytt í kirkjuna og starfsemi hennar, því það var fleira prent- að en guðsorðabækur, meðan prentsmiðja var á Hólum, eins og prófessorinn veit. Að kirkjan, eða rjettara hin fyrsta prent- smiðja landsins, fjekk einkarjett til prentiðnar, var víst fremur af fjármálalegum ástæðum en hinu, að hún vildi ekki lofa mönnum að kynnast veraldlegum fræðum. Þó okkar lærðu mönnum sje í DOSTOJEFSKIJ: Glæpur og refsing. Sonja, að ef bíða ætti þangað til allir menn yrðu skyn- samir, yrði alt um seinan. Jeg sá líka, að þetta mundi aldrei verða, að mennimir breyttust ekki, að enginn gæti breytt þeim, að alt væri einskis nýtt .,. Þetta er lögmál mannlífsins, þetta er lögmál, Sonja. Og nú veit jeg það, Sonja, að sá sem er sterkur í anda og skynsemi, hann mun ráða yfir þeim. Sá einn, sem eitthvað vogar hefur rjett meðal mannanna, og sá, sem mestu vogar hefur mestan rjettinn og verður leiðtogi allra, höfðingi og lög- gjafi. Svona hefur það altaf verið og verður einlægt. All- ir sjá það nema þeir, sem blindir eru. Raskolnikof hafði ekki augun af Sonju meðan hann talaði, en hann ljet sjer það nú í ljettu rúmi liggja, hvort hún skildi hann eða ekki. Ofsinn hafði altekið hann, þeg- ar hann gat nú loksins talað eftir langa einveru. Og Sonju skildist það, að þessi bölsýni var orðin trú hans. — Mjer skildist það, sagði Raskolnikof ennfremur, að valdið er þeim einum gefið, sem þorir að beygja sig eftir því og hrifsa það. Þetta er það eina nauðsynlega, að þora! Hugsun skaut upp í mjer, í fyrsta sinn á æfi minni datt mjer þetta i hug, hugsun, sem enginn hafði hugsað á undan mjer. Enginn. Það stóð nú ljóslifandi fyrir mjer: hversvegna hefur engin manneskja þorað það, þegar hún sá alla þessa dæmalausu heimsku, að taka allan ófögnuðinn á löpp og slöngva honum til fjandans. Jeg — jeg ætlaði að varpa þessu og jeg drap, jeg ætlaði einungis að þora það, Sonja, það var alt og sumt. — Ó, þegið þjer, þegið þjer, kallaði hún og sló hönd- um. — Þjer hafið snúið baki við guði og guð hefur refs- að yður og gefið yður djöflinum á vald. — Rjett, Sonja, þegar jeg lá í myrkrinu og tyigsaði þetta alt, þá var það sjálfsagt djöfullinn, sem freistaði mín. Er ekki svo? — Þegið þjer! Hvað dirfist þjer, guðníðinguri Ekk- ert, ekkert skiljið þjer. Ó, guð, hann skilur það ekki, hann skilur það ekki. — Vertu róleg, Sonja, jeg er ekki að gera að gamni mínu, jeg veit það sjálfur, að djöfullinn hafði vald á mjer. Jeg veit þetta allt. Jeg velti þessu öllu fyrir'mjer og hvíslaði því öllu að sjálfum mjer, þegar jeg lá ein- samall í myrkrinu. Jeg var sárþreyttur, sál mín var leið og reið af þessu sífelda blaðri við sjálfan mig. Jeg vildi gleyma öllu alt í einu og byrja á nýjan leik og binda enda á þvættinginn. Og þú heldur máske, að jeg hafi gengið að verkinu eins og heimskingi, blindur og sljór? Nei, jeg gekk að því eins og skynsamur náungi og það var einmitt bölvun mín. Og jeg vissi það sjálfur, að rjettur minn til valdsins hvarf í þeim sama svip, þegar jeg fór að spyrja sjálfan mig þess, hvort jeg hefði þennan rjett. Mjer var það fullljóst, að þegar jeg alla þessa daga var sí og æ að spyrja sjálfan mig þess og velti því fyrir mjer, hvort Napoleon mundi hafa gert þetta, þá var jeg engum ólík- ari ein einmitt Napóleon. Allar þessar spurningar og bollaleggingar urðu mjer að lokum óbærileg kvöl. Jeg ætlaði að varpa henni af mjer, leysa mig frá henni í ein- hverjum