Magni - 28.08.1912, Page 2
2
Magni
En um það má heyra mjög skiftar
skoðanir, og þar á meðal er haft
eftir engu óverkhygnari mönnum
en þeim, er fengið munu hafa bæjar-
stjórnina til að ráðast í þetta fargan
og kallað er að stjórni því, að stiku-
vítt lokræsi, er gera á i lækinn, megi
eins búast við að verði til bölvunar
og hins, með því að mikil tvísýna
sé á, að það taki alt það sem því er
ætlað — alt vatnsrensli úr Tjörninni
og Austurbænum, sem þangað kvað
eiga að veita um hver veit hvað mörg
holræsi, er þeir segja að alveg eins
hefði mátt veita til sjávar úr austasta
hluta bæjarins og það með töluvert
minna kostnaði. Þeir tala jafnvel um
flóðhættu í bænum í miklum snjógangi
og brimi fyrir holræsisopinu, ekki
sízt ef ekki verður meiri en reykvísk
meðalhirða höfð á að athuga lokræsið,
verja það þangi og þara o. s. frv.
Aðfinslum að Tjarnarfyrirætluninni
svarar bæjarstjórnarmeirihlutinn og
fylgifiskar hans þann veg, að ekki sé
enn neitt fastráðið um hana og eng-
inn eyrir til hennar veittur, hvorki
til garðsins né annars. En séu þeir
spurðir, hvað þá eigi að gera með
hleðslumar tvær út í Tjörnina austan-
verða út frá Fríkirkjuveginum, standa
þeir orðlausir. Hinir fullyrða, að
þetta sé raunar löngu fullráðið í hóp
bæjarstjórnarverkfræðinganna og kunn-
ingja þeirra, þar á meðal landritara,
sem einhverir séðir bæjnrstjórnvitring-
ar hafa verið svo framsýnir að sjá
um að kæmist í bæjarstjórn, hvað
sem að höndum kynni að bera. Hitt
sé minstur vandinn, að fá þetta alt
saman löglega samþykt í tæka tíð,
ekki meiri ugg en reynslan sýni að
hafa þurfi af hlutsemi gjaldþegna bæj-
arins um stórræði, sem þeim er ætlað
að leggja bakið undir eftir æðri skip-
un, hvort sem vel líkar eða ekki.
Því hefir verið borið við gegn
skemtistíg kringum Tjörnina sunnan-
verða, að hann muni landeigandi og
leigjandi þar, biskupinn, alveg banna.
Mér er nú ókunnugt um, hvert vald
hann hefir til þess. Enda kannast eg
ekki við þann veg lagaða búhygni Þór-
halls biskups, að hann mundi fara að
meina Reykjavík að gera þá umbót á
fenjunum og foræðunum þar syðra, er
leiða mundi að óhjákvæmilegri framrás
undir hinn fyrirhugaða skemtistíg,
allra helzt er bærinn mundi hiklaust
bjóðast tii að girða svo vel sem þyrfti
fyrir ágang á land biskups frá skemti-
stignum.
Eg hafði ritað þessu líkt um mál
þetta fyrir mörgum vikum, en verið
þá frá vísað málgögnum þeim, er eg
leitaði fyrir um að hirða þá grein,
mér skildist helzt af ljósmóðurlegri
umönnun höfðingja þeirra, er þá báru
fyrir brjósti slysalausa fæðingu sam-
bandsflokksins mikla, er alt varð að
grýlu í augum á — pó að mínum aug-
um væri of vaxið að sjá að staðið
gæti háski af viti samboðinni lögun á
Læknum og Tjörninni.
Eg hefi nú orðið var sívaxandi
gremju í bæjarmönnum alment yfir
hér um ræddu ráðlagi bæjarstjórnar-
meirihlutans og verkfræðingastórmenn-
isins, og hafa surnir jafnvel gerst svo
stórorðir, að segja að maklegast væri að
húðstrýkja þann meiri hluta annað-
hvort úti fyrir dómkirkjudyrunum eða
á miðjum Austurvelli. Aðrir vilja láta
skjóta á almennum borgarafundi og
snúa húðstrokunni upp í meinlausan
lestur yfir hausamótum téðs meiri
hluta og í mótmæli gegn því, að greiða
grænan eyri upp í áminstan kostnað,
heldur eigi hann að lenda allur á þeim
bíræfnum heimskingjum, sem í hann
hafa ráðist og ætlað að leggja hann
á bæinn.
