Njörður - 24.12.1917, Side 3

Njörður - 24.12.1917, Side 3
NJÖRÐUR. 155 „Qott kvöldM, sagði komumaður. „Komið þér sælir, prestur minn1', mælti bóndi, „þór munuð vera í húsvitjun, gjörið svo vel að koma inn“. Prestur mátti lúta við, er inn gekk um bæjardyrnar; var þó ekki hár vexti. Leiddi bóndi hann til baðstofu og var hinn beinasti. Prestur lauk erindum og bjóst lengra «.ð halda, en þá var komið nær dagsetri og veður ótrúlegt. Bauð bóndi presti gistingu og þektist hann það. Prestur var ungur að aldri, hafði komið í brauðið fyrir fáum árum, austan af landi, ókunnur mönnum og sveitarháttum. Þótti honum sveitarbragur mega vel breytast og taldi bændur á ýmsar nýungar. Yar þvi allvel tekið af sumum, en Höskuldur og fleiri lögðust í móti. Áttu þeir prestur og Höskuldur ejaldan samleið. „Hvað er að frétta úr húsvitj- uninnia, spurði Höskuldur þegar prestur hafði matast um kvöldið. „Ekki neitt sórlegt44, svaraði prestur. „Hvernig eru menn staddir með hey og bjargræði“, sagði Höskuld- ur, „það býst ég við að oddvitinn hafi atbugað“. „Svona og svonau, svaraði prest- ur, „fáir munu hafa nóg hey ef vorið verður kalt, en vonundi kem- ur ekki til þess; veturinn kom snemma á og hefir verið fremur þunguru. „Kalt getur vorið orðið eins fyr- ir þvíu, mælti bóndi, „enda eru nú flestir heylausir á vorum, hvernig eem vetraru. „Þvi miður eru þeir of margiru, eagði prestur, „enda ber sitt hvað til. Menn fara betur með skepn- ur, en áðúr var siður; arga þeim minna út; gefast þvi heyin meiru. „Góða meðferðin verður enda- slepp þegar heylaust er orðið á sumarmálumu, sagði bóndi. „Satt er þaðu, mælti prestur, „en svo hefir löngum gengið á voru landi og ekki síður fyr en núu. „Það finst mér þóu, sagði bóndi, „og víst fer flestu aftur hér i sveit. Þær nýungar, sem menn brjóta tipp á eru flestar ónýtar og nokkr- ar skaðlegar. Hér var hagur manna ólíkt betri fyrir 40 árum“. „Svo er mér sagtu, mælti prest- ur, „hygg ég þó að ekki sé ný- breytni um að kenna. Annarstað- ar mun hún meiri“. Út af þessu spunnust löng orða- skifti með þeim, og mælti bóndi að lokum: Eg só ekki betur, en hór stefni alt til ófæru. Hver er öðrum aumri og óforsjálli. Þeir fáu, sem eiga fyrir sig, verða uppetnir afhinum uns sveitin er öll í kaldakoliu. „Ekki mun svo farau, mælti prestur, „mátt þú vel vita, að eveit- ir hafa oft komist í hann krapp- ann og forsjónin samt fleytt þeim áfram. Furðar mig að þú, gamall mað- ur, þurfir eigi meir um annað að hugsa, heldur en að víta háttu yngri manna og spá sveit þinni hrakspámu. „Skil ég hvert orð yðarstefna11, sagði Höskuldur, „en í því efni er öilu óhœtt. Fyrir högum mínum annars heims þarf enga áhyggju að bera. Þar er vel fyrir öllu séðu. „Vel er þáu, mælti prestur, „en undarlegt þykir mér að sá, sem svo er öruggur í þessu, skuli vera hlaðinn áhyggjum og kvíða í öllu því, er þetta líf snertiru. „EDgan þarf það að furðau, svar- aði bóndi, „þvi oss er ekkert fyrir- heit gefið um hagsæld í þessu lífi. Feldu þeir svo talið. Veturinn leið, sumarið kom og gekk um garð. Annar vetur fylgdi því eftir. Yar sá liðinn mjög til jóla. Á Þorláksmessu kom sendimað- ur frá Núpi til prests. Flutti hann þau orð frá konu Höskuldar, að hann hefði legið i rekkju nokkra daga, væri nú lakari og vildi gjarna tala við prest sem fyrst. Prestur brá við skjótt og f'ór með sendimanni. Þegar þeir komu að Núpi, vur Höskuldur iátinn. Prestur gekk að hvílu hans og svifti varlega náblæjum. Jú, það stóð heima. Svipurinn var beiður og bjartur, nálega sem á barni. Slótt var úr öllum hrukkum, eins og þýðri hendi væri um farið. Það leyndi sér ekki, að Ölluvar óhætt. SPAKMÆLI. Yiljir þú mann reyna, skaltu sýna honum fult traust. Hvit jól eru nú um land alt, fult jarð- bann, og frosthörkur nær því hvern dag. Bændur munu sumstaðar, eink- um í hrossasvéitunum, hafa skert bústofn sinn meira en þeir hefðu kosið og aðrir lifa milli vonar og ótta. Þeir, er við sjó sitja óttast ís og gæftaleysi, búa enda sumir við krappan kost. Mun þvi stórum skert jólagleði margra rnanna. Þó vænta ýmsir góðs af nýja árinu, telja sig eiga vísa hjá því rauða páska. Bíö sýndi í hátíðaskyni tværbiblíu- myndir nú um kelgina; voru það: Hinn glataði sonur og Fæðing frelsarans. Báðar þessar myndir eru prýðis- fallegar, en oft hafa þó bekkir ver- ið þar betur skipaðir en þessi kvöld. Sjóferðir. Unddnfarna viku fóru menn al- mennt til fiskjar. Veður oftast risjótt á hafinu og fiskur misliittur; sarnt gaf sjórinn ekki fáum riflega til Jólanna. Vart varð við talsverðan ís, all- an á reki að landi. Sóst nú til hans úr Bolungavík og fóru engir þar á sjó í dag þess vegna. Jólagjafir. Fó því, sem safnaðist með basar þeim, er konur bæjarins, allmarg- ar, héldu á dögunum, hefur verið skift milli 25—30 heimila. Þyggendum er þetta notaleg glaðning og veitendum sæmdar- auki. Verslunarmaður. Maður, vanur verslun, óskar at- vinnu utan búðar eða innan. Get- ur einnig haft verkstjórn á hendi. Frekari upplýsingar hjá ritstjóra Njarðar. S órstakar buskin-, vaðmáls- og molskins- b \ji'2z\jLr sérstaklega góðar erfiðisbuxur fást mjög ódýrar i Yerslun S, Guðmundssonar.

x

Njörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.