Njörður - 26.03.1917, Blaðsíða 3
NJÖRÐUR.
47
Hugsið fyrir framtídinni
með því að tryggja líf yðar í
lífsábyrgðarfél. ,Danmark'.
Það er áreiðanlegasta og ódýrasta lífsábyrgðarfélagið á Norðurlöndum.
Vátrj'ggingarfjárhæð 90 miljónir; eignir 21 miljón.
Nj'tísku barnatryggingar.
Ríkissjóður Dana tryggir í því fjölda embættismanna sinna.
Félagið hefur varnarþing í Reykjavík.
Umboð fyrir Vesturland hefur
Marís M. Cilsfjörð.
Mannalát.
-»--
*þ Grcir Zoíiga kaupmaður í Rvík
er látinn.
Þar gekk mikill sæmdarmaður
af þessum heimi eftir langa og
dáðríka æfi.
-þ Þóra Pétnrsdóttir
biskups, kona Þorvaldar Thor-
oddsens í K.höfn er einnig sögð
dáin.
Sameiningin.
--«—
í gær var málfundur í Hnífsdal
um sameininguna.
Að honum loknum fór fram at-
kvæðagreiðsla um málið.
Voru 90 atkvæði fyrir samein-
ingunni, en 4 gegn henni.
í Eyrarhreppi eru þannig fallin
als 110 atkv. Þar af eru 105 með,
en 5 inóti.
Má þar af marka hvílíkan byr
málið hefir.
Arndælir og Hnífsdælingar hafa
gefið Innfirðingum gott dæmi til
eftirbreytni.
Þykir mér ótrúlegt, að þeir vilji
■verða eftirbátar hinna í framsýni
og fyrirhyggju, þótt surnir láti sér
sæma, að gjöra þeim þærgetsakir.
SKÓLAN EFND ARMÁLIÐ.
Héraðsdómur í því máli stað-
festur. Gamla skólanefndin dæmd
til að greiða 40 kr. í málskostnað.
SÁTTAMAÐUR.
Þann 24. þ. m. var, eins og til
stóð, kosinn einn maður í sátta-
nefnd.
í kjöri voru Ghiðm. Bergsson og
Helgi Sveinsson.
Hlaut Helgi Sveinsson 76 atkv.
en Guðm. Besgsson 69 atkv.
3 seðlar voru ógildir.
BIRGÐIR.
Nú gengur fast á birgðir manna
viða um land.
ísafjörður er talinn einna best
staddur flestra kaupstaða með marga
góða hluti.
Þó vantar þar sykur olíu og
feitmeti.
Þar á móti er þar slik gnótt
fræðara, að hægt er að lána þann
kennara barnaskólans, er skólastj.
gengur næstur, til þess að halda
fyrirlestra á bændanámsskeiðum.
Er sagt að skólanefndin hafi ekki
tekið þetta nær sér, en gildur bóndi
gripslán í svip.
BÆNDANÁMSSKEIÐ
Um miðbik þ. m. (12.—18.) voru
bændanámsskeið haldin bæði á
Arngerðareyri og í Reykjarfirði.
Búnaðarfélag íslands hafði sent
ráðunaut sinn, Sigurð Sigurðsson,
þangað til að halda fyrirlestra;
þar voru einnig af hendi Búnað-
arsambands Vestfjarða, þeir Krist-
inn Guðlaugsson bóndi á Núpi,
og ráðsmaður þess Sigurður Krist-
jánsson kennari á Isafirði.
Þessir fluttu allir til samans 21
fyrirlestur. Þar að auki fóru fram
umræður um ýms mikilsverð mál.
Margment var á námsskeiðum
þessum og fleiri fluttu þar erindi
en hér eru nefndir.
Má slíkt verða til uppöyvunar
á marga vegu.
RÚGBRAUÐ
kosta nú í Rvík 1 kr. 26 aura.
BISP.
Hann er nú kominn til Ameríku.
Hrepti andviðri og áföll stór;lask-
aðist eitthvað og þarf aðgjörðar.
BORGARAFUNDUR
um sameining Eyrarhrepps og
Isafjarðar verður haldinn í Good-
templarahúsinu næsta sunnudag
kl. 3 x/9 siðd. í fundarlok fer fram
atkvæðagreiðsla um málið.
í YFIRRÉTTI
hefur Halldór Stefánsson hér-
aðslæknir á Flateyri verið dæmd-
ur í 200 kr. sekt fyrir bannlaga-
brot.
KONUEFNI.
Námsmeyjar í 5. bekk barna-
skólans fögnuðu Einmánuði heldur
myndarlega.
Buðu þær kennurum skólans upp
á Sólheima og veittu þeim kaffi
og sukkulaði ásamt bestu kökum,
sem til er hægt að búa í stríðinu.
Var þetta prýðilega fram borið
af þeim litlu.
Undirritaður útvegar:
Spil í snirpibáta.
Davida og Blokkir o. fl.
Væntanlegar pantanir séu komnar
fyrir 10. april n. k.
Helgi Guöbjartsson.
ísMsiö Jökull á ísafirði
hefur enn til nokkuð af
fr^rs'tisíld.
.Tár-npipixr', 2 þuml. víðar,
galvaniseraðar, eru til sölu hjá
Jóni Haddórssyni á Naustum.
Fermingar- og
Gifting-arkort
Sömuleiðis efni í fermingarkjóla
er best að kaupa hjá
Halldóri Ólafssyni
Hafnarstræti 3.
Jj^G undirritaður tek að mér, að
öllu forfallalausu, að útvega bænd-
um sjóafurði, trosmat og harðmeti,
sem borgist með landvöru (smjöri,
tólg, kjöti) eða eftir samkomulagi.
Örnólfur Hálfdánsson
Hnifsdal við Isafjarðardjúp.
LEIKFELAG er ný stofnað hér
í bæ. Mun það ætla að sýna tvo
smáleiki á laugardaginn kemur.
Útaf hækkun grafaralauna hefir
blaðinu verið send þessi
REITAVÍSA:
Langt mun verða að lifa og þreyja,
lœkhi þar til fer;
nú er orðið dýrt að deyja
drottinn hjálpi mór.