Norðri - 23.03.1906, Blaðsíða 2

Norðri - 23.03.1906, Blaðsíða 2
NORÐRI- NR. 12 40 o I NORÐRI \ ||j Oefinn út af hlutafélagi. | H: Ritstjóri: Jón Stefánsson. | Skrifstofa Hafnarstrœti 3. j| SÍffl Prentsmiðja B. Jónssonar. g til of mikils mælst; þeir hefðu átt að geta séð það fyrir, að með þessu kappi voru fundaráhrifin eyðilögð, en að þeir hins vegar voru að brýna þann brand, sem hæglega mátti á sama hátt snúa á móti þeim- sjálfum, ef þeir kæmust í meiri hluta síðar meir. Hvað gerði svo hinn flokkurinn, sem bendir á kapp eða æsingu? Ekki er út á framkomu ráðgjafans að setja, en sá flokkur «sem stjórnin styðst við» sýnist hafa tekið þessu með þögn og fyrirlitningu. Petta tel eg óheppi- legt, beinlínis óhyggilegt. Blöð heima- stjórnarflokksins, sem eg hefi séð, taka öll í sama strenginn: úthúða bændum, gjöra skop að öllu saman, eða telja þetta þá markleysu eina. Hér sýnist það liggja næst, að beztu og hæfustu menn flokksins hefðu reynt að sefa hugi bænda, reynt að sannfæra þá með við- ræðum, eða senda þeim stillilegt ávarp í blöðunum; reynt að gjöra þá að vin- um sínum, en særa þá ekki að óþörfu. En það varð ekki. Afleiðingarnar eru auðsæjar hverjum manni, sem rólega athugar hvernig ma mlegu hjarta og hugsunarferli er al- mennt háttað: Nú eru margir góðir drengir einbeittari mótstöðumenn en áð- ur. Og meira enn. Ekki er ólíklegt, að óviðkomandi stéttarbræður víðs veg- ar um land, taki hér upp þykkjuna og festi hana hjá sér; fái ótrú á framkomu blaðanna og hafi minna traust eftir en áður á þingflokknum. ' Ljót er, en sönn þó saga >. Ritað í desember 1905, af Gráskegg. * * * Aths. Það er ekki fyllilega rétt hjá hinum góðkunna greinarhöf., að bændum hafi af þingmanna hálfu verið sýnd «þögn eða fyrirlitning». — Þeim var boðið að fá mann úr þinginu á fund, til þess að skýra frá afstöðu ágreinings- málanna. En þegar til kom, þá réðu foringjarnir og hinn æstasti hluti fund- armanna því, að engar slíkar umræð- ur eða viðræður gátu átt sér stað. Það var brota minst, að jkveða upp dóminn, án þess að heyra rök nema frá annari hlið. Þótt brosað væri að þessum Reykjavíkur-unglingum, sem allstaðar voru í för með fund- armönnum, og gjörðu þar sitt hvað sér til gamans og öðrum til skemt- unar, þá þurftu bændur ekki að taka það til sín. En óneitanlega varpaði sá galgopa-félagsskapur ekki sem há- tíðlegustu ljósi yfir jafn alvarlega samkomu. Grettir heitir félag, sem er ný stofnað hér í bænum. F*að er markmið þess að vinna að því, að þjóðlegar íþróttir, eink- um glímur verði iðkaðar sem mest. Félagið hefir gert ráðstafanir til að láta gera belti það, er ætlað er til að vera sæmdarmerki bezta glímumannsins á ís- landi, samkvæmt því, er Norðri hefir áður getið um. — Félagið gerir ráð fyrir að glíman um beltið fari fram, þegar iðnaðarsýningin verður haldin hér í júnímánuði. Erlendar fréttir. Khöfn. 