19. júní - 01.01.1920, Page 3
19. JÖN í
51
uppi þá hreyfingu í Svíþjóð. Því þær
vildu, að konur skyldu varpa fyrir
borð öllu því, er þær áður höfðu lif-
að við, undantekningarlaust, og feta
í fótspor mannsins, sem jafningi hans
á vinnumarkaðinum. En Ellen Key
sá þar lengra en aðrar, sá það, að
hlutverk konunnar getur aldrei orðið
það eitt að þiggja. Dýpra í eðli henn-
ar er þráin að gefa. Ekki sem ófrjáls
ambált, heldur sem jafningi manns-
ins. Án móðurumhyggju hennar og
ástar fær heimurinn ekki staðist.
Varpi hún þeirri byrgði af herðum
sér, verður hún fátækust sjálf. Hún
á ekki að sækjast eftir að verða eftir-
mynd karlmannsins, en jafnöki hans,
þar sem séreðli hvers um sig full-
komnj hæfileika hins. Slíkar kenn-
ingar féllu ekki i góðan akur og rit
E. K. um þetla efni vöktu ákafa
mótspyrnu og andmæli.
Ellen Key hefir ekki getað horft
upp á neitt ranglæti, án þess að víta
það. Og þess vegna hefir hún oft
farið inn á þau svið, sem fæstir vildu
láta hrófla við. Svo er t. d. þar sem
hún tekur til máls um nánasta band-
ið milli manns og konu. Skoðunum
sínum í því efni hefir hún lýst í rit-
inu »Kárleken och áktenskapet«.
Hún vill að karl sem kona séu heil
og óskift hvar sem er og ekki sízt í
því máli.
Til uppeldismáianna hefir Ellen
Key líka lagt sinn skerf með bókinni
»Barnels Arhundrade« (öld barnsins).
Svíþjóð var lengi land andlegrar
kyrstöðu og rót það, er Ellen Key
varð völd að, mætti svo mikilli mót-
spyrnu og persónulegum árásum á
hana, að hún að lokum flýði land
sitt og lagði á stað út í heiminn, þar
sem hún var þekt og elskuð orðin.
Frá því um aldamótin og þar til
1911, dvaldi hún víða í Þýzkalandi,
Frakklandi, Sviss og Ítalíu. Rit henn-
ar höfðu borist þangað á undan
henni, bækur hennar höfðu veitt
henni frægð og svo mikið fé, að hún
gat horft fram á áhyggjulausa elli.
En heimilislaus var hún alla jafna.
Þess vegna hvarf hún aftur heim til
Svíþjóðar. Og nú fékk hún hlýrri
viðtökur. Hún bygði sér fallegan bú-
stað í unaðslegri sænskri sveit. Lifir
þar rólegu lífi við bækur sínar og er,
þrátt fyrir 70 árin, hress líkamlega
sem andlega. Heimili sitt liefir liún
ánafnað konum, er vinna fyrir sér,
og á það að vera hvíldar og hress-
ingarstaður þeirra.
Að telja hér rit Ellenar Key yrði
of langt mál. Auk fjölda fyrirlestra
og rita um þau mál er áður eru
nefnd, befir hún • skrifað ælilýsingar
merkra manna og kvenna: um Sonju
Kowalewsky, Rahel Vornhagen, El-
isabet og Robert Browning, Goethe,
og fleiri.
Friðarvinur og friðartalsmaður hefir
Ellen Key jafnan verið. Heitnsstyrj-
öldin gekk lienni mjög að hjarta. Á
stríðsárunum hefir hún ritað tvær
bækur, er sýna hve mikil vonbrigði
viðburðir síðustu ára urðu henni,
sem átti svo óbifandi trú á hið góða
í mönnunum.
Þann 7. nóvember síðaslliðið haust
héldu sænskar konur að vanda alls-
herjar hátíðisdag sinn, sem jafnan er
vígður minningu frægrar konu í sögu