Njörður - 26.03.1917, Blaðsíða 2
46
NJÖRÐUR.
alla þá stnnd, sem ekki er sam-
einað, hið síðara als ekki.
Sundrungin, vöggumein Yest-
firðinga, heftir framfarir hér sem
annarstaðar. Sameiningin og ann-
að ekki getur bætt meinin.
Fyrsta og helsta skilyrði fyrir
vexti og þroska bæjarins er efling
sjávarútvegs, eins og allir ,vita.
Þar næst, eða réttara jafnhliða, er
sameining við Eyrarhrepp.
Hún er því stórmál, mikilvægt
framfaraspor, sem vera skyldi óska-
barn Isfirðinga, allra hinnamörgu,
sem heill og heiður bæjarins er
hjartfólginn og kær.
Þeim ungu og úppvaxandi ætti
að vera tilhlökkunarefni að byggja
hina nýju sveit, ísafjörð hinn meiri,
auka veg hans, orðstír og sóma.
Þeim, sem hér hafa starfað lang-
an aldur, tekið við bænum iitlum
og vanmegna, en reynt að ef!a
hann í hvívetna, getur varla ver-
ið annað handtak ljúfara að lykt-
um, héldur en það, að kníta traust
band bræðralags og einingar við
Eyrarhrepp.
Þeim, sem nýlega hafa hingað
komið og óráðnir eru til lang-
dvalar, verður gott að minnast
þess forna boðorðs:
„Eflið heill borgarinnar, sem
þér búið í“.
Bannlðgin.
H.
Það er skylda bannmanna að
snúa baki við öllum þeim, sem
vínnautn vilja efla og innleiða á-
ný, og þetta því fremur sem þeir
gjöra sér meira far um slíkt.
Þegar embættismenn gjörast til
að brjóta bannlögin, annaðhvort
sér til fjárplógs eður til að þókn-
ast vínsvelgjum, er ekki um ann-
að að gjöra, en leggja almenna
fyrirlitning á þeirra athæfi.
Þetta er skylda allra góðra borg-
ara, hvort sem banninu fylgja eður
eigi; öll linkind eða miskun þegar
svo stendur á, getur aðeins orðið
skálkaskjól, illu til eflingar.
Andbanningar halda því á lofti,
að álit almennings só bannlögun-
um mótsnúið.
Þetta er fjarri öllum sanni.
Þeir styðja þessa skoðun sína
með því, að fjöldi manna viti af
bannlagabrotum, en kæri þó eigi
lögbrjótaoa.
Þeir sem best þekkja lunderni
alþýðu vita vel hvernig á þessu
stendur.
Alþýða vor er dul í skapi og
þykkju þung, sein til að kveða upp
úr með það, sem henni liggur hvað
þyngst á hjarta.
Af gömlum kynföstum vana, er
hún trauð til að kæra alla brota-
menn, og treystir dómurum og lög-
gæslu mönnum miðlungi vel, með-
an þeir eigi gefa góða raun.
Hún lítur einnig svo á, að sér
sé eigi skylt að grafa djúpt eftir
sönnunum fyrir því, sem henni er
kunnugt, að satt er.
Verði hún þess vör, að sér só
bæði ætlaður uppljóstur og sönn-
un sakar, dregur hún sig í hlé.
Þegar þessa er gætt verður auð-
skilið, að alloft má brjóta lög, sem
alþýðu eru kær, áður hún ris upp
af megni gegn lögbrjótunum.
En það hefur oft sýnt sig, að
hjá henni hafa röggsamir og rótt-
látir lögreglustjórar átt örugt traust
gegn ósvifnum lögbrjótum og ribb-
öldum.
Getur vel skeð, að þetta sýni
sig i bannmálinu áður langt um
líður. —
Hingað til hafa nær engir lög-
reglustjórar sýnt röggsemi í að
gæta bannlaganna og lögreglu-
þjónar hafa orð fyrir mesta tóm-
læti í þeim sökum.
Þetta hefur koinið andbanning-
um á þá skoðun, að hór só öllu
óhætt, fjölgla því bannlagabrot og
stækka.
RúMAN MÁNUÐ hefur Sam-
verjinn nú starfað- Hefur hann
þegar veitt um eitt þúsund mál-
tiðir. Gestir eru sem í fyrra, mest
börn og gamalmenni. Sem vænta
má er dýrtíðin og samgöngulejrs-
ið framkvæmdura starfsemi þess-
ar, sem als annars góðs, slæmur
„þrándur í götu“, og svo eru gest-
irnir fleiri nú en hið fyrra árið.
Eykur alt þetta útgjöld að mun.
Nokkrir hafa þegar brugðið við
og liðsint þessu þarfa fyrirtæki
með peningagjöf eða vörum, —
nokkrir hvorutveggja —, var það
fallega gjört. Hefir þetta svo, með
öðrum tekjurn, verið aðal-st-yrkur
Samverjans til þessa. Þörf væri
á því, að hann starfaði talsvert
lengur, ef þess væri kostur, er því
brýn þörf á mikilli hjálp ennþá,
bæði til þess að lúka við skuld
þá, er þogar er á fallin, og svo
til þess að mögulegt sé að halda
starfseminni áfram. —
Kynnið yður starfsemi þessa, og
þór munuð sannfærast um nytsemi
hennar og þar með fullkominn
tilverurétt. — Og svo, gleymið
ekki, að hún er kostnaðarsöm og
þarfnast liðveislu yðar fjárhagslega.
Treysti ég þvi, að háttv. borg-
arar bæjarins láti þetta til sín taka,
eigi síður en svo oftlega áður er
um líknarstarfsemi hefur verið að
ræða, og sendi Samverjanum hjálp
nokkra áður laugt um liður.
ísafirði, í mars 1917.
Vinsaml.
0. Olafsson, kapt.
Góð byrjun.
— « —
Fimtudaginn 22. þ. fn. var mál-
fundur í Arnardal til að ræða um
sameining Eyrarhrepps og ísa-
fjarðar.
Oddviti Eyrarhrepps, Páll Páls-
son, og varaoddviti Tryggvi Páls-
son voru þar af hendi hrepps-
nefndar og stýrði oddviti fundin-
uro.
Tveir úr bæjarstjórn ísafjarðar
voru* viðstaddir og tóku þátt í
umræðum.
Yoru þær all ýtarlegar ogdrep-
ið á flest, sam málið mátti skýra.
Að þeim loknum fór atkvæða
greiðsla fram, og féllu 15 atkvæði
með sameiningunni, en aðeins eitt
á móti.
Þetta var snildarlega af stað far-
ið og má vænta góðs framhalds
og farsælla lykta. —
Einmánuður blós vorhlýjum
sunnanvindi, sólin varp geislaljóma
yfir Arnardal, vetrarlaukurinn lyfti
toppi og skygndist til veðurs.
GLEÐIEFNI.
Goodtemplar-stúka er stofnuð í
Mentaskólanum. Hlaut hún nafnið
MINERVA.
Guð láti henni auðnast, að útrýma
brennivínsheimskunni meðal náms-
manna vorra.
'TÁKN TÍMANS.
í StúWentafólaginu í Rvík fóru
nýskeð fram miklar umræður um
bannmálið.
Höfum vér fyrir satt, að and-
banningum hafi þar þótt þungt
blása gegn sér.
Er það vel farið.