19. júní - 01.01.1920, Side 6

19. júní - 01.01.1920, Side 6
54 1 9. JÚNÍ þeir, sem ekki hafa ráð á að borga húsaleigu fyrir stórt húsrúm, eða ekki hafa tíma til að matbúa handa sér, geta fengið sér mat. Á slíkum stöð- um er venjulega um margar tegundir að ræða, svo liver getur valið eftir eigin geðþólta, bæði hvað legund og stærð skamtsins snertir. Þetta hefir mikla kosti fram yfir matsölustaði, þar sem allir verða að borða það sama, hvort sem þeim fellur það vel eða illa, og allir verða að borga það sama, hvort sem þeir borða mikið eða lítið. »Caffiteria« kalla Ameríku- menn matsöluhús, með sérstöku fyrir- komulagi. Eg hefi oft óskað, að það fyrirkomulag væri tekið upp á mat- sölustöðum »heima«, og ælla því að fara með ykkur inn í eitt slíkt hús. Þegar vér komum inn í ganginn, sjáum við að röð af konum og körl- um stendur þar og smámjakast inn- ar eftir. Við tökum okkur slað fyrir aftan þann yzta. Að fáum mínútum liðnum eru margir komnir fyrir aft- an okkur og við höfum mjakast inn- ar. Röðin er einföld og engin treðst fram fyrir annan, það er einu sinni ekki staðið svo þétt, að hver snerti við öðrum. Uti við vegginn er hægt að fá sér að drekka. Eg er þyrst og fer út úr röðinni til að fá mér vatn. Eg þarf ekki annað en styðja fingr- inum á hnapp, þá streymir vatn upp um mjóa pípu. Eg ber munninn að bununni og drekk nægju mína. Varir mínar snerta ekki við öðru en vatn- inu, sem eg drekk, svo ekki er hælt við neinni smitun. Pípan, sem drukk- ið er úr, er í miðri lítilli skál, í hana rennur það vatn, sem kernur upp og er ekki drukkið og seyllar niður í aðra pípu. Ungi maðurinn sem slóð næst fyrir aftan mig, hélt auðu plássi því, sem eg hafði í röðinni, svo eg fór á sama stað, þegar eg hafði drukkið. Við dyr þær sem liggja inn í borð- salinn, er veggtafla; á henni eru nöfn þeirra rétta, sem matbúnir hafa verið fyrir þessa máltíð og verð hvers skamts. Við komum inn úr dyrun- um. Pjáturbakka-bunki er á vinslri hönd og áframhald af borðinu, sem þeir standa á, er járnslá. Á liægri hönd er borð, sem mjór gangur er á milli þess og járnsláarinnar. Fyrir innan borðið eru poltar og katlar af ýmsum gerðum, fullir af ilmandi réttum. Þeir standa á eldstóm svo ekki kólni malurinn. Hvítklæddir ungir menn standa við pottana og útdeila malnum meðal fólksins. Við tökum sinn bakkann hvert og hvíl- um þá á járnslánni. Nú höfum við mjakast svo Iangt, að ungu menn- irnir líta á okkur spurnaraugum, sem þýðir, »hvað þóknast ykkur«. Við biðjum um skamt af hinu og þessu og röðum því jafnóðum á bakkana. Þegar nægilegt er komið, höldum við áfram, þar til við komum að enda borðsins, sem er með skeifulagi. Bunki af pappírs-pentudúkum liggur þar til afnota þeim sem vilja. Sá sem stendur inst innau við borðið, hefir það verk á hendi að reikna saman verð malvælanna á bökkunum. í annari hendi hefir hann klippur, í hinni miða með prentuðum tölunum, frá 5 upp í 100. Hann smellir klipp- unum á þá tölu, sem sýnir, hvað

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.