Njörður - 03.11.1917, Page 2

Njörður - 03.11.1917, Page 2
126 NJÖRÐUR. X^eiðbeiningar við kosningar til bæjarstjórnar. Kosningin fer fram eftir listum A og B. Kjörstjómin fær Ixverj- um kjósanda kjörseðil, þar sem prentað er með skýru letri: nA-listinn“ nB-listinn“, og þar neðan undir nöfn fulltrúaefnanna. Kjósandi gengur inn í kjörherbergið og gjörir X á kjörseðilinn framan við bókstafinn á þeim lista, er hann vill kjósa. Þegar búið er að kjósa A-listann á kjörseðillinn að líta þannig út: Kjörs við bæjarstjórnarkosning X -A.-listirin seðill á Isafirði 5. nóv. 1917. B-listinn Jónas Tómasson Jóhann Þorsteinsson Munið að gjöra X framan við bókstafinn, en ekki við nafn full- trúaefnanna. Krossið við: A-iistann. í stríðinu er gagnsókn oft talin besta og öruggasta vörnin. Nytsamlegar framkvæmdir i þarf- ir bæjarins eru langvissustu ogbestu bjargráðin. Þ>ær eru meira en atvinnubót í svip, augnabliks hjálp í þröng. í>ær eru jafnframt áfangi á fram- faraskeiði bæjarins. Bæj arstj órnarkosningin. Mottó: Jafnan vinnur fólskur fyrsta leik. Aukakosning sú, sem fram fór 25. f. m. er fyrst í röð þrennra kosninga til bæjarstjórnar í haust og vetur. Næst kemur önnur auka- kosning á mánudaginn kemur, 5. þ. m. og síðan aðalkosningin eftir Nýárið. Ekki verður sagt að fallega sé á stað farið. Hinn nýkjörni bæjarstjóri Guðm. Bergsson, er kannske, eins og fólk- ið segir: „ekki svo bölvaður1", og víst hafa stallbræður hans völ verri manna. Hann hefur mörg undanfarin ár verið meinlitið skrapatól þeirra á málfundum og ekki unnið sór ó- þokka almennings fram að þe=«u. Yar éngin von á skárri fugli úr hrafnseggi heimastjórnarmanna hér í bænum, enda þótti sumum þeirra skömm til koma. En það mega þeir eiga, að þéir fylgdu honum af kappi án undan- skots og tómlætis. Þeir fengu líka í þetta sinn uppörfun mikla frá náttúrunnar hendi, þvi kjördaginn var einhver sá mesti Nástrandarbilur, sem hér getur komið. Brugðust þeir karlmannlega við slíkri bendingu og unnu eins og berserkir og „feiluðu sér ekki að neinu“. Spyrntu þeir sínum manni inn í bæjarstjórnina og þykjast garpar að meiri, fyrir bragðið. — Sjálfstæðismenn voru að þessu sinni heldur andvara litlir. Má þeim það að nokkru til vork- unar virðast. Þeir höfðu sett þann mann á sinn lista, sem kunnur er að dugnaði, drengskap og vand- virkni í öllu, sem hann hefur feng- ist við. Án yfirlætis og metnaðar hefur hann með söngkenslu sinni árum saman unnið bænum bæði gagn og sóma; flokki sinum hefur hann jafnan sýnt fullan trúnað, án þess að ætlast til umbunar, og meir lagt stund á að vinna honum gagn og sórna, heldur en að skvaldra á málfundum eða trana sór fram á annan hátt. Var því sjálfsagt, að flokksmenn hans hofðu fylgt honum sem einn maður, enda munu flestir hafa bú- ist við þvi og tnargir þess vegna hugsað sem svo: nÞað gerir ekk- ert tíl þótt éfj V(. rklci að fara út í þetta illviður; Jónas hlýtur að komast að samtu. Það er garnla sagan, menn ætla öðrum að gjöra það sem gjöra þarf, en sjálfum sór láta þeir nægja, að vilja vel. Þeir vilja fá því rétta framgengt án fyrirhafnar og umbrota, nálega af sjálfu sór. Þetta fæst einstöku sinnum, en sjaldgæft er það. Hitt er fult svo títt, að berjast þarf fast fyrir því, sem til nokk- urs er nýtt. Nú höfum vér fengið snoppung þann, er duga ætti í bráðina, svo ekki létum vór oss annað sinn henda þá skömm, að hafa nógan liðsafla góðra manna, en nenna ekki að neyta hans til sigurs. Af andstæðingum vorum getum vér lært samheldni og hvatleik við kosningar. Tökum þetta upp eftir þeira, en enga háttu þeirra aðra. Guðsþjúnusta, til minningar um Siðaskiftin, var haldin hór i kirkjunni 31. í. m. kl. 5 e. h. Þann dag voru liðin 400 ár sið- an Lúter reis opinberlega gegn páfadómi, og festi upp greinar sín- ar á hallarkirkjunni í Wittenberg. Slíkar guðsþjónustur voru haldn- ar um alt land, og þar, sem prest- ar hafa fleiri kirkjum að þjóna, verða þær fluttar næstu messudaga. Gott var á þessa að hlíða. Á morgun heldur presturinn samskonar guðsþjónustu út í Bol- ungnvík. Lúters land. Þú kappa land, siðbótaland. Spekinnar land, Melanctons land. Kants land, skyldunnar land. Bismarks land, brinvarið land. Eg heilsa þér. Flóðbilgjur Rómaveldis brotn- uðu á stofnum frumskóga þinna. Ur lyndum þinum streymdi nýtt líf í æðar úrkynjaðra þjóða. Á þínum brjóstum brotnaði þrumufleygur páfastólsins og frá þínu hjarta tendraðist líf í „dal dauðra beina“. Ég þakka þór. Þrjátíu ára píslarvætti þoldir þú; sálir og samviskur leystir þú úr læðing; listir og vísindi drapst þú úr dróma. , Ég þakka þér. Börnum þínum safnaðir þú sam- an; kendir þeim að rækja skyld- unnar boð. Guð blessi þig. Um ókomnar aldanna raðir, blessi drottinn þig og „varðveiti þigu. 31. okt. 1917. Guðm. Guðm.

x

Njörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.