Lögrétta


Lögrétta - 07.01.1931, Blaðsíða 3

Lögrétta - 07.01.1931, Blaðsíða 3
4 LÖGRJETTA nöp við kenningar og störf kirkj- unnax, eða preSta, þá má það ekki verða að þvílíkri ástríðu, að sannleikanum sje raunverulega hallað þess vegna, enda er það nú orðið gagnslaust til þess að afla sjer hylli, því þjóðin, yfir- leitt, metur þá ekki nú orðið menn að meiri, sem altaf, bæði í tíma og ótima, eru að hnjóta í kirkju og kennimenn, — hún er nefnilega sjálf að hætta því. — Það skemdi fyrir mjer þenna, að öðru leyti góða og greinilega fyrirlestur prófessors Nordals, að hann ljet þessa ástríðu hlaupa með sig í gönur. Og það særir mest, að slíkt kemur fyrir, þeg- ar það er vafið inn í það, sem annars er vel sagt. Þó þessi fyrirlestur Nordals kæmi mjer til þess að rita grein þessa, þá eru ummæli hans ekki þau einustu eða verstu orðin, sem sögð hafa verið um kirkju vora og það þann dag í dag, en jeg vil nota tækifærið, til þess að biðja menn að yfirvega með rjettsýni, hvort kirkjan eigi slíka dóma skilið, hvort hún, þrátt fyrir sína galla, — ekkert er fullkomið á jörðu hjer —, eigi ekki fremur lof en' last skilið hjer á okkar landi og það næst- um hvaða öld sem vjer lítum á. Eða skyldi það vera hyggilegt að vera að lasta þá stofnun eða draga úr virðingu manna fyrir henni, sem þó enn í dag er sterk- asta vömin gegn því að þjóð vor komist á glapstigu æsinga og of- stopa, er vjer þó vitum hverjar afleiðingar slíkt hefur fyrir þær þjóðir, þar sem slíkt kemst í al- gleyming, og það einkum nú, er vjer sjáum aðrar þjóðir Evrópu vera að sligast undir þessu oki? Hitt væri eflaust hagkvæmara nú á dögum, að allir góðir og gætnir menn reyndu að afsaka og lagfæra það, sem kirkju vorri er áfátt: reyndu að bæta svo kjör starfsmanna hennar, að þeir gætu lagt fram óskifta krafta sína til þess að gera hana, nú og í framtíðinni, að þeirri hjálpar- hellu fyrir þjóð vora og land, sem hún á að vera og eiginlega hefur verið um liðnar aldir; reyndu að afstýra því, að ríki og kirkja þurfi að skilja, sem hlýt- ur að bera að, ef ríkið ekki get- ur kostað kirkjuna, eða borgað svo mörgum starfsmönnum við hana, að að gagni komi, því þjóð- in vill auðvitað ekki hafa þá starfsmenn á fæði til lengdar, sem hún engin not hefur af, en sem stendur er það víst ekki happasælt að ríki og kirkja þurfi að skilja, glundroðinn er nógur samt bæði innan kirkjunnar og í þjóðfjelaginu. » Þetta geta þó allir gjört, hvað sem fjárhagsástæðum líður, þeir geta hætt að hnýta í presta og kirkju að ástæðulausu eða af sýnilegri óvild; geta hætt ( að draga úr þeirri litlu virðingu, sem þjóðin enn þá ber fyrir þessari stofnun sinni, enda þsetti mjer sennilegt, að þeir sem gera það í dag muni áður en langir tímar líða óska þess, margir hverjir, að kirkjan með kenning- um sínum um kærleika, umburð- arlyndi og mildi hefði meiri á- hrif á þjóðina en hún hefur nú og lítur út fyrir að hún hafi næstu árin, ef ekki breytist til batnaðar og það bráðlega. Kirkjan þarf að fá eldheita á- hugamenn, sem vilja og geta lagt fram alt sitt starf í hennar þjónustu; þarf dugnaðar- og