Njörður


Njörður - 02.09.1916, Side 1

Njörður - 02.09.1916, Side 1
| Yerð hvers ársfjórð- \ ; ungs (15 blöð) kr. 0,75 j : er greiðist fyrirfram. : : Erlendis 4 kr. árgr. \ l ^ l l lir I I 4 I-| I I-I~I>|| l l l'Xn I I l Kemur vanalega út | j á fimtudögum og auka- j 1 blöð við og við. S Alls 60 blöð á ári. | I I l',.l l' 'm> l'ill'l1-' '|í:|i:)i'I l 'i'L:' , >..1,,,; Bitstjóri: síra Gruðm. Gruðmundsson. M 36. ísafjörður, 2. sept. 1916. Nýnæmi. Mötor-námsskeið Að tilhlutun Fiskifélags íslands verður haldið námsskeið í mótor- vélafræði í haust, er byrjar 1. október næstkomandi og stendur 6 vikna tíma. Kenslan verður með liku fyrirkomuiagi og áður. Umsækjendur snúi sér til formanns Fiskifélagsdeildarinnar hér, Árna Gíslasonar, fyrir 20. sept. næstk. Haraldur prófessor Níelsson er nú hér í bænum, kom með Gull- fossi 29. f. m. Hann hefir flutt tvö erindi í Goodtemplarahúsinu; annað 30 .f. m. um „svipi lifandi manna“ og hitt í gærkvöldi; mætti vel nefna það: um svipi látinna manna. Sjálfur kallaði hann það „undr- unarefni“, og má það vitanlegatil sanns vegar færa. Þriðja erindið flytur hann í kvöld og hljóðar það um dauðann. Prófessorinn hefur oft talað um þessi og þvílík efni áður, en hér á Isafirði er þetta í fyrsta sinn. Oss er það því nýnæmi. — Sálarlífið og samband þess við líkamann hefir, í ýmsum löndúm, verið rannsakað af mesta kappi og vandvirkni allan siðari helming næstliðinnar aldar, og fram til þessa tíma. Yerður þeim rannsóknum væntanlega haldið áfram hér eftir. Frá alda öðli hefir þetta verið umhugsunarefni margra manna, ráðgáta er allir hafa girnst að leysa. Sumir hafa haldið því fram, að það sem við nefnum sál, eða anda, liði undir lok í dauðanum ásamt líkamanum; um ódauðlega sál sé ekki að tala. Þessi skoðun var í miklu gengi meðal lærðra manna á fyrri hluta 19 aldar. Kalia ég hana hér andleysi. Barst sú alda hingað um það leiti, sera önnur bára reis gegn henni erlendis. Náði andleysis kenningin tals- verðri útbreiðslu iiór, meðal lærðra manna og nokkurra fleiri; drjúgur snefill af henni hefir borist um alt land og skemt margan mann. Gagnstæð andleysis kenningunni er sú skoðun, sem andatrú mætti kallast, sú trú, að maðurinn só gæddur ódauðlegum anda eður sál, sem við dauða likamans flytjist til únnara heimkynna, og haldi þar áfram að lifa og starfa á einhvern hátt. Þessi trú er næstum því vöggu- gjöf mannkynsins, svo gömul er hún og algeng. Fylgismönnum hennar, bæði að fornu og nýju, má skifta i tvo flokka. Surnir þeirra líta svo á, að sam- band og kynni lifandi manna við anda framliðinna, Béómögulegt, enda ekki leyfilegt, þó mögulegt kynni að reynast. — Aðrir eru þeirrar skoðunar, að samband við anda framliðinna, só í sjálfu sér, ekki aðeins leyfilegt, heldur mjög æskilegt, meðal ann- ars til að taka af öll tvimæli og útrýma gjörvöllnm efa um ódauð- leik sálnanna. Þikjast þeir, af sálfræðisrann- sóknum síðari ára, hafa fengið ör- ugg rök fyrir því, að mögulegt sé að ná sambandi við anda framlið- inna, fá að sjá þá, heyrarödd þeirra; jafnvel þreifa á þeim og taka af þeim ljósmyndir. Þessir menn eru kallaðir anda- trúarmenn. Haraldur prófessor Níelsson erí þeirra tölu; skipar hann þar sæmd- arsess, bæði sökum lærdóms og skarpskygni sinnar, einlægni og áhuga. Þó hefir hann, als ómak- lega, orðið fyrirámælisumramanna út af þessari sinni trú. Þetta alt saman aflar honum fjölda áheyrenda, hverrar skoðun- ar sem eru, og er vel að hon- um veitist færi á að tala máli Myndarammar, kabinet og visit. Stórt úrval af liariclsspeg-liam, skeggkústum og skeggsápu hjá Guðrímu Jónasson. sínu, sam er stórmerkilegt og mun. ef staðfestist, hljóta að hafa mikil áhrif á lífskoðun manna og háttu, þega'- stundir líða. Síra Haraldur Nielsson pródikar á morgun kl. 12. Hag- ar hann guðsþjónustunni eins og hann er vanur að gera við guðs- þjónustur sínar í Fríkirkjunni í Reykjavík. — Einar Helgason, garðyrkjufræðingur kom með Gullfossi að sunnan; brá hann sér út í Bolungavík til að líta á sand- inn, og leist hann næsta vel fall- inn til ræktunár. Taldi hann þarna mega gjöra afbragðs graslendi, ef ekki bristi umhirðingu og góða vörslu. Mætti ætla að Bolvíkingar létu ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Tíðarfar. Þann 27. f. m. snerist veð- nr t.il norðanáttar og siðan 29. hef'ur vei-ið stormur allmikill með þoku i lofti. Úrfelli nokkurt, snjór á háfjöllum, kalsa- regn með sjó. Á sjó gaf aidrei þessa daga til neinna veiða. í gærkvöldi fóll veður í logn. Frost í nótt.

x

Njörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.