3. marz. Rússland. Stríðsdómurinn í Eystrasaltshéruðun- um heldur áfram iðju sinni; eru menn dæmdir til lífláts og pyntingar, jafnvel konur og unglingar, þótt um engar sannar sakir sé að ræða. Oðru hvoru eru að komast upp svik og prettir ýmiskonar, er umsjónarmenn við flutning herforða o. fl. til Austur- Asíu (í fyrra) hafa framið; hafa bófarn- ir falsað skjöl og skrár, ér þeir höfðu með höndum, og komist þannig yfir ærna fé. Svo margt manna situr í varðhaldi nú í Rússlandi, að stjórnendur eru orðn- ir í vandræðum með húsrúm ; fangelsi öll eru fyrir löngu full orðin og fangarnir eru reknir úr einnm stað á annan, þótt tekið sé það ráð, að varpa flest- um í myrkvastofu, er sýnt hafa af sér nokkurn óróa eða að einhverju leyti að- hylst uppreistarmenn, linnir þó ekki ó- eirðum; nýlega hafa bœndur gert upp- þot í Suður-Rússlandi, Kósakkar fóru um með ránum og manndrápum, og átti herliðið fult í fangi með að brjóta þá á bak aftur. Rithöfundurinn og skáldið Maxim Gork\ hefir orðið að flýja Rússland. Hafði stjórnin lengi haft augastað á honum, sem einum af forsprökkum frelsismanna í öðrum löndum, Nú átti til skarar að skríða, því að komist hafði hún að því, að Gorki hafði stutt upp- reisnina með ráðum og dáð. Hann kom um daginn hingað til Hafnar, á leið til Vestur-Evrópu, og fór nokkurn veginn huldu höfði. Stórþjófnaður var framinn fyrir fáum dögum í ríkisbankadeildinni rússnesku, er setu hefir í Helsingfors (Finnlandi). Rjófarnir voru 27 að tölu, flóttamenn úr Eystrasaltshéruðunum; brutu þeir upp bankann, drápu varðstjórann særðu gjaldkerann og lokuðu bankaþjónana inni í afhýsi einu. Stálu þeir nálega 300,000 króna. Tekist hefir að finna þá alla og handsama, en viðnám veittu þeir lögregluliðinu og særðu ekki allfáa menn. — Heyrum kunnugt hefir það verið gert af stjórn Rússlands, að löggjafarþing það, er stofna á, verði í tvennu lagi: Ríkisráð og ríkisþing («duma»), er haldi opinbera fundi. Frakkland vill ekki víkja hársbreidd í Marokko- málinu; kýs víst helzt ef Þýzkaland vill ekki undan láta, að alt standi í stað, eins og áður var. Fulltrúar Marokkó- ríkis á málfundinum í Algeceiras hafa borið upp sérstakt frumvarp um stofn- un banka, er nefnist Marokkóþjóðbanki því að þýzka frumvarpið féll um sjálft sig. Æðsta umsjón bankans á að vera í höndum valdra manna, sumpart frá Marokkó sumpart frá öðrum ríkjum. Eftir er að vita hvernig Frakkar taka í þetta; hafa þeir grun um, að þetta frumvarp sé einnig af þýskum rótum runnið. Kirkjuólœtin haldast enn þá; í flest- um kirkjum fylgir skrásetningunni bar- smíði og meiðingar og stoðar lítt, þótt herliðið komi til sögunnar. Óskrásettir eru enn munir í fjöldamörgum kirkjum, svo að útlitið er ekki glæsilegt! England. Nýja stjórnin er þegar farin að sýna frjálslyndi sitt í utanríkismálum. Hefir hún nú ákveðið, að Transval skuli fá sjálfstjórn svo ríflega, sem það geti við tekið. Eru það hugmyndir Gladstones gamla, sem nú komast í verk; þeim hefir verið stungið undir stól undanfar- in ár, meðan íhaldsmenn höfðu völdin Og friður og frelsispólitík Gladstones átti ekki upp á háborðið, er vegur Chamberlains var svo mikill, að Búa- stríðið var hafið fyrir hans orð. Aftur- haldsmenn ætla sér að mótmæla þess- um tiltektum stjórnarinnar og vilja ekki heyra neitt um sjálfstjórn nýlendanna. Balfour hlaut kosningu í City-kjör- dæmi í Lundúnum, fékk yfir 15,000 atkv. en andstæðingur hans yfir 4000. Tók Balfour svo nærri sér í kosningahríðinni, að hann Iagðist veikur á eftir. í Kína eru stöðugar skærur með mönnum, íbúum landsins og útlendingum, er þar hafast við, þótt þeir séu í sífeldum ótta fyrir lífs og limatjóni. Réðust Kínverj- arnir eigi alls fyrir löngu að trúboðum frá Norður-álfu og drápu, og