eljumenn, sem ekki þreytast á að beina mönnum á farsældar brautir rjettsýni og friðar; þarf slíka leiðtoga — óháða einstakl- ingum —, sem hafa áræði til þess að kenna Guðs orð rjett og hreint, sem með festu og ró geta aukið veg kirkju lands vors og sem fyrir trú sína og samfjelag við Drottinn geta haft víðtæk blessunaráhrif á hugi manna, svo bróðurelskan nái að vaxa í þjóðfjelagi voru og kærleikur- inn fái yfirtökin í sálum allra landsmanna. Þá yrði landi voru borgið og farsæld biði eftirkom- enda vorra. Guðm. Einarsson. ----JX---- Til þess að hægt verði að haga flutningi tilbúins áhurðar til landsins næsta vor á sem hagkvæmastan og ódýrastan hátt, verðum vér ákveðið að mælast til þess að allar áburðar-pantanir séu komnar í vor- ar hendur fyrir febrúarlok 1931 Eins og undanfarið tökum vér á móti pöntunnm frá kaupfélögum, kaupmönnum, búnaðarfélögum og hreppsfélögum en alis ekki frá einstökum mönnum. x r pr. Aburðarsala ríkisins Samband ísl. samvlnnufélaga Tilbúinn áburður. Lögrjetta vill vekja athygli á auglýsingu S. 1. S. um pantanir á tilbúnum á- burði, á öðrum stað í blaðinu. Er áríðandi fyrir S. 1. S. að fá á- kveðnar áburðarpantanir svo snemma vetrar, að hægt sje 1 tæka tíð, að fá fullt yfirlit yfir áburðarþörfina á komandj vori. „Óðinn“ Síðara hefti 26. árg. var sent með póstum út um land í byrjun desbr. Þar í er fram- hald æfisögu sjera Fr. Friðriks- sonar, För til Noregs, eftir sjera Hallgrím Thorlacíus í Glaumbæ, og fjöldi mynda og greina um einstaka menn. Glímufjelagið „Ármann“ á 25 ára afmæli í dag og minnist þess með veitsluhaldi á Hótel Borg. t fjelaginu er nú um 800 manns, karlar og konur, og hefur það lengi haft mikil áhrif á íþrótta- lSf bæjarins og alls landsins. Lengi var fjelagið aðeins glímu- fjelag, en nú eru iðkaðar þar margskonar íþróttir/ Formaður er nú Jens Guðbjömsson. Björgunarbringur frá togaran- um Apríl fanst nýlega á Vattar- nesi við Reyðarfjörð. Morten Ottesen er nýlega kom- inn úr ferð til Rússlands, dvaldi um tíma í Lefiingrað, Murmansk. Arkangelsk og Moskvu, í verslun- arerindum. Síðastliðinn sunnudag flutti hann fyrirlestur um Rúss- land, fróðlegan og áheyrilegan. Sagði hann að almenningur í Rússlandi fylgdi með mikilli at- hygli 5 ára áætluninni og hefði áhuga á, að hún kæmist fram, en nú er aðeins fyrsta ár áætlunar- tímans um garð gengið. Hann leit svo á sem ráðstjórnin væri föst í sessi. Bær er nú risinn upp á Múrmansströndinni, við norður- enda járnbrautarinnar frá Lenin- grað, og eru þar 25 þús. íbúar. Þar er nýgerð hafskipahöfn og eru Rússar að koma þar upp tog- araflota. Ganga nú þaðan 40 tog- arar, vel búnir, en 60 nýir eru í smíðum í Þýzklandi. Er þetta eina höfnin við Norður-Rússland, sem er ísfrí á vetrum. Samkepnisprófið í heimspekis- deild Háskólans er nú svo langt komið, að keppendur hafa skilað TlU LEIKRIT eftir Guttorm J. Guttormsson fást hjá öllum bóksölum. rítgerðum sínum (Um frjálst verkafólk á Islandi til siða- skifta). Þessir 5 keppendur af- hentu ritgerðir sínar dómnefnd- inni á tilsettum tíma á gamlárs- dag:Ámi Pálsson, Guðbrandur