19. júní - 01.03.1918, Blaðsíða 2

19. júní - 01.03.1918, Blaðsíða 2
n 1 ð. JÚNÍ og starfi. Árið eftir 1895, mætti Ólafía á þingvallafundinum, sem fulltrúi kvennfélagsins. Á heimili Þorbjargar áttu ekki hvað síst smælingjarnir athvarf, það var því ekki nema eðlilegt að áhuginn vaknaði hjá Ólafíu fyrir að riðja úr vegi því, er var orsök í böli svo margra þeirra, sem bágast áttu. Nú er það að hún snýr sér fyrir alvöru að bindindisstarfseminni. Um þetta leyti er Hvítabandið stofnað hér og í sambandi við það, var að Ólafía fór til Ameríku 1897. Kyntist hún í þeirri för mörgu ágætu fólki bæði í Ameríku og Bretlandi, og ávann sér álit þess og traust. Eftir að Ólafía kom aptur úr utan- förinni, starfaði hún enn að bindind- ismálum, en hneigðist jafnframt að kristilegri starfsemi. Má vera að á- huginn hafi þá verið nokkru minni fyrir sumu, er hún hafði áður látið sig skifta; þó er mér það kunnugt að alt það, sem verða mátti landi og þjóð lil frama, lá henni mjög á hjarta. BÞað kostar svo mikla mæðu, svo margfalt reynslu-stríð að sá fyrir lífið hér í lieim, en hvað fyrir eilífa tíð.« segir Matth. Joch. og þetta erindi finnst mér best lýsa stefnu og starfi Ólafiu, síðustu árin, áður en hún flutti alfarin af landi burt, en það var eftir andlát fóstru sinnar, vorið 1903. Síðan hefir hún dvalið í Noregi, lengst af í Kristjaníu. Um starf hennar þar og sjálfa hana, má fá besta hug- mynd með því að lesa bók, sem gefin hefir verið út þar eftir hana fyrir tveim árum, og hún nefnir »De ulykkeligsle«. Vér mætum þar konu, sem getur lagt á sig fyrir meðbræður sina eða — meðsystur — alt nema að hætta að biðja og vona. Það var áður en eg þekti Ólafíu persónulega að eg dáðist við frænda hennar, sem nú er andaður, að gáf- um hennar og mentun, að hann svar- aði: »Það er ekki mest um vert, hitt er meira virði hvað hún er góð stúlka«. Þannig hygg eg þeim fari, er lesa »De ulykkeligste«. Þó bókin sé skrifuð af hinni mestu snild, þá verð- ur það, sem hefir dýpst áhrif, kær- leikuvinn, samúðin til allra þeirra, er mest þarfnast kærleika, en sem erfvið- ast verður hverjum meðalmanni að veita. s. II. De ulykkeligste, bók Ólafíu Jóhannsdóltir sem vikið er að í greininni um hana ætti skilið, að vera keypt og lesin, hér jafnhliða og eins alment og það sem best kemur út á voru máli. Fyrir gamla kunningja höfundarins hlýtur hún að vera eins og kveðja, hlýtt handtak — og minna þá á forna tíð. En við hinar, sem eigi höfum þekkt höfund hennar, megum ekki setja oss úr færi að kynnast honum. Við þekkjum aldrei of mikið af góðu fólki, og leiðirnar til kunningsskapar eru inargar — ein gegnum bækurnar. Og hún er eigi sú versta. Eg hefi aldrei séð frk. Ólafíu — »systir Ólafíu« kallar hún sig sjálf.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.