Njörður - 31.07.1917, Síða 1
| Verð livors ársfjórð- |
| ungs (15 blöðj kr. 0,75 |
I er greiðist fyrirfram. :
I Erlendis 4 kr. árg. í
-+3 Ritstjóri: síra Guðm. Ruðmundsson.
| :
| Kemur vanalega út :
| einu sinni í viku og :
: aukablöð við og við. :
r:i|»l;il!!l!l|!il:Kil|!!tlll"|:i|llllil:i|ii|llll|:i|.llill!|!'lnlii|;!|illlll,«HI!it?
II. ÁRGr.
ísafjörður, 31. júlí 1917.
M
+
Alþingismaðup
Skúii S. Thoroddsen
látinn.
Þá sviplegu sorgarfregn höfum
vér að færa iesendum vorum, að
Skúli alþingismaður Thoroddsen
er látinn. Hann andaðist i Reykja-
vik aðfaranótt 24. júli, eftir stutta
legu í taugaveiki.
Ætt og ævi þessa unga manns
er öllum kunn. Hér var hann
fæddur á Isafirði, 24. mars 1890.
Hann varð stúdent vorið 1908,
tók heimspekispróf í Kaupmanna-
höfn 1909 og las þar lög uns hann
hvarf heim til háskóla Islands 1912.
Þar lauk hann laganámi vorið
1914 með 1. einkunn. Yfirdóms-
lögmaður varð hann 1915 en kjör-
inn alþingismaður í Norður-ísa-
fjarðarsýslu, eftir föður sinn, haust-
ið 1916.
Skúli heitinn var að því leyti
líkur föður sínum, að hann var á-
gætum gáfum gæddur, djarfmælt-
ur og vel máli farinn, frjálslynd-
ur og unni ættjörð sinni vegs og
gengis.
Hann var vel meðalmaður á hæð,
þreklegur á velli, þekkilegur í and-
liti, manna best hærður.
Skúli heitinn var vinsæjl meðal
skólabræðra sinna og hér á Yest-
fjörðum erfði hann traust og vin-
sældir föður síns.
Allir þessir menn harma ævilok
Skúla Thoroddsens og taka þátt í
þeirri þungu sorg, sem kveðin er
að móður hans, frú Theodóru Thor-
oddsen, margreyndri og sorg-
mæddri.
Andláts hans var minnst hátið-
lega í sameinuðu þingi 24. þ. m.
Flutti forseti sira Kristinn Daní-
elsson nokkur minningarorð um
hann, og var þinghlé gert þann
dag.
Hér, á æskustöðvum hans, blöktu
sorgarfánar, þegar lát hans spurðist.
T'rsLttiboð
til
þingmennskn.
-«--
Eg undirritaður mun bjóða mig
fram til þingmanns fyrir Norður-
Isafjarðarsýslu við kosningu þá,
sem fram á að fara í næsta mán-
uði.
ísafirði, 27. júlí 1917.
Guöm. Guðmundsson
past. emerit.
Bonding.
Eins og sést á auglýsingu bér
að framan, hefur ritstjóri þessa
blaðs ásett sér að bjóða sig fram
til þingmanns fyrir Norður-ísa-
fjarðarsýslu. Sökum þess að fram-
boðsfrestur ekki er lengri en til
8. eða 9. næsta mánaðar, hefur
ekki fengist ráðrúm til, að bera
þann ásetning undir álit margra
sýslubúa.
Njörður gjörir ráð fyrir, að lang-
mestum hluta kjósenda sé hugar-
haldið að senda öruggan sjálfstæð-
ismann á þing.
Lesendur blaðsins vita, að rit-
stjóri þess hefur þetta til að bera;
líka mega þeir hafa fyrir satt, að
hann vilji í hvívetna stunda gagn
héraðsins og halda því til vegs
og virðingar.
Hann vonast ekki eftir mikilli
mótspyrnu frá öðrum en stöku
heimastjórnarmönnum.
Af þessum mönnum er nógu
fátt i Norður-ísafjarðarsýslu til
þess að þeir hverfi sem reykur
fyrir gusti góðra manna.
Þeir, konur jafnt sem karlar,
geta þvi ráðið hverjum skulu feng-
in í hendur vopn hins fallna full-
trúa.
Þeim er sæmd sem hlýtur, en
vandi vel að bera.
Ný komið í verslun
Guðrúnar Jónasson
margar teg. af þvottasápu svo
sem: Sólskinssápu og Kreolinsápu>
Einnig mikið úrval af handsápum.
Þökk.
Kæra þökk votta ég hérmeð
öllum, sem heiðruðu útför Jóhann-
esar Póturssonar manns míns og
ekki síður þeim, er með heimsókn
og ljúfum viðræðum styttu honum
stundir í sjúkleik hans.
ísafirði, 25. júli 1917.
Helga Helgadóttir.
Sú fregn berst nú út, að Ame-
ríkumenn banni alla verslun við
Norðurlönd.
Eigi er víst hvort þeir telja ís-
land eitt af þeim, en sé svo, er
það enn ein þokkaleg uppskera af
sambandi voru við Dani.
Sagt er einnig að her Rússa sé
allur á flóttaferli, og má það verða
upphaf stórra breytinga á aðstöðu
Þjóðverja.
SKIPAKOMUR
hafa verið óvenjulega tíðar nú
undanfarið.
Bisp kom að sunnan 24. þ. m.,
setti hér upp 300 smál. salts og
1300 tómar tunnur, hélt síðan til
Siglufjarðar.
Lagarfoss kom að sunnan 25.
með fáein steinolíuföt og nokkuð
af matvöru frá lahdsstjórninni; átti
hann í fyrstu að fara beint hóðan
vestur um haf, en svo varð þó
eigi, heldur fór hann suður á leið,
en kom við á Sandi og lét þaðan
í haf.
Sama dag kom Botnia hér á
norðurleið frá Reykjavík, hafði hér
nær enga viðdvöl.
Jóh. kaupm. Þorsteinsson fekk
4. skipið nú á dögunum, er það
viðarskúta frá Svíþjóð.
Ólafur Sigurðsson fekk og segl-
skip nýlega með tunnur o. fl.,
einnig kom seglskip með tunnu-
efni til Víkings.