19. júní - 01.03.1918, Blaðsíða 4

19. júní - 01.03.1918, Blaðsíða 4
76 19. JÚNÍ fyrstu vikurnar. Foreldrarnir eru oft hræddir um að þau verði það áfram, en þetta á sér eðlilegar orsakir og hverfur á öðrum mánuði. Þá fec barnið líka að virða hlutina fyrir sér; oft sjáum við það liggja og skoða á sér fingurnar, og undrast þessi furðuverk, sem það er enn þá meira hissa á að það skuli geta hreyft. í Iok 2. eða byrjun 3. mánaðar fer barnið að brosa, snúa höfðinu eftir hljóði og skömmu síðar fer það að lyfta höfðinu af koddanum og horfa í kringum sig. Hreyfingar þess fara nú að verða ákveðnari. IJað fer að þreyfa til hlut- anna, sem þvi eru réttir, reyna að rísa upp og halda jafnvæginu þegar það situr uppi. Á 5.—6. mánuði getur barnið venjulega setið óstutt og á 6.—8. mánuði fer það að skríða. — 2—3 mánuðum síðar getur það staðið upp án hjálpar og staðið með stuðn- ing. í byrjun 2. árs, stundum fyr, gerir barnið fyrstu hikandi tilraunina til að ganga, en oft líður á löngu áður en það fær áræði til að sleppa sér og leggja óstutt út á gólfið. Hvað málið snertir, byrjar barnið þegar á 5. eða 6. mánuði að gefa frá sér ýms liljóð, seinna fer það að babla og þegar það er ársgamall fer það að hafa orð eftir. Á öðru árinu fer það svo að tala. Þessar reglur eru gildandi um mik- inn meiri hluta barna, en auðvitað eru þó undantekningar, nokkur börn þroskast fyr, önnur síðar. En þess ber að gæta, að fhjta aldrei um of /yrir þroska barnsins. Aldrei ætlu menn að reyna að láta barnið sitja, standa eða ganga, fyr en það sjálft sýnir tilhneigingu til þess. Jafn nauðsynlegt er að skynjunarfæri barnsins fái að vera sjálfráð og var- ast skal að þreyta barnsheilann með of inörgum nýjum álirifum. Sé ung- barnið, að því er skynjunina snertir, látið sjálfrátt, þroskast það venjulega á heilbrigðan hátt. Meðan þessar framfarir verða, vex barnið og dafnar, og þar eð nauð- synlegt er að haft sé eftirlit bæði með vexli og tímgun barnsins, til þess að geta dæint um alt ástand þess, skal hér sluttlega skýrt frá hvað er hið almenna. Nýfætl er fullburða barn að meðal- tali 50 sentimetrar á lengd, drengir venjulega dálítið lengri en stúlkur. Fjögurra mánaða er barnið 60 senli- metrar á lengd og ársgamall 70 senti- metrar. Fyrstu fjóra mánuðina er vöxturinn jafnmikill og næstu átta mánuðina á eftir. Nauðsynlegt er að hafa eflirlit með þyngd barnsins, og fyrsta árið ælti helzt alt af að vigta það vikulega. Bezt að gera það ávalt um sama leyti dagsins — og áður en barninu er geíið að borða. Gæta skal nákvæmni. Onákvæm vog er verri en engin. Við fæðinguna vega börn að með- allali 3300 gröm (660 kv.), sveinbörn eru ofurlítið þyngri en stúlkubörn, og fyrsla barnið er venjulega léttara nýfætt, en börn sem síðar fæðast af sömu foreldrum. (Frh.)

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.