Lögrétta


Lögrétta - 04.11.1931, Side 2

Lögrétta - 04.11.1931, Side 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA Útgefandi og ritstjóri: poratelnn Oislaaon, JJingholtsstrœti 17. Simi 178. Innheimta og algrelðsla í Lækjargötu 2. Sími 185. máli þeirrar þjóðar, sem hann var yfir settur. I London var nýlega haldinn fundur kolanámueigenda í Bret- landi, Þýskalandi, Frakklandi, Póllandi, Belgíu, Hollandi og Tjekkó-Slóvakíu. Umræðuefnið var fjárhagur kolaiðnaðarins. Forseti fundarins var Evan Willi- ams. Halda á annan fund bráð- lega og er búist við því að sam- komulag náist um mikilsverð at- riði, sem atvinnugreinina snerta. Edgar Wallace, hinn heims- kunni skáldsagnahöfundur sem semur leynilögreglusögur þær, sem nú eru mest lesnar, fer inn- an skamms til Ameríku og verð- ur þar um tíma í þjónustu kvik- myndafjelags í Hollywood. Hann á að fá þar ca. 20 þús. kr. á viku. Wallace steig líka í stólinn ný- lega í kirkju einni í Fleetwood. Á því stóð þannig, að presturinn við kirkju þessa hafði kvartað yfir því og álasað söfnuði sínurn fyrir það, að hann vildi heldur lesa sögur Edgar Wallaces en biblíuna eða hlusta á predikan- ir. Wallace sagði að þetta mundi vera af því, að fólkinu þættu sögurnar skemtilegri en predikan- irnar og ef presturinn hefði sama góða lagið á því að predika eins og Wallace á því að semja sög- ur, mundi fólkið hlusta. Út úr þessu spanst það, að Wallace skyldi þá sjálfur predika einu sinni, til þess að prófa hvort hon- um tækist betur en prestinum. Um árangurinn er ókunnugt. Nautilus, kafbátnum, sem Wil- kins fór á norður í höf, á að sökkva. Hann þykir ekki sjófær lengur. ----o---- Jökul-hofid. (Eiríksjökull). I. Jeg gekk um fríða fjallaleið á fögrum degi sumarveg, er sunna úr vestur-suðri skein og sveipti bjarma skóg og hraun. Jeg stefndi að tignarhæstri höll og himingnæfri í austursýn, er rís af grund sem goðahof fyr’ gjörvalt land eða allan heim — en tindaröð á hvora hönd við hraungólf breitt, sem ofur-torg. Mjer ægði þetta ógnabákn, sem aldrei fengi mannleg hönd um aldir bygt, — þótt allir menn um aldur heimsins ynnu að því. Mjer fanst sem vættur fremst og æðst hjer fagurafl sitt hefði lagt með dýpstri list, að byggja bæ fyr’ bænda goð um vitsku-storð. Svo snjallt er klettabelti breitt með brattvegg hafið yfir láð. Svo gnæfir brúnin hrikahá; svo hvelfist fagurþak úr snjá, er sunna gyllir silfurgljá. Mjer fyltu spurnir höfgan hug um heim og geim, er fram jeg gekk: um vætti, guði, sköpun, sköp, um skuggum falin alda rök. Við sjerhvert spor er spurt um nýtt; en spurnir hljóta svara fátt. Því lengra inn í leyndar-nátt mín lund er teygð, á draumland vítt, sem lengra jeg geng um leiðfátt hraun, þar lundir horfnir blunda í kyrð, þar gróðurþrá í gröf er byrgð, þar gleði lífs hlaut bana í laun. Nú loksins þreyta þyngir fót, er þófamosi og eggjagrjót mjer ollu á leið. En ein er bót, að efstu burstum jökuls mót jeg kominn er að kalla. Þó mig kvelur þorsta-þurkur meir en þreyta, samt mjer grunur tjer að lítt sje vatns um hraunslóð hjer. En hærra, þar sem grjótflóð deyr og mótar fyrir teig og tó, þar tryði jeg fyndist lind í hlíð. Jeg strekki, og leita lengi. Um síð jeg litla sitru fann, er rann á milli steina í storðu djúpt, en stakk sjer því næst leynt á kaf í grýttan svörð. Jeg grúfi að lind, og get með þrautum að eins náð að sötra ögn af úðadögg, sem upp af lindar-dropum stökk, er ofan seig í urð og