Alþýðublaðið - 11.09.1963, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 11.09.1963, Qupperneq 15
 in var f áförul og f jölskyldu minni var ekki um, aö ég væri þar ein á rjátli eftir sólsetur. MaSurinn, sem kallaði til mín/ kom óðfluga nær og þá sá ég, að þetta var Masters læknir. Ég vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið og satt að segja kom það óþægilega við mig að sjá hann þarna. Yfirhjúkrunarkonan hafði ákveðnar hugmyndir um iækna og hjúkrunarkonur og þótt ég væri ekki hjúkrunarkona var ég í sama flokki í þessu til- felli. Ef hann grunaði, hvað mér bjó í hug, lét hann að minnsta kosti ekki á því bera en slást í för með mér eins og við hefðum gengið þessa leið árum saman. hann. Það lítur út fyrir að ætl- unin sé að rífa hljóðin úr öllum drengjum í nágrenninu, því að ég hef aldrei á ævi minni heyrt annan cins fyrirgang og þama. Þeir hlógu sig máttlausa allir sem einn. \ Ég hló og hann líka, og allt í einu var eins og við hefðum brotið niður þann ósýnilega vegg, sem er á milli lækna og hjúkrunarliðs. Ég hafði verið í súru skapi allan daginn, en nú fann ég, að þetta var að breyt- ast. Þetta var yndislegt kvöld, — það fann ég bezt nú, — og ég lét vindinn leika um andlit mitt. Læknirinn þefaði út í loftið. Loftið er tært, sagði hann á- nægjulega. É« ætlaði mér að ganga inn til Thornley og fara í bíó, — ef það er ekki of langt Ég verð að vera kominn aftur á sjúkrahúsið klukkan niu — hafið þér nokkrar uppástungur ó takteinum? Það eru tvö bíó í Hhornley, sagði ég. Á öðrum staðnum er höll með ævintýrum, hitt er rottuhola með rómantík. — Svo segir bróðir minn að minnsta kosti; en hann er sérfræðmgur í þessu efni. Ég hef fengið nóg af ævintýr unum í dag, sagði hann glaðlega og rómantíkin er kannski ekki fyrir mig! — Hvað um yður? Verðið þér rómantískar af að sitja inn an um allar þessar bækur eða rænir það yður öllum dagdraum um? Ég kenndi trúlofunarhringsins míns í gegnum hanzkann og hugsaði hlýt't til Peters. Hann var holdi klædd öll sú rómantík, sem ég vildi nokkurn tíma kynn ast og mundi nokkurn tíma þrá. Ég svaraði einhverju út í hött, og við gengum ófram masandi. Ég var hissa á því, hvað auðvelt var að tala við þennan óvenju- lega lækni. Hann fór að segja mér frá starfi sínu í East End, og ég hlustaði með athygli. Það var augljóst, að hann liafði slitið sér út í fátækrarhverfum Lund únaborgar, og koma hans til Redstens átti að nokkru leyti að vera sú hvíld frá störfum, sem hann neitaði að taka. Ég sá í anda, hvernig hann sleit sér út, þar tii viljinn einn dreif hánn áfram löngu eftir að kraftar hans vonx þrotnir. Ég var svo niður sokkin í hugsanir mínar, að ég tók naumast eftir því, að hann þagnaði. ___ Yður finnst ég óraunsær draumóramaður, — er það ekki, spurði hann skyndilega. Ég ætlaði að fara að andmæla en hló við og hætti á að vera hreinskilin. — Jú, — satt að segja . . . , en það er ekki þar með sagt, að ég dáist ekki að dugnaði yðar . og hugsjónum. Slíkt er sjaldgæft nú á dögum. Ef þér komið ein um þriðja af hugsjónum yðar í framkvæmd hafið þér afkastað meiru en flestir aðrir. ___ Bull, ungfrú Martin. Hug- sjónir mínar eru ekki froða, — þér getið verið vissar um það. Engin skynsamleg ástæða er fyr ir því, að þetta allt geti ekki náð fram að ganga, — aðeins ef ég get fundið fólk, sem tekur þátt í þessu með mér. Og ég held, að ég hafi þegar fundið eina . . . Er það rétt? — Þér