Jónsson, Hallgrímum Hallgríms- son, Sigurður Skúlason og Þor- kell Jóhannesson. Barði Guð- mundsson hefur engri ritgerð skilað og Jón Dúason hefur ekki heldur skilað ritgerð um efni það, sem fyrirsett var, en mun hinsvegar hafa sent dómnefnd- inni ritgerð um annað efni. Dóm- nefnd mun sennilega ljúka yfir- ferð sinni yfir ritgerðimar um mánaðamót og hefjast þá fyrir- lestrar og líklega verður kepn- inni lokið um missiraskifti há- skólans í febrúar. Óspektir nokkrar hafa verið hjer í bænum að undanfömu, mest af völdum kommúnista, og hófust þær með ryskingum á bæjarstjórnarfundi 30. f. m. milli lögreglumanna, sem til voru kvaddir af lögreglustjóra, og nokkurra utanaðkomandi manna. Var mikil þröng á áheyrenda- svæðinu, svo að eitthvað af á- heyrendunum lenti inn á svið bæjarstjóraarinnar. Lögreglu- þjónamir voru þá kallaðir inn til þess að koma þeim burtu þaðan. En þá sló í bardaga og voru lög- regluþjónamir ofurliði bomir og sumir meiddir. Bekkir voru brotnir, flöskum og vatnsglösum fieygt um salinn og borð brot- in. Að sjálfsögðu varð bæjar- stjórain að slíta fundi. Tilefnið til uppþotsins var, að menn með- al áheyrendanna kröfðust, að teknar yrðu til umræðu á fund- inum kröfur þeirra um atvinnu- bætur, en samkvæmt dagskrá fundarins var rætt þar um fjár- hagsáætlun bæjarins. Hafði at- vinnubótamálið verið rætt í fje- laginu Dagsbrún skömmu á und- an og þar samþyktar tillögur í því máli. En engan þátt átti stjóm þess fjelags eða for- GLÆPUR OG REFSING (Fyrra bindi) hin fræga saga Dostoj- evskijs, í þýðingu eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, fæst nú hjá bóksölum og kostar aðeins kr. 7.50.-------- sprakkar þess samt í aðsúgi þeim, sem gerður var að bæjár- stjórninni. Hafa fjórir menn, sem fyrir þeim aðsúgi stóðu eða talið var, að valdir hefðu verið að meiðslum í bardaganum, verið teknir fastir, og er mál þeirra undir rannsókn enn. Sagt var síðastl. laugardag, að ráðgerð væri aðför að fangahúsinu til þess að ná þeim út, en ekkert varð samt af henni. Atvinnuleysi er farið að sverfa nokkuð að hjer í bænum, og sjálfsagt er, að þeir, sem ráðin hafa, sinni því máli. En ærsla- gangur, eins og sá, sem hjer hef- ur verið frá sagt, er engum til gagns. Ný heildsöluverslun. Vilhelm Knudsen, sem lengi hefur verið verslunarfulltrúi hjá firmanu Nathan og Olsen, hefur nú um áramótin stofnað nýja heildsölu- verslun, sem hefur bækistöð sína í húsi Braunsverslunar við Aust- urstræti. Garnavinnudeilan. Henni lauk svo rjett fyrir áramótin, að S. I. S. fjelst á að gjalda verkakon- unum þar kaup, sem Verkamála- ráð Alþýðusambandsins krafðist, þ. e. 80 aurar um tímann, í stað 70 aura, sem þær vora ráðnar fyrir. Amerísk flugvjel lagði á stað frá Curtiasflugstöðinni rjett fyr- ir síðustu helgi og ætlaði til Par- ísar, með viðkomu á Bermuda og Azoreyjum. Hafði flugvjelin um 200 punda flutning meðferðis. En nýlega komin fregn segir, að hún hafi orðið að snúa til baka og hafi með naumindum náð aftur til stranda Ameríku, og voru flugmennimir þá úrvinda af þreytu. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.