Njörður - 13.05.1917, Síða 3

Njörður - 13.05.1917, Síða 3
NJÖRÐUR. 67 Hugsið fyrir framtidinni með því að tryggja lif yðar lífsá/byrgðarfél. jlDarLmarbÁ Það er áreiðanlegasta og ódýrasta lífsábyrgðarfélagið á Norðurlöndum. Vátryggingarfjárhæð 90 miljónir; eignir 21 miljón. Nýtísku barnatryggingar. Rikissjóður Dana tryggir í þvi fjölda embættismanna sinna. Félagið hefur varnarþing í Reykjavík. Umboð fyrir Vesturland hefur Marís M. GilsfjörJ. Yerslun Jóns Hröbjartssonar Hafnarstræti 32 minnir á sinar góðu og fjölbreyttu vörur, meðal annars: LEIRTAU, svo sem: Bollapör, Diska, Mjólkurkönnur, Spölkomur o. fl. Myndaramma, Albúm, Póstkort, Skrifpappír. KOtARA (þríkveikjaða), Brauðhnífa, Þvottabretti, Sagir, Sporjárn, Naglbítar, Stofuskrár. Bátasaumur (ný kominn). Niðursoðna ávexti, Græmar baunir, Niðursoðna mjólk, Kúrennur, Makkaronier. Farva i smá dósum. Reyktóbak, Vindla. SKÓFATNAÐ, Barómeter, Betrek, Email. katla og könnur, Vatnsfötur, Skóflur. En aðal-vörubirgðarnar eru þó Álnavara 0g nærfatnaður. Af álnavöru vil ég sérstaklega benda á: Hvít léreft (bleikjuð og óbleikjuð), Sængurdúk, Handklæðadregil, Piquet, Kjólatau, Bommesí, Tvisttau, Lasting, Stakkatau, Plyds, Silki o. fl. Þetta er handahófs upptalning. Margar fleiri góðar og gagn- legar vörur til. Eg vona þess vegna, að menn, sem annars eiga erindi i kaupstað skifti við mig. — Ekki er að fráfælast búðina því „Búðin er bæði björt og fín“ eins og skáldið kvað. Með virðingu og vinsemd Jón Uróbjartsson. Göð stofa til leigu frá næstu Árvakur nefnist félag drengja og unglinga hér í bænum; var það stofnað í vetur og er því enn á bernsku- skeiði, en virðist næsta líklegt til þroska. Tilgangur þess er, að efla dáð og dug unglinganna, jafnt i hönd sem huga, og jafnframt að kenna þeim samvinnu og samheldni. Þó er stefnuskrá þess eigi jafn fjölbreytt og ungmennafélaga al- ment. Tel ég það stóran kost. Félagar eru milli 40 og 50. Hafa þeir i votur haldið mál- fundi, safnað nær 1000 kr. í sjóð og stundað líkamsæfingar — glímu og leikfimi — af mesta kappi. Alt þetta hafa þeir verið einir um, þvi fullorðnir hafa eigi rótt til inntöku í fólagið. Er það sjálfsagt rétt ráðið og viturlega, enda hafa þeir fullsann- að, að þeir eru sjálfbjarga ýmsum öðrum fremur. Síðastliðinn þriðjudag sýndu þeir islenska glímu í Templarahúsinu; fengu allir ókeypis aðgang meðan húsrúm leyfði. Er það hin mesta nýlunda hór. Glímumenn voru í tveim hóp- um, 8 smádrengir í öðrum, en 10 stærri í hinum; þar glímdiogmeð sá, sem fræknastur var í smádrengja- hópnum og lagði þar margan sór lengri. Glímdu þeir yfirieitt vel, og nokkrir ágætlega; þó virtust sum- ir um of laushentir og hlífnir við að fylgja eftir brögðum, varð þvi glíman losalegri en ella. Aftur sást enginn nota fólsku- tak, bolast eða níðast á bragði; er það vel farið og sýnir að þeir kunna glögga grein glímu og stympinga. Smærri brögð mörg voru prýð- islaglega lögð og vel við þeim orð- ið, en flestir virtust hálfragir við að nota stærri brögðin; þó eá ég nokkur ljómandi falleg klofbrögð Og einn rösklegan hnykk. — Áhorfendum þótti skemtunin bæði ódýr og góð, enda þökkuðu þeir hana óspart með lófaklappi. Sú er von mín og margra ann- ara, að Árvakur eigi eftir að leika hér listir sýnar oft enn, og verði þroski hans slíkur sem byrjunin bendir til, tel ég bænum að hon- iUm hinn mesta feng. H. G. SKIPAKOMUR. Flora kom hér í norðurleið 10. þ. m. og fór aftur að kvöldi sama dags. Með henni var fjöldi far- þega til Norður- og Austur-lands, mest mentaskólapiltar og annað námsfólk úr Reykjavik. Hingað komu: Sigfús Daníels- son verslunarstj., Jón Grimsson verslunarstj. og Einar Thorsteins- son. S s. Dana og seglskipið AUiance komu hór i síðustu viku. Taka þau bæði fisk hjáÁsgeirs- verslun og flytja til Spánar. — mánaðamótum. Leigist aðeins einhleypum. Afgreiðslan visar á. RjÚpUP á boðstólum; verð 35 aurar. LÁTINN er nýlega Jón Guðmundsson á Firði í Múlasveit. Hann var kominn nálægt sjö- tugu. Yar sæmdarmaður í hvivetna.

x

Njörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.