eigið við yfirhjúkrun arkonuna? — Þér vitið fullvel, að ég á ekki við yfirhjúkrunarkonuna! Ungfrú Martin. — Ég veit vel, að við erum ókunnug hvort öðru, — afsakið, ef ég hef rangt fyrir mér- — en allt frá því fyrsta, hefi ég haft á tilfinning- unni, að þér hefðuð sömu áhuga mól og ég . . . — Ég fór hjá mér og vissi naumast, hvað ég átti að segja. —. Auðvitað hef ég áhuga, — sagði ég ráöalaus, — en áhuginn einn er ekki til mikils gagns — eða hvað? Ég er auðvitað albúin að leggja hönd á plóginn, en ég er hrædd um, að ég verði til lít- ils gagns í baráttunni. — Þér getið verið til mikils gagns, aðeins-ef þér treystið mér og hlustið á mig, sagði hann blátt áfram. Einhvern tíma lang ar mig til að segja yður meira af draumum míinum, ef yður leiðist það ekki. — Um tíma' vann ég á kvensjúkdómadeild á spítala í East End. Konurnar, sem þangað komu, voru búnar að vera, bæði á sál og líkama. Vig reyndum að hressa þær upp, — en þegar þær voru ekki leng ur spítalamatur, sendum við þær beint heim í erfiðleikana strikuðum þær út af skrá. Þér viljið koma upp hressing ar hæli, spurði ég alveg rugluð. — Það voru reyndar til mörg hressingarhælin í landinu. Ekki hressingarhæli eins og nú þekkjast, sagði hann hugsi. Mig langar til að skapa þessum vesal ingum raunverulegt heimili, þar sem þeir gætu á nokkrum vik- um öðlazt að nýju sálarfrið og náð fullri heilsu. Flestar þessar konur eru mæður, og hvar get- ur móðir livílzt, ef hún hefur áhyggjur af börnum sínum? Ég hef hugsað mér, að þarna geta mæðurnar haft börnin hjá sér, en komizt hjá öllu stússi við þau á þann einfalda hátt, að lærðar fóstrur gættu þeirra dag og nótt. Ég hugsa mér mörg smá hús og fremur en stórhýsi eins og nú er siður. Og þarna ættu konurnar að lifa nokkrar vikur eins og blómi i eggi. Mig langar til að endurvekja hjá þeim lífsgleði þeirra um ieið og þeim vex and legt sem líkamlegt þrek. Finnst yður þetta fáránlegt? Það er því líkast, sem þér eigið við eins konar sæluríki, sagði ég hreinskilnislega, — líkt því, sem stjómmálamenn ginna kjósendur sína með. Þetta á eftir að rætast, sagði hann ákveðinn. Ég vcit það. Einn góðan veðurdag skal ég minna yður á það, Shirley Mart- in, sem ég sagði í dag, — og þá vonast ég til, að þér standið með mér. Yðar starf hefur mikið gildi í þessu sambandi, — þér megið ekki gleyma því. Þá verður starf mitt liklega hið sama og flestra kvenna, — að gæta bús og barna, — sagði ég og var skemmt, að hann skyldi telja fullvíst, að ég yrði um ald ur og ævi tilbúin að hlaupa eft- ir hverri lians skipun. Hann leit snöggt á mig — og aftur undan. — Ég skil, sagði hann blátt á- fram. Við fórum að tala um sjúkrahúsið um eina eða tvær hjúkrunarkonur og svo Janice. — Prýðileg hiúkrunarkona og sérstaklega aðlaðandi stúlka, sagði læknirinn hlýlega. Ég hitti hana fyrst, þegar hún var í hjúkrunarkvennaskóianum — eins og þér vitið. Hafið þið ver ið Viukonur lengi? — Nærri alla okkar ævi. Ég mundi vera fús til að gera hvað, sem væri fyrir Janice, og ég held, að hún væri til með að gera hið sama fyrir mig. Það er óvanalegt, að heyra af slíkri tryggð miíli kvenna, sagði hann, — en ég býst við, að þér leggið talsvert upp úr sannri vináttu. Peter kom seinna um kvöldið, en tafði ekki lengi. Hann hjálp aði Harry eitthvað með reikn- inginn, en svo sagði hann verða að fara og líta á bilaðan bíl. Ég fór með honum út að hliðinu, hann virtist einhvern veginn svo