Lögrétta


Lögrétta - 04.11.1931, Page 1

Lögrétta - 04.11.1931, Page 1
LOGRJETTA XXVI. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 4. nóv. 1931. Um víða verdid Kreppan og heiðarleiki viðskiftalífsins. Álit André Maurois. André Maurois er einhver þektasti rithöfundur Frakka, sem nú er uppi, einkum fyrir æfisögur sínar. Hann hefur nýlega skrifað í amerískt tímarit grein um við- skiftasiðgæði, um nýtt og gamalt siðgæði í verzlun og viðskiptuin. Hann minnir fyrst á ummæli eftir Henri Ford, þar sem hann kemst svo að orði, að hin svo- nefnda kreppa sje sprottin af óheiðarleik. Fólk lætur vörur falla í verði og það er óheiðarlegt. Fólk kaupir verðfallna vöru í þeirri von að verða ríkt á kostnað ein- hvers annars. Það er líka óheiðar- legt. Þetta segir Ford og þetta vekur þá spurningu hvað sje heið- arlegt og hvað ekki í viðskiftum nútímans. Við álítum það óheiðarlegt að standa ekki við samninga eða lof- orð, segir Maurois. En er heiðar- leiki í viðskiftum einungis í því fólginn að halda sjer við samn- inga? Eru sumir samningar ekki óheiðarlegir í sjálfu sjer? Stjórn- málamaður fær vitneskju um það fyrirfram, að bygging nýrrar járnbrautarstöðvar muni auka mjög verðmæti tiltekinnar land- spildu. Hann kaupir spilduna, með löglegum samningi og greiðir fyrir hana fimtung verulegs verðs. Er þetta heiðarlegt? Vissulega ekki, vegna þess að báðir samn- ingaaðiljarnir stóðu ekki jafnt að vígi, af því að stjórnmálamaður- inn hafði upplýsingar, sem selj- andinn hafði ekki. En tökum við einlægt tillit til þessara jöfnu aðstöðu í viðskift- um? Jeg er sjerfræðingur í því að þekkja málverk. Smákaupmað- ur í Florens vill fá 2000 lírur fyr- ir mynd. Jeg veit það efalaust að myndin er eftir Velasques og er að minsta kosti miljón líra virði. Jeg segi ekkert en kaupi myndina fyrir 2000 lírur. Er þetta heiðarlegt ? Jeg er námufræðingur. Jeg hef örugga aðferð til þess að finna það hvar málmar leynast í jörðu. Jeg finn það að málmæð er í land- areign jarðar einnar. Jeg þegi, en kaupi jörðina. Er þetta heiðar- legt? Já, segja flestir kaupsýslumenn, vegna þess að þjer er launað fyr- ir verk þetta og þekkingu. Önnur vörn er einnig færð fram fyrir kaupandann, sem græðir á kostnað seljandans.sú, að seljandi hafi ekki sjálfur greitt fyrir vör- una verð, sem miðað sje við það sanna gildi hennar. Ef listasali selur Velasques fyrir 2000 lírur hefur hann sennilega keypt hann fyrir 1500. Bóndinn sem selur jörðina án þess að taka tillit til málmanna hefur ekki heldur keypt málmana af því enginn vissi um þá. Seljandinn tapar því engu. Þessi rökfærsla friðar kaupandann en er hún heilbrigð. Mjer virðist svo sem einhver bíði tjón af þess- um viðskiftum.En það er ekki selj- andinn. Það er þjóðfjelagið. Mcð því að kaupa Velasques málverk ódýrt eignast maðurinn auð, sem gerir honum það mögulegt að láta aðra menn vinna fyrir sig. Hann öðlast allskonar þægindi fyrir ekki neitt, því að hann hagnaðist ekki á framleiðslu eða starfi. Þjóðfjelagið tapar því á þessu. En hversvegna lætur þjóðfjelagið þetta afskiftalaust, þetta mismun- andi mat á viðskiftaheiðarleika. Blátt áfram af því að fram á sein- ustu öld var þjóðfjelaginu engin háetta búin af