Njörður


Njörður - 02.09.1916, Blaðsíða 2

Njörður - 02.09.1916, Blaðsíða 2
103 NJÖRÐUR. Sandfokið í Ooiungavík. Allir þeir, sem komið hafa til Bolungavíkur hafa tekið eftir fok- sandinum þar innan við þorpið. Mikill hluti graslendisins í daln- um kominn í auðn og hættan sjá- anleg, að sandurinn færist heim í þorpið. Þetta hafa menn fyrir löngu séð og þe3svegna var það, að skógræktarstjórinn lét afgirða sandfokssvæðið fyrir þremnr árum. Siðan það var gert hefir gróður- inn mátt sín meir en uppblástur- inn og útlit er fyrir, að þarna geti aftur orðið grösugt land, ef gróð- urinn fær að dafna í i^æði, varinn fyrir ágangi af skepnum. En á þessu vilja verða nokkrir misbrestir. Girðingin hefir bilað sjávar meg- in vegna brims og á parti með- fram ósnum vegna jakaburðar. Þetta verður nú lagfært næstu daga, girðingin verður færð lítið eitt inn á við þar sem henni er mest hætta búin; á öðrum stöðum var hún lagfærð í vor sem leið, þar sem bilanir voru. Formaður Búnaðarsambands estfjarða óskaði, að það yrði at- hugað hvort ekki mætti með vatns- veitingu flýta fyrir gróðrinum en það reynist ekki gerlegt. Eina leiðin til að hefta sandfokið og græða þetta land pr sú, að friða það algerlega fyrir beit, en flýta mætti fyrir gróðrinum með því að aka þangi og þara á sandana þar sem gróðurinn er lítill eða enginn. Gróðurinn er þegar orðinn svo mikill, viðsvegar um sandfokssvæð- ið, að þarna verður slægjuland inn- an fárra ára ef girðingunni verð- ur haldið við í góðu lagi. Til þess að það geti lánast verða Bol- víkingar að láta sér skiljast, að þessi sandgræðsla er eitt af vel- ferðarmálum þorpsins. Graslend- ið má ekki minka, það er ekki svo mikið, heldur verður að reyna að auka það eftir föngum. Aukið gras gefur meiri mjólk og meiri vellíð- an. Landið verður byggilegra og blómlegra. Maður sér það á ýmsu og veit það vel, að Bolvikingum þykir ir vænt um sveitina sína, og þeir láta það vonandi meðal annars sjást á því, að þeim þyki vænt um þá viðleitni, sem gerð er til að græða þau sár, er ægisandurinn veldur, einkum þar sem þetta er rétt við handarjaðarinn á þeim. Einur Ilelyason. Ófriðurinn. i * Undanfarna tvo mánuði hefir verið barist af miklum móði á öll- um aðal-vígstöðvunum. Banda- menn sóttu víðast hvar á og, eftir fréttum þeirra að dæma, virðast þeir hafa unnið nokkuð. Fóru um tíma miklar sögur af hernaði Rússa í Galisíu, en svo er að sjá sem þeim sækist seinna siðan á leið. Itölum vinnst nokkuð áoghyggj- ast nú að taka borgina Tríest, en hún mun verða varin af kappi. Sendu Þjóðverjar Austurriki liðs- auka á þeim slóðum, en ítalir sögðu þjóðverjum stríð á hendur. Orustur hafa einnig verið háðar suður á Balkan, en tiðindi þaðan mjög óljós. Rúmenía er komin í ófriðinn og Grikkjum verður lilutleysið tor- veldara eftir því sem stríðið liarðn- ar þar suður frá; hafa þeir lengi réynt að stýra milli skers og báru; tekist það fremur vonum hingað til. Ekki lítur út fyrir, að úr skeri með mönnum á þessu hausti, og þá er engum unt að sjá, hvað þriðja ófriðarárið felur í skauti sínu, en eftir því sem stríðið lengist aukast alskonar erviðleikar i verslun og siglingum. Skjótt hefir sól brugðið sumri. (Aðsont.) Nú fiýgur það hér um bygðina, eftir að Kristinn Guðlaugsson er Jéttvægur fundinn, að síra Sigurð- ur muni nú yfirgefa fjór-rónu fleyt- una ísfirskn, og þreyta að ná þing- sæti Skúla sál. Thoroddsens. Mun gaDga út frá því, að við Norður- ísfirðingar munum við fráfall Skúla hafa skift skoðun á málum þeim, sem flokkana hefir greint á um, heldur en hitt, að hann líti svo á að okkur sé alt boðlegt í þeim efnurn. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að löngu voru leiðir þeirra sira Sigurðar og Skúia sái. skildar fullum skilnaði í þÍDgmálum. Nú virðist til þess ætlast, að sýslubúar sæmi Sigurð með því að ieiða haun i tignarsæti hins látna. Eða á þetta að vera minnisvarðinn, sem ísfirðingar reisa Skúla? Skúli S. Thoroddsen mun og freista að ná þingsæti föður síns, ef ekki ífrir eigin verðleika, þá sem erfðafé. Norður-ísfirðingar þurfa að at- huga þetta, og vera samhuga og snarráðir um það, hvernig þessu ber að taka. Húsnæðisskortur. Fyrir svo sem tveimur árum eða þremur var rúmt hér í bænum; fólki fór þá Leldur fækkandi og útlit var á, að fremur mundi kippa úr vexti bæjarins um sinn. Nú er breyting á orðÍD. Síld- veiðin í fyrra og í sumar, ásamt fjöigun hinna stærri báta, beinir fólks straumnum hingað aftur. Er nú þegar rnikill skortur á húsnæði og mun verða þvi ineir sem lengra kemur fram á haustið. íbúðarhúsum fjölgar ekki nema um eitt þetta ár, því alt bygging- ar efni er komið í svo hátt verð, að menn kinoka sór við að byggja meðan unt er að komast hjá þvi. Hugir framkvæmdarmanna hafa mest stefnt að báta kaupurn og veiðiskap, en ekki til húsabygg- inga. Hús eru byrjuð að hækka í verði, og munu líklega halda því áfram á komandi árum. Þá fer húsa- leiga einnig hækkandi. Bæjarstjórnin þarf strax á kom- anda vori að byggja, svo hún hafi húsum að ráða, nógum handa þurfa mönnum kaupstaðarins og nokkr- um fjölskildum að auki. Það er mjög áríðandi, að ekki standi húsrúmsleysi í vegi fyrir fjölgun bæjarbúa. Sá er margur, sem bæði er gagn- legur borgari og öruggur að greiða húsaleigu, þótt honum sé alveg ókleyft að byggja. Slíkir menn verða ófúsari að flytja hingað og geta líka neyðst til að hverfa héð- an, ef húsnæði vantar. Meðan efn-amenn og þeir, er lánstraust hafa, ekki snúa sér að húsabyggingum, verður bæjar- stjórnin að gjöra það, sem henni er unt til að draga úr húsaskort- inum. Þetta getur hún ekki með öðru betur, en ríða sjálf á vaðið með að byggja. Með aðstoð hagsýnna húsasmiða gæfist þá færi á að reyna, hvern- ig hús skal helst byggja svo góð verði ibúðar og varanleg. Þá mundi lika að sjálfsögðu verða bygt úr steinsteypu, vand- aðri eftir bestu föngum.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.