sökuðu þá um að þeir hefðu myrt borgarstjóra einn, er eigi vildi greiða götu þeirra. í mæli er ávalt, að stórveldin muni ætla að taka sig saman og sýna Kín- verjum í tvo heimana, ef þeir hagi sér ekki skikkanlega! í Vesturheimseyjum hafa geysað jarðskjálftar og fara sög- ur af því. að eldfjallið Mont Pelée á eyjunni Martinqui sé aftur tekið að gjósa, bæir hafa hrunið og menn meiðst. Við vesturströnd Noregs gerði skaðvænan hríðarbyl í fyrra dag. voru mörg skip nýlega róin og kom- ust ekki í land, en urðu að láta í haf. Síðan hafa að eins fá komið að og hyggja menn því, að hin hafi farist og mörg hundruð fiskimanna týnt lífi. í Svíþjóð var í fyrri nótt framinn póstþjófnaður, skamt frá Haparanda, og stolið um 70,000 kr. Póstvagnstjórinn og fylgdar maður hans voru drcpnir, Náðst hefir þegar í nokkra menn, sem eru grunaðir um illvirkið. Nýdáinn er hér í Höfn fiskifræðingurinn prófess- or Arthur Feddersen. Alþingismenn til DanmerArur? Flogið hefir sú fregn hér um borg- iua, að til standi hjá stjórninni og ríkis- þinginu, eftir uppástungu Friðriks kon- ungs, að bjóða alþingi íslendinga hing- að í heimsókn næsta sumar. Geta því alþingismennirnir farið að hugsa sér til hreyfings. Skipakomur. »Kong Inge». (Skipstjóri Schiötts) kom frá útlöndum 18, þ. m. Farþegar: Sig.Jóhansen verzlunarstj. á Vopnafirði, sr. Þorl. Jónsson á Stað í Öxarfirði, Árni Stefánsson snikkari hér úr bænum og Árni Jónasson söngfræð- ingur á Eskifirði. Fór til Sauðárkróks dag- inn eftir. »Egilh (skipstj. Arnesen) kom 19 þ. m. Farþegi Ingólfur Kristjánsson frá Fagrabæ. Fór til útlanda dagínn eftir. »Vesto» (skipstj, Godtfredsen) kom 19. þ. m. Farþegar: Mr. Ward fiskikaupmaður, sr. Jón Arason á Húsavík o. fl. Fór áleiðis til Reykjavikur daginn eftir. Farþegar: Frú Anna Stephensen, alþm. Jón Jónsson, kaupm, M. B. Blöndal. bankastj, Sighv. Bjarnason og stud. art Guðm. Guðlaugsson. Misprentað er í síðasta blaði í augl. Otto Tuliniusar verð á melis, A að vera 25 aura pd. MT íslenzk frímerki sérstaklega misprentuð «ígildi« og þessh. kaupir Ruben Istedgade 30 Kbhvn. B. Mustads norska Smjörlíki, líkist norsku selja-smjöri. Hvað sannar að „Dan“-motorinn er beztur? Sv: Reynslan. jumboðsmenn á Akureyri Otto Tulinius óg Ragnar Ólafsson. Ollum þeim, sem leitast hafa við að bæta mér skaða þann, er eg varð fyrir 28. n. I. votta eg hér með mitt innilegasta þakklæti. Akureyri 15. marz 1906. fakob Lárusson. Peningar hafa fundist nálægt pósthúsinu hér í bænum. Eru geymdir hjá Magnúsi Kristj'ánssyni kaupmanni. Göngustafur hefir fundist nálægt Hvammi í Hrafnagilshreppi. Eigandi vitji hans til Jónasar Jóhannsonar að Þverá á Staðarbygð og greiði áfallinn kostnað. Peningabudda með peningum hefir fundist á götum bæjarins. Vís- að á finnandann í prentsmiðj- unni. Mustads margarine er nú einmitt nýkomið til verzlunar konsúls Havsteens. Prjónavélar. Aðalútsölu á hinum þektu Múhlhansen vélum hefir Otto Tulinius. r Ihaust var mér dregin svört lamb. gymbur með niarkinu: gagnfjaðrað hægra og sýlt vinstra sem er mark föður míns. sáluga Björns Odds- sonar. Gymbur þessa á eg ekki, og getur því réttur eigandi vitjað and- virðisins til mín, að frá dregnum kostn- aði. Yztafelli í Köldu-Kinn 18. jan. 1906. Hólmgeir Björnsson.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.