þessu. Þá skiftust flestir á vörum, sem auðvelt var að meta og þeir sem versluðu með þær þektu sjálfir verðmæti þeirra. Þegar órjettlætið varð mögu- legt, greip þjóðfjelagið í taumana með því t. d. að ákveða tiltekna málmeiningu. Málmeining og mynteining er undir eftirliti og misnotkun er hegnt. Ástæðan er sú að þjóðfjelagsins vegna verða menn að bera traust til þessarar einingar. Alt það ,sem hnekkir trausti almennings á þjóðfjelags- legu rjettlæti, verður að dæmast mjög hart vegna þess, að þjóð- fjelag, sem ekki verndar slíkt Ör- yggi er dauðadæmt. Aðalatriðið í þessu er þvi það að þjóðfjelagið hefur einlægt j reynt að koma á jafnvægi eftir j því sem auðið var milli viðskifta- iðilanna. Núna á seinustu öld hef- ur ný tegund af óheiðarleika orð- ið möguleg með þróun hlutafje- laga og dreyfingu hlutanna með- al fólks, sem ekki þekkir eða hef- ur vit á atvinnurekstrinum sjálft. Verðbrjefasali segir ökumanni, að ef hann kaupi hluti í banka í Bern fyrir 40 dollara, geti hann selt hlutina eftir eitt ár fyrir 60 dollara. — ökumaðurinn leggur sparifje sitt í hlutabrjefakaupin. Missiri seinna eru hlutabrjefin 4 dollara virði og hann er gjald- þrota. Leikurinn er oft mjög ójafn milli kaupsýslumannsins og þeirra, sem leggja fram hlutfjeð, Jafnvel þótt hlutafjáreigandinn sie greindarmaður getur hann lítið aðhafst, þegar hann les um fjárhag fjelagsins. Það getur ver- ið að eitthvert fje sje falið. Oft er það fyrirtæki heilbrigðara, sem engan arð gefur heldur en hitt, sem virðist stórgræða. Kaupsýsla í þessu formi er ójafn bardagi milli vel vígbúinna manna annars- vegar og varnarlausra manna hinsvegar. En þótt ekki sje tekið tillit til einstaklingssiðgæðisins, en málið aðeins skoðað frá sjónarmiði þjóðfjelagsins er það ógjömingur fyrir þjóðfjelagið að þola slíkan ófrið af því að hann eyðir trausti því, sem ekkert þjóðfjelag getur lifað án. Viðskiftaaðferðir, sem voru tiltölulega ósaknæmar í ein- stökum tilfellum og ekki hættu- legar þjóðfjelaginu meðan nokkr- ir einstakir stórspekulantar eða braskarar beittu þeim hver við annan verða yfirvofandi hætta þegar traust almennings veltur á þeim. Ef að almenningur missir traustið á því að öruggt sje að leggja sparifje sitt í banka eða atvinnufyrirtæki getur þjóðskipu- lag auðvaldsins ekki haldið áfram. Ef auðvaldsskipulagið á að standast áfram verður almenning- ur utan kaupsýslunnar að geta reitt sig á hlutabrjef undirrituð með nafni mikils auðmanns eða kaupsýslumanns á sama hátt eins og hann getur reitt sig á banka- seðil gefinn út af þjóðbankanum. Viðskiftasiðgæði getur því að- eins verið heilbrigt, að jafnræði sje með kaupanda og seljanda, þ. e. a. s. ef allar upplýsingar, góð- ar og illar, eru gerðar almenningi kunnar á skýran og skilmerkileg- an hátt. Sum fjelög gefa slíkar upplýsingar um hag sinn með vissu millibili. Þeim getur skjátl- ast, en þau falla ekki undir ákæru Fords fyrir óheiðaríeik. Jeg er einnig viss um það, segir Maurois, að með heiðarleika sín- um vinna þessi fjelög að endur- reisn viðskiftanna. Nú sem stend- ur er hið mikla mein auðskipu- lagsins ekki fólgið í skorti á pen- ingum. Það er fólgið í því að þeir sem eiga peninga bera ekki traust til