19. júní - 01.03.1918, Blaðsíða 8

19. júní - 01.03.1918, Blaðsíða 8
80 19. JÚNÍ Bókaverzlun Ársæls Árnasonar, Reykjavík. Nýútkomið: Skrá yfir nýjustu bækurnar, nóv.—des. 1917. Áöur útk. Skrá yflr ísl. bækur (markaðsbækur í heild). í bókskrám þessum er burðargjald bókanna geflð upp jafnframt verði þeirra. Bókaskrárnar sendi ég ókeypis hverjum sem þess æskir, og þeim sem skifta við mig sendi ég svo framvegis skrá yflr nýjustu bækurnar jafnskjótt og þær koma út. Eg borga helming hins núverandi hurðargjalds, sé borgun send með pöntun. Allar bókapantanir afgreiði ég samdægurs og þær koma. Með því að setja yður í samband við mig, hafið þér liina fullkomnustu bókaverzlun sama sem hjá vður, hvar á landinu sem þér eruð. Virðingarfylst Ársæll Árnason. sem orðið hefir að bráð sjúkdómi þeim sem Radíum er sett til höfuðs, með gjöf til Radíum-sjóðsins. 19. júní hefir verið beðinn að koma einni slikri gjöf til skila. Tekur hann á móti gjöfum framvegis og mun auglýsa þær síðar. Landsspitalalóðin. Nú hefir farið fram mat á lóð undir landsspítala, á svæðinu fyrir sunnan og austan kennaraskólann, og er lnin virt á 4,00 fermelirinn eða kr. 120,920,00 öll. í skiftum fyrir lóð þessa, sem er eign Reykjavíkurbæjar, fær bærinn hjá land- inu tvo lóðarbletti við höfnina, sem metnir eru á kr. 164,287,50. í vetur hefir verið unnið að því, að taka upp grjót í spitalabygginguna, og verður þvi verki, nú eftir að samningar eru á komnir, um lóðaskiftin, haldið á- fram meðan dýrtíðarvinna landssjóðs hér helzt. Hjálparstarfsemi bandalags kvenna. Á timabilinu frá 2. febr. til 15. marz var leitað hjálpar handa 60 fjölskyldum. Bandalagið heíir svo kynt sér ástæður fólksins og bætt úr einhverri þörfinni, svo langt sem efni þess hafa náð. Helzt eru það fatagjafir og lítils liáttar af pen- ingum. Til hjálparstarfseminnar hafa komið gjafir, bæði peningar, vörur og tatnaður. Starf bandalagsins er fólgið í, þvi, að vera milliliður milli gefanda og þyggjanda, sjá um, að gjafirnar komi að sem mestum notum. „19. JÚNÍ“ kemur út einu sinni í mánuði. Verð árgangsins er 3 kr. og greið- ist helmingur þess fyrirfram, hitt við ára- mót. Uppsögn(skriíleg)bundin við árganga- skifti, sé komin til útgefanda fyrir áramót. Ritstjóri: Inga L. Lárnsdóttir. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.