Njörður - 27.02.1918, Side 3
NJÖRÐUR.
15
KORH
°g
^‘y^z\jLT\xtlcií\jLt\xn.
Eftir lok þessa mánaðar verður ekkert af komvöru eða sykri selt,
hvorki af bæjarverslun eða kaupinanna hálfu nema samkvæmt seðlum
er úthlutaðir verða
28. febrúar.
Er öllum heimilisráðendum, konum sem körlum, og þeim sem
eru á sjálfskosti skylt að gefa nákvæma skýrslu, að viðlögðu drengskap-
arvottorði, um kornvöru- og sykur-birgðir sínar og taka þar seðla sem
þeim verða úthlutaðir og vandlega ber að geyma.
Seðlaúthlutunin fer fram
1 bárnaskólanum
og byrjar
kl. 10 árdegis.
Samkvæmt reglugjörð 23. janúar 1918, varða brot gegn þessu
alt að 10 þúsund króna sektum.
Bæjarfógetinn á ísafirði, 25. febrm. 1918.
Magnús Torfason.
seljandi gefið kaupanda viðurkenn-
ingu fyrir að hann eigi óafhent
það sem vantar á að hann hafi
fengið fult kornvörugildi seðilreits-
ins (2 V, kílógr.).
12. gr.
Kaupmenn og félög, er panta
kornvörur og sykur hjá heildsölum
innanlands eða landsverslun, skulu
senda með pöntunum sínum korn-
vöru- eða sykur-seðla, er svara til
vörumagns pöntunarinnar. Sé það
óframkvæmanlegt vegna þess að
pöntun sendist símleiðis eða af því
að seðlar eru eigi innleystir, skulu
þeir sendir svo fljótt sem unt er.
Fyrir seðlasendingar þessar greiða
sendendur ekki burðargjald. Eng-
ar pantanir má afgreiða án sam-
þykkis landsverslunar og skal þess
ávalt getið hvort seðlar hafi fylgt
pöntun eða ekki þegar samþykkis
er leitað.
13. gr.
Innflytjendur kornvöru og syk-
urs skulu, jafnskjótt og þoir fá
þær vörur frá útlöndum, tilkynna
landsverslun hve mikið þeir hafi
fengið af hverri vörutegund. Mega
þeir eigi selja vörurnar nema gegn
seðlum, sbr. þó 12. gr. Seðlana
skulu þeir senda landsverslun jafn-
ótt og þeir fá þá í hendur.
14. gr.
Nú telur landsverslun nauðsyn
bera til að flytja kornvöru eða
sykur frá einum landshluta í ann-
an, og skulu þá vörueigendur skyld-
ir að hlíta fyrirskipunum þeim, er
landsverslun kann að gera um
ráðstöfun varanna.
15. gr.
Fyrir rýrnun kornvöru og syk-
urs við flutning og sölu, eða ef
vörurnar verða fyrir skemdum, fá
hlutaðeigandi kaupsýslumenn hæfi-
lega seðlafúlgu hjá bæjarstjórnum
eða hreppsnefndum eftir ákvörðun
og fyrirmælum landsverslunar.
16. gr.
Bjargráðanefndir skulu hafa á
hendi eftirlit með því, að stein-
•olíu, sem berst til umdæma nefnd-
anna, verði skift niður eftir þörf-
um í umdæminu, og ber kaup-
mönnum og öðrum, sem hafa keypt
steinolíu af innflytjendum, að hlýða
fyrirmælum nefndanna um úthlut-
un og sölu olíunnar. Hinsvegar
verða innflytjendur að hlítaákvörð-
un landsverslunarinnar um skift-
ing á innfluttri steinolíu milli um-
dæmanna.
17. gr.
Smjörlíki má ekki selja nema
eftir ráðstöfun hlutaðeigandi bjarg-
ráðanefndar, sem setur reglur um
söluna.
18. gr.
Landsverslunin annast allar frek-
ari framkvæmdir reglugjörðar þess-
arar.
19. gr.
Brot gegn ákvæðum reglugjörð-
ar þessarar varða sektum alt að
10 þúsund krónum og fer um þau
mál sem önnur lögreglumál.
20. gr.
Reglugjörð þessi öðlast þegar
gildi og er með henni numin úr
gildi reglugjörð 11. apríl 1917 um
aðflutta kornvöru og smjörlíki,
reglugjörðir 18., 21. og 26. apríl
1917 um viðauka við reglugjörð
11. apríl 1917 um aðflutta korn-
vöru og smjörlíki, reglugjörð 16.
maí 1917 um breyting á reglu-
gjörð 26. apríl 1917, reglugjörð 7.
ágúst 1917 um úthlutun og sölu
steinolíu, reglugjörð 5. september
1917 um notkun mjölvöru og um
sölu á landssjóðssykri, reglugjörð
30. nóvember 1917 um frestun á
framkvæmd ákvæða um sykurseðla
og reglugjörð 14. desember 1917
um afnám ákvæða um höft á bakstri
bakara.
Þetta er birt öllum þeim til
eftirbreytni, sem hlut eiga að máli.
í stjóruarráði íslands, 23. jan. 1918.
Sigurður Jónsson.
Jón Hermannsson.
HÚS
hefi ég í umboðssölu á rúmgóðum
stað í bænum, vandað ogvel inn-
réttað, stærð 14X18 álnir, bygt úr
steinsteypu.
Einnig hefi ég stórt tvílyft
timburhús, sterkviðað og alt járn-
varið, því fylgir mikið geymslu-
pláss og hentug lóð.
Marís M. Gilsfjöð.
•Teg tek á móti pöntunum á
snurpinótum, reknetum og
öðru, er að síldarútveg lítur.
Fyrirliggjandi hefi jeg síldar-
net, segldúk og efni í flögg yfir
lóðadufl.
Marís M. Gilsfjörð.
Nokkur BOLLAPÖR
úr kínversku postulíni
fæst ennþá í verslun
S. Guðmundssonar.
'^mt^mmmmmm^^^mm^mmammamm^mmmmmm^mmmmmmrnm
Áteiknaðir
Borðdúkar, Ljósadúkar, Kaffidúk-
ar og Serviettur, ásamt hvítu og
mislitu Broclerg-ariai
jæst í
Dcrsíim 5. <Su$mutt&sfðttar.
Kaupendur Njarðar sem skulda
fyrir blaðið, eru beðnir að borga
það eem fyret.