verknaði. Jeg ætlaði að drepa hugsunarlaust, til- gangslaust, drepa einungis sjálfs mín vegna, ef þú vilt orða það svo, Sonja. Jeg ætlaði ekki einu sinni að ljúga að sjálfum mjer. Jeg myrti ekki til þess að hjálpa móður minni. Það var þvættingur. Jeg myrti ekki heldur til þess að afla mjer fjár og valda til þess að geta orðið velgerða- maður mannkynsins. Það var líka þvættingur. Nei, jeg drap blátt áfram af því að jeg ætlaði að drepa, fyrir mig einan, sjálfs mín vegna drap jeg. Mjer lá það alveg í ljettu rúmi, hvort jeg yrði velgerðamaður mannkynsins eða sæti eins og könguló í vef, eins og blóðsuga á öllu lif- andi, sem nálægt mjer kæmi. Peningar voru mjer ekki heldur aðalatriðið, Sonja, það var eitthvað annað, sem meira valt á en peningamir. Alt þetta veit jeg nú orðið. Jeg vil að þú skiljir þetta, Sonja: ef að jeg hefði haldið lengra á þessari braut hefði jeg aldrei aftur framið morð. Jeg varð þá að komast að því, hvað sem það kostaði, hvort jeg væri lús eins og allir aðrir, eða maður. Var jeg verður slíku verki, eða var jeg það ekki? Þorði jeg að þrífa það, sem jeg vildi, eða þorði jeg það ekki? Var jeg skjálfandi hundur, eða hafði jeg rjett? ... — Til að drepa? Rjett til að drepa? Sonja sló höndum. Æ, Sonja, hrópaði hann og var önugur og hafði svar á reiðum höndum, en þagði fyrirlitlega. — Taktu ekki fram í fyrir mjer, Sonja. Jeg ætlaði einungis að sanna þjer það, að það hafi sannarlega verið Satan sjálfur, sem dró mig á tálar, en sýndi mjer það svo eftir á, að jeg hefði ekki haft rjett fyrir mjer, af því að jeg væri ein- mitt alveg samskonar lús og allir aðrir. Hann dró dár að mjer, og nú kem jeg hingað til þín. Ljúktu upp fvrir gestinum. Mundi jeg hafa komið til þín, ef jeg væri ekki lús, ef jeg væri ekki vesalingur. Hlustaðu á það, hvað jeg segi þjer. Jeg fór þá einungis til kerlingarinnar í til- raunaskyni. Nú veitstu það. — Og myrtir, myrtir! — Hvað merkir þetta: „myrtir“ ? Hef jeg þá í sann- leika drepið gömlu konuna? Sjálfan mig hef jeg drepið, en ekki gömlu konuna. Jeg gerði út af við sjálfan mig í einni svipan. Kerlinguna hefur skrattinn drepið, en ekki jeg. En nú er nóg um það, Sonja, meira en nóg. I<áttu mig í friði, kallaði hann alt í einu afar gramur, láttu mig í friði. Hann studdi olnboganum á knje sjer og tók báðum höndum um höfuð sjer. — Ó, þjer þjáist svo mikið, sagði Sonja. — Hvað á jeg nú til bragðs að taka, segið þjer mjer það? sagði hann og hóf hofuð sitt og horfði á hana og svipur hans var afskræmdur af angist. — Hvað þú átti til bragðs að taka? sagði hún og spratt upp, og augu heimar, sem áður voru full af tárum, urðu skyndilega björt og skær. — Rístu upp! Hún þreif í herðar hans og neyddi hann næstum því til þess að standa upp. Hann horfði undrandi á hana. — Farðu und- ir eins, tafarlaust, gaktu á krossgötur, krjúptu, kystu fyrst jörðina, sem þú hefur saurgað, beygðu þig svo og auðmýktu þig fyrir allri veröldinni, í allar áttir og segðu hátt frammi fyrir öllum mönnum: Jeg hef myrt. Þá mun guð aftur gefa þjer líf. Ætlar þú að fara? Ætlarðu að gera það? spurði hún og skalf eins og krampi færi um hana, greip fast um báða úlnliði hans og starði leiftrandi augum beint í augu hans. Hann undraðist stórum æsing hennar. — Þú ert að hugsa um Síberíu og námurnar, Sonja. Jeg á sjálfur að selja mig á vald þeirra? — Þú átt að taka á þig þjáninguna og endurleysast fyrir hana. — Nei, Sonja, til