Mér hefir verið svarað þvi, að þessa
ráðs muni þykja um seinan til stofn-
að, enda mundi gjaldþegna höfuðstað-
arins flesta bresta áræði til slíks hlífð-
arleysis. En drátturinn er vissulega
eigi mér að kenna, svo sem að framan
hefi eg á vikið. Enda eigi jafn-huglausir
gjaldþegnar vissulega ekki betra skilið
en að vera flegnir inn úr skyrtunni
með bandvitlausum álögum, ef þeir
hafa ekki hug til að bera af sér slík-
an ófögnuð, sem hér er um að tefla.
Spes urbana.
Hvað gerir hann?
Það er bankagjaldkerinn frómi, sem
tilrætt hefir orðið um, hvað af sér
muni gera, og gizkað á eitthvað af
þrennu.
Hann kvað vera nú uppi á Þing-
völlum og hafa verið þar nokkrar vik-
ur (ritað seint í júlí) að skemta sér í
bezta yfirlæti.
Því saklaus er hann eða kveðst vera
og hefir sagst vera langa lengi, svo
sem kunnugt er, en bankastjórarnir
stórsekir, sjálfsagðir til afsetningar fyr-
ir glæpinn þann, að vera að segja
eftir honum og meira að segja eigna
honum að hafa verið farinn að næla
sér frá bankanum mörgum árum áður
en gamla bankastjórnin fór frá, henn-
ar á meðal hinn hágöfgi ráðh. (Kr. J.),
sem heimskir menn segja,að því hafi ekki
verið láandi þótt forða vildi honum
undan manna höndum, undan því, að
nokkuð væri við honum blakað.
Nú er komið að vísu nokkuð ann-
að hljóð í strokkinn, siðan er þessi
ungi maður (M. G.) fullyrti, að hann
væri sekur og stjórnarráðið neyddist
til að skipa sakamálshöfðun á hendur
honum.
Það er farið að tala. um, að í »stein-
inum« hljóti hann að lenda áður en
lýkur.
Aðrir fortaka það að vísu. Þeir
segja, að í honum búi einhver veiki,
sem einhver læknir muni verða fáan-
legur til að votta, að hennar vegna
m e gi nldrei d æ m a hann i neina ó-
þægilega hegningu, og þar með sé
honum borgið. Skilningstæpii ein-
feldningar lita þó svo á, að engin
veiki geti aftrað þvi, að hann megi
dœrna. Hitt sé annað mál, þó að
ómannúðlegt kunni að þykja að fram-
kvœma hegninguna, t. d. tukthúsvist.
En hvað gerir hann ? spyrja ófróðir.
Það er þrent til, úr þvi sem komið
er. segja þeir: að...................
að fara í »steininn óhelga« eða að sigla,
bregða sér utanlands skemtiferð, fara
eitthvað út í heiminn, þar sem eng-
inn maðurfinnur hann nokkurn tima og
losna þar með alveg undan úreltum
og ósanngjarnlegum afleiðingum þess,
ef maður lætur sér verða á að næla
einhverju litilræði frá náunganum.
En þá spyrja einfeldningarnir: Er
svona náunga frjálst að fara hvert á
land sem hann vill?
Iú-jú, svara aðrir. Hann, sem hefir
lagt geysistórt veð við því, að strjúka
ekki meðan á rannsókninni stendur.
Já, en nú er rannsókninni lokið,
og þvi má hann fara hvert á land
sem hann villl
Nú, áður en dómur er upp kveð-
inn og nokkur hegning út tekin.
Já, pað halda þeir.
Það verður að muna eftir því, að
þetta er fyrirmaður, en ekki sauð-
svartur almúgamaður.
Svo hefir hann líka lagt 20,000 kr.
veð og fer ekki að hlaupa burt frá
því, missa það ef til vill alt eins og
það er.
Já, en ef hann hefir nú nælt frá
bankanum tvisvar 20,000 eða þrisvar
sinnum þá fjárhæð. — Eg skal ekkert
um það segja, hvort svo er eða ekki.
Það er alt hulið og dulið í rannsókn-
arskjölunum. — Er þá ekki tilvinnandi
fyrir hann að láta þessar einu 20,000
kr. eiga sig og vera síðan alfrjáls-
maður?