óvenjulega þögull. og begar við sáum Janice koma niður eftir veginum í áttina að húsinu, kvaddi hann og hélt sína leið. — Var þetta Peter, spurði Janice, um leið og hún vgtt sér inn. Ég vona, að hann hafi ekki verið að flýja mig. — Hvers vegna skyldi hann gera það, kom frá Gran utan úr horni. Ég hló að þeim báðum, því að ég sá, að Janice var eitt- hvað niðri fyrir. Ég bjóst við, að yfirhjúkrunarkonan hefði fundið að við hana og ákvað að fara lempilega að henni, eink- um vegna þess, að umræðurnar um morguninn höfðu verið frem ur kuldalegar. — Ég veit ekki til neinnar á- stæðu sagði hún gremjulega við Gran og fór að taka upp sauma- dótið. Hvernig lízt þér á Mast ers lækni, Shirley? Ég hef frétt, að hann sé strax farinn að þjarma að stúdentunum. — Mér geðjast vel að honum sagði ég með títuprjóna á milli varanna, — en þér? , Ég leit til Janice og sá mér til undrunar, að hún roðnaði svo litið. Skyldi það vera vegna þess, að við minntumst á Masters lækni, hugsaði ég? Kannski þau hafi verið svolítið hrifin hvort af öðru áður fyrr? Mig hafði allt af dreymt um, að Janice fyndi einhverja lausn' á einmanaleik- anum og óánægjunni í lífi sínu, og ég hélt þá, að lausnin væri ef til vill á næstu grösum. Masters læknir og Janice, — gætu nokkr ar persónur farið betur saman? Bæði áhugasöm um læknisfræði, bæði ung, vingjamleg og fús til að hjálpa mannkyninu. Þetta gæti vel orðið til þess að bjarga Janice gefa henni aftur trú á ás£ ina, sem hún vildi ekki kannast við. Hún varð fyrir miklu áfalli,, þegar foreldrar hennar skildu, og | hún átti sannarlega fyrir því, að lenda í lukkupottinum. Enginn gat hæft henni betur, né virt- ist líklegri til að geta gert hana hamingjusama en nýi læknirinn. . Ég var svo niðursokkin í þess- ar hjónabandshugleiðingar, að ég tók ekki eftir því, að Janice ■ stóð við hlið mér, og augu henn ar skutu gneistum. — Fyrirgefðu, andvarpaði ég > og missti út úr mér márga títu prjóna. Mig vai- að dreyma. Segðu mér ekki að þú sért eins og allar hinar á sjúkrahús- inu, sagði hún stuttaralega, að mér fannst, strax fallin fyrir töfr um nýja læknisins? Hvað heldur þú, að Peter segi um það? — Nákvæmlega það, sem ég ætla að segja við þig, sagði ég hlæjandi. — Verið ekki að masa konur, haldið áfram að vinna. Hvernig lízt þér á þessa ermi. Viltu fara í hana, á meðan ég næli hana í handveginn? — Kvöldið var ágætt út af fyrir sig, nema hvað Harry snökkti dálítið og var augljós lega alltaf að hugsa um sumar- leyfisferðina. Þegar komið var fram að háttatíma, kom hann til mín og hallaði sér upp að mér á sinn sérstaka hátt. — Það er allt í lagi með ferð ina, Sis, sagði hann aumkunar lega. Ég veit, að þú gerir eins vel og þú getur. Mér — mér er alveg sama, þótt ég fari ekki. Ég beygði mig niður og kyssti hann, þótt allir viti, að hann hef ur andstyggð á kossaflensi. Ein- hvern veginn var hann bara feim inn lítill strákur, strákur, serfl [ dreymdi drauma fullorðins manns og það kom róti í hans . litla heimi. Ég vissi fullvel, aé ‘, honum var ekki sama, þótt ekk- . ert yrði úr ferðinni, Af einhverj- ■■ um orsökum, fannst mér ég verða að leyfa honum að fara. Draum ar fjölskyldunnar skyldu ekki verða að engu svo lengi, sem það stæði í mínu valdi að láta GRAKNARNIR _________1 __ Þú þarft ekkert að fara frá pabbi. Þetta er allt í lagi. ■- ALÞÝÐUBLAÐIO — 11. sept. 1963 |,5 )

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.