svörð. En kælisvölun samt jeg hlaut og sviða frið í þorsta kvöl (því lindin var svo sælu-svöl). Jeg setst á tó, og hvíldar naut um stund; — jeg held að hafi blund eða höfga liðið mjer að lund. Jeg hrekk við, steins er heyri jeg fall, og horfi langt í fjall, á stall. Þar situr hrafn, — mig horfir á: hvort heldur ’ann mig vera ná? Nei, hugur annað hermir mjer. Nú heyri jeg, og hann kveða fer. Hvað? Orðin skil jeg, er hann tjer! Og alsíst þó ó gómi ber hann mannamál, — sem mjer í sál af máttum lagt sje skilnings stál, þó áður leynt! „Hann dreypti, dreypti; þann dropa af Mímis brunni, er gleypti, fyr’ gæfu sína að gröf hann keypti!“ En mjer er nú sem hugarheimur hafi lokist upp í skyndi áður luktur. Ótt jeg greini ótal svör við fyrri spurnum duldra raka. Draumahöfgi dagfars nú er af mjer runninn. Brjef merkra manna. Ben. Gröndal til Eiríks Magnússonar. Germania, þ. 30. ág. 1853. Eruci! Það gleður mig að fá loksins tækifæri til að tala við þig fáein orð, fyrst þú skrifaðir mjer til. Þá er fyrst að þakka þjer fyrir brjefið þitt, og svara nokkuð upp á samt þar í. Jeg fann það á borðinu hjá mjer um dimma sumarnótt suð- rænna landa, og þá kom jeg heim frá logagylt- um vínskálum, sem jeg var að renna í mig með katólskum klerkum og hafði stormandi Triumph jTir þeim í þeirra eigin Literatur svo mann- skepnurnar steingláptu vita ráðalausir; það er annars ekki í fyrsta sinn sem jeg hef leikið það hjer, því jeg er orðinn frægur fyrir iðni, lær- dóm og trúarleysi. Jeg rita þjer í óbundnum stíl, en konunni þinni í fjötrum, því vjer höfum vald af Apollo fengið til að binda og leysa og mjer eru jafnlagðar höndur til þess. Það gleður mig að Steinsen er dáinn, de mortuis nil nise bene, repuiescat in pace! Ekki held jeg nenni að gera neina anmerkningu um Þorstein Þórar- insson, jeg slæ kolsvörtu stryki yfir það alt. Illt er með Guðrúnu og Jón, þau eru bæði væn og hefði jeg viljað að alt færi sem best fyrir þeim; jeg undra mig annars yfir trygð Guðrún- ar. Sisi Jacobsen skaltu heilsa, og jeg vildi ao gullhöfuðið hennar mætti glóa sem lengst í hamingjunnar sól, Það gleður mig, að madama Sigríður hefur keypt húsið hans litla Grundtvígs, en biddu Guðnýju Þorláksdóttur um að sitja ekki flöt- um beinum á borðinu, eins og Grundtvig gerði, þó jeg raunar vonist til að hún geri það ekki. Nú skal jeg skrifa dálítið um Rínlandið. Rínlandið(Rheinland)er talið með hinum feg- urstu löndum Norðurálfunnar, og það er rjett. Því hjer leikur Rín um landið eins og furðuleg- ur silfurstraumur, þar sem Guðrún og Brynhild- ur lauguðu hin mjallhvítu læri og það hef jeg líka gert, til að minnast þeirra; gamlar riddara- borgir teygja hina hvassyddu tinda upp í him- ingeiminn og standa í kvöldsólinni eins og óbif- anlegir logar; vínið rennur hjer í öllum æðum allra manna, og hjer er svo mikið vínlíf, að maður jetur vínberin og drekkur vín með. Hjer er alt grúnnkatólskt, og hjer sjer maður alla flokka mannkynsins, alt frá krúnurökuðurn Franziskanermunkum til silfuraxlaðra greifa; Dominikanere í alhvítum hjúp; kapusinere í svörtum kápum, Kartháusere sem aldrei tala en segja einungis memento mori þegar þeir heilsa; biskupa í fíólbláum hempum með gullkrossa, rauðkragaða dáta, járnhlekkjaðar beljur, hunda fyrir smákerrum og þefa þeir svo helvíti næs- vist upp í himininn eins og þeir eigi von á and- skotanum á hverju skýi; ljótt og fallegt kven- fólk; gamla pensioneraða schleswigholsteiniska