Lögrétta - 29.04.1931, Side 3
CGRJETTA
jt
4
sem vill, ef forsvaranlega er að
farið. Hjer er um meðferð lög-
leyfðs valds að ræða, er ekki verð-
ur af konungi tekið nema með
st j órnarskrárbreytingu.
Ad. b. Ekki koma heldur til
greina sömu eða svipaðar orsakir.
Orsakir þær, er liggja að 18. gr.
eru þær, að landið má eigi verða
fjárlagalaust. Prófessorinn held-
ur því íram sjálfur.
Nú er það alveg rangt, að
hætta sje á, að landið verði fjár-
lagalaust, þó að þing sje rofið.
Þetta leiðir af því, að við þingrof
á þingið að koma saman innan
viss frests eins og áður er skýrt,
og skal að lögum koma saman af
sjálfsdáðmn, ef hætta er á þessu.
Ennfremur má eigi rjúfa þing, ef
svo nærri er áramótum, að hætta
getur verið á þessu.
Dæmi eru alltaf góð til skýr-
ingar. Það er hugsanlegt, að fjár-
lög sjeu feld. Hvað á stjóm þá
að gjöra? Hún má eigi slíta því
þingi. Það væri stjómarskrárbrot
(18. gr.). Hún má heldur eigi
gefa út bráðabirgðafjárlög eftir
23. gr., því að skilyrði þeirrar
greinar (brýn nauðsyn) er ekki
fyrir hendi. Það væri því líka
st j ómarskrárbrot.
Hún á að rjúfa þing. Ef þá
yrði sama útkoma, þá fyrst mætti
beita 23. gr. og gefa út bráða-
birgðafjárlög.
Það er enn hugsanlegt, að þing
ætli að ganga frá fjárlögum, sem
eru svo óskapleg, að stjórn vill
eigi ábyrgð á bera. Ef sú stjóm
hjeldi sig vera í meirihluta með
þjóðinni (það er conditio sine qua
non um þingrof),þá brygðisthún
skyldu sinni gjörsamlega, ef liún
færi frá og ljeti óhæfuna hafa
framgang. Hún má hvorki slíta
þingi nje gefa út bráðabirgðafjár-
lög.
Hún á að rjúfa þing. Ef þa yrði
sama útkoma, þá fyrst ætti
stjómin að fara frá.
3. Þetta ætti að endast til að
sýna, að jeg hef slitið þessi tvö
hugtök, þingrof strax og þing-
slit, hvort frá öðru. Það,. sem
þeim er sameigið, er það, að þing
starfar ekki á eftir og óafgreidd-
ar gjörðir ónýtast.
Það er að teygja 18. gr. stjskr.
út fyrir orðalag sitt og út fyrir
tilgang sinn að láta hana gilda
um þingrof eftir 20. gr., hvort
sem er beint eða óbeint. Það má
eigi gjöra 18. gr. að neinni yfir-
stjómarskrá fremur en 20. gr.
Hjer er um rjett tveggja hlið-
stæðia yfii’valda að ræða. Hvor-
ugt má á hitt ganga. Stjóra hef-
ur eigi þingrofsrjett til að losna
við þingið og afla sjer einræðis-
valds. En Alþingi má eigi gjöra
þingrofsrjettinn að engu með
því að bera fyrir sig fjárlaga-
rjettinn einan saman. Dæmin eru
deginum ljósari um það, að Al-
þingi tefur afgreiðslu fjárlaga
von úr viti. Og á meðan gæti það
komið fram margri svívirðu í
lagaformi, þó að einungis lítið
brot þjóðarinnar stæði á bak við.
Hugsum okkur að eins, að
Sjálfstæðisstjóm hefði rofið þing-
ið en Framsókn verið oi’ðin í
meirihluta í þingi en ekki þjóð.
Þá hefði Pæykjavík þagað Og
skyldi það ekki vera nokkuð rart,
Tilkynning
um veiðileyfi og sðltunarieyfi.
Allir þeir, sem á árinu 1931 ætla sér að veiða síld til
útflutnings verða fyrir 15. maí næstkomandi að hafa sótt
um veiðileyfi til Sildareinkasölu Islands á Akureyri. —
Hverri umsókn fylgi skilríki fyrir því að framleiðandi hafi
tök á að veiða þá síld, sem hann óskar veiðileyfis fyrir.