þeirra fer jeg ekki. — En hvemig ætlar þú þá að lifa ... lifa áfram undir þessu oki? hrópaði Sonja. Getur þú talað svona? Og móð- ir þín — hvernig getur þú talað við hana? Ó, hvað skyldi nú koma fyrir þær? En — þú hefur þegar yfirgefið þær, móður þína og systur. Þú hefur yfirgefið þær, yfirgefið þær, guð minn góður. Þetta veit hún alt saman sjálf. Hvemig er unt að lifa áfram einmana og vinum horfinn. Hvað á nú að verða um þig. — Láttu ekki eins og bam, Sonja, sagði hann stilli- lega. I hverra hendur ætlast þú til að jeg framselji sjálf- an mig. Hvaða erindi á jeg til þessara manna? Að hverju leyti er jeg sekur gagnvart þeim? Hvað á jeg að segja þeim? Nei, þetta er alt saman heilaspuni. Þeir gera sjálf- ir út af við miljónir manna og telja það sjer til sóma. Þeir eru þorparar og óþokkar, Sonja. Til þeirra fer jeg ekki. Og hvað skyldi jeg svo sem eiga að segja þeim? Að jeg hafi drepið, en ekki þorað að snerta peningana? — en falið þá undir steini? bætti hann við og brosti beiskju- lega. Þeir mundu skellihlæja að mjer og segja: Sá var heimskur að nota sjer ekki peningana, heimskur og rag- ur. Þeir mundu ekkert skilja, Sonja, ekki vitund. Og eru ekki verðir þess að skilja. Hvaða erindi skyldi jeg svo sem eiga til þeirra? Nei, til þeirra fer jeg ekk. Láttu ekki eins og bam, Sonja ... • — Þú munt kvelja sjálfan þig til bana, kvelja þig í hel, sagði hún aftur og fórnaði til hans höndum í örvænt- ingu og bæn. — En ef jeg skyldi nú, þrátt fyrir alt, hafa verið að sverta sjálfan mig? sagði hann eins og við sjálfan sig — ef til vill er jeg þrátt fyrir alt manneskja, en ekki skepna. Ef til vill dæmi jeg of kurteislega um sjálfan mig ... þrátt fyrir alt ætla jeg að berjast til þrautar. Um varir hans ljek stoltaralegt bros. / — Slíka kvöl ætlar þú að bera, alla æfina. — Jeg venst því, tautaði hann í barm sjer. — En hlustaðu nú á, sagði hann eftir andar*taks þögn. — Hættu nú að gráta, nú skulum við snúa okkur að því, sem er mergurinn málsins. Jeg er kominn til þess að segja þjer það, að jeg er grunaður og mín er leitað. — Æ, hrópaði Sonja dauðhrædd. '— Núnú, af hverju ertu að kveina. Þú vilt sjálf koma mjer í þrælkunarvinnuna, en nú verður þú hrædd. Eitt er víst og áreiðanlegt, jeg læt ekki undan. Jeg berst við þá og þeir skulu ekki koma mjer á knje. Nei, þeir hafa vissulega engar sannanir. I gær ^ar jeg í mikilli hættu staddur, jeg hjelt að úti væri um mig. I dag horfir málið öðru vísi við. Á öllum rökum þeirra eru tvær hliðar. Það er að segja, það er hægt að snúa hverri árás þeirra mjer í hag, sjerðu. Og jeg skal svei mjer nota mjer það ... Jeg verð samt sjálfsagt settur í fangelsi. Ef tilviljunin hefði ekki bjargað mjer hefði jeg sjálfsagt lent í fang- elsinu undir eins í dag. En þetta skiftir engu, Sonja. Jeg sit inni svolítinn tíma og þá verða þeir að láta mig laus- an, því að þeir hafa^ enga almennilega sönnun og skulu enga fá, því heiti jeg. Það er ekki hægt að dæma nokk- urn mann með þeim gögnum, sem þeir hafa í höndunum. Jæja, hvað um það. Jeg segi þjer þetta svona hinsegin, til þess að þú skulir vita það ... Jeg skal koma því svo fyrir, að mamma og systir mín trúi þessu ekki og beri engan kvíðboga fyrir því. Það er reyndar svo að sjá, að sjeð sje fyrir systur minni og þá reyndar mömmu líka. Svona liggur í málinu. Vertu annars vör um þig. Ætlarðu

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.