dáta; og ýmislegt rusl, og jeg syndi á milli þess eins og náhveli og disputera lært og kalt, og þykir mönnum sumt óvenjulegt, sem jeg segi. Einu sinni var jeg hjer í gildi, og voru eitthvað þrjátíu menn við borðið; þá fann jeg upp á því að uppástanda við gamlan klerk, að Forn-Grikk- ir hefðu verið katólskir, og stóð fastara á því en fótunum og varði það duglega, en klerkurinn varð hreint óður og ærr, og alt borðið í upp- námi; en loksins setti að mjer og tveimur öðr- um mönnum svo mikinn hlátur, að alt varð vit- laust. I annað sinn átti jeg hjer bardaga við gamlan klerk, sem hjelt að ísland væri hollenskt og átti jeg í miklu stríði við hann, þangað til niðurstaðan varð, að ísland væri Repúblik! Ein stúlka spurði mig hvort hjer yrði hafðir Con- sertar fyrir kulda, en í minni Overgivenhed svaraði jeg henni, að hjer væri altaf Consertar og böll, og aldrei snjóaði á landið sjálft, því menn hvolfdu stórri Crinolinu yfir landið í septemberlok og tæki hana aftur af í maímán- uði. Jeg er nú ekki altjend árennilegur þegar jeg er spurður að vitleysum. — Eins og skær daggardropi, sem hin svala nótt norðurskautsins elur, svífur á gullfögru skýi yfir hafið og suður í heim, en bláskygðar öld- urnar stika undir í laungum fetum yfir verald- arhafið og kveða hinn glaða og alvarlega söng, sem enginn skilur nema guð; eins hefur brjefið þitt horfið heiman að, og enginn hefur fylgt því. Þú hefur skrifað það vel og mjer er ánægja að sjá hvað það hefur runnið upp úr þjer óþvingað. En jeg undra mig yfir því að þú nefnir ekki Þjóðólf — skyldi hann geta um það, að Steinsen var kendur þegar hann dó; það ætti Þjóðólfur að gera ef hann vill vera consequent; því það er vani hans að telja upp lýti dauðra manna. Jeg hef hjer þetta numer af Þjóðólfi, þar sem jeg er nefndur í, og hef jeg reynt til að bera niður á honum fyrir það, raunar svo að jeg er sjálfur öldungis hissa yfir mínu eigin verki. Jeg producera núna ákaflega mikið og les enn meira, og nú les jeg ítölsku og spönsku, og alla Æstitik í grandiösum stíl; eitthvað mun mjer verða til að gera af lærdóminum þegar tíminn er kominn til þess, en nú veit jeg samt helmingi meira í öllu en áður. Menn halda hjer að jeg kunni alt, og jeg er stundum eins og hálfsvimaður af fjöri; stundum er jeg sóktur til að drekka með lærðum körlum, sem hinir geta ekki talað við, svo mjer leiðist það, því jeg er ekki altjend fyrirkallaður til þess; og þá fer nú stundum skrítilega, þegar mjer dett- ur í hug að snúa útúr fyrir þeim.' — Hefur Theodor Thorsteinsson komið í Reykjavík, eða hefur hann ekki þorað að koma? Aldrei hef jeg þekt lygnari mann! Ja því trúi jeg að fólk hafi interesserað sig fyrir giftingu Sig- urðar og Ólínu; ekki gerir aldursmunurinn samt neitt til, því maðurinn er petrificeraður gullsmiður (= padda). Það verður án efa mikið hrun, þegar alt hið Steinsenska sam- mensurium verður niðurbrotið, og undrar það mig ekki, því öllu illu er sitt takmark sett, en verst er það að sumt gott fólk dregst oft með, eins og í Sódóma forðum. Jeg bið að heilsa Hróbjarti, og þegar jeg verð ríkur, þá mun jeg stofna sjóð til verðlaunaútdeilingar handa þeim sem mest skarar fram úr í drykkjuskap; jeg interessera mig fyrir honum, af því jeg þekki hann ekki; þessi standandi minnismerki gullaldarinnar, þessir hrognkelsapýramídar hlaðnir upp úr tæmdum brennivínstunnum,

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.