Skal í því skyni tilgreina nöfn og tölu þeirra skipa og báta,
er nota á til veiðanna, og hver veiðitæki þeim er ætlað að
nota. Umsækjandi tilgreini og alla aðstöðu sína til veiðánna
eftir því sem framkvæmdarstjórn einkasölunnar krefst. Ef
umsækjendur óska eftir að leggja síldina, upp til verkunar
á ákeðnum stað, skal það tekið fram í umsókninni.
Þeir, sem óska að taka að sér söltun og kryddun á síld
við Siglufjörð og Eyjafjörð, eru einnig ámintir um að gefa
sig fram við Síldareinkasölu Islands fyrir 15. maí og tilgreina
aðstöðu sína til verkunar.
Bæði veiðileyfi og söltunarleyfi verða tilkynt hlutaðeig-
endum svo fljótt sem auðið er. Skipaeigendum ber að til-
kynna Síldareinkasölunni tafarlaust, ef þeir hætta við að
gera skip sín út á síldveiðar, eða óska eftir að skifta um
skip. Sé skipið ekki komið á veiðar 1. ágúst, fellur veiði-
leifi þess niður nema sérstakt leyfi sé fengið til, að það
megi byrja veiðarnar síðar. Söltunarleyfið telst niðurfallið
ef leyfishafi hefur ekki gert skriflegan samning um söltun-
ina fyrir 1. júní n.k.
Veiðileyfi verður aðeins veitt eiganda skips eða þeim er
hefir sannað umráðarétt sinn yfir skipinu yfir síldarvertíðina.
P. t. Reykjavík 10. apríl 1931.
/
Fyrir hönd útflutningsnefndar Síldareinkasölu Islands.
Erlingur Friðjónsson.
að stjómmálaflokkar láti tilfinn-
ingamar hlaupa svo með sig í
gönur, að lögskýringar sjeu
gjörðar að flokksmáli? En svip-
aðar eru þó samþyktir flokka um
æruleysi og heilsuleysi andstæð-
inga sinna.
III. Þá hefur verið um það að
ræða, sem er alt annað, hvort
þetta þingrof sje þmgræðisbrot.
Sje svo, virðist mjer það brot á
1. gr. stjskr., er segir, að stjóm-
skipulagið sje þingbundin kon-
ungsstjóm, því að í því felast
húgtökin þingræði og þjóðræði.
1. Þingræðíð hefur breytst og
byltst. Sönnu þingræði virðist nú
vart fylgt í Bretlandi hinu rnikla,
móðurlandi þess. Þar virðist
stjómin sitja, hversu mörg og
stór mál sem móti henni ganga,
að eins ef hún fær eigi beint van-
traust. Frakkar virðast aftur á
móti fylgja þingræðinu best fram
allra þjóða.
Mjer virðist þingræði vera sú
meginregla laga, að þjóðræði sje,
innan vjebanda kosningalaga og
kjördæmaskipunar. Hvort tveggja
hið síðastnefnda er ranglátt nú
og brýtur bág við þjóðræðið en
ekki þingræðið.
Sje þetta rjett fræðiskýring
(definitio) á þingræðinu, þá þarf
eigi þess vegna að liggja fyrir
neitt þingræðisbrot.
2. Stjómin hefur þann tvímæla-
lausa rjett að rjúfa þing. Þann
rjett hefur hún að eins til að
beita vel og skynsamlega (qua
bonus paterfamilias). Því verður
hún jafnan að vera í góðri trú
(bona fide) um það, að hún sje
í meirihluta meðal þjóðarinnar,
þó að hún hafi reynst í minni-
hluta meðal þingsins. Sú góða
trú getur aldrei verið fyrir
hendi í annað sinn. í eitt skifti
fyrir öll hefur stjórnin sannreynt
hvort hún er í meirihluta eða
fekki. Sje hún í minnihluta, þá
væri það stjómarskrárbrot (1.
gr.), ef hún ryfi aftur þingið,
enda væri það þá markleysa Það
væri bersýnilega framið til þess
að geta stjómað þinglaust.
3. Nú hafa menn að vísu mjög
sterkar líkur fyrir því, að stjóm-
i in sje í minnihluta með þjóðinni
| og gjöri þetta til þess að fremja
I hlutdrægni og einræði. En sannað
; er það tæplega og in dubio pro
i reo; sje um vafa að ræða, er
; hann stjóminni í hag.
| IV. Samkvæmt 56. gr. stjskr.