þeirra, sem þeir þurfa að geyma það hjá eða lána það. Traust almennings verður ekki endurreist nema með fullri hrein- skilni og heiðarleik. Það verður að skoða verðfall og kreppu sem sprottin er af braski, sem glæp. Þetta er eina leiðin til þess að vekja aftur traust almennings á skipulagningu og ekkert þjóðfje- lag getur lifað án þessa trausts. En auðvitað merkir þetta einn- ig það, að almenningur verður að hætta að hugsa sjer það, að hann geti auðgast fljótlega á áhættu- spili og braski. Það, sem miljónir manna í Ameríku og Evrópu hafa lært af kreppunni, sem nú stend- ur, er það, að fljótfenginn auður er óviss, og að eina sanna aðferð- in til þess að græða peninga er sú að vinna. Þannig segir André Maurios um kreppuna og heiðarleik viðskift- anna. Sameign eða auðvald. Amerískur verkfræðingur um ástandið í Rússlandi. Margir Ameríkumenn starfa nú í Rússlandi að framkvæmd ýmsra þeirra fyrirtækja, sem stjórnin lætur setja á stofn í sambandi við fimm ára áætlunina. Meðal þeirra fyrirtækja eru nokkur stór orku- ver, því að Rússar leggja mikla áherslu á það, að hagnýta vatns- afl landsins og taldi Lenin að það væri eitt mikilsverðasta atriðið í atvinnulífi þjóðarinnar og endur- reisn þess. Eitthvert stærsta orkuverið er í Dnieperfljóti og á þar að vera 800 þúsund hestafla stöð. Það er amerískt rafvirkjunarfjelag, sem veitir forstöðu byggingu stöðvar- innar og hefur verkfræðingurinn Hugh L. Cooper haft eftirlit með verkinu austur þar. Hann kom ný- lega heim til Ameríku og sagði þá blöðunum ýmislegt frá veru sinni í Rússlandi. M. a. er það haft eftir honum í einu Boston- blaðinu (Boston Post), að hann hafi rætt um ástandið við marga ráðandi menn í Rússlandi og sje nú að verða í landinu mikil breyt- ing. Sannleikurinn er sá, segir hann, að kommúnismi er enginn í landinu, Sovjet-stjórnarvöldin starfa nú á grundvelli einskonar ríkisauðvalds og horfur eru á því að Rússar hverfi að skipulagi einkaauðvaldsins, en þó ekki í þeirri mynd, sem það hefur tíðk- ast á Vesturlöndum, heldur þann- ig að það verði takmarkað á ýms- an hátt. Kommúnismi er að minnsta kosti ekki og verður ekki framkvæmdur í Rússlandi, segir þfessi Ameríkumaður, hann hefur reynst áframkvæmanlegur. En gæði landsins eru mikil og áhug- inn og dugnaðurinn mikill í því að hagnýta þau og 'fimm ára áætl- unin tekst sjálfsagt að miklu leyti. Úr öllum áttum. Viðsjár hafa verið með katólsku kirkjunni og stjórninni á Spáni síðan lýðveldi var komið þar á og ákveðinn aðskilnaður ríkis og kirkju. Nú virðist þó horfa frem- ur til sátta en áður. Segura kar- dináli, yfirmaður kirkjunnar á Spáni hefur nú sagt af sjer, eða verið látinn segja af sjer og var helst um það talað þegar síðast frjettist, að Vidal Barraquer erki- biskup í Tarragona yrði leiðtogi kirkjunnar á Spáni. Það mun ekki hafa komið fyrir nema tvis- var nú um langt skeið, að slíkir menn segi af sjer, í annað sinni í Frakklandi 1927 er Villot kar- dináli varð að segja af sjer vegna fylgis við Action Francaise, sem var í banni páfa og í hitt skiftið er Huyer erkibiskup í Prag sagði af sjer í ófriðarlokin, en það var af því að hann hafði ekki vald á

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.