Norðri - 23.03.1906, Blaðsíða 1

Norðri - 23.03.1906, Blaðsíða 1
I, 12. . Akureyri, föstudaginn 23. marz. 1906. Villu-kenningarnar nýjustu. III. Landsstjóri með ábyrgð. (Dr. Birck.) Landsstjóri ábyrgðarlaus. (Ben. S\reinsson.) Innlimun Sjálfsstjórn. Það var um eitt skeið nú í vetur, að mikið veður var úr því gjört í ýms- um blöðum hér, hve frjálslyndir að ýmsir danskir þfngmenn vildu vera við oss, og Dr. Birck, sá er freklegast hélt fram innlimunarkenningunni dönsku, talinn þar fremstui allra frelsisboðenda oss til handa. Pað var með berum orðum sagt, að oss væri boðið meira sjálfstæði, rýmri sjálfstjóm, en stjórnin eða alþingi hefði haft einurð eða upp- burði til að fara fram á. Eftir því sem þessi blöð skýrðu frá, voru aðalatriðin í þessari «sjálfstjórn« þessi : Yfir ísland skyldi settur «landsstjóri», og tæki hann sér ráðherra, er hefðu stjórnarstörf öll á hendi. Ráðherrarnir áttu að bera hina stjórnskipulegu ábyrgð fyrir alþingi (og landsstjóra?), en sjálfur átti landsstjórinn að vera dbyrgöarlaus gagnvart alþingi, en bera dbyrgð (full- komna ráðherraábyrgð), gagnvart kon- ungi og hinu danska ríkisráði sjálfsagt, jafnvel gagnvart ríkisþinginu líka, að því er í orðunum virtist liggja hjá blöðum þeim, er fluttu þennan boðskap. Allir heilvita menn, sem í alvöru vilja hugsa um málið, hljóta að sjá, að slíkt fyrirkomulag á æðstu stjórn lands- ins væri fullkomin glötun fyrir alla okk- ar sérstöðu, allt okkar sjálfstæði. Æðsti maðurinn, landsstjórinn, sem skipar ráðherrana og í framkvæmdinni hefirmest vald yfir allri löggjöf og lands- stjórn, hann á útlent stjórnarvald, eða jafnvel fulltrúaþing að geta dregið fyrir dóm, ef hann ekki hagar sér eftir þess vild, en þótt hann fótum troði hags- muni, lög og réttindi þeirrar þjóðar, sem hann er yfir settur, þá á hennar full- trúaþing engan kost á að bera hönd fyrir höfuð sér. Hvoru megin mundi þessi maður standa í deilumálunum eða á baráttu-tímum: Dana, sem geta dæmt hann og hegnt honum ef hann ekki hlýðir þeim, eða íslands, sem ekkert hefir yfir honum að segja, en hann alt ybr því? ^etta er mikið verra, en það fyrir- omulag. sem vér nu höfum. Sérstaða andsins er viðurkend og í öllum mál- um, sem ekki fara út fyrir svið íslands- málanna, höfum vér sjálfstæða stjórn, fullkomið lögjafarvald og fulltrúaþing þjóðarinnar hefir alt vald yfir æðsta stjórnandanum, en hans yfirmaður, kon- ungurinn, ei ábyrgðarlaus á allar hliðar. Jeg nefni þessi atriði - hina ytri hlið til samanburðar við landstjórahug- myndina hjá Dr. Birck, eins og hún virðist hafa komið fram. jvj| með því segja að hið núverandi stjórn- arfyrirkomulag sé gallalaust. Qallarnir á því liggja ekki í þessum atriðum. *Fjallkonan» hefir nýlega bent á annan aðalgallann: Aðstöðu ráðherrans gagn- vart þingflokkunum, sem gjöri það að verkum, að hætt sé við flokks-harðstjórn og ráðherra-einveldi, af því enginn er hér á landi, eins og konungurinn í Danmörku, yfir flokkana hafinn, sem hlutlaust getur haldið á voginni í hörð- um flokkadeilum. Retta er rétt, og þetta sáu menn fyrir, en ummæli blaðs- ins að öðru leyti um þetta efni ætla eg ekki að «undirskrifa». En það verð eg að segja, að held- ur kýs eg íslenzkt ráðherraeinveldi — sá mundi aldrei gamall í sessi — en danska landstjórakúgun, sem maður engin tök hefði til að velta af sér. Rað fyrirkomulag væri verra en hið núverandi ástand væri, jafnvel þó að sú kenning væri rétt (sem í hornklofum sagt er fótlaus fjarstæða) að okkar ráð- herra gæti sætt kæru frá dönsku full- trúaþingi. Ábyrgð hans fyrir alþingi er þó allajafnan vafalaus, en hana