! dæma dómstólamir um embættis-
i
takmörk yfirvalda. Hjer liggur
fyrir spuming um það, hvort
I stjórnin, sem ábyrgðina ber, hafi
haldið sjer innan sinna ernbætt-
istakmarka. Það ætti því að mega
leggja þennan ágreining um
stjórnarframkvæmdina undir
dómstólana. Sú leið er raunar
svo seinfær, að hún gæti vant
orðið notuð(nema fógetarjettur).
Krafa þingsins yrði, að skilning- í
ur stjómarinnar, að þing hætti |
störfum fyrr en fjárlög vœm
væri sett aftur inn í vald sitt,
ef um fógetarjett væri að ræða).
Hitt er enn spurning, hvaða
dómstóll ætti lögsögu yfir þess-
um yfirvöldum, hinum ábyrga
ráðherra og Alþingi. Sennilega
yrðu það almennir dómstólar
samkvæmt hinni almennu reglu
56. gr., því að Landsdómur dæm-
ir að eins um ábyrgð ráðherrans.
Þá er enn spuming, hvort Lands-
dómur væri bundinn við úrlausn
dóms um hið ytra (objectiva)
brot á stjómarskránni, ef svo
mætist. Það yrði hann sennilega,
ef til kæmi.
V. Að endingu vil jeg taka
þetta fram de lege ferenda: Það
væri rangt að breyta 18. gr.
þannig, að hún tæki itil þingrofs.
En frestir 20. gr. eru hneykslan-
lega langir, einkum fyrri frest-
urinn. Það er óhæfa, að þing-
laust skuli geta verið í 2 mánuði.
Þingi á og vitaskuld að vera
skylt að koma saman aftur þeg-
í ar eftir kosningar.
Eitt er víst:
| Stjómin hefur beitt harkalegri
| aðferð og jafnvel gjörræði og
sennilega rofið þing gegn betri
vitund um þjóðviljann og þannig
framið stjómarskrárbrot.
Þess mun hennar flokkur lengi
gjalda.
Reykjavík 17. apríl 1931.
Studiosus juris.
----o----
Stjómmáladeilumar. í grein-
ið fram með góðum rökum, sem
hún ljet í ljósi rjett eftir að
þingrofið fór fram, sem sje, að
þar sje ekki um stjómarskrár-
brot að ræða, en hinsvegar sje
verkið gerræðislegt og hefði ekki
átt að eiga sjer stað.
Flugför til Grænlands. Það er
ráðgert að strandvamarskipið
„Óðinn“ leggi á stað í kvöld eða
á morgun með aðra flugvj elina,
Veiðibjölluna, vestur til Græn-
lands, eða vestur að ísröndinni.
en þaðan á hún svo að fljúga til
Angmagsahk. Þar í nándinni,
uppi á hájöklinum, eru enskir
veðurathuganamenn, Au. Court-
auld o. fl, sem hingað komu síð-
astliðið sumar á íshafsfarinu
Quest, og eru í vanda staddir af
því að flugvjelar tvær, sem þeir
höfðu með sjer og áttu að flytja
þeim matvæli frá Angmagsalik,
hafa báðar bilað. Hefir formaður
flugfjelagsins hjer, dr. Alex. Jó-
hannesson, fengið tilmæli um það
frá Engiandi, að send yrði flug-
vjel hjeðan til að hjálpa mönnun-
um, ef fært þyki, og ætla þeir dr.
A. J., Sigurður Jónsson flugmað-
ur, tveir vjelamenn, Gunnar Jón-
asson og Björn ólsen og Gunnar
Bachmann símritari að fara vest-
ur með Óðni og fljúga svo til
Grænlands. — Búist er við, að
sænski flugmaðurinn Ahrenberg
komi hingað á enskri flugvjel, ef
til vill í kvöld, og fljúgi hjeðan
einnig til Grænlands í sömu er-
indum.
Söguprófessorinn. Heimspekis-
deild háskólans hefur einróma
lagt til, samkvæmt úrskurði dóm-
nefndar, að Áma Pálssyni bóka-
verði verði veitt embæittið.
Prentsm. Acta.
samþykkt, væri rangur dæmdur • inni, sem Lögr. flytur nú um
og framkvæmd stjórnarinnar að þingrofsmálið, eftir ungan lög-
því leyti ógild (eða að þingið fræðing, er sama skilningi hald-