Njörður - 24.12.1917, Síða 2

Njörður - 24.12.1917, Síða 2
154 NJÖRÐUR. Strax i kvöld. (Latislega þýtt.) Katrín gamla sat hnípin á rúmi sínu og hafðist ekki að. Húsmóðirin kom með kaffibolla, rétti henni og mælti: rG|orðu svo vel, Katrín mín. Þetta á að vera gott kaffi; reyndu að láta liggja vel á þér. Þetta sagði hún með) bros á vör, en í augunum glitraði sem á tár sæi. Katrín tók við bollanum skjálf- andi hendi: „Þakka þér fyrir“, sagði hún. „Uetta verður seinasti bollinn, sem þú gefur mér, Marja mín, guð blessi þig fyrir hann, eins og alt annaðu. Hún reyndi að brosa til hús- rnóður sinnar, en því var líkast, sem skeifa kæmi á vörina. „Yið erum ferðbúin“, svaraði húsmóðirin. Katrín setti bollann á borðið og ætlaði að standa upp, en húsmóð- irin kraup við rúmstokkinn, studdi enninu á kné göinlu konunnar og grét sáran. Katrín sat grafkyr og mælti ekki orð, strauk blítt, en hikandi, ljós- jarpa fléttingana, er láu ofan bak Maríu, allt í beltisstað. — „Marja, Marja“, var kallað frammi. Hún spratt upp. „Andrés kallar: Vertu blessuð og sæl Katrín mín“. Katrín stóð upp, kysti á hönd húsmóður sinnar og mælti: „Vertu blessuð og sæl; guð veri með ykk- ur í ókunna landinu og launi ykk- ur alla meðferðina á mér og að þið sáuð um, að ég fríaðist við sveitina“. Marja strauk af sór tárin og gekk út, en Katrín settist niður og lagði hendur í skaut. — Nú voru hjónin komin á stað til Ameríku með drenginn sinn, eins og þar væri nokkuð betra að vera, og yfirgefið hana einmana. En dæmalaust höfðu þau verið henni góð bæði og eins litli stúfurinn þeirra. Þau höfðu komið henni fyrir í Dal, sem var besti bær, svo ekki þurfti hún að lenda á sveitinni, sem var það aumasta. Andrés hafði gefið henni 10 kr. og Marja hlýja sjalið sitt. Það var synd af henni að vera óánægð. — — — En á morgun kernur Pétur á Hóli að sækja hana, og þá-verður hún að fara héðan, sem liún er búin að vera í 60 ár. Átján ára hafði hún komið hing- að, kát og fjörug, orðið hór dug- leg stúlka, vel metin af húsbænd- unum, og vinsæl meðal hjúanna. Hér höfðu þau Ólafur kynst, unnið saman, ýmist spaugandi eða einurðarlau9; smátt og smátt felt meiri og meiri ástarhug hvort til annars og loksins trúlofast. Hauðu kommóðuna, við rúmið hennar, hafði hann smiðað. Ætl- að henni hana í brúðargjöf, að hann sjálfur sagði. Var það mögulegt, að siðan væru 54 ár. Hérna fyrir utan gluggan hafði hann kvatt hana, rétt fyrir sólar- lag, kvöldið sem hann fór í ferð- ina, þegar hann drukknaði. Katrin reis þunglega á fætur og staulaðist út að glugganum. Himininn var hulinn regnskýj- um; þungir dropar duttu á rúð- urnar; sigu þar saman, uns þeir mynduðu smálæki, er runnu hljóð- laust ofan glerið. Katrín studdi höndunum í glugg- ann og svipaðist út. En hvað hér var fallegt. Stað- arkirkja blasti við í vesturátt. Hvm sást samt eitthvað óglögt núna, fremur venju. Sárt að þurfa að fara héðan til ókunnugra. Nú var hún hætt að geta gert nokkuð til gagns, varð líklega öll- um til ama í Dal. Fólkið þar ó- vant gamalmennum, enda ekki við að búast, að allar konur væru lik- ar Marju. -— Þar var alt svo ólikt, bæði úti og inni. Dalurinn þröngur, húsin litil, ekkert útsýni. Heim að Stað sást ekki, auk heldur annað. Nei, héðan var ómögulegt að fara. Hór var hver blettur gamall kunningi; hvern krók og kima þekti hún, jafnt úti sem inni. Hún gat ekki slitið sig frá þessu öllu. — — Gamla konan studdi olbogunum í gluggakistuna og lagði ennið við svala rúðuna. Brjóstið bifaðist af þungum ekka. Höfug tár hnigu af augunum, fyrst strjál, siðan þóttari, uns þau runnu í straumum niður hrukkóttar kinn- arnar. „Guð minn góður, óg get olcki farið hóðan, hjálpaðu mér“, and- varpaði hún. „Láttu mig ekki hrekjast héðan. í fyrramálið kemur Pótur í Dal að sækja mig. Drottinn minn, hjálpaðu mér, strax i kvöld“. Hirn lióf höfuðið og leit tárvot- um augurn í áttina til kirkjunnar, eins og vænti hún hjálparinnar þaðan. — Niður við ásana var skýjaskil; kvöldsólin rann þar til viðar sló bjarma yfir sveitina, roðaði kirkju- turninn á Stað og brá skærum glampa á gluggann, sem Katrin stóð við. — En hvað var nú þetta. Þarna kom einhver. Skyldi það vera mögulegt. Gat það verið Ólafur. Jú, það var ekki um að villast. Ólafur var það, alveg eins og þeg- ar hann fór á stað, nema hvað hann var nú með gleðibragði. Hann fór rétt í glampanum, ljómi stóð af andlitinu, og stefndi beint til hennar. „Lof og þökk sé þér, drottinn minn, nú þarf ég ekki að fara burtu héðan — Ólafur!............ Gamla konan breiddi út faðm- inn. „Ólafúr“, mælti hún ofur lágt og hneig niður. Glampinn dó út á glugganum. Sólin var að hverfa bak viðásana. Öllu öhætt. Bóndinn á Núpi, Höskuldur Hallsson, var kominn nær sjötugu. Hann var hár vexti; mundi ekki skort hafa á þrjár álnir áður elli beygði hann. Hátt var honum til hnós, en lær- leggir skemmri að sínu leyti; mið- mjór, herðibreiður ákaflega; hand- leggir kynja langir og þreklegir. Hálsinn digur, en sýndist í mjórra lagi, því herðar og höfuð bar hann ofurliði. Hausinn var mikill alla vega, en þó fremur langvaxinn, nefið bæði hátt og langt, brúna beinin þykk, ennið breitt og hall- aðist allmjög aftur. Alt var enn- ið þótt sett rúnum áhyggju og bú- sorgar. Maðurinn var auðugur, miðlungi vinsæll, fróður á forna vísu, at- hugull, fastur í ráði og þykkju þungur. — — Það var komið undir Páska og dagur langt farinn. Höskuldur drap snjó kring um hesthúshurðina og þjappaði vel að neðan. Veður hafði verið allgott um daginn, en tók nú að hvessa og ganga að með fjúk. Höskuldur gekk til bæjar og stóð maður á hlaði er hann kom lieim. I

x

Njörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.