á þessi «Gouvernör« Bircks að vera laus við. Þetta kalla eg «að snúa öllu öfugt þó« o. s. frv. Það liggur fyrir utan efnið, að benda á hinn aðal-gallann á hinu núverandi stjórnarfyrirkomulagiogverðafróðir menn að spá í þá eyðu fyrst um sinn. Hér er rúm í þetta sinn takmarkað, Landsstjóra-hugmyndin/eins og sjálfs- stjórnar-mennirnir undir forustu Bene- dikts sál. Sveinssonar börðust fyrir henni, var alt önnur. Hann átti að vera á- byrgðarlaus, sá landsstjóri, og yfir allar flokka-deilur hafinn, ímynd konungs, að öðru en því, að hann var skipaður af konungi og konungur gat vikið hon- um frá, Hann gat þó staðið Islands- megin í ágreiningsmálum, án þess, að vinna til dóms og hegningar frá danskri hlið; það getur þessi nýmóðins lands- stjóri ekki. Að bera þetta saman við landsstjóra Canada-sambandsins nær engri átt.. Eg sé það hvergi í stjórnarskrá sambands- ins, að hann beri ábyrgð, sem ráðherra, hvorki gagnvart;Englandskonungi, «Privy Council« (ríkisráðinu) né heldur að parla- mentið hafi nokkurn tíma kært þann mann. Hitt er annað, að lög sem hann hefir staðfest, getur konungur á lög- ákveðnum fresti, numið úr gildi, og hann getur, í stað þess að staðfesta lög eða neita þeim þegar, skotið lögunum undir ályktun konungs. Konungur skipar hann og víkur honum frá. Petta fyrirkomu- lag vakti fyrir «miðluninni« 1889, en féll þá íslendingum illa í geð, og er þó ólíku meira sjálfstæði í því falið, en falist getur í «Gouvernörnum« nýja. Af öllum þeim «kenningum«, sem bornar hafa verið á borð fyrir þjóð- ina hin síðari ár er þessi «landsstjóra»- kenning ein hin fjarstæðasta og háska- legasta. — Má vera, að henni sé, eins og svo mörgu nú á þessum flokks- ærsla tímum, slegið fram. «til að æra alþingi« «og að. hræra í þjóðinni« en nái slíkar skoðanir, eins og þær,. sem haldið er að þjóðinni um þessi efni nú hin síðustu ár, nokkrum rótum, þá er lagt inn á háskalega glapstigu. «Landvörn« samsinnirinnlimunarkenn- ingum Dana, telur þeirra skoðun rétta — skoðun sem allir íslendingar hafa barizt á móti um nærfelt 60 ár og Jón Sigurðsson eldri þar allra manna fyrst og bezt, — og telur okkur auk þess nú hafa slept öllum ráðum yfir okkar mál- um. — Dönum, svo ófróðir sem þeir eru um Islandsmál, er ekki láandi þó að þeir trúi þessum kenningum, en ramm-falskar eru þær í hvers manns augum, sem þekkir okkar sögulega og lagalega grundvöll í því máli. — Ríkis- ráðsákvæðið hefir í þd stefnu alls enga þýðingu. En það er stór furða, að íslending- ar skuli láta blekkjast af slíku. Hvað meina þessir menn? Ef þeir trúa sinni eigin kenningu, þá sé eg ekki, að þeirra pólitiska starfsemi hafi neitt heilbrigt markmið. — Sé allur réttargrundvöllur fárinn. eins og þeir segja, hvað ætla þeir þá að «verja«? Eg sé það ekki. En þessar villukenningar geta rutt braut í huga þjóðarinnarfyrir ýmsum ó- hollum hugmyndum um réttarstöðu landsins; þegar svo þar við bætast æs- ingar og úlfúðarandi, sem blindar dóm- greind fjölda manna, þá er sízt fyrir það að sverja, að ekki sé mögulegt að telja þjóðinni trú um, að hin háska- legustu kúgunarráð stefni henni til frels- isauka. Petta er varhugaverð braut og getur orðið til ófarnaðar, sé eigi staðar numið í tíma. G. G. Flokkakapp og „bændafundur". Grein úr sveitablaði. Nú eru alþingistíðindin okkar komin á hringferð sína um landið, þó hægt gangi með útsending og yfirreið. Bú- endur hafa því nóg að lesa margar kvöldvökur, en ef til vill fer svo fyrir sumurn, að þeim verður ekki þegar svefnsamt eftir lesturinn. Pví verður ekki neitað með réttum rökum, aðdún’nýja stjórn landsins og hið endurreista alþingi hafi þegar sýnt það, að þar er báðum aðilum ant um að efla viðreisn þjóðarinnar, og stuðla að aukinni menningu og framförum í mörg- um greinum. Þetta kemur þegar glögg- lega í ljós á síðasta þingi, eins og tíð- indin þaðan sýna sjálf. En jafnhliða þessu verður eigi hjá því komist, að taka eftir þeim stóra skugga, sem þessu fylg'L °g sem er svo fynrferðamikill, bæði í þingræðum og dagblöðum. Pessi skuggi er flokkakappið. Pað er andvökuefni, þetta mikla kapp, innan jjings og utan, fyrir hvern mann, sem ekki er orðinn svo «smittaður» af þessum flokka-«Feber >, að róleg dóm- greind hans hafi tapað sjón á því, hversu skaðlegt, hversu óheillavænlegt, slíkt kapp er fyrir nienn og málefni. Blöðin komust eigi yfir það í sum- ar, að segja reglulega þingsögu, af því að kappsmálin h'cimtuðu svo mikið rúm. Heima í héruðum eru æsing;ar og við- sjár með mönnum, þar sem áður var friður og framsóknarhugur. Þessir tím- ar minna því á hin gömlu orðin: Bræð- ur munu berjask o. sv. frv. Hér er og, sem fylgifiskur hið gamla gremjuefni þegar svona stendur á, að eigi er annað sjáanlegt, en báðir flokk- ar séu svo æstir, að þeir hrekist frá því, að leggja einfaldan og heppilegan skiln- ing í sama atriðið. Þá verður afleið- ingin auðvitað sú, að báðir hafa skað- an, af því að þeir voru eigi nógu ró- legir, til að færa atvikin sér og sínum málstað í nyt. Til þess að sýna lit á því, að um- sagnir mínar séu ekki teknar úr lausu lofti, skal eg benda á eitt málefni af tnörgum, sem eg tel hafa fengið önnur afdrif en verða mátti á báðar hliðar. Pað er utan við hina eiginlegu þing- SÖgu: nokkurs konar innskots þáttur í þeim sorgarleik, sem árið sýnir á leik- sviðinu. Eg á hér við bœndafundinn í Reykja- vík um síðasta þingtíma. Hér skal þá fyrst litið á framkomu Pjóðræðisflokksins; hann mun hafa átt upptökin. Ekki nenni jeg að smala saman blöðunum mér til stuðnings, en eg þykist hafa fengið aðaldrættina úr enn áreiðanlegri átt, svo að kjarninn sé ekki rangt málaður. Látum það þá fyrst gott heita, að nokkrir «leiðandi menn» hafi ýtt undir, enda skorað á kjósendur, að fjölmenna til Reykjavíkur í því skyni, að leitast við að hafa áhrif á meðferð einhvers máls á þinginu. Ekki er það að lasta í sjálfu sér. Vel man jeg þá dagana, að við töluðum um það fyrir löngu síðan, inargir ungir menn, «að ríða suður Sand» og reyna að hafa áhrif á þingið. Hygg eg að í hópnum hafi ætlað að vera einn eða tveir af þeim sem nú sitja á þingi. Tel eg víst, að ef við hefðum fengið áskorun í þessa átt frá okkar kæru þingmönnum, mundi hafa orðið alvara úr umtalinu, Á sama hátt er jeg sannfærður um það, að margur góður drengur hefur á bænda fundinn farið, f sumar, fullöruggur með það, að hann væri að framkvæma réttmæta og nauðsynlega tilraun. Petta er nú um hvatirnar að segja. En framkoman þá? Merkur maður úr hinum flokknum, sem þá sat á þingi, hefir sagt mér, að framkoma bændanna hafi verið «mjög kurteys», og þessum manni trúi eg ílestum betur. Svo þegar á sjálfan hólminn .er komið, fer allt öðruvísi en ætla mátti, fyrir kapp og æsingar höfuðborgarbúa. I stað þess að ræða þar mál sín í ró og næði, og bjóða einhverjum úr mót- flokknum á málþing, gjöra bændur eigi svo, og hróp og köll Reykvíkinga «tóku yfir», þá fer svo að kröfurnar ganga úr hófi fram; það, sem hefði mátt vel fara sem aðalatriði í tillögum fundar- ins, varð einungis að vara-atriði. Og svo lendir alt í molum og erindisleysu. Petta hefðu leiðtogarnir átt að sjá og vita; þeir hefðu